Morgunblaðið - 05.02.2008, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HJÁ íslenskum stórfyrirtækjum
sem starfa á alþjóðavettvangi og
fá mestan hluta tekna sinna í er-
lendum gjaldmiðlum hefur tíðkast
að stjórnarmenn og æðstu stjórn-
endur fái a.m.k. hluta launa sinna
greiddan í evrum. Nú hefur komið
fram að eitt þessara fyrirtækja
hefur samið við starfsmenn sína, í
samráði við stéttarfélög, um að
þeir fái hluta launa sinna greidd í
evrum.
Þetta eru mikil tíðindi og sýnir
hvaða þróun á sér
stað í íslenskum efna-
hagsmálum. Vegna
stöðu og þróunar ís-
lensku krónunnar eru
það hagsmunir fyr-
irtækja sem fá mest-
an hluta tekna sinna í
erlendum gjald-
miðlum að geta greitt
kostnað, þ.m.t. launa-
kostnað, í sama
gjaldmiðli og tekj-
urnar eru. Fyrir
starfsmenn sem fá
greidd laun með evru
opnast t.d. möguleikar á því að
fjármagna húsnæðislán sín með
evru, með mun lægri vöxtum en
fást á innlendum lánamarkaði.
Með því að taka lán í sömu mynt
og launin er ekki um geng-
isáhættu að ræða.
Það að fyrirtækin séu komin á
það spor að semja við starfsmenn
sína um að þeir fái hluta launa
sinna greidd í evrum gerir það að
verkum að búast má við að þetta
verði gert í auknum mæli, að fleiri
fyrirtæki fylgi í kjölfarið. Þar gæti
verið um að ræða mörg þúsund
starfsmenn íslenskra alþjóðafyr-
irtækja og það mun skipta miklu
máli fyrir hagkerfið að ekki sé
minnst á hið tvöfalda hagkerfi sem
þá myndast, þar sem útvaldir að-
ilar sem vinna hjá réttum fyr-
irtækjum hafa aðgang t.d. að hag-
stæðari lánum en ekki hinir sem
sitja krónumegin við girðinguna.
Hvaða stefnu hefur ríkisstjórnin
um það?
Evran læðist inn
bakdyramegin
Ef þessi þróun fer nú á fulla
ferð, auk þess að fyrirtækin fari
að gera upp sína reikninga í evru,
þá er evran smám
saman að flæða inn í
efnahagskerfið og
víkja krónunni til hlið-
ar. Það myndi fram-
kalla tvöfalt hagkerfi
hér á landi, annars
vegar með evru og
hins vegar íslensku
krónuna. Það getur
ekki talist góð og far-
sæl þróun. Á sama
tíma og þessi þróun
liggur í augum uppi
hefur ríkisstjórnin
enga stefnu í þessum
efnum frekar en í efnahagsmálum
almennt. Hins vegar blaðrar við-
skiptaráðherra út og suður um
þessi mál og margt annað, utan-
ríkisráðherrann gefur undir fótinn
um evruvæðingu en enginn sam-
hljómur er með stjórnarflokk-
unum um eitt eða neitt er lýtur að
efnahagsmálum eða málefnum
gjaldmiðilsins.
Stjórnvöld stungin af
Það má því segja að atvinnulífið
sé að stinga ríkisstjórnina af í
þessum efnum á meðan rík-
isstjórnin segir pass. Sá grunur
læðist þó að mörgum að Sjálfstæð-
isflokkurinn ætli að láta þessa
þróun ganga áfram þannig að evr-
an taki smám saman yfir krónuna,
án þess að þeir þurfi nokkuð að
taka afstöðu til þess fyrirfram.
Síðan muni Sjálfstæðisflokkurinn
koma fram á ákveðnum tíma-
punkti og lýsa því yfir að nú þurf-
um við að sækja um aðild að ESB
og taka upp evru vegna þess að
hún sé hvort eð er komin til að
vera. Hver veit!
Atvinnulífið kallar,
sjálfstæðismenn munu
svara, á endanum
Ég hef lengi spáð því að Sjálf-
stæðisflokkurinn muni á einni
nóttu taka afstöðu með inngöngu í
ESB, líkt og gerðist vorið 1991
þegar Davíð myndaði ríkisstjón
með krötum og við urðum aðilar
að EES samningnum í kjölfarið.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði fram
að því verið andvígur aðildinni.
Málið er nefnilega það að atvinnu-
lífið er smám saman að auka
þrýstinginn á að Ísland fari þessa
leið og spurningin er ekki hvort,
heldur hvenær Sjálfstæðisflokk-
urinn stekkur til. Hins vegar er
það íslenska þjóðin sem hefur síð-
asta orðið um það hvort Ísland
gerist aðili að ESB, ef til kemur.
Vanræksla stjórnvalda
Magnús Stefánsson fjallar
um evruna og aðild að ESB » Það myndi framkalla
tvöfalt hagkerfi hér
á landi, annars vegar
með evru og hins vegar
íslensku krónuna. Það
getur ekki talist góð og
farsæl þróun.
Magnús Stefánsson
Höfundur er þingmaður.
NÝVERIÐ hefur ný tækni verið
að koma fram á sjónarsviðið við
dreifingu á sjónvarpsefni á verald-
arvefnum. Stofnendur Skype, sem
margir kannast nú við, og nota fyr-
ir ókeypis símtöl um netið, hafa
sett upp nýtt viðmót, sem gerir
fólki nú kleift að
njóta vandaðs sjón-
varpsefnis á vefnum.
Um er að ræða,
www.joost.com sem
nýtur nú töluverðra
vinsælda, og milljónir
manna um allan heim
nýta sér núþað ljós-
vakaefni sem þar er
að finna. Fróðlegt
hefur verið að fylgj-
ast með áhorfstölum
og notendamynstri,
sem hefur margfald-
ast síðan vefnum var
hleypt af stokkunum í
sumar, og gaman að
geta þess að nokkur
hundruð Íslendingar
eru að horfa á „The
Really Terrible Film
Channel“ í hverjum
mánuði. Joost er nú
opin hverjum sem er,
og þarf einungis að
hlaða niður forriti til
að opna fyrir fjöl-
breytta dagskrárliði,
og allt án endur-
gjalds. Þessu fram-
taki hefur verið vel
tekið, notendum fjölg-
ar dag frá degi, og
rúmast á þessum vettvangi fjöldinn
allur af mjög áhugaverðu mynd-
efni. Þarna má m.a. finna tónlistar-
efni, sérstakar rásir eru komnar
fyrir listamenn eins og Madonnu,
Nelly Furtado og fleiri, að
ógleymdum þáttunum um Mon-
kees. Ekki er um að ræða vettvang
eins og YouTube, þar sem almenn-
ingi gefst kostur á að hlaða inn
efni, heldur er hér einungis um að
ræða myndefni frá viðurkenndum
dreifingaraðilum, enda vefnum ætl-
að að vera leiðandi í dreifingu af-
þreyingar á netinu með þungavigt-
araðila eins og Paramount, CBS og
Alliance Atlantis í fararbroddi.
Ég vildi því einning nota tæki-
færið og hvetja innlenda framleið-
endur til að nýta sér veraldarvef-
inn og koma myndefni sínu á
framfæri við hinn stóra erlenda
markað.
Fjölmargar vefsíður eru nú
starfræktar með það að markmiði
að dreifa ljósvakaefni, og þar sem
Ísland er áhugavert í hugum út-
lendinga, sbr. áhuga á íslenskri
tónlist Sigur Rósar, Bjarkar, Mug-
isons og fleiri, er því tilvalið að
koma þessu myndefni á framfæri
undir t.d. nýjum rásum, sem væru
sérstaklega ætlaðar fyrir íslenskar
kvikmyndir og íslenska tónlist. Ég
myndi sérstaklega fagna „The
Studmenn Channel“ enda einstakir
í sinni röð.
Hefðbundið sjónvarp
eins og við höfum
þekkt, er á hraðri leið
út, og í staðinn er að
skapast með nýrri
tækni nýtt neyslu-
mynstur, þar sem not-
andi nýtur dagskrár-
efnis, hverju nafni sem
nefnist, hvar sem er,
hvenær sem er. Breytt
notendamynstur er
komið til að vera, og
hefðbundið áhorf þar
sem fjölskyldan kom
saman til að njóta dag-
skrár eins miðils heyr-
ir nú sögunni til, og
áhorf nú sniðið að
þörfum einstaklings-
ins.
Framundan er al-
menn dreifing mynd-
efnis um farsíma, og
þó 3G tæknin sé komin
vel á veg, og myndefni
sé nú þegar fáanlegt í
síma, þá er það engu
að síður staðreynd að
hvorki bandbreiddin
né efnisúrvalið hefur
verið upp á marga
fiska, þar sem einungis
hafa verið kynntir til sögunnar
stuttir dagskrárliðir, eins og mörk
vikunnar og fréttaskot, og því
fagnaðarefni að gsm-símar skuli nú
vera orðnir að viðtæki í orðsins
fyllstu merkingu, þar sem nú er
hægt að hlaða niður heilu kvik-
myndunum og njóta á t.d. ferðalög-
um.
Gífurleg aukning á notendum Jo-
ost, Google, YouTube og fleiri slík-
um síðum, hlýtur óhjákvæmilega
að fara fyrir brjóstið á hefð-
bundnum miðlum með minnkandi
áhorfi, og eru uppi ýmsar skoðanir
á því hvernig hefðbundnir miðlar
geti brugðist við, en undirritaður
er sannfærður um að framtíðin sé í
nýmiðlun og um s.k. óhefðbundna
miðla hvort sem er um netið eða
þráðlaust með wifi, þar sem efri
tíðnisvið en notuð hafa verið eru í
auknum mæli að taka við dreifingu
á ljósvakaefni. Þótt undirritaður
hafi verið búsettur erlendis um
margra ára skeið, starfandi við
sjónvarpstengd málefni, þá er
fylgst með framvindu þessarra
mála heima á Íslandi af áhuga, og
má segja að Mbl. hafi staðið sig
einna best það sem af er í viðleitni
sinni við að innleiða nýjungar á
þessu sviði, og standa þeir fram-
arlega miðað við það sem ég hef
kynnst, t.d. í Bretlandi og víðar.
Framtíðin er dreifing myndefnis
um netið, því dreifing og móttakan
er sífellt að lagast fyrir hinn al-
menna notanda, og fyrir þann sem
er kannski ekki tæknilega sinn-
aður, eru flestar tölvur í dag með
sjónvarpskorti sem er þá tengt
beint við scart tengi plasma-
viðtækisins, og með mpeg4 þjöpp-
un sem er orðin staðalinn í net-
dreifingu dagsins í dag, er móttaka
sjónvarpsefnis um netið orðin leik-
ur einn og á færi flestra.
Ég hvet því lesendur þessarar
greinar að kynna sér netið sem
vænlegan kost á að njóta sjónvarps
um netið, án landamæra, og kanna
hvaða möguleikar eru í boði.
Netið og fram-
tíð sjónvarps
Hólmgeir Baldursson skrifar
um ljósvakaefni á vefnum
Hólmgeir
Baldursson
» „Ég vildi því
nota tæki-
færið og hvetja
innlenda fram-
leiðendur til að
nýta sér verald-
arvefinn og
koma myndefni
sínu á framfæri
á erlenda
markaði.“
Höfundur hefur lagt myndefni til
Joost og fleiri miðla og starfar við að
útvega myndveitum saminga um
ljósvakaefni.
Sími 551 3010
Fréttir
í tölvupósti
Barcelona
Áskrifendaverð
7. mars 13. mars Alm. verð Þú sparar
3 nætur 3 nætur (allt að)
Flugsæti
Flug báðar leiðir með sköttum 28.990 22.990 44.790 20.800
Hotel Aragon ***
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli m/morgunv. 39.990 54.990 15.000
Hotel Husa Via Barcelona ****
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli m/morgunv. 44.990 61.890 16.900
Hotel HCC Montblanc ***
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli m/morgunv. 47.990 64.790 16.800
Hotel Barcelona Plaza / Gran Hotel Barcelona ****
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli m/morgunv. 47.990 61.790 13.800
Hotel H10 Itaca ****
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli m/morgunv. 52.990 74.490 21.500
!"
# $
%
&
'
(
)
$
) %
!" '
' *+
'
' # $
%
+
,
-.
+ +
).
/
01 $
%
2
3
1
. * !"
#$
" #
% $ (
.
4
( (
!"
#$
%
&
'(
)*&
+
(
,,,
&'
()*++
,
)-
((..+