Morgunblaðið - 02.02.2008, Page 56
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 33. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Lagt til að ríkið kaupi
kvótann af kúabændum
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, hefur lagt til að næsti samn-
ingur ríkisins við kúabændur verði
síðasti búvörusamningurinn og hann
feli í sér að ríkið kaupi allt greiðslu-
mark af bændum. »Forsíða
Um 62% óánægð
Um 62% borgarbúa eru óánægð
með nýja meirihlutann í Reykjavík
en um 27% ánægð með hann, sam-
kvæmt nýrri könnun Capacent Gall-
up. Um 64% borgarbúa eru óánægð
með nýja borgarstjórann og 16%
ánægð með hann. »4
Metnotkun á heitu vatni
Met var sett í notkun á heitu vatni
á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna
kulda. Loka þurfti sundlaugum á
Akranesi, í Borgarnesi, á Selfossi og
Stokkseyri vegna vatnsskorts. »6
SKOÐANIR»
Staksteinar: Umhugsunarefni
fyrir Arnbjörgu
Forystugreinar: Netútgáfa Morgun-
blaðsins | Staða kvenna í fyrirtækjum
UMRÆÐAN»
Baðið og bábiljan
Dauðagildrur á leikvöllum V-bæjar
Valdagræðgi eða málefnal. samstaða?
Af litríkum skrifum um raforkumál
Börn: Stóra vetrarþrautin
Krakkarýni um dramadrottningu
Lesbók: Tvær nýjar sinfóníur
Þursaflokkurinn snýr aftur
BÖRN | LESBÓK»
#3"
#3#
3 3&"
3 "&3 3##
&"3&
4$ 5'$ . +
6$!
! $. #3#
# 3& 3&&
3#&
# 3#  #3 - 7%1 '
# &3 #"3 3& 3 3&&
# 3#&
"
89::;<=
'>?<:=@6'AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@'77<D@;
@9<'77<D@;
'E@'77<D@;
'2=''@F<;@7=
G;A;@'7>G?@
'8<
?2<;
6?@6='2+'=>;:;
Heitast -8 °C | Kaldast -18 °C
Norðaustan 8-13
m/s og él eða dálítil
snjókoma á N- og A-
landi, annars léttskýj-
að. Kaldast í innsveitum. »10
Einar Falur Ingólfs-
son hreifst af barna-
og unglingabókinni
Draugaslóð eftir
Kristínu Helgu
Gunnarsdóttur. »53
AF LISTUM»
Spennandi
Draugaslóð
TÓNLIST»
Mugison sló í gegn á
Midem. »55
Vampírumyndin
Nosferatu verður
sýnd í Salnum á
morgun við lifandi
undirleik harmoniku
og sellós. »50
KVIKMYNDIR»
Vampíru-
mynd
FÓLK»
Orlando Bloom aðstoðaði
Courtney Love. »51
TÓNLIST»
Andreas and the Glory-
holes spila hrátt. »48
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Á von á barni með barnfóstrunni
2. 9 bílar í árekstrum í Ártúnsbrekku
3. Að borða bollu eins og maður
4. Þyrla og 20 menn sóttu Spears
Íslenska krónan styrktist um 0,4%
UNA Jóhannesdóttir lenti á tvítugsafmælis-
deginum sínum alein í Harare, höfuðborg
Simbabve, og lagði upp í sjö vikna trukkaferð um
Afríku. Eftir það fór hún að vinna í ljónagarð-
inum Antelope Park í tvo mánuði sem sjálf-
boðaliði og varð fyrst Íslendinga til þess. Þar fer
bæði fram ræktun á ljónum og þjónusta við ferða-
menn. Afrísk ljón eru á válista og þeim fækkar
mjög hratt, bæði vegna hömlulausra veiða og
sjúkdóma. Una vann við að þjálfa yngstu ljón-
sungana til veiða og einnig hjálpaði hún til með
fílana. Þau þurftu líka að verjast veiðiþjófum og
sinna girðingarvinnu og stundum brytjaði hún
niður heilu kýrskrokkana, því ljón eru stórar
skepnur sem þurfa að éta mikið. Starfið í ljóna-
garðinum var ævintýralegra en Unu hafði órað
fyrir. „Þarna var ég í mikilli snertingu við náttúr-
una og lærði mikið, til dæmis um fílana, hestana,
fuglana og stjörnurnar. Þarna var líka margt sem
kom á óvart og ég kynntist mörgu og ólíku fólki.“
Una er heilluð af ljónum en henni finnst ljón-
ynjurnar fallegri en karldýrin. „Þær eru fínlegri
og fríðari og skrokkurinn rennilegri og léttari.
Hins vegar eru þær mjög grimmar. Til dæmis
voru þarna tvær systur, ljónynjur, sem höfðu
drepið saman aðra ljónynju.“ Og Una vílaði ekki
fyrir sér að fara út á nóttunni til að læra um hegð-
un ljónanna. „Við fórum stundum á nóttunni með
eldri ljónin út að veiða, þau sem voru frá 18 mán-
aða til tveggja og hálfs árs. Þá fylgdum við þeim á
bílum og oft var mikil spenna enda þurftum við að
keyra yfir ófærur til að elta ljónin.“ | 26
Starfaði sem sjálfboðaliði við umönnun ljóna í tvo mánuði í Afríku
Heilluð
af ljónum
Ljón Una með hinum ársgamla Masai í daglegri morgungöngu en hún segir ljón bestu skinn.
UNGUR íslensk-
ur hönnuður,
Þórunn Árna-
dóttir, vekur nú
athygli á erlendri
grundu. Á síðasta
ári var fjallað um
Þórunni í nor-
rænu tímariti,
Forum Aid, þar
sem hún var út-
nefnd meðal tíu
mest spennandi útskriftarnema í
hönnun á Norðurlöndunum. Hol-
lenska tímaritið Frame, sem er virt
á sviði hönnunar um víða veröld,
fjallaði einnig um hana sem efnileg-
an hönnuð í janúarhefti sínu. Í
fyrradag fjallaði svo dagblaðið The
New York Times um verk hennar
og annars Íslendings, Katrínar
Svönu Eyþórsdóttur, í tengslum við
hönnunarhreyfinguna Slow Design.
Einn forkólfa Slow Design er
Carolyn Strauss, sem verið hefur
gestakennari við Listaháskóla Ís-
lands, en hreyfingin hefur þá hug-
myndafræði að leiðarljósi að fólk
ætti ekki að lifa lífinu of hratt, eins
og mörgum hættir til á 21. öldinni,
heldur njóta þess betur. Útskrift-
arverkefni Þórunnar frá LHÍ síðast-
liðið vor var klukka, samansett úr
perlufesti sem hvílir á tannhjóli. Eft-
ir því sem tíminn líður snýst hjólið
og ein perla fellur á fimm mínútna
fresti. Blaðamaður New York Times
segir hana mæla tímann þannig að
hún virðist jafnvel hægja á honum.
„Bæði heiður og hvatning“
Þórunn býr nú og starfar í Eng-
landi, en í haust hannaði hún verð-
launagrip hvatningarverðlauna Ör-
yrkjabandalags Íslands, sem Freyja
Haraldsdóttir hlaut í desember síð-
astliðnum. „Ég vissi ekki af þessari
umfjöllun fyrr en ég kíkti á tölvu-
póstinn minn fyrr í dag,“ segir Þór-
unn í samtali við Morgunblaðið. „Þá
var þar fullt af fyrirspurnum um
klukkuna frá lesendum blaðsins.“
Aðspurð segir hún mikilvægt fyrir
ungan hönnuð eins og sig að fá um-
fjöllun sem þessa. „Þetta er bæði
heiður og hvatning fyrir mig sem
hönnuð og auðvitað bara til bóta
upp á framhaldið að gera.“
Vekur athygli vestanhafs
Frumleg klukka Ein rauð perla
fellur á hverri klukkustund, en blá-
ar perlur á fimm mínútna fresti.
Þórunn
Árnadóttir
TÍU ár eru síðan
Fréttavefur
Morgunblaðsins
hóf göngu sína.
Vefurinn hefur tekið miklum
breytingum þennan áratug og
framundan eru einnig margar nýj-
ungar. Í sérblaði sem fylgir Morg-
unblaðinu í dag kemur fram að
innan tíðar mun mbl.is hefja versl-
un með tónlist, setja á stofn
stefnumótavef og svokallaðan sam-
félagsvef.
Á mbl.is má einnig sjá mynd-
skeið um þróun fréttaveitunnar á
netinu á liðnum áratug. Þar er
sýnt frá því þegar vefurinn var
opnaður, fólkið sem er á bak við
vinnslu fréttanna er kynnt til sög-
unnar, tæknimenn heimsóttir og
fylgst með upphafi sjónvarps-
fréttatíma. Um tuttugu starfs-
menn – blaðamenn, tæknimenn og
sjónvarpsfólk – standa á bak við
fréttaveitu mbl.is, auk þess sterka
baklands sem vefurinn á í fjöl-
mennu starfsliði annarra miðla Ár-
vakurs.
Tíu ára af-
mæli mbl.is