Morgunblaðið - 02.02.2008, Side 24

Morgunblaðið - 02.02.2008, Side 24
24 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Selfoss | „Rekstur áhugaleikhúss snýst bara um samveru og áhuga og fólkið sem tekur þátt. Hér er frábær hópur fólks sem er tilbúið að leggja nótt við dag fyrir leiklist- arbakteríuna,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, formaður Leik- félags Selfoss. Leikfélagið fagnar 50 ára af- mæli um þessar mundir og hefur af því tilefni frumsýnt nýtt leik- verk, „Með táning í tölvunni“ eftir Ray Cooney, sem Jón Stefán Kristjánsson þýddi og leikstýrir. Setur svip á bæjarlífið Leikfélag Selfoss var stofnað 9. janúar 1958 í svokölluðu Iðn- aðarmannahúsi, en svo skemmti- lega vill til að það er einmitt húsið þar sem félagið hefur aðstöðu í dag. Félagið hefur alla tíð verið af- ar öflugt og gróskumikið og sett svip sinn á bæjarlífið á Selfossi. Það þykir vera eitt af öflugustu áhugaleikfélögum á landinu og ótrúlega margir bæjarbúar hafa á einn eða annan hátt komið að starfi félagsins í gegnum tíðina, bæði sem þátttakendur og áhorfendur. Auk leiksýninga hefur félagið tekið þátt í ýmsum viðburðum í bænum og haldið úti leik- húsnámskeiðum á sumrin fyrir börn og ungmenni. „Við reynum líka að bjóða upp á spennandi nám- skeið fyrir leikhúsáhugafólk,“ sagði Guðfinna. Guðbjörg segir að frábær hópur fólks leggi nótt við dag til að vinna að verkefum félagsins. „Fólk vinn- ur fulla vinnu allan daginn og mæt- ir svo hingað á kvöldin til að æfa, smíða, sminka, semja leikskrá, taka til, setja upp ljós og hvaðeina sem þarf að gera, en það eru ansi mörg verk sem falla til á bak við hverja sýningu. Það gengur kannski á ýmsu á meðan yfir stendur, en einhvern veginn hefst þetta allt og fiðringurinn í mag- anum á frumsýningardaginn er ólýsanlegur. Þetta er ótrúlega gef- andi og gaman og allir vinna sam- an að settu markmiði sem einn maður. Þetta er eins og ein stór fjölskylda, skiptir engu máli hvað- an þú kemur eða hvert þú ert að fara, allir standa saman. Aldur og fyrri störf skipta engu þegar leik- húsið er annars vegar og allir vel- komnir að vera með.“ Mikið hlegið Nýjasta verk leikfélagsins, „Með táning í tölvunni“ hefur held- ur betur slegið í gegn hjá Leik- félagi Selfoss. „Já, sýningunni hef- ur verið afar vel tekið og mikið hlegið í salnum, en það er mjög gaman að fá fólk til að hlæja. Svo er mjög skemmtilegt að afmæl- issýningin skuli vera verk sem er frumflutt á Íslandi. Verkið er sjálf- stætt framhald af farsa sem nefn- ist „Með vífið í lúkunum“ og hefur slegið í gegn víða,“ segir Guðfinna. Þá kom fram hjá henni að ætl- unin væri að gefa út afmælisblað, opna heimasíðu félagsins og að í vor verði vegleg afmælishátíð. Auk þess standi til að vera með opið hús í mars, þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að kynna sér starfsemina. Einnig eigi að halda ýmis námskeið á afmæl- isárinu. „Okkur þykir mjög vænt um leikhúsið okkar, Litla leikhúsið við Sigtún, eins og það er kallað. Þetta er gamalt hús sem staðið hefur hér lengi og við fengum til afnota árið 1988. Þá hafði það verið notað sem skólahús, en við höfum lagt mikið á okkur til að breyta því í leikhús. Þetta er hús með sál og hér er mjög góð félagsaðstaða. Okkur dreymir að sjálfsögðu um að kom- ast á stærra svið, það er eðlilegt, við höfum ekki gott aðgengi sem orsakast af aldri hússins og áhorf- endasalurinn er lítill og ann- mörkum háður. Nú er sveitarfé- lagið að skoða og meta húsnæðismál menningarmála sem er afar jákvætt og verður gaman að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þarf góða aðstöðu Menning snýst fyrst og fremst um fólk og getur átt sér stað hvar og hvenær sem er, en það er afar nauðsynlegt að veita henni það rými sem hún þarfnast. Menning snýst ekki bara um þá sem stunda listir, heldur ekki síður um þá sem njóta listarinnar og við þurfum að búa til ákjósanlega aðstöðu fyrir áhorfendur. Við þurfum líka að ala upp áhorfendur, það er jafnmik- ilvægt,“ sagði Guðfinna spurð um aðstöðu leikfélagsins í dag. Hún var líka spurð hver væri draumaafmælisgjöf félagsins? „Af- mælisgjafir eiga að koma á óvart, ekki satt? Ég vona bara að félagið haldi áfram að vaxa og dafna og fái þann jarðveg sem til þess þarf. Að við mætum áfram jákvæðu við- horfi samfélagsins og stuðningi til góðra starfa. Ég vona að sem flest- ir leggi leið sína í litla leikhúsið við Sigtún og kynni sér það sem þar fer fram,“ sagði formaður Leik- félags Selfoss. Margir leggja mikið á sig fyrir Leikfélag Selfoss Menning snýst um fólk Tímamót Guðfinna Gunn- arsdóttir er formaður Leik- félags Selfoss. Í HNOTSKURN »Verkefnaskrá LeikfélagsSelfoss í fimmtíu ár er löng og um margt fróðleg. Hún tel- ur alls 67 verk. »Guðfinna Gunnarsdóttir,formaður Leikfélags Sel- foss, er fædd og uppalin á Sel- fossi og býr þar með fjölskyldu sinni. »Hún er framhaldsskóla-kennari, kennir ensku, lífs- leikni, leiklist og fleira við Fjöl- brautaskóla Suðurlands og er einnig blaðamaður á Gluggan- um – sunnlensku vikublaði. Hún segist hafa áhuga á fólki. Selfoss | Sigrún Vala Björnsdóttir hlaut styrk Vísinda- og rannsóknarsjóðs Fræðslunets Suðurlands fyrir árið 2007. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti henni styrkinn á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var í sal Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Alls bárust 16 umsóknir um styrki úr sjóðnum að þessu sinni. Styrkfjárhæðin er 750 þúsund krón- ur. Verkefni Sigrúnar Völu nefnist „Árang- ur nýrrar meðferðar við langvinnum stoð- kerfisverkjum á Íslandi“, en það er dokt- orsverkefni í lýðheilsuvísindum við Sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands. Sig- rún Vala starfar sem sjúkraþjálfari á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Ís- lands í Hveragerði samhliða námi sínu. Hlaut styrk úr vís- indasjóði Fræðslu- nets Suðurlands Viðurkenning Sigrún Vala tekur við styrk úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is BOÐIÐ verður upp á norska „for- rétti“ og síðan flautukonsert eftir franska tónskáldið Jacques Ibert og 6. sinfóníu Ludwigs van Beethovens, á tónleikum Sin- fóníuhljómsveit- ar Norðurlands í Glerárkirkju á morgun, sunnu- dag. Gesta- stjórnandi á tón- leikunum er Norðmaðurinn Bjarte Engeset og einleikari á flautu Áshildur Har- aldsdóttir. Á efnisskránni eru verk eftir tvö norsk tónskáld, Harald Sæverud og Johann Halvorsen, auk flautukonserts Frakkans og sinfón- íu Beethovens hinn þýska. Engeset segir norsku tónlistina hálfgerða forrétti að þessu sinni. „Við vildum bjóða upp á smásmakk af norskri tónlist og þessi tvö verk eru mjög ólík,“ sagði hann við Morgunblaðið í gær. Halvorsen samdi mikið af leik- húsmúsík og eftir hann verður flutt- ur kafli úr svítu sem hann samdi við leikrit eftir L. Holberg. Eftir Sæve- rud verður flutt Rondo amoroso sem er samið fyrir píanó en einnig útsett fyrir hljómsveit. „Þetta er nútímaverk, fallegt og ljóðrænt. Hann samdi það eftir samtal við ungan son sinn og segir að barnssál sé að finna í verkinu,“ sagði Enge- set og bætir við tónlist Sæverud sé mjög vinsæl í Noregi um þessar mundir. Eftir franska tónskáldið Jaques Ibert verður fluttur konsert fyrir flautu og hljómsveit. Konsertinn sem er skrifaður fyrir litla hljóm- sveit er glæsilegt virtúósastykki og mikil áskorun fyrir flautuleikarann. Engeset segir þetta raunar einn af bestu flautukonsertum frá síðustu öld og ætti að vita það vel, því hann er nefnilega sjálfur flautuleikari að upplagi. Segist reyndar ekki spila opinberlega lengur og ekki hafa tíma til að æfa sig því hann sé alltaf að stjórna. Auk þess að koma reglulega fram sem einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands hefur Áshildur Har- aldsdóttir leikið einleik með hljóm- sveitum í fjórum heimsálfum og komið fram í útvarpi og sjónvarpi í yfir 20 löndum. Áshildur hefur verið í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2004. Síðast á efniskrá tónleikanna er Sinfónía nr. 6 eftir Beethoven, oft nefnd Pastorale, eða Sveitalífs-sin- fónían. Sinfónían er með glaðlegri verkum tónskáldsins og á að vekja stemningu fyrir ósnortinni náttúru og fólkinu sem býr í sveitinni. „Ég hringdi í konuna mína í dag og hún sagði brjálað veður í Noregi; miklu verra en hér,“ sagði Engeset í gær, og var þó ekki beint blíða á Ak- ureyri. „Þetta á kannski vel við, segja má að það sé mikill stormur í sinfóníu Beethovens.“ Verkið er 200 ára gamalt, samið 1808. Fyrsta sígilda verkið, segir Engest, sem segja má að sé nokk- urs konar þjóðlagatónlist. Bjarte Engeset hóf stjórnanda- ferilinn í Álasundi, vinabæ Akur- eyrar í Noregi, og byggði síðan upp sinfóníuhljómsveit í Tromsö í Norð- ur-Noregi. „Það er öðruvísi að stjórna í norðrinu en annars stað- ar,“ svarar hann spurður. „Ég er frá Norðvestur-Noregi, var í 12 ár í Tromsö og finn ákveðna tengingu á milli þessara staða. Það er meiri orka þar en annars staðar og ástæð- an kannski sú að staðirnir eru langt frá höfuðstaðnum og þar þarf fólk að berjast meira fyrir pólitískum áhrifum en annars staðar. Og ekki bara fyrir áhrifum heldur þarf það líka sífellt að berjast fyrir ákveðnu stolti.“ Tónleikarnir hefjast kl. 16 á morgun og er forsala miða í verslun Pennans í Hafnarstræti. Norskur gestastjórnandi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Glerárkirkju Barátta um áhrif og stolt Árvakur/Skapti Hallgrímsson Kraftur Það er öðruvísi að stjórna svona norðarlega, meiri kraftur í fólk- inu, segir Bjarte Engeset, og kippti sér ekkert upp við snjókomuna í gær. Í HNOTSKURN »Bjarte Engeset er að-alstjórnandi Dala- Sinfonietta í Svíþjóð. Hann stjórnaði upptökum með Sin- fóníuhljómsveit Íslands sem kom út árið 2004. »Áshildur Haraldsdóttirnam flautuleik við Tónlist- arskólann í Reykjavík og lauk síðan háskólaprófum frá The New England Conservatory of Music, Juilliard-skólanum í New York og Konservatoríinu í París. Hún hefur unnið til verðlauna í fjórum alþjóð- legum tónlistarkeppnum og hljóðritað fimm einleiks- geisladiska. Áshildur einleikari með SN í flautu- konsert eftir Ibert Áshildur Haraldsdóttir SÝNING um leiklist á Akureyri verður opnuð á Amts- bókasafninu í dag. Tilefnið er ald- arafmæli Samkomu- hússins í fyrra og ní- ræðisafmæli Leikfélagsins á sama ári. Á sýningunni er gefið yfirlit í máli og myndum yfir leik- starfsemi á Akureyri frá því þar var fyrst leikið árið 1860 og til dagsins í dag. Á sýn- ingunni er mikið myndefni frá sýningum þess, nokkur sýnishorn af leikmunum og búningum frá LA og á myndskjá verða sýnd brot úr gömlum upptökum frá sýn- ingum. Það er Leikminjasafn Íslands sem stendur að sýningunni, sem hefst kl. 15.    Steinn Kristjánsson opnar sýninguna Hugrenningar á Café Karólínu kl. 14 í dag. Hann segir sýninguna hugrenningar lista- manns til að færa hefðbundið kaffi- húsaspjall aftur inn á kaffihús, undir for- merkjum bloggsins.    Ert þú mannglöggur? Ertu minnugur á staðhætti? Þannig spyr Minjasafnið á Ak- ureyri og biður um aðstoð til þess að koma nafni á andlit, hús, mannvirki og þorp á sýningunni Þekkir þú … fjölbreytileik mannlífsins? sem opnuð verður kl. 14 í dag í safninu. Sýningin samanstendur af 70 óþekktum myndum úr safni Minjasafnsins.    Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur og Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða í Unun) flytja í kvöld kl. 21.30 dagskrána Þau minna á fjallavötnin fagurblá í Populus tremula. Kristín fjallar um dægurlagatexta og sam- félag á seinni hluta 20. aldar og Heiða flytur lögin sem fjallað er um. Malpokar leyfðir og aðgangur ókeypis. Boðið upp á list af ýmsum toga ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Fyrirhugað er að halda svonefnt ALFA-námskeið í Selfosskirkju. Nám- skeiðið verður kynnt á sérstökum fundi, sem haldinn verður í safnaðarheimili Sel- fosskirkju þriðjudaginn 5. febrúar næst- komandi og hefst hann kl. 19.30. Námsefni ALFA-námskeiðanna felur í sér leit að svörum við spurningum lífs og tilveru: Hver er tilgangur lífsins? Hvernig varð Biblían til? Hvaða hlutverki gegnir kirkjan? Við áþekkar spurningar, og fleiri hliðstæðar, glíma öll trúarbrögð heims. Námskeið í kirkjunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.