Morgunblaðið - 05.02.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 11
FRÉTTIR
BYGGINGARFRAMKVÆMDIR
eru nú hafnar við nýbyggingu Há-
skólans í Reykjavík við Öskjuhlíð.
Ráðið verður í tugi nýrra akadem-
ískra starfa á næstu misserum og
jafnframt mun alþjóðlegt ráðgjafa-
ráð, sem skipað er erlendum fræði-
mönnum og sérfræðingum, starfa
við hlið nýs háskólaráðs sem tekur
til starfa í þessum mánuði.
Byggingin verður ein sú stærsta í
Reykjavík, um 40.000 fermetrar og
hönnuð til að bjóða fyrsta flokks að-
stöðu fyrir nemendur, kennara og
vísindamenn. Kennsla mun hefjast í
húsinu í ágúst 2010 og verður þá öll
starfsemi Háskólans í Reykjavík
sameinuð á einum stað.
Samhliða nýbyggingu skólans
stendur yfir uppbygging á starf-
semi hans. Ráðið verður í rúmlega
40 akademískar stöður og koma
starfsmenn skólans frá yfir 15 þjóð-
löndum. Alls starfa um 500 manns
við skólann.
Til að ná settum markmiðum hef-
ur skólinn aukið enn samstarf við
öfluga erlenda háskóla. Hópur sér-
fræðinga frá MIT hefur að und-
anförnu unnið að skipulagningu
meistaranáms í tækni- og verk-
fræði ásamt starfsmönnum skólans.
Viðskiptadeild HR hefur einnig
hafið undirbúning að samstarfi við
London Business School um fram-
tíðarnám í deildinni.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Rís af grunni Byggingarframkvæmdir eru hafnar við nýtt skólahús Há-
skólans í Reykjavík við Öskjuhlíð. Kennsla hefst í húsinu í ágúst 2010.
Hugvitið virkjað með alþjóð-
legum háskóla í Reykjavík
TUTTUGU kostnaðarsömustu lyfin
á Íslandi sem seld eru út úr apótek-
um eru að meðaltali 7,5% ódýrari á
Íslandi en í Danmörku, samkvæmt
verðkönnun sem lyfsalahópur SVÞ,
Samtaka verslunar og þjónustu,
gerði 1. febrúar sl. Með kostn-
aðarsömustu lyfjunum er átt við
þau lyf sem apótekin selja mest af í
verðmætum talið og stofna jafn-
framt til mestra útgjalda hjá sjúk-
lingum og Tryggingastofnun.
Lyfjaverð á Íslandi, heild-
söluverð jafnt sem smásöluverð, er
ákveðið af ríkinu, segir í tilkynn-
ingu frá SVÞ. Við ákvörðun þess
hefur verið miðað við meðalverð
viðkomandi lyfs í öðrum norrænum
ríkjum. Til viðbótar veita íslensk
apótek mismunandi afslátt frá op-
inberu verði en í Danmörku er
bannað að veita afslátt af lyfseð-
ilsskyldum lyfjum. Þess ber þó að
geta að einstök lyf eru mun dýrari
hér og önnur mun ódýrari.
Verðsamanburðurinn er gerður
út frá upplýsingum á vefsíðu Læge-
middelstyrelsen í Danmörku og
vefsíðu lyfjagreiðslunefndar á Ís-
landi.
Árvakur/Kristinn
Lyf Lyfjaverð er kannað reglulega.
Lyfin 7,5%
ódýrari hér
EVRÓPUFRÆÐASETUR Háskólans á Bif-
röst hefur ásamt 65 háskólastofnunum víðs-
vegar í Evrópu gengið frá samningi við fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins um að
koma á fót samstarfsneti Evrópufræða í álf-
unni. Í þessu verkefni koma færustu fræði-
menn á sviði Evrópufræða (frá 66 háskólum í
30 Evrópuríkjum) saman og mynda með sér formlegan samstarfsvettvang
til að vinna að sameiginlegum rannsóknum, segir í fréttatilkynningu.
Verkefnið er til þriggja ára og er styrkt af Erasmus-menntaáætlun Evr-
ópusambandsins. Samstarfsnet af þessu tagi eru til í ýmsum fræðigreinum
en þetta er í fyrsta sinn sem komið er á slíku neti í Evrópufræðum, sam-
kvæmt fréttatilkynningunni.
Meðal verkefna Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst verður að hafa
umsjón með fjölþjóðlegri rannsókn á ólíkum tengslum Norðurlandanna við
Evrópusamrunann, en Bifröst er eini íslenski þátttakandinn í verkefninu.
Samstarfsnet Evrópufræða
Í DAG, þriðjudag kl. 20, mun Fem-
ínistafélag Íslands halda sitt mán-
aðarlega Hitt. Að þessu sinni verð-
ur fjallað um fjölskyldur og jafn-
rétti. Fundurinn verður haldinn á
Bertelsstofu á Thorvaldsen-bar í
Austurstræti.
Á fundinum munu Gyða M. Pét-
ursdóttir félagsfræðingur og Lúð-
vík B. Jónsson, formaður Félags um
foreldrajafnrétti, fjalla um þau við-
fangsefni sem snúa að foreldrum,
börnum og jafnrétti kynjanna.
Hittið í dag
RÚMLEGA fjörutíu nemendur
verða brautskráðir frá Háskólanum
á Bifröst nk. laugaradg. Athöfnin
hefst klukkan 14. Tónlistarskóli
Borgarfjarðar annast tónlist-
arflutning við athöfnina og verð-
laun verða veitt fyrir góðan náms-
árangur. Ágúst Einarsson rektor
flytur hátíðarræðu.
Nemendur Háskólans á Bifröst
eru nú um 1.100. Námsbrautir í
meistaranámi við skólann eru sjö
talsins. Móttaka umsókna fyrir
næsta skólaár er hafin.
Útskrift á Bifröst
DAGUR leikskólans verður haldinn
á morgun, miðvikudaginn 6. febr-
úar, í fyrsta sinn. Þann dag árið
1950 stofnuðu frumkvöðlar leik-
skólakennara fyrstu samtök sín.
Félag leikskólakennara átti frum-
kvæðið og óskaði samstarfs við
Samband íslenskra sveitarfélaga,
menntamálaráðuneytið og Heimili
og skóla, sem tóku höndum saman
við FL um skipulag og framkvæmd
dagsins. Einkunnarorð dagsins eru
„Við bjóðum ykkur góðan dag –
alla daga“.
Dagur leikskólans
STUTT
HJÁLMAR Hjálmars-
son frá Bjargi á Bakka-
firði lést á Landspítal-
anum við Hringbraut
3. febrúar s.l., 80 ára að
aldri. Hjámar fæddist
20. október 1927. For-
eldrar hans voru
Hjálmar Friðriksson
og Sigríður Sigurðar-
dóttir á Bjargi. Hjálm-
ar átti tvær systur,
þær Ester, sem er lát-
in, og Brynhildi, sem
lifir bróður sinn.
Hjálmar stundaði
sjómennsku og trillu-
útgerð á Bakkafirði allan sinn aldur
þangað til hann hætti útgerðinni s.l.
ár vegna niðurskurðar á aflaheimild-
um. Hjálmar var styrk stoð fyrir sitt
byggðarlag og lagði fram krafta sína
til viðhalds atvinnulífi og góðu mann-
lífi á Bakkafirði.
Hjálmar sat í sóknarnefnd,
hreppsnefnd og á
Fiskiþingi um árabil.
Hann var einn af stofn-
endum Saltfiskverkun-
ar Útvers á Bakkafirði.
Þar vann Hjálmar sem
matsmaður í saltfiski
og skreið samhliða eig-
in útgerð. Hjálmar
gegndi starfi vitavarðar
Digranesvita í mörg ár
og allt til æviloka.
Fyrstu fluglínutækin
til björgunar við sjóslys
og komu til Bakkafjarð-
ar voru staðsett á
Bjargi í umsjá Hjálm-
ars í samstarfi við Hannes Hafstein
þáverandi framkvæmdastjóra Slysa-
varnafélags Íslands. Síðar var björg-
unarsveitin Örn á Bakkafirði stofnuð
þar sem Hjálmar var einn stofnenda
og aðalhvatamaður fyrstu árin.
Eftirlifandi eiginkona Hjálmars er
Sigríður Laufey Einarsdóttir.
Andlát
Hjálmar Hjálmarsson
HALLDÓR Einarsson í Henson hitti Albert Scanlon,
fyrrverandi leikmann enska knattspyrnustórveldisins
Manchester United, á Old Trafford, heimavelli félags-
ins, í gær. Halldór færði Scanlon treyju, sem hann
saumaði í tilefni þess að á morgun, 6. febrúar, eru 50 ár
frá því að átta leikmenn United létust í flugslysi í
Þýskalandi, og ágóðann af sölu peysunnar, en Scanlon
var einn þeirra sem komust af úr slysinu.
Fögnuður á Old Trafford
Félagar Albert Scanlon og Halldór Einarsson á Old Trafford í Manchester í gær.
Ljósmynd/Howard Gordon
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
AFKOMA íslensku viðskiptabank-
anna var merkilega góð á síðasta ári,
þegar markaðsaðstæður eru hafðar í
huga að mati greiningarfyrirtækis-
ins Credit Sights, sem telur að árið
2008 verði bönkunum öllu erfiðara.
Mun helsta verkefni bankanna að
takast á við hækkandi fjármögnun-
ar- og rekstrarkostnað, en í skýrslu
Credit Sights er bent á að kostnaður
jókst um 31% hjá Kaupþingi, 76%
hjá Glitni og 49% hjá Landsbanka á
síðasta ári, sem sé töluvert umfram
aukningu á rekstrartekjum bank-
anna.
Hins vegar segir í skýrslunni að
staða bankanna sé sterkari en hún
var í upphafi árs 2006, einkum vegna
aðgerða sem bankarnir hafi gripið til
í því skyni að bæta lausafjárstöðu
sína og fjármögnun og draga úr
krosseignartengslum sín í milli.
Í skýrslunni er sú skoðun Credit
Sights endurtekin að tryggingarálag
á skuldabréfum bankanna sé of hátt
og er sérstaklega tekið fram að
skýrsluhöfundum þyki furðulegur
hinn mikli munur sem sé á álagi á
bréfum Glitnis og Landsbanka.
Hvað varðar þá ákvörðun láns-
hæfismatsfyrirtækisins Moody’s að
taka til endurskoðunar lánshæfisein-
kunnir bankanna segir í skýrslunni
að ákvörðunin hafi komið á óvart.
Credit Sights telur einkunnirnar allt
of háar, en setur spurningarmerki
við þær ástæður sem Moody’s gefur
fyrir endurskoðuninni. Sérstaklega
sé skrýtið að Moody’s setji spurning-
armerki við stöðugleika Icesave inn-
lánsreiknings Landsbankans, því
Landsbankinn hafi jú opnað innláns-
reikninginn að tilstuðlan lánshæfis-
matsfyrirtækja eins og Moody’s.
Þá segir í skýrslunni að ákvörðun
Kaupþings um að hætta við kaupin á
NIBC hafi verið skynsamleg í ljósi
markaðsaðstæðna.
Tryggingarálag
bankanna sagt of hátt
Í HNOTSKURN
» Í skýrslu Credit Sights segirað tekjur bankanna muni lík-
lega dragast saman í ár og þess
vegna muni þeir þurfa að skera
niður kostnað hjá sér.
» Hvað varðar markaði al-mennt segir í skýrslunni að
það muni koma á óvart verði
fjárfestingarfélagið Gnúpur eina
félagið sinnar tegundar til að
lenda í fjárhagsvanda á árinu.Arður Credit Sights telur, að arð-semi bankanna muni minnka í ár.
LÖGREGLAN á Akureyri lagði hald
á um 25 grömm af amfetamíni að-
faranótt sl. sunnudags. Sex karl-
menn voru handteknir í tengslum við
fíkniefnafundinn og þeim sleppt að-
lokinni skýrslutöku.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni komst fíkniefnamisferlið
upp þegar bifreið var stöðvuð innan-
bæjar. Töldu lögreglumenn bílinn
vanbúinn til vetraraksturs – en mik-
ill snjór er á Akureyri – auk þess sem
of margir farþegar voru í bílnum.
Lögreglumenn þekktu þegar í
stað þá sem í bifreiðinni voru en þeir
hafa áður komið við sögu lögreglu
vegna fíknefnamála. Sökum þess var
gerð leit að fíkniefnum.
Fundust í hanskahólfi fjögur
grömm af amfetamíni og sautján
grömm á farþegum. Við húsleit fund-
ust svo tæp fjögur grömm til viðbót-
ar.
Hald lagt á
25 g af am-
fetamíni