Morgunblaðið - 02.02.2008, Side 33

Morgunblaðið - 02.02.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 33 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.isÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 121. þáttur. Orðfræði Orðatiltækið e-ð errunnið undan rifjume-s á sér fornar ræturog vísar það til þess er menn töldu brjóstið aðsetur vitsmuna og kennda, sbr. nafn- orðið brjóstvit sem enn lifir góðu lífi. Orðatiltækið e-ð er af e-m rótum runnið/(sprottið) ‘e-ð stafar af e-u’ er einnig eld- fornt og kunnugt í ýmsum af- brigðum. Þessum tveimur orða- tiltækjum má ekki rugla saman eins og gert er í eftirfarandi dæmi: Það er ógæfa framsókn- armanna að koma því ekki nóg- samlega á framfæri við þjóðina að þetta brölt væri ekki undan þeirra rótum runnið (26.11.07). Það eru augljós sannindi að of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann. Málshátturinn vísar til þess að of seint sé að vera vitur eftir á, koma verði í veg fyrir slys eða óhöpp áður en þau verða. Reynslan kennir okkur einnig að mönnum verði oft á sömu mistök og öðrum, þ.e. falli í sömu gryfju og aðrir. Þótt ýmislegt sé sameiginlegt þessu tvennu er mikill munur á brunni og gryfju og best fer á að halda þeim aðgreindum. Þess er þó ekki gætt í eftirfarandi dæmi: Ætla mætti í ljósi gagn- rýni sjálfstæðismanna á op- inbera markaðsstarfssemi Al- freðs að þeir mundu gæta þess að falla ekki í sama brunninn og Alfreð (19.12.07). Orðatiltækið bera einhverjum vel/illa söguna ‘fara lofsam- legum orðum um einhvern/ hallmæla einhverjum’ er eld- fornt og er búningur þess fast- bundinn og honum má ekki raska. Eftirfarandi dæmi hljóma ekki vel: Haraldur ber fundarmönnum góða söguna (12.11.07) og bar landinu góða söguna (28.7.07). Orðatiltækið koma við sögu ‘snerta eitthvað (atburðarás), tengjast einhverju’ er algengt og allt annarrar merkingar en þegar hér/þar var komið sögu ‘þegar hingað var komið; á þessu stigi’ en samt er furðu al- gengt að þessum orðatiltækjum er ruglað saman, t.d.: Sautjánda brautin var algjör bónus fyrir mig en þegar þar var komið við sögu hafði ég misst nokkur pútt (21.11.07). Smáorðinu við er hér augljóslega ofaukið. Orðatiltækið e-ð fer for- görðum ‘e-ð eyðileggst, glatast eða tortímist’ á sér fornar ræt- ur og kann það að vísa til hug- mynda manna um hættur er leynast utan mannabústaða (forgörðum). Það sem fer for- görðum er jafnan hlutstætt (skjöl, efni, tæki) en ekki hug- lægt (reiði, ást, agi). Því hljóm- ar eftirfarandi dæmi ekki vel í eyrum umsjónarmanns: Það sem helst hefur þó [á] skort er að sá agi, sem felst í skipulag- inu, fer stundum forgörðum þegar komið er að því að loka fjárlögunum (23.8.07). Forsetningar Kerfi forsetninga í íslensku er um margt afar nákvæmt. Þar er t.d. ekki aðeins gerður mun- ur á stefnu hreyfingar (hvert — hvaðan) heldur skiptir einnig máli hvort það sem hreyfist var undir einhverju, á einhverju eða í einhverju. Þessi munur kemur m.a. fram í forsetn- ingapörum (undir — undan; á — af; í — úr) og hann er okkur í blóð borinn. Af þessu leiðir m.a. að mikill munur er á for- setningunum af og undan þótt þær vísi báðar til hreyfingar. Það kemur því á óvart að sjá og heyra þeim ruglað saman, t.d.: Dekkjum stolið af bíl hreyfihamlaðs manns [þriggja dálka fyrirsögn] (1.11.07) og Kjöl- urinn rifnaði af [skútunni] í lát- unum [í óveðrinu] (14.12.07). Ætla mætti af fyrra dæminu að dekkin hefðu verið á palli vöru- bíls en svo var ekki, þau voru undir bílnum og því var þeim stolið undan honum. Umsjón- armanni finnst einnig órökrétt að tala um kjöl á (‘undir’) skútu. Að hafa þjóðina á bak- inu Mánudagskvöldið 7. janúar var rætt um fyrirhugað Evr- ópumót í handknattleik. Þar féllu þau orð að mikilvægt væri fyrir strákana okkar að hafa þjóðina á bakinu. Ætli það yrði þeim ekki ofraun? Tilfinningasvall Eitt einkenna íslenskrar tungu er að orðaforðinn er sveigjanlegur en hann má stöð- ugt auka og auðga með nýyrð- um. Það er vandasamt að búa til ný samsett orð en þegar vel tekst til eru þau gagnsæ en jafnframt hlaðin merkingu. Um- sjónarmaður rakst nýlega á bráðskemmtilegt nýyrði, mótað af þeim manni sem hlaut verð- laun á degi íslenskrar tungu: Hamingjan er ekkert tilfinn- ingasvall. Hún einkennist af innra jafnvægi og hugarró. Hamingjusamt fólk er þannig í sæmilegri sátt við sjálft sig, en þó ekki án sjálfsgagnrýni. Skorti hana verður einstakling- urinn hrokafullur sjálfbirgingur, skopskyni skroppinn (Sig- urbjörn Einarsson, 24.12.07). Eitt einkenna íslenskrar tungu er að orðaforðinn er sveigjanlegur jonf@rhi.hi.is Á MEÐFYLGJANDI mynd má sjá hvar Boeing 777 þota British Airways hefði lent, hefði hún reynt að lenda á hinni einu blindlendingarbraut í Reykjavík en ekki á Heathrow- flugvelli í London. Þotan brotlenti á Heathrow fyrir skömmu, náði ekki alla leið inn á brautina, „lenti stutt“, 25 metra frá þröskuldi. Hún hefði kannski komizt yfir hindr- anir eins og gömlu símstöðina við Austurvöll, Alþing- ishúsið, Ráðhúsið og ef til vill Fríkirkjuna. Bréfritari býr á efstu hæð húss við Aðalstræti og sér vélarnar, sem koma inn á númer 19 beint út um svefnherbergisgluggann í þak- inu. Þó kemur fyrir að þær sjást ekki fyrir þoku, þá þeir taka aðflugið – bara heyrast. Mest eru það þó útlendingar í Austurstræti og á Austurvelli, sem horfa til himins og undrast hávaðann á sumrin. Þingmennirnir á Alþingi segja allt gott, og borgarfulltrúar slá enn öllu á frest. Mér finnast þessir fulltrúar okkar vera óábyrgir. Hið sama segi ég um flugmálayfirvöld. Jafnvel flugrekendur eru raunar á mörkunum. Þeir fara stundum yfir mörkin. Dæmi hefi ég um það. Samt segjast þeir ekki geta lent í meir en 10 til 13 hnúta hliðarvindi, þegar talað er um nýtingarhlutfall á vellinum í Vatnsmýrinni. Síðast hinn 3. janúar í ár reyndu þeir það þó í Keflavík en gekk ekki upp í vetrarvindinum. BA 038 til London hefði lent á göngubrú, stálbitum og bílum við ein helztu gatnamót Reykjavíkur, hefði hún ætl- að að lenda á okkar braut 19. Hefði eitthvert eldsneyti ver- ið eftir í vélinni hefði væntanlega kviknað í því. Telja má líklegt, að talsvert á annað hundrað manns hefðu farizt. Enginn fórst í London. Þar var allt að 300 metra örygg- issvæði án hindrana eins og vera ber á alvöru flugvelli fyr- ir blindaðflug. Þó var stutt í bílabraut við London eins og í Reykjavík. Vélin rétt straukst yfir bílana þar, en hér hefði hún snert jörðina beint á gatnamótunum. Reyndar mun hér ekki hafa verið um blindaðflug að ræða, en nauðsyn öryggissvæða er samt brýn. Í birtum opinberum gögnum um Reykjavíkurflugvöll er flugbraut 19 með aðflugi úr norðri sögð uppfylla skilyrði, sem gerð eru að alþjóðlegum stöðlum til brauta um að- gerðir í veðurskilyrðum samkvæmt „Category I“. Tvær brautir Keflavíkurflugvallar fullnægja í aðalatriðum Cate- gory II, sem eru mun strangari. Þó er það svo, að ég tel braut 19 í Reykjavík ekki fullnægja Cat I í veigamiklum atriðum. Miðlínuljós 900 metra fyrir framan þröskuld, eða allt að Ráðhúsinu okkar, eru ekki til staðar. Kröfum um autt svæði án hindrana næst þröskuldi er ekki fullnægt. Enn síður er farið að meðmælum. Nýlega var byggð göngubrú, sem greinilega er hindrun. Ekki höfðu menn fyrir því að leita samþykkis byggingafulltrúa um fram- kvæmdina að lögum. Þá klessti borgin með flugmála- yfirvöldum og vegagerðinni stálbitum og grindum á gatnamótin, enda þótt staðallinn Annex 14 segi, að ljós skuli vera á brjótanlegum (frangible) undirstöðum á þessu svæði. Hringbrautin nýja er líka hindrun, en í skjóli ann- arra hindrana. Þetta er allt með eindæmum. Ég ætla að vera frekur núna og segi. Þið þingmenn, borgarfulltrúar og embætt- ismenn í flugi skuluð vera ábyrgir. Ráðherra skal vera fullábyrgur en er ekki svo nema aðhafist nú eitthvað að gagni. Leggja skal niður núverandi flugbraut 19 sem næst strax. Ekki er nóg að tala um það eftir tíu ár. Um þetta mál er ei tóm til þess að fjalla hér, en ég mun biðja Morg- unblaðið birta seinna aðra grein, sem lýsir tillögum mínum þar um. SVEINN GUÐMUNDSSON verkfræðingur. Þarna hefði hún lent Frá Sveini Guðmundssyni Í aðflugi Reykjavík hefði 777 þota BA lent á gatnamót- um Hringbrautar og Njarðargötu - ekki á örygg- issvæði. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsend- ar greinar. Formið er að finna á forsíðu fréttavefjarins mbl.is vinstra megin á skjánum undir Morgunblaðshausnum þar sem stendur Senda inn efni, eða neð- arlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum Sendu inn efni. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem kerfið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í það með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttökukerfi aðsendra greina TANNVERNDARVIKA 2008 KYNNINGARFUNDUR 5. FEBRÚAR KL. 11.00 Í FRÆÐSLUSAL BARNASPÍTALA HRINGSINS VIÐ HRINGBRAUT Fræðslufundur verður á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Lýðheilsustöðvar í tilefni af útgáfu margmiðlunardisks með fræðsluefni um munnhirðu. Fræðslan er einkum ætluð starfsfólki á heilbrigðisstofnunum en einnig öllum öðrum sem vinna við að fræða um heilbrigða lífshætti. DAGSKRÁ 11:10 Ávarp - Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 11:15 Kynning fræðsluefnis - Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Miðstöð tannverndar og Lýðheilsustöð 11:30 Frumsýning fræðsluefnis 11:50 Umræður - fyrirspurnum svara tannlæknarnir Inga B. Árnadóttir, forseti tannlæknadeildar Háskóla Íslands, Helga Ágústsdóttir, deildarstjóri í Heilbrigðisráðuneytinu, og Hólmfríður Guðmundsdóttir 12.00 Fundarslit Fundarstjóri: Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar. Léttar veitingar í boði. Fundurinn er öllum opinn en að auki er með fjarfundarbúnaði hægt að fylgjast með honum hvar á landinu sem er. Þeir sem þess óska þurfa að hafa samband við bruarstjori@landspitali.is og gefa upp IP tölu fyrir hádegi mánudaginn 4. febrúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.