Morgunblaðið - 05.02.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 15
MENNING
ÁSTRALAR hafa
skilað 526 ára
gömlu landakorti
aftur til Spánar.
Kortið er verð-
metið á 145.000
dollara. Því var
stolið á síðasta ári
frá Lands-
bókasafninu á
Spáni og er úr
sjaldgæfri útgáfu af atlas sem þekkist
sem Cosmographia. Í ágúst í fyrra
náðu þjófar kortinu ásamt fjórtán
öðrum sjaldgæfum skjölum af bóka-
safninu og er talið að kortið hafi farið
í gegnum hendurnar á kaupendum í
Argentínu, London og New York áð-
ur en það endaði í listasafni í Sydney
þar sem Interpol og Ástralska rann-
sóknarlögreglan lögðu hald á það.
„Þetta er frábær stund fyrir Spán
og ég myndi segja fyrir alla spæn-
skættaða,“ sagði Milagros del Corral
stjórnandi Landsbókasafnsins um
fundinn á kortinu. „Okkur hefur
fundist þessi þjófnaður mikil níðsla á
arfi okkar.“
Komið
heim
526 ára landakorti
skilað til Spánar
Frá Sydney.
ÞESSA dagana er unnið að því að
safna saman vísum eftir Skagfirðing-
inn Sigurð Óskarsson, eða Sigga í
Krossanesi eins og hann var jafnan
nefndur.
Margar vísnanna urðu fleygar á
sinni tíð og stefnir bókaútgáfan Ver-
öld að því að gefa úrval af kveðskap
hans út á bók í haust. Dóttursonur
Sigga, Sigurður Þorsteinsson, vinn-
ur að safninu með forlaginu.
Sigurður Óskarsson fæddist í
Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi
árið 1905. Hann hóf búskap í Krossa-
nesi í Vallhólmi í Skagafirði árið 1934
ásamt konu sinni, Ólöfu Ragnheiði
Jóhannsdóttur og bjó þar til dauða-
dags, 10. ágúst 1995. Sigurður var
kunnur hestamaður og hagyrðingur
og var meðal annars einn stofnenda
hestamannafélagsins Stíganda og
formaður þess í tvo áratugi.
Þeir sem kunna að luma á vísum
eftir Sigga í Krossanesi eru beðnir
um að hafa samband við Sigurð Þor-
steinsson í síma 898 2768. Einnig má
senda tölvupóst á sithor@kopsk-
.kopavogur.is, eða til Péturs Más
Ólafssonar hjá Veröld, á netfangið
pmo@verold.is.
Ein kunnasta vísa Sigga er:
Fljót er nóttin dag að deyfa,
dimma færist yfir geim
Undir Blesa skröltir skeifa, skyldi
hún ekki tolla heim?
Leita vísna
Sigga í
Krossanesi
LJÓÐALÖG eftir Jón Hlöðver
Áskelsson verða flutt á tón-
leikum í Norræna húsinu í há-
deginu í dag.
Það eru Margrét Bóasdóttir
sópransöngkona og Daníel
Þorsteinsson píanóleikari sem
flytja, ljóðin les Kristján Valur
Ingólfsson. Á efnisskránni er
söngvaflokkurinn „Vísur um
draum“ við tólf ljóð eftir Þor-
geir Sveinbjarnarson, Einnig
verður fluttur þriggja laga söngvasveigur Mýr-
arminni við ljóð eftir: Jón Bjarman, Sverri Páls-
son og Snorra Hjartarson.
Sama dagskrá var flutt í Laugarborg síðastlið-
inn sunnudag. Tónleikarnir hefjast kl. 12.
Tónlist
Ljóðalög Jóns
Hlöðvers flutt
Margrét
Bóasdóttir
ÚT ER komin bókin Inn-
gangur að miðöldum: Handbók
í íslenskri miðaldasögu 1 eftir
Gunnar Karlsson. Er hún inn-
gangsbindi að fræðilegu yf-
irlitsriti um íslenska mið-
aldasögu. Hér er vísað á leiðir
til að finna rit um viðfangs-
efnið, skrifað yfirlit um mið-
aldahugtakið, ásamt fleiri hug-
tökum um tímabil í
Íslandssögu miðalda, farið er
yfir rannsóknarsögu og birt stutt yfirlit yfir evr-
ópska miðaldasögu. Lengsti hlutinn er svo yfirlit
um heimildir íslenskrar miðaldasögu – fornleifar,
sögur, lög, skjöl og annála. Loks er gerð grein fyr-
ir mælieiningum og tímatali miðaldafólks.
Bókmenntir
Inngangur að mið-
öldum komin út
Gunnar Karlsson
TÓNSKÁLDIÐ og blokk-
flautuleikarinn Camilla Söder-
berg heldur sína fyrstu portra-
it tónleika í tónlistarhúsinu
Laugarborg í Eyjafirði í kvöld
kl. 20.30.
Camilla er Íslendingum að
góðu kunn enda komið mikið
við sögu í íslensku tónlistarlífi í
gegnum árin. Undanfarin ár
hefur hún helgað sig tón-
smíðum og hefur nú sett saman
sérstaka dagskrá með þeim. En á tónleikunum
flytur hún sex lög eftir sjálfa sig og eitt eftir
Kjartan Ólafsson.
Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. en 1.000 kr.
fyrir fyrir 67 ára og eldri, öryrkja og nema.
Tónlist
Camilla Söderberg
í Laugarborg
Camilla
Söderberg
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
TÓNLEIKAR rússnesku kvenna-
hljómsveitarinnar Iva Nova er einn
stærsti viðburður Vetrarhátíðar í ár,
en hljómsveitin leikur á Nasa á laug-
ardagskvöld og slær þar með botn í
hátíðina.
Iva Nova þykir með eindæmum
skemmtileg hljómsveit. Henni hefur
verið líkt við hinar og þessar hljóm-
sveitir í örvæntingarfullri leit gagn-
rýnenda að haldreipi og föstu við-
miði, svo hægt sé að koma
einhverjum merkimiðum á hana, en
ef marka má það sem heyra má af
hljómsveitinni á netinu, hefur hún
fyrst og fremst eigin karakter, þjóð-
legan, rokkaðan, pönkaðan, nostalg-
ískan, klassískan; Iva Nova er
blönduband af bestu sort. Þjóðlegu
áherslurnar eru sterkar, en pönk-
aður undirtónninn er allsráðandi. Ef
einhver líkindi er hægt að rekja ein-
hvers staðar, sækir Iva Nova sitt-
hvað til rússnesku pönkdrottning-
arinnar Öllu Púgatsjevu, sem var
upp á sitt besta á 9. áratugnum, en
átti svo eftir að gera garðinn frægan
áratug síðar sem hugguleg Evr-
óvisjónstjarna.
Gleðisveit á sviði
Iva Nova var stofnuð í Sankti Pét-
ursborg árið 2002, þegar fimm ung-
ar konur hittust til að búa til músík
og spila saman. Allar höfðu þær
mikla reynslu af að spila, einar sér
og með öðrum, en fundu sín á meðal
systurlegan samhljóm sem skapaði
þeim um leið sérstöðu. Það var þeim
metnaðarmál að halda þjóðlega arf-
inum og þjóðlegum hljóðfærum á
lofti, en þær vildu hafa sinn karakter
á túlkun hans og endursköpun. Þær
leggja allt í sölurnar fyrir leikgleði
og ögrandi sviðsframkomu um leið
og þær smita fjöri og dansfiðringi í
þá sem hlusta.
Rússneski blaðamaðurinn Sergei
Chernov skrifaði í Moscow Times í
fyrra að Iva Nova væri heitasta
hljómsveitin í dansklúbbunum bæði í
Moskvu og í Pétursborg. Aðdáendur
hljómsveitarinnar væru líka sam-
mála um það, að Iva Nova væri band
sem væri nauðsynlegt að upplifa á
tónleikum, eða balli. Hann hefur eft-
ir trommuleikara sveitarinnar Kötju
Fjodorovu, að þjóðlega áherslan í
tónlist sveitarinnar hafi verið eðli-
leg, því þótt þær hefðu spilað tals-
vert áður hefðu þær ekki verið neitt
tiltakanlega flinkar. Í gegnum þjóð-
lögin, sem allar þekktu frá barn-
æsku hafi þær fundið sameiginlegan
tón til að vinna útfrá.
Iva Nova þarf eðli sínu samkvæmt
að eiga góðan varamannabekk, því
flestar hafa þær staðið í barneignum
jafnframt því að sinna frægðarferl-
inum sem hefur risið hratt og örugg-
lega. Þær hafa í nógu að snúast, og
lista- og tónlistarhátíðir um allan
heim sækjast eftir gleðivímunni sem
þær bera með sér í tónlist sinni.
Iva Nova hefur gefið út tvær plöt-
ur, en í viðtali þeirra við Sergei
Chernov segja þær plötuútgáfu ekki
uppáhaldsiðju. „Þá vantar okkur
helminginn af því sem gerir spila-
mennskuna svo skemmtilega –
áheyrendurna. Þeir eru drifkraftur
okkar.“
Áheyrendur eru drifkrafturinn
Heitasta gleðisveitin í Moskvu og Pétursborg, kvennabandið Iva Nova spilar á
Vetrarhátíð í Reykjavík Stelpurnar spila bræðing af þjóðlegri tónlist og pönki
KAMMERHÓPURINN Njúton
stígur á stokk í Iðnó í kvöld með
glænýja dagskrá eftir íslenska og er-
lenda höfunda. Verkin á efnis-
skránni í kvöld koma úr ýmsum átt-
um, að sögn Berglindar Maríu
Tómasdóttur, flautuleikara í Njúton.
Þrjú þeirra eru frumflutt en hin
heyrast nú í fyrsta sinn á tónleikum
á Íslandi. Verk eftir Guðmund Stein
Gunnarsson og Steingrím Rohloff
hafa áður verið flutt af hópnum en
hann flytur í kvöld verkið Hingra
eftir Guðmund og Dots, Dots, Dots
eftir Steingrím. Stjörnumuldur
samdi Karólína Eiríksdóttir á Ís-
landi og í París á nýliðnum vikum
fyrir Berglindi og Tinnu Þorsteins-
dóttur píanóleikara.
Cranks and Cactus Needles eftir
Annie Gosfield var frumflutt af
sænska hópnum Perlur og svín í
Lúxemburg fyrir átta árum. Gos-
field sækir innblástur til hljóða sem
fylgja gömlum 78 snúninga plötum.
Verk Samson Young, Resonance
Studies I, II, III og IV, var skrifað
fyrir Network for New Music og the
New Millennium Ensemble árið
2006. In spite of and maybe even
therefore eftir Simon Steen-
Andersen var skrifað fyrir Aton/
Njúton á síðasta ári og er frumflutt
á tónleikunum.
Njúton flytur
ný verk í Iðnó
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tíu ára kammerhópur Njúton á rætur sínar að rekja til ársins 1998, til tón-
listarhóps sem hét Atonal Future og var einn af fyrstu skapandi sumarhóp-
unum sem störfuðu á vegum Reykjavíkurborgar. Þessi mynd var tekin í
fyrra í tilefni af útgáfu hópsins á plötunni Roto con moto.
♦♦♦
Elnara Shafigullina - bayan,
rússnesk takkaharmónikka.
Katja Grigorijeva - bassi.
Nastja Postnikova - söngur.
Vera Ogarjova - söngur.
Inna Lihenkevitsj - gítar, söng-
ur.
Katerína Fjodorova - trommur.
Iva Nova
Systur í tónlist Iva Nova er blönduband af bestu sort og í gegnum þjóðlögin sem þær allar þekktu frá barnæsku
fundu þær sameiginlegan tón til að vinna útfrá. Tónleikar Iva Nova slá lokatóninn í Vetrarhátíðina í ár.
12.15 Norræna húsið
Margrét Bóasdóttir sópran
og Daníel Þorsteinsson píanó-
leikari flytja tónlist eftir Jón
Hlöðver Áskelsson
20.00 Iðnó
Njúton flytur verk eftir
Steingrím Rohloff, Anne Gos-
field, Karólínu Eiríksdóttur,
Simon Steen-Andersen og
Samson Young.
20.30 Laugarborg
Eyjafirði
Camilla Söderberg flytur
eigin tónlist fyrir blokkflautur
og rafhljóð.
Myrkir
músíkdagar
Í DAG: