Morgunblaðið - 05.02.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 05.02.2008, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Gunni. Það er komið að kveðjustund. Sárt er að geta ekki fylgt þér til hinstu hvílu, en við munum senda hlýjar hugsanir heim. Takk fyrir allar ómet- anlegu minningarnar. Er forsendur dagsins þverra, og húmið nálgast skjótt. Leyf mér Drottinn að lifa, langa sumarnótt. Ó, Drottinn á dánarbeði, leggð’ á mig hlýja hönd. Leiddu mig út að sænum, leystu mín tregabönd. Með sumar í heitu hjarta, og lífsins rós í hönd. Ég legg mig í faðm þinn mjúkan, svíf inn í draumalönd. Ó, láttu engla sveipa, ljósi um sálu mér. Ber mig á höndum þínum, leyf mér að hvíla hjá þér. (bgj) Elsku Hadda og fjölskylda, megi almættið umlykja ykkur ljósi og hlýju og hugga ykkur á þessum erfiðu stundum. Birna, Sverrir og Elísa Dimmey Látinn er mikill vinur okkar hjóna Gunnar H. Stephensen. Andlátið bar að skyndilega og átti sjálfsagt enginn von á slíkum umskiptum nú um sinn, þótt ekki hafi hann gengið heill til skógar hin síðari ár. Gunnari kynntist ég fyrir margt löngu eða nánar tiltekið um sumar 1980. Vorum við að æfa söng, „Deutsche Messe“ eftir F. Schubert undir stjórn Snæbjargar Snæbjarn- ardóttur og Guðmundar Gilssonar organista. Hafði Snæbjörg tekið að sér að velja raddir karla og kvenna og setja saman blandaðan kór og var verkefnið það eitt að syngja í Krists- kirkju í Landakoti við vígslu prests þar. Smalaði Snæbjörg saman fólki úr ýmsum kórum, t.d. kom ég úr Skag- firsku söngsveitinni, en Gunnar úr Karlakór Reykjavíkur ásamt fleirum þaðan. Hófust þarna okkar kynni sem aldrei bar skugga á. Að söng loknum, sem tókst með ágætum, lagði Gunnar hart að undirrituðum að koma í Karlakór Reykjavíkur. Varð það úr að þá um haustið 1980 gekk ég til liðs við KR. Gunnar tók innilega á móti mér nýliðanum, leiðbeindi og vildi allt fyrir mig gera. Hef ég á góðum stund- um kallað hann „fóstra minn“ eftir þau samskipti. Sagði ég Gunnari allt- af síðar að það væri honum að kenna eða þakka að ég söng í þeim ágæta kór næstu 10-12 árin. Þegar við kynntumst Gunnari og Höddu var Gunnar vörubílstjóri á ✝ Gunnar Hans-son Stephensen fæddist í Reykjavík 6. maí 1931. Hann varð bráðkvaddur 23. janúar síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 4. febrúar. Þrótti, en starfaði síðar um árabil hjá Kirkju- görðum Reykjavíkur í Fossvogskirkju þar sem hann lauk sinni starfsævi. Gunnar var frábær söngmaður, músíkalskur og fljótur að læra og hafði fallega rödd. Karlakór Reykja- víkur var heppinn að hafa slíkan mann innan sinna raða í áratugi. Raddirnar 1. bassi og 2. tenór nutu söngkrafta hans. Gunnar var skemmtilegur félagi og mikill gleð- innar maður, og frábært var að skemmta sér í hópi félaganna er Gunni var kominn í ham með gítarinn og dró hvergi af sér, hvorki í spila- mennskunni né söngnum. Þá eru fé- lagarnir úr KR, þeir sem voru sam- tímis undirrituðum, farnir að kveðja, nú Gunnar og tveir aðrir hafa kvatt í vetur, þeir Sigurður Þ. Guðmundsson og Hjálmar Kjartansson. Á þessum skemmtilegu árum sem ég var félagi í KR var mikill einhugur og samstaða meðal kórfélaga og eig- inkvenna þeirra. Kvenfélag Karla- kórs Reykjavíkur starfaði af fullum krafti og studdi við bakið á kórnum með allskyns fjáröflun og voru næst- um allar konur virkar í því starfi. Hadda eiginkona Gunnars var þar mjög virkur félagi og starfaði þar mikið. Kynntumst við þar yndislegri og heilsteyptri konu og með þeim hjónum áttum við eftir að eiga ótal ánægjustundir við margs konar tæki- færi svo sem á ferðalögum innan lands sem utan. Þótt undirritaður væri löngu hættur í KR slitnaði aldrei þráðurinn milli Gunnars og Höddu og okkar hjónanna. Þá viljum við þakka af alhug fyrir allar þær góðu mót- tökur sem við höfum notið á heimili þeirra hjóna, hvort sem það var í Kópavogi eða á Álftanesi, svo og öll önnur samskipti. Þessa kæra vinar, Gunnars H. Stephensen, munum við sárt sakna, og þökkum nú samfylgd- ina. Elskulegri eiginkonu, Höddu Benediktsdóttur, og börnum þeirra, Stefáni, Eiríki og Láru, tengdabörn- um og barnabörnum, sem nú eiga um sárt að binda, vottum við innilega samúð. Hanna og Ingólfur Dan Gíslason. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn við fráfall Gunnars H. Stephensen. Kynni okkar hófust haustið 1969, þegar ég gekk til liðs við Karlakór Reykjavíkur, síðhærður stráklingur sem Gunni, sem þá var raddformaður 1. bassa, tók vel á móti og leiddi í allan sannleikann um inn- viði kórsins. Í hartnær fjörutíu ár hafa leiðir okkar legið saman, ekki að- eins í söngstarfi; heldur tókst með okkur hjónum og Gunna og Höddu konu hans, mikil vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Gunni var á margan hátt einstakur maður. Hann var meðal annars gæddur góðum tónlistarhæfileikum. Hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, spilaði á gítarinn af hjartans lyst og átti til að flytja gamanvísur flest- um öðrum betur. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum, en var réttsýnn og jafnrétt- issinnaður. Hann var með græna fingur, enda menntaður búfræðingur og það eru ófá tré í heimilisgarði okk- ar hjóna og raunar enn frekar í landi sumarhúss okkar austur í Biskups- tungum sem Gunni og Hadda báru í hlað. Ég held að honum hafi fundist hann bera persónulega ábyrgð á því að þessi tré döfnuðu vel og var því oft mættur með klippurnar til að snur- fusa þessi „afkvæmi“ sín. Þau Hadda komu sér upp eintökum sælureit austur í Tungum ásamt Stebba syni sínum og Stínu tengdadóttur þeirra. Þau fjögur hafa öll þessi gen sem þarf til að skapa sæluríki á jörðu, fallegt hús, yndislegan gróður en ekki síst þá notalegu stemningu og mannlegu hlýju sem umvefur alla sem í Lauf- brekku dvelja. Við hjónin eigum ánægjulegar minningar um ferðalög okkar með þeim Gunna og Höddu um landið okk- ar. Fyrst var farin ferð um Suður- og Austurland, meðal annars dvalist í sumarhúsi á Héraði og farið í skoð- unarferðir niður á alla firði. Næst var farið norður Kjöl, skroppið í Kerling- arfjöll og Norðurlandið heimsótt vítt og breitt. Í þessum ferðum naut Gunni sín vel, víðlesinn með góða frá- sagnargáfu og gat brugðið fyrir sig skemmtilegum eftirhermum. Vest- fjarðaferðin, margumtöluð í okkar hópi, verður því miður ekki farin úr þessu. Auk fyrrgreindra ferðalaga fórum við saman í ótal ferðir um víða veröld með kórnum okkar og nutum þess að sjá ólíka menningarheima, allt frá Færeyjum til Kína og gáfum íbúum ótal landa sýnishorn af íslenskri karlakórsmenningu sem við báðir vorum stoltir af. Gunnar var hvata- maður að stofnun tvöfalds kvartetts, Tónabræðra sem starfaði um nokk- urn tíma. Í þeim hópi var jafnan glatt á Hjalla og meðal annars fórum við fé- lagarnir, einsöngvari og píanóleikari, ásamt mökum, til Stokkhólms til að syngja á Skansinum í tilefni 50 ára af- mælis íslenska lýðveldisins. Ferðinni lukum við í sumarhúsi við Dalälven í ánægjulegri afslöppun í góðra vina hópi. Að leiðarlokum viljum við Kristín þakka Gunna vini okkar samfylgdina. Við þökkum fyrir ómetanlega vináttu og að hafa fengið að deila hluta af til- verunni með honum í tæpa fjóra ára- tugi. Við sendum Höddu vinkonu okk- ar, Láru, Stefáni, Eiríki og fjölskyldum þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Tómas Sigurbjörnsson. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn við fráfall Gunnars H. Stephensen. Kynni okkar hófust haustið 1969, þegar ég gekk til liðs við Karlakór Reykjavíkur, síðhærður stráklingur sem Gunni, sem þá var raddformaður 1. bassa, tók vel á móti og leiddi í allan sannleikann um inn- viði kórsins. Í hartnær fjörutíu ár hafa leiðir okkar legið saman, ekki að- eins í söngstarfi; heldur tókst með okkur hjónum og Gunna og Höddu konu hans, mikil vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Gunni var á margan hátt einstakur maður. Hann var meðal annars gæddur góðum tónlistarhæfileikum. Hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, spilaði á gítarinn af hjartans lyst og átti til að flytja gamanvísur flest- um öðrum betur. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum, en var réttsýnn og jafnrétt- issinnaður. Hann var með græna fingur, enda menntaður búfræðingur og það eru ófá tré í heimilisgarði okk- ar hjóna og raunar enn frekar í landi sumarhúss okkar austur í Biskups- tungum sem Gunni og Hadda báru í hlað. Ég held að honum hafi fundist hann bera persónulega ábyrgð á því að þessi tré döfnuðu vel og var því oft mættur með klippurnar til að snur- fusa þessi „afkvæmi“ sín. Þau Hadda komu sér upp eintökum sælureit austur í Tungum ásamt Stebba syni sínum og Stínu tengdadóttur þeirra. Þau fjögur hafa öll þessi gen sem þarf til að skapa sæluríki á jörðu, fallegt hús, yndislegan gróður en ekki síst þá notalegu stemningu og mannlegu hlýju sem umvefur alla sem í Lauf- brekku dvelja. Við hjónin eigum ánægjulegar minningar um ferðalög okkar með þeim Gunna og Höddu um landið okk- ar. Fyrst var farin ferð um Suður- og Austurland, meðal annars dvalist í sumarhúsi á Héraði og farið í skoð- unarferðir niður á alla firði. Næst var farið norður Kjöl, skroppið í Kerling- arfjöll og Norðurlandið heimsótt vítt og breitt. Í þessum ferðum naut Gunni sín vel, víðlesinn með góða frá- sagnargáfu og gat brugðið fyrir sig skemmtilegum eftirhermum. Vest- fjarðaferðin, margumtöluð í okkar hópi, verður því miður ekki farin úr þessu. Auk fyrrgreindra ferðalaga fórum við saman í ótal ferðir um víða veröld með kórnum okkar og nutum þess að sjá ólíka menningarheima, allt frá Færeyjum til Kína og gáfum íbúum ótal landa sýnishorn af íslenskri karlakórsmenningu sem við báðir vorum stoltir af. Gunnar var hvata- maður að stofnun tvöfalds kvartetts, Tónabræðra sem starfaði um nokk- urn tíma. Í þeim hópi var jafnan glatt á Hjalla og meðal annars fórum við fé- lagarnir, einsöngvari og píanóleikari, ásamt mökum, til Stokkhólms til að syngja á Skansinum í tilefni 50 ára af- mælis íslenska lýðveldisins. Ferðinni lukum við í sumarhúsi við Dalälven í ánægjulegri afslöppun í góðra vina hópi. Að leiðarlokum viljum við Kristín þakka Gunna vini okkar samfylgdina. Við þökkum fyrir ómetanlega vináttu og að hafa fengið að deila hluta af til- verunni með honum í tæpa fjóra ára- tugi. Við sendum Höddu vinkonu okk- ar, Láru, Stefáni, Eiríki og fjölskyldum þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Tómas Sigurbjörnsson. Farinn er góður vinur og félagi úr okkar röðum í Karlakór Reykjavíkur. Kvöldið áður var hann á æfingu með okkur eldri félögum og vorum við að gantast með það hvort það væri meiri rigning í Laugardalnum eða Tungun- um. Ég þarf ekki að orðlengja það hvor hafði rétt fyrir sér, en í landi Efri-Reykja voru Gunnar og Hadda með „sælureit“, sumarbústað, ásamt fjölskyldunni. Ég átti því láni að fagna að koma þar að verki og kynnast þeim enn frekar. Gunnar lagði einstaka al- úð við ræktun á landinu með skóg- rækt og öðrum gróðri enda búfræð- ingur frá Hvanneyri. Þegar að ég kom í KR haustið ’71 þá var það Gunnar ásamt félögum sem hlúði að þessum nýja félaga, síð- an hef ég lagt mig svolítið fram við að taka á móti nýjum félögum. Við Gunnar og Hadda höfum átt góðar stundir í vinahóp gegnum árin. Um árabil vorum við starfandi í átta manna sönghópi og höfðum gaman af. Alltaf var Gunnar tilbúinn að taka fram gítarinn og leiða söng eða þá hann tók einn lagið, t.d. „Einn Björn úti að slá, úti að slá á engi“ eða spila undir hjá mér í „Jarðarberjagarðin- um“ í sumarferðum Kvenfélags Karlakórsins, ógleymanlegt. Já margar eru minningarnar um góðar stundir með þessum góða fé- laga. Elsku Hadda okkar, við vottum þér og fjölskyldu þinni innilega samúð. Guð styrki ykkur á erfiðri stundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Böðvar og Fríða. Kveðja frá Karlakór Reykjavíkur Gunnar H. Stephensen er horfinn af sviðinu. Með honum er genginn traustur félagi í Karlakór Reykjavík- ur til margra ára. Gunnar gekk til liðs við kórinn árið 1961, þegar stofnand- inn Sigurður Þórðarson var enn við stjórnvölinn. Í fyrstu söng hann 1. bassa en lengst af 2. tenór. Í kórnum nutu afburðatónheyrn hans og tónvísi sín til fullnustu og spannaði rödd hans vítt svið. Gunnar var þátttakandi í fjölmörgum ferðum Karlakórs Reykjavíkur innan lands sem utan, má þar nefna Baltikuförina kunnu ár- ið 1966 og ekki síst frægðarför kórs- ins til Kína árið 1979. Hann var mikill félagsmaður, tók virkan þátt í fé- lagsstarfi kórsins og sat í stjórn hans um hríð. Hann lagði sig sérstaklega fram við að taka vel á móti nýjum fé- lögum og var óspar á hvatningu og leiðbeiningar þeim til handa. Framlag hans til félagsskaparins hefur alla tíð verið mikils metið og sýndi þáverandi stjórn kórsins það í verki á lokahófi árið 2002 þegar hann var gerður að heiðursfélaga í Karlakór Reykjavíkur. Gunnar H. Stephensen léði sam- hljómi kórsins rödd sína í rúma fjóra áratugi. Hann dró sig í hlé árið 2002 og gekk í framhaldi af því til liðs við kór eldri félaga Karlakórs Reykjavík- ur, þar sem hann starfaði til dauða- dags. Við starfandi félagar í Karlakór Reykjavíkur fengum þó reglulega að njóta nærveru hans. Hann var fastur gestur á tónleikum okkar og biðum við með eftirvæntingu eftir að hann felldi dóminn um frammistöðuna, því álit hans skipti okkur miklu máli. Eft- irminnileg er samvera okkar við hann á vígsluhátíð félagsheimilis kórsins í byrjun ársins þar sem hann var hrók- ur alls fagnaðar og gaf ekkert eftir í söngnum. Ekki óraði neinn fyrir því á síðustu æfingu hans með eldri félögum að daginn eftir yrði hann allur. En eng- inn veit sinn vitjunartíma og eflaust hefur honum verið ætlaður sess í stærri kór á öðru sviði. Félagar í Karlakór Reykjavíkur minnast með þakklæti samfylgdar Gunnars um árabil og senda um leið fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. F.h. Karlakórs Reykjavíkur, Vigfús M. Vigfússon formaður. Kynni okkar Gunnars hófust 1995, þegar ég kom til starfa hjá Kirkju- görðum Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP). Gunnar hafði þá verið starfs- maður KGRP í sjö ár. Gunnar sagði mér strax þegar við hittumst, að hann þekkti föður minn, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, og þeim væri vel til vina. Hann sagði mér einnig að við værum frændur og ávarpaði mig eftir fyrstu fundi sjaldan með nafni, heldur sagði hann „hvað segir þú frændi“ þegar við hittumst. Við Gunnar urðum brátt góðir vinir og ræddum oft saman um lífið, tilveruna og störfin hjá Kirkju- görðunum. Gunnar var hreinskilinn og sagði mér umbúðalaust skoðun sína á mönnum og málefnum ef svo bar undir. Hann var traustur starfs- maður og vildi hafa hlutina í föstum skorðum. Gunnar lauk störfum hjá Kirkjugörðunum árið 2001, þegar hann varð 70 ára. Ég hitti Gunnar síð- ast skömmu fyrir jól og þá var hann hress og lét vel af sér. Fráfall hans mánuði síðar kom því óþægilega á óvart. Ég minnist Gunnars með mikl- um hlýhug og votta Höddu og fjöl- skyldunni samúð mína. Guð blessi minningu Gunnars H. Stephensen. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri KGRP. Þegar við kveðjum söngfélaga okk- ar, Gunnar Stephensen, koma upp í hugann minningar um allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman með honum, fyrst í Karlakór Reykjavíkur, aðalkórnum, og síðan í kór eldri félaga þar sem hann söng fram á síðasta dag. Í síðarnefnda kórnum stóðum við sem þessar línur skrifum hlið við hlið í mörg ár og höfð- um Gunnar alltaf öðru hvoru megin við okkur. Það var gefandi því þessi félagi okkar hafði afar næmt tóneyra og var fljótur að læra raddir í nýjum lögum. Í stuttu máli sagt: frábær kór- maður. Með langri reynslu bæði í Karlakórnum og kirkjukórum hafði hann öðlast góða tilfinningu fyrir túlk- un og blæbrigðum í söng. Hann hvísl- aði stundum að okkur sem næst hon- um voru hvað sér fyndist mega betur fara í tilteknu sönglagi. Og fyrir kom að þessar hógværu athugasemdir hans náðu eyrum söngstjóra okkar. Gunni Stef., eins og við kórfélag- arnir kölluðum hann, var ósérhlífinn og skeytti lítt um eigin heilsu. Kannski var þetta hans helsti löstur. Hann fyllti hóp þeirra manna sem vilja hvers manns vanda leysta, gæti hann orðið að liði. Sem vörubílstjóra fyrr á árum nutu margir kórfélagar greiðvikni hans og hjálpsemi. – Lund- in var létt, skopskynið á sínum stað og hláturinn smitandi. Við minnumst Gunnar Hansson Stephensen ✝ Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, stjúpföður og bróður, SVANBERGS INGA RAGNARSSONAR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðistofnunar Suðurnesja fyrir alla umönnun og aðhlynningu. Fyrir hönd aðstandenda, Karen Sigurðardóttir, Guðmundur Kr. Þórðarson, Þóra T. Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.