Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína Bárð-ardóttir fæddist í Hraunbæ í Álfta- veri í V-Skaftafells- sýslu 17. júní 1921. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans á Landakoti aðfaranótt 12. jan- úar síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðlaug Jóns- dóttir, f. að Syðri- Steinsmýri í Með- allandi 18. maí 1896, d. 5. ágúst 1984 og Bárður Bergsson, bóndi og trésmiður í Hraunbæ í Álfta- veri og Dufþaksholti í Hvolhreppi, f. í Múlakoti á Síðu í V-Skaftafells- sýslu 10. nóvember 1887, d. 30. apríl 1939. Jónína var elst af sjö 1948, fyrrv. maður hennar er Je- rome Anthony Gerber og eiga þau tvær dætur og þrjú barnabörn. 3) Bjarni, f. 8. júlí 1949, fyrri kona hans er Kolbrún Kjartansdóttir og eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn, seinni kona hans er Guðný Árnadóttir og eiga þau tvo syni. 4) Sigríður Rut, f. 4. mars 1951, fyrrv. maður hennar var Hjálmur S. Sigurðsson, f. 17. ágúst 1949, d. 2. mars 2006. Þau eiga fjögur börn og eitt barna- barn. 5) Anna María, f. 30. maí 1959, fyrrv. maður hennar er Ant- onio de la Rosa og eiga þau tvö börn. Jónína starfaði við ýmis versl- unar- og þjónustustörf, m.a. hjá Alþýðubrauðgerðinni, Slát- urfélagi Suðurlands, veitingahús- inu Aski en lengst af starfaði hún hjá Ragnari tengdasyni sínum á veitingahúsinu Lauga-Ási. Útför Jónínu var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. systkinum, en næst henni komu Bergur, f. 26. febrúar 1924, d. 9. mars 2007, Einar, f. 22. desember 1926, Steinunn Jóna, f. 7. nóvember 1928, Sumarliði, f. 18. júní 1930, Margrét, f. 29. maí 1932, d. 21. júní 1999, og Ingólfur, f. 20. ágúst 1934. Maður Jónínu var Sigurður Þórðarson frá Hergilsey á Breiðafirði, f. 30. apríl 1920, d. 5. maí 1975. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Bára, f. 1. desember 1946, hennar maður er Ragnar Kr. Guðmundsson og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. 2) Þorbjörg (Obba), f. 7. febrúar Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Þegar símtalið kom og við systk- inin vorum beðin um að koma upp á spítala vissum við að hverju stefndi með elskulega móður okkar. Og þó að við reyndum að búa okkur undir hið óhjákvæmilega, þá er það eins og í svo ótalmörgum tilvikum í lífinu, maður er ekki tilbúinn þegar að því kemur. Maður getur bara ekki kvatt sísvona, síst af öllu ástkæra móður sína, sem hefur verið eins og klettur í lífi okkar, mótað viðmið okkar og við- horf til lífsins, og munum við búa að því áfram þó svo að hún hverfi á braut, þangað sem við vitum að ekki er til sársauki eða þrautir. Við vitum að vel verður tekið á móti henni af svo mörgum sem um- vefja hana og hlúa að henni. Lífið verður að halda áfram og við hittumst síðar. Þakka viljum við það sem hún gaf okkur, leiðsögnina, samfylgdina, þol- inmæðina og allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman og aldrei hverfa úr minningunni. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Guð varðveiti þig, elsku mamma. Takk fyrir allt. Guðlaug Bára, Þorbjörg, Bjarni og Sigríður Rut. Elsku hjartans mamma mín, eftir erfiða baráttu undanfarna mánuði hefurðu fengið langþráða hvíld. Þegar hugurinn hvarflar til baka koma upp svo ótal margar minning- ar. Allar eru þær þó á sömu leið, hvað þú varst alltaf dugleg, þolinmóð og tilbúin að hjálpa. Ófá voru skiptin þegar ég kom til þín og fór aftur rík- ari af ráðum. Strax sem unglingur skildi ég hvað ég var heppin að hafa fæðst sem dóttir þín. Á erfiðum tím- um gast þú látið okkur líða sem greif- um. Þú kenndir mér að gefast ekki upp þótt á móti blési. Aldrei þurfti ég að hvetja börnin mín, sem hafa nú á nokkrum mánuðum misst báðar ömmur sínar, til að koma með í heim- sókn til ömmu Jónínu því þau dýrk- uðu þig. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd, geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól, Guð mun vitja um þitt ból. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) Elsku hjartans mamma mín, sofðu rótt og guð geymi þig. Þín yngsta, Anna María. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Elsku tengdamóðir mín, það er erfitt að setjast niður og skrifa nokk- ur kveðjuorð því það er af svo miklu að taka eftir þau dásamlegu ár sem ég hef átt með dóttur þinni, þér og allri fjölskyldu þinni. Ég man hvað þú tókst vel á móti mér er ég kom fyrst inn á heimili þitt á Hæðargarðinum, sem ungur strákur. Ég sá að þar var stór kona þó að ekki færi mikið fyrir henni, enda átti ég eftir að kynnast því síðar, já, tengdamóðir mín var stór kona. Er ég stofnaði mitt fyr- irtæki Lauga-Ás ásamt mági mínum kom aldrei neitt annað til greina en að fá þig til okkar, en við unnum áður saman á Askinum. Já, þú komst til okkar og þvílík heppni að fá þig. Já, kínverski pönnukökumeistarinn var kominn til okkar. Enginn komst með tærnar þar sem þú varst með hælana í þessum rétti, enda var hann mjög vinsæll. Eins kokteilsósan og salat- dressingin, allt voru þetta hlutir sem þú sást um og gerðir, ásamt svo mörgu fleira. Eftir að þú hættir hjá okkur vegna aldurs reyndum við að halda áfram með kínversku pönnu- kökurnar en hættum fljótlega því við náðum aldrei þessu sérstaka bragði sem þú hafðir. Kokteilsósuna og sal- atdressinguna höfum við haldið áfram að framleiða en náum aldrei Jónínu-bragðinu. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur með þinni dásamlegu umhyggju fyrir Lauga- Ás. Elsku tengdamóðir mín, þú varst drottningin í fjölskyldunni, þú hélst vel utan um okkur öll, börnin þín, barnabörn og barnabarnabörn. Þú varst drottningin í jólaboðunum þín- um, við hlökkuðum öll til að fá ekta ömmu-sviðasultu, því enginn bjó til betri sviðasultu en þú. Þú varst snill- ingur í matargerð, enda lærði ég margt af þér, svo ég tali nú ekki um kæfuna. Það var orðin venja á afmælisdeg- inum þínum 17. júní að fara með þig í bíltúr austur fyrir fjall og á kaffihlað- borð einhvers staðar, því þér leið aldrei betur en þegar leiðin lá um eða að Dufþaksholti. Einu sinni stóðum við uppi á hólnum bak við bæinn og hlustuðum á þig lýsa stórkostlegu út- sýninu sem m.a. sýndi Fljótshlíðina og inn að Þórsmörk og segja frá upp- vaxtarárum þínum þar. „Ég þurfti oft að ganga yfir móa og mýrar og ná í kýrnar og féð, nú er þetta bara tún. Og við þurftum að fara miklu lengra áður að ná í rabarbara og kartöflur.“ Hvað það var dásamlegt að standa þarna með þér, hlusta og sjá hvað þér leið vel, því þú varst orðin ung aftur. Er við fórum með þig 17. júní á síð- asta ári á kaffihlaðborð „Við brúar- sporðinn“ þá hvarflaði ekki að neinu okkar að nokkrum dögum seinna myndi meinið gera vart við sig sem að lokum lagði drottninguna okkar að velli. Með þessum fáu orðum þakka ég þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og Báru, börnin okkar og barnabörn. Hvíl í friði, elsku drottningin okk- ar. Þinn tengdasonur, Ragnar. Þegar ég hugsa um ömmu hugsa ég alltaf um hversu gott það var að vera hjá henni og hvað manni leið vel í kringum hana. Að kíkja til ömmu var eins og að skríða inn í bómull og að tíminn stæði í stað. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru af Kirkjuteignum þegar við bjuggum öll saman í kjallaranum. Ég hef verið um 4 ára því mamma var nýbúin að sækja mig í leikskólann og var að kaupa inn nokkra hluti í hverf- isbúðinni sem var á horninu. Ég man svo vel hvað ég var æst að hitta ömmu. Ég sagði mömmu að ég ætlaði heim til ömmu því ég hélt að hún biði eftir mér heima. Þegar ég staulaðist heim fullklædd í pollagallanum kom ég að tómu húsi. Ég gekk aftur í búð- ina og lét mömmu vita að það væri engin amma heima. „Auðvitað ekki,“ sagði mamma. „Amma er að vinna uppi í Lauga-Ási.“ Aftur sagði ég mömmu að ég ætlaði í heimsókn til ömmu og lagði ég af stað í átt að Lauga-Ási. Ég veit ekki hvort það hafi verið þrjóskan í mér sem keyrði mig áfram eða hvort það hafi einfald- lega verið löngunin til að hitta ömmu mína. Ég vil segja að það sé hvort tveggja því upp frá því hef ég alltaf haft annan fótinn hjá ömmu. Ég man að amma bauð mér oft lykil því ég var svo mikið hjá henni. Sem krakki átti Bústaðavegurinn stóran sess í mínu lífi og var hann eins og griðastaður fyrir mig. Ég fór ekki í heimsókn til ömmu þegar ég var krakki til að fá köku eða nammi. Ég fór bara til að slæpast og vera með henni. Hjá ömmu mátti maður fara í bað í tíma og ótíma með heila skúffu af dóti, fikta og hella kertavaxi eins og vitleysingur, koma og gista í tíma og ótíma og úti í garði ef maður vildi og ég gleymi því nú aldrei þegar ég skrökvaði að ömmu að ég kynni uppskrift af formköku því mig lang- aði að baka eins og hún. Hún lét það eftir mér að baka þessa köku þótt ég væri ekki með uppskrift eða hefði hugmynd um hvað ætti að vera í kök- unni annað en súkkulaðispænir, ég er ennþá viss um að hún hafi vitað að ég vildi bara háma í mig spæni því hún laumaði aðalhráefninu í skálina þegar hún hélt að ég sæi ekki til. Mér fannst sérstaklega gaman að sitja við stóra borðið inni í stofu og spjalla við ömmu á meðan hún fékk sér í pípu. Það voru einmitt mörg kvöldin sem við sátum og spjölluðum saman þegar ég bjó hjá henni í Efstalandinu. Bestu árin mín verða alltaf árin sem ég bjó hjá ömmu. Minningarnar um kaffilykt og lykt af ristuðu brauði í bland við morgunleikfimi rásar 1 verða mér alltaf kærar. Sögurnar sem hún sagði mér af sjálfri sér, öll góðu ráðin sem hún gaf mér og tímarnir sem ég átti með henni eiga alltaf eftir að fylgja mér. Hún gerði mig að betri mann- eskju og sannfærði mig alltaf þegar ég var að missa trúna. Ég veit að hún er farin á betri stað sem er ótrúlegur léttir vegna þjáninga hennar en samt svo sárt að sætta sig við. Ég veit að hún verður alltaf hjá mér því hugur minn mun alltaf vera hjá henni. Hvíldu í friði, elsku amma. Jonina de la Rosa. Jæja, elsku amma mín, þá er komið að leiðarlokum hjá þér. Þegar mamma sagði mér að þú ættir aðeins nokkra mánuði eftir ólif- aða þá var eins og eitthvað brysti inni í mér, hvernig gat það verið, ég hélt að það gæti ekkert grandað þér. Hugurinn leitaði til baka, allar stund- irnar sem við áttum saman alveg frá því í gamla daga að við bjuggum öll fjölskyldan hjá þér og seinna er ég vandi komur mínar til þín um helgar og eyddi helginni með þér og Önnu Maríu frænku í Hæðargarðinum, alltaf fannst mér best að vera hjá ömmu. Svo kom að því að ég fór á sjóinn en alltaf héldum við sambandi og svo varstu svo yndisleg að lofa mér að búa hjá þér á Bústaðaveginum þegar ég var að klára Vélskólann. Og einnig þegar þú bjóst í Þangbakkanum áður en ég keypti mér íbúð og fyrir að þola mig þennan tíma verð ég þér ætíð þakklátur. Sem betur fer sagði ég þér þetta í einni af heimsóknum mínum til þín sem voru alltof fáar og bið ég þig að fyrirgefa mér það, mig skorti bara kjark en vissi líka að vel var hugsað um þig af öllum í fjölskyld- unni og eiga þau heiður skilið. Ég man það eitt sinn er skólabróð- ir minn úr Vélskólanum kom í heim- sókn til mín þegar ég bjó hjá þér á Bústaðaveginum og þú settist hjá okkur og fórst að troða þér í pípu. Og ekki varð hann minna hissa þegar ég sagði honum að þú værir að hellu- leggja fyrir utan hjá þér, það var ekk- ert smávegis sem maður var stoltur af ömmu sinni. Ég verð þér ævilangt þakklátur fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert og vona að þú hafir það gott þar sem þú ert núna og þú takir því nú rólega ef þú getur og ég bið að heilsa afa og frumburðinum ykkar. Takk fyrir allar kjötsúpurnar. Guð blessi þig, elsku amma mín. Þinn Sigurður Ágúst. Ég á ekki margar minningar frá æsku minni með ömmu en það sem ég á alltaf eftir að muna var þegar ég fór með mömmu að heimsækja hana, hvort sem það var á Bústaðaveg eða í Þangbakkann, þá fékk ég alltaf klein- ur og appelsínudjús. Það eru einar af bestu minningum mínum með henni ömmu minni. Ég man líka þegar ég átti einu sinni að gera ritgerð fyrir skólann og við áttum að spyrja ömmu eða afa um æsku þeirra og þar sem ég átti bara eina ömmu hérna á Ís- landi þá tók ég auðvitað viðtal við hana. Meðan ég var að spyrja hana um æsku hennar í sveitinni, löngu áð- ur en hún flutti til Reykjavíkur þá fannst mér hún hafa átt svo skemmti- legt líf. Ég vissi ekki hvað ég var heppinn að vita þetta fyrr en eftir á og þá skildi ég, ekki bara hvað amma mín var heppin, heldur hvað ég var heppinn að eiga hana sem ömmu. Ég á aldrei eftir að gleyma henni elsku ömmu minni. Hvíldu í friði, elsku amma. Ramon. Í dag kveð ég þig, mín elskulega góða systir Jónína, með þessum ljóð- línum sem eiga svo vel við þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég veit að Guð tekur vel á móti þér, elsku systir. Steinunn J. Bárðardóttir Mig langar að minnast frænku minnar Jónínu Bárðardóttur sem alltaf var svo kát og hress þegar ég hitti hana. Hún lést 12. janúar eftir að hafa mátt stríða við erfiðan sjúkdóm. Þegar ég hitti þig fyrst, Jónína mín, var ég sex ára gömul. Fór með mömmu minni að heimsækja Laugu systur hennar, sem var mamma þín. Þetta var stór fjölskylda sem bjó í Dufþaksholti í Hvolhreppi. Hjón með sjö börn. Ég sé alltaf fyrir mér stóra barnahópinn og þig með Ingólf litla í fanginu, en þú varst stóra systir og hafðir áreiðanlega nóg að gera á svona stóru heimili í sveitinni. Aftur kom ég í heimsókn til ykkar tíu árum seinna. Þú varst þá hress og kát og ætlaðir á ball um kvöldið út í Landeyjar. Þú spurðir hvort ég vildi ekki koma með og ég hélt nú það. Við fórum á hestum en ég hafði aldrei komið á hestbak áður. Þetta gekk bara nokkuð vel og eftir að hafa heimsótt ömmu okkar sem bjó á næsta bæ við dansstaðinn og borðað kvöldmat hjá henni fórum við á ballið og dönsuðum. Svo vandaðist málið þegar við ætluðum heim, þá vorum við ansi þreyttar. Við vildum ekki vekja ömmu til að fá gistingu, en sveitastelpan Jónína var ekki lengi að redda málunum. Við fórum bara í hlöðuna hennar ömmu og mikið vor- um við fjótar að sofna í mjúku heyinu. Við vöknuðum svo eldhressar að morgni. Blessaðir hestarnir biðu eftir okkur og allt gekk vel heim. Þetta var gaman. Svo leið langur tími þar til ég hitti þig aftur. Þá varstu sjálf komin með stóra fjölskyldu. Þú varst rík Jónína mín að eiga mörg yndisleg börn. Seinna komst þú í heimsókn til okkar á Túngötuna í Vestmannaeyjum með þitt fólk og mamma þín kom líka en gisti hjá systur sinni á Heiðarvegin- um. Þú varst svo mikið náttúrubarn. Fannst þig best þegar þú varst komin upp á Helgafell sem blasti við úr stofuglugganum hjá okkur. Það var líka farið vestur í gamla hraunið okk- ar Eyjaskeggja og mikið skoðað og skrafað þar. Löngu seinna komstu aftur og þá vorum við hér í Eyjum búin að fá nýtt hraun austast á eyj- unni okkar. Þangað vildir þú fara og skoða sem mest og það var drifið í því. Já það var gaman að hitta þig Jónína mín. Við komum líka til þín og gistum hjá þér og þinni stóru fjöl- skyldu. Hilmir átti afmæli meðan við dvöldum hjá ykkur. Þið buðuð okkur í bíltúr og það var brunað upp í Kjós. Þar settumst við öll úti við fallegan álfastein og þar hélst þú upp á afmæli Hilmis með kaffi, kleinum og öðru góðgæti. Flott afmælisveisla. Nú síð- ustu árin langaði mig alltaf að hitta þig þegar ég var í Reykjavík þótt ég gerði það ekki. Ég veit að nú ert þú komin í Guðs hendur og laus við þennan erfiða sjúkdóm. Bára mín og þið öll í fjölskyldu Jónínu, ég bið Guð að gefa ykkur öllum styrk í sorginni. Alda Björns og Hilmir. Jónína Bárðardóttir Elsku langamma, það var svo gott að koma til þín og alltaf fékk ég eitthvað gott hjá þér. Mér fannst líka svo gott að sitja hjá þér og koma við þig, finna hvað þú varst mjúk og lyktin þín var alltaf svo góð. Ég sakna þín, elsku langamma. Róbert Arnar. HINSTA KVEÐJA Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.