Morgunblaðið - 02.02.2008, Page 30

Morgunblaðið - 02.02.2008, Page 30
30 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁGÆTU samborgarar: Hvort vegur þyngra að þjónusta ölóðan miðborgarlýðinn eða fárveikt fólk og aldraða á spítölum og hjúkr- unarheimilum? Ég spyr vegna þess að á sama tíma og hjúkr- unarfræðingum, sem er að mestu kvenna- stétt, er neitað um álagsuppbót er hún veitt lögreglumönnum þegjandi og hljóða- laust. Ég ætla ekki að vanvirða störf lög- reglumanna en mér finnst stjórnvöld van- virða störf hjúkr- unarfræðinga. Við höfum þanið okkur í fjölmiðlum vegna mis- beitingar á konum víða í heiminum; það er hægt að misnota fólk á fleiri en einn veg. Ég ólst upp við þá hugmyndafræði að maður ætti að sópa frá eigin dyrum áður en farið væri að nagg- ast út í nágrannann. Því spyr ég: Hvað segja nú heilbrigð- isráðherra og þær konur sem nýsestar eru á Alþingi Íslend- inga og ætluðu að rétta hlut kvenna og Ingibjörg Sól- rún sem sagði í framsöguræðu sinni við setningu Alþingis að nú skyldi tekið á launamisréttinu? Ég hlustaði á setningu danska þingsins í haust og þar varð mörgum þing- konum tíðrætt um að ein mesta áskorun á komandi þingi væri heil- brigðiskerfið og það ófremdar- ástand sem þar hefði skapast vegna atgervisflótta sem stafar hvað mest af lélegum launum og aðbúnaði. Þar kom einnig fram að starfsfólk á spítölum væri með- höndlað sem róbótar. Danir tala um voðaástand sem eigi eftir að versna verði ekki gripið til rót- tækra aðgerða. Danski þingmað- urinn spurði t.d. hvort boðlegt væri að ein ljósmóðir sinnti þrem fæð- andi konum í einu? Hvað kostar svona lagað okkur í lífi og heilsu, ef misbrestur verður á? Og ég spyr: hverjum er um að kenna og hver situr uppi með sektarkenndina og afleiðingarnar? Hjúkrunarstarfið er í eðli sínu gefandi starf en það útheimtir mikið líkamlegt og and- legt þrek og fagmennsku. Sé ekki hlúð og búið þannig að starfsfólki að það geti sinnt hjúkrunarstarfinu sem skyldi býður það hættunni heim á kulnun í starfi og atgerv- isflótta. Rannsóknir hafa sýnt að fleira fagfólk leiðir ekki aðeins af sér betri þjónustu og gæði heldur er rekstr- arkostnaður einnig minni þegar upp er staðið. Vinnuþrælkunar- stefna Sú stefna er nið- urlægjandi að pressa megi endalausa vinnu út úr fólki með ýmsum dúsum, s.s. í formi peninga eða ókeypis aðgangi í Hús- dýragarðinn. Í nýlegri úttekt al- þjóðlegra mannrétt- indasamtaka á fang- elsum víða um heim þótti ekki boðlegt að bjóða föngum einungis upp á bað þrisvar í viku. Hvað finnst fólki þá um það, ekki hvað síst heilbrigð- isráðherra, að sjúk- lingum og vistmönnum á elliheimilum skuli aðeins standa til boða bað einu sinni í viku, í landi þar sem ofgnótt er af heitu vatni og ríkissjóður skil- aði um 38 milljörðum í gróða á ný- liðnu ári? Ekki er við starfsfólk að sakast því það gerir í raun meira en það getur. Mikið megum við Ís- lendingar skammast okkar. Á netinu var greint frá því að á nokkrum breskum sjúkrahúsum hefðu komið upp hættulegar sýk- ingar sem kostuðu fjölmörg mannslíf og voru beinlínis raktar til fólkseklu. Svipaðar sýkingar hafa komið upp á LSH. Hvernig stendur á því að umræðan um LSH snýst um fáfengilegheit á borð við bleikt og blátt á fæðingardeild meðan grafalvarlegum vanda- málum er sópað undir teppi? Þetta minnir á þöggunarmynstur sjúkrar fjölskyldu. Við hvað er átt þegar sagt er á stórum stundum að fólki eigi að lifa, eldast og deyja með reisn? Halda menn að það felist í því að koma akandi á stórum, reykspú- andi jeppa að líkamsrækt- arstöðvum, djöflast á hlaupabrett- um í loftlausum sal, á svipinn eins og fáráður mænandi á veggina? Maður spyr sig hvort þetta séu sömu orkuboltarnir og berja mann og annan í miðborginni um helgar. Þegar ég velti vöngum yfir hvað sé mannsæmandi líf kemur mér í hug fagleg þjónusta í veikindum, góð aðhlynning fyrir aldraða, böðun eftir þörfum hvers og eins, líknandi meðferð þar sem hún á við, án þess að fólk þurfi endilega að vera við dauðans dyr, innt af hendi af fag- fólki sem skilur og getur gert sig skiljanlegt. Og eiga kost á því að vera í einbýli eða með herberg- isfélaga að eigin vali. Í mannsæm- andi lífi felst m.a. að taka sjálfur ákvarðanir á eigin forsendum og eftir getu á hverjum tíma, hafa stjórn á lífi sínu. Ef svo illa vill til að einhver hinna háttvirtu þingmanna þarf að leggjast inn á LSH legg ég til að honum verði boðið upp á legupláss á ganginum eins og ég og aðrir hafa mátt reyna, og þeir njóti lág- marks faglegrar hjúkrunarþjón- ustu – sem skapast vegna mann- eklu – en sé ekki pakkað inn í bómull eins og verið hefur, en þeir eiga rétt á að fá raunsanna mynd af ástandinu eins og það er. Álagið sem myndast vegna at- gervisflótta er grafalvarlegt. Skoða mætti þann möguleika að leggja kjaramál hjúkrunarfræðinga í kjaradóm líkt og prestar fengu á sínum tíma. Þar er stöðug fjölgun í stéttinni. Segir það ekki sína sögu? Hvað er til ráða? LSH þarf að horfa til hins al- menna vinnumarkaðar, hvernig hann laðar til sín starfsfólk með viðunandi starfsskilyrðum. Haldi því ánægðu í starfi eins og frekast er unnt, þar sem samræmi er á milli menntunar, vinnuálags og launa. LSH verður að vera sam- keppnishæfur við aðra vinnustaði hvað laun og aðstöðu snertir. Menn skulu ekki halda að málin leysist með meiri steinsteypu einni og sér. Ég skora á nýja ríkisstjórn að líta á þessi mál sem áskorun til úr- lausnar. Vonandi lætur hjúkr- unarstéttin hart mæta hörðu í komandi samningum, minnist framkomu nýskipaðs heilbrigð- isráðherra við stéttina á umliðnu hausti. Svíki stéttin sjálfa sig svík- ur hún jafnframt skjólstæðinga sína. Konur, hættum að kyssa vöndinn. Baðið og bábiljan Hrönn Jónsdóttir skrifar um kjör hjúkrunarstéttarinnar » Sé ekki hlúð og búið þannig að starfsfólki að það geti sinnt hjúkrunarstarf- inu sem skyldi býður það hætt- unni heim á kulnun í starfi og atgervis- flótta. Hrönn Jónsdóttir Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. Undanfarna mánuði hafa birst fréttir í fjölmiðlum um allan heim af innköllun á vörum sem eiga það sam- eiginlegt að vera fram- leiddar í Kína. Það má segja að upphafið að þessum fréttum hafi verið þegar Mattel leik- fangarisinn varð að inn- kalla gríðarlegt magn af leikföngum vegna of mikils blýmagns í máln- ingunni á leikföng- unum. Í framhaldinu hafa komið upp nokkur slík tilfelli, þar sem „risafyrirtæki“ hafa þurft að innkalla vörur sem framleiddar eru fyrir þau í Kína. Það er því eðlilegt í ljósi þessara frétta að við spyrjum okkur hvort kínversk fram- leiðsla sé í lagi? Í vestrænu samfélagi eru sífellt uppi kröfur um lægra verð á þeim vörum sem neytendur kaupa. Fram- legðarkrafa fyrirtækja hefur að sama skapi aukist svo hægt sé að mæta sí- auknum launakröfum og vaxandi kostnaði. Stór smásölufyrirtæki þurfa því alltaf að vera á höttunum eftir vöru sem kostar sem allra minnst í innkaupum og hægt er að selja á tiltölulega lágu verði en að sama skapi verður hún að skila hárri framlegð. Í Kína eru líklega framleiddar miklu fleiri merkjavör- ur en hinn almenni Vesturlandabúi gerir sér grein fyrir. Það má því alls ekki alhæfa að kínverskar vörur sem slíkar séu „drasl“ eða „hættulegar“ heilsu manna. Það má segja að kín- versk framleiðsla sé alltaf að verða betri og betri, þróaðri og há- tæknilegri, þar sem kín- verskar verksmiðjur blómstra sem aldrei fyrr. Efnahags- kerfið í Kína er það annað stærsta í heiminum í dag og talið er að innan tíu ára verði það orðið stærst í heimi. Hagvöxtur er stöðugur og hagvaxt- arspá næstu tíu ára gerir ráð fyrir 10- 15% hagvexti ár hvert. Það er því af- skaplega eðlilegt og liggur eiginlega í hlutarins eðli, mannlegu eðli, að ríki eins og Kína eigi sér óvildarmenn víða. Þau fyrirtæki, sem hafa stundað viðskipti við kínverska birgja, eru í flestum tilvikum ánægð. Upp hafa komið stöku tilfelli þar sem menn hafa verið sviknir en slíkt gerist meira að segja á Íslandi. Það er þó al- veg ljóst að það að stunda viðskipti við birgja í Kína er langt frá því að vera háð sömu lögmálum og að eiga viðskipti við evrópska birgja. Til eru nokkurs konar leiðbeiningar um það hvernig skuli stunda viðskipti við kín- versk fyrirtæki. Þó eru kínversk fyr- irtæki í síauknum mæli að tileinka sér þær aðferðir sem viðskiptavinir þeirra á Vesturlöndum nota, í við- leitni sinni til þess að losna við milli- liði. Árangurinn af slíkum viðskiptum byggist svo oft á þeim manneskjum sem eru að tala saman hverju sinni. Mörg heimsþekkt fyrirtæki eins og Sony, Toshiba, Dell, Apple, Micro- soft, Next og fleiri, láta framleiða vörur sínar í verksmiðjum í Kína. Bú- ið er að þróa framleiðsluna í mörg ár og því óhætt að segja að allt gangi að mestu vel fyrir sig. Hugsanlega má í framhaldinu álykta sem svo að þau tilfelli sem upp hafa komið und- anfarna mánuði, þar sem galli hefur komið fram í vörum eða vörur reynst hættulegar heilsu manna, séu einstök dæmi þar sem nokkrir hlutir í fram- leiðsluferlinu hafa misfarist eða mannleg mistök orðið. Í stórri verk- smiðju verður ekki komist hjá því að mistök séu gerð, ekki frekar en á stóru heimili eða skóla. Þá skiptir öllu máli að sambandið á milli kaupanda og seljanda sé gott og traust, svo báð- ir aðilar leggi allt í sölurnar við að lagfæra og leysa þann vanda sem upp kann að koma. Óhætt er að segja að í Kína er framleitt sem aldrei fyrr, þörf Vest- urlandabúa fyrir alls kyns vörur virð- ist vera óþrjótandi. Slíkt er auðvitað draumur kaupmannsins en martröð seðlabankastjórans. Íslendingar eru alls ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir og kaupa vörur í miklum mæli, án þess að hugsa mikið um uppruna þeirra eða framleiðsluaðferð. Verðið skiptir oftast öllu máli. Innflytjendur vöru þurfa því að vera á verði, svo hægt sé að vernda hagsmuni neytenda og koma í veg fyrir óhöpp eða slys tengd vörum sem þeir flytja inn. Lykillinn að því er að hafa traustan íslenskan samstarfs- aðila í Kína, sem sér um að veita framleiðendum vörunnar það aðhald sem þarf til þess að mistök eigi sér ekki stað í framleiðsluferlinu. For- vörn er lykilatriði. Samskipti Kína og Íslands eru með besta móti. Fríverslunarsamningur milli ríkjanna verður vonandi brátt undirritaður og mun það eitt gjör- bylta viðskiptum okkar við Kína, eins og við þekkjum þau. Má einna helst þakka það frábærri utanríkisþjón- ustu og einstökum forseta okkar, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni. Ef ekki væri fyrir framsýni hans og ferðalög til Kína, væri Ísland líklega ekki eins ákjósanlegur „félagi“ Kína og það er í dag. Ekki má gleyma því að neyt- endamarkaðurinn í Kína er einn sá stærsti í heiminum í dag. Í Kína eru því óteljandi tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki sem hafa þor og getu til út- rásar á svo stóran markað. Er kínversk framleiðsla í lagi? Friðjón Björgvin Gunnarsson fjallar um vörur framleiddar í Kína » Íslendingar eru alls ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir og kaupa vörur í miklum mæli, án þess að hugsa mikið um uppruna þeirra eða framleiðsluaðferð. Friðjón Björgvin Gunnarsson Höfundur situr í stjórn íslensk- kínverska viðskiptaráðsins. SÍÐUSTU daga hafa fulltrúar frá- farandi borgarstjórnarmeirihluta látið dæluna ganga um nýjan borg- arstjóra og nýjan meirihluta í Reykjavík. Hluti þessa „málflutn- ings“ felst í persónuníði um borg- arstjórann sem ekki er svaravert og á sér ekki hliðstæðu í íslenskum stjórnmálum síðustu áratugi. Skrílslæti eða málefni Það er skiljanlegt að það verði uppi fótur og fit í fjölmiðlum og ýms- um hitni í hamsi þegar nýr meirihluti er myndaður í borginni, ekki einu sinni, heldur tvisvar á rúmum þremur mánuðum. En slíkir atburðir réttlæta ekki það persónuníð sem gengið hefur fjöll- unum hærra að und- anförnu. Og þeir mega heldur ekki verða til þess að við tökum æs- ingar, fordóma og of- sóknir fram yfir yfirvegaða umræðu um hagsmunamál borgarbúa. Stjórnmál í lýðræðissamfélagi eiga að snúast um málefni og umræðan um þau á að vera málefnaleg. Það hefur hún því miður ekki verið und- anfarna daga. Málefnasamstaða Það er t.d. ekki málefnalegt að halda því fram að Ólafur F. Magn- ússon hafi verið blekktur í samstarf við valdagráðug spillingaröfl, án þess að viðkomandi sjái minnstu ástæðu til að huga að þeim málefnum sem borgarstjórinn og sjálfstæðismenn ætla að vinna að á kjörtímabilinu. Að öllu jöfnu á málefnaleg sam- staða að vera nærtækasta ástæða þess að tveir eða fleiri flokkar ákveða að vinna saman. Og sú var reyndin í þessu tilfelli. Ástæðuna fyrir núver- andi borgarstjórnarmeirihluta ber fyrst og fremst að rekja til málefna- legrar samstöðu í mjög mikilvægum málaflokkum. Augljós sannindi Um þetta getur hver og einn sann- færst með því að bera saman stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins og F- listans fyrir síðustu kosningar og bera þær stefnuskrár síðan saman við málefnasamning þessara flokka nú. Málefnasamningur flokkanna var kynntur um leið og nýr meirihluti, en hann er einmitt til marks um sam- stöðuna og þau verkefni sem við ætlum að vinna að. Það er til lítils og raunar mjög ómálefna- legt að láta eins og þetta komi málinu ekkert við. Mikilvægi málefnasamnings Það er sjálfsögð lýð- ræðisleg krafa og tillits- semi við kjósendur, að borgarstjórnarmeiri- hluti geri Reykvíkingum grein fyrir því, fyrir hvað hann stendur og að hverju hann ætlar helst að vinna. Slíkur samningur heldur meirihlutanum við efnið, auðveldar málefnalega umræðu og kjósendum valið í kosningum. Þess vegna setti núverandi meirihluti fram mál- efnasamning um leið og samstarf hans hófst. Valdagræðgi hverra? En þeir sem nú gaspra hæst um valdagræðgi og ólýðræðisleg vinnu- brögð annarra, mynduðu meirihluta fjögurra, ólíkra stjórnmálaflokka, með mjög ólíka afstöðu til mik- ilvægra mála. Þrátt fyrir þá stað- reynd hvarflaði aldrei að þeim, í meira en hundrað daga, að gera borgarbúum grein fyrir því, um hvað þeir væru sammála, annað en það eitt að halda völdum. Er það málefnalegt, – eða er það valdagræðgi? Reykvíkingar eiga heimtingu á málefnalegri umræðu um mikilvæg hagsmunamál sín. Nýr borgarstjórn- armeirihluti hefur sett fram sín áhersluatriði í mikilvægum mála- flokkum. Hann mun láta verkin tala í samræmi við það og leggur þau svo óhræddur í dóm kjósenda. Það er lýðræði. Valdagræðgi eða mál- efnaleg samstaða? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skrifar um áherslur í borgarstjórn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson » Ástæðuna fyrir nú- verandi borgar- stjórnarmeirihluta ber fyrst og fremst að rekja til málefnalegrar sam- stöðu í mjög mikilvæg- um málaflokkum. Höfundur er oddviti borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.