Morgunblaðið - 16.02.2008, Page 10

Morgunblaðið - 16.02.2008, Page 10
10 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Það má heyra á fólki erlendis frásem hefur sest að á Íslandi að því finnst íslenskur þjóðarkarakter vera að breytast til hins verra. Það kvartar ekki undan alþjóðavæðingu íslensks samfélags heldur firringu, andleysi og pen- ingahyggju – Ís- lendingar séu að missa ræturnar.     Kannski ratarþetta við- fangsefni alltof sjaldan í rit- stjórnargreinar dagblaða – að vekja „svefngöngur vanans“ til um- hugsunar svo „spunahljóð tómleik- ans láti í eyrum vor lægra.“     Mikael M. Karlssonar, prófessorí heimspeki við Háskóla Ís- lands lýsti breytingunum á íslensku samfélagi sem „efnishyggjuöfgum“ í Morgunblaðinu: „Breytingar hafa orðið á félagslífi og andlegu lífi Ís- lendinga og þar finnst mér fólk vera á villigötum. Amstrið er alltof mikið og peningahyggjan. Ég end- urtek að ég er ekki að fordæma efnishyggju upp að vissu marki, en mannslíf sem gengur út á hana er innantómt.“     Og það var hugljómun að hlusta áljóðskáldið Bill Holm í Kiljunni láta „villimannsöskrið laust yfir húsþök heimsins.“ Hann talaði um menninguna þar sem bækur væru eign alþýðunnar og dulmagn lands- ins, Björn í Brekkukoti og upphafn- ingu listar og fegurðar hjá Laxness, Gísla Konráðsson á Húsabakka, ómenntaðan bónda sem vann bók- menntaleg stórvirki „samhliða því að heyja og moka flórinn“.     Mér finnst þið þó eiga á hættu aðmissa þetta,“ sagði Holm, sem á sér sælureit á Hofsósi. „Ég kem stundum til Reykjavíkur á sumrin og festist í löngum bílaröðum.“     Hvar! STAKSTEINAR Bill Holm Vindurinn blæs gegnum strætin FRÉTTIR                      ! " #$    %&'  (  )                 *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? !  !  ! ! !  !  !   !  ! ! !  !  !  !  !  ! !                          *$BC """                                !   *! $$ B *! # $ % " "$ "   & ' & <2 <! <2 <! <2 # % ( ") *+", (&-  D8- E                   6 2       " #  $ %     &#      '    B     (                  )*          *   ( +   "          $,        "         ./((""&00 (&" "1 & &") * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Óli Björn Kárason | 15. febrúar 2008 Óbreyttir vextir í raun vaxtahækkun … vaxtamunur milli Íslands og ann- arra landa hefur aukist og því er í raun um vaxtahækkun að ræða. Ákvörðun bankans eru vonbrigði því flest- um má vera ljóst að verulega er að hægjast á efnahagslífinu og þó að enn sé und- irliggjandi þrýstingur á verðlag voru rök fyrir því að lækka vexti strax. … að hinir háu stýrivextir hér á landi væru hættir að virka og að í raun ýttu þeir fremur undir verðbólgu en hitt. Meira: businessreport.blog.is Sigurjón Þórðarson | 14. febrúar 2008 Áfram háir vextir Seðlabankinn var í mjög þröngri stöðu … Það má segja að fáir góðir leikir hafi verið í stöð- unni hjá Seðlabank- anum þar sem stjórn- völd hafa tekið mjög óábyrgar ákvarðanir og skorið niður þorskafla og minnkað þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar – og í of- análag þanið út ríkisútgjöld um allt að 20%. Það merkilega við umræðuna um efnahagsmál núna snýst ekki um framangreinda hluti, heldur um gjald- miðilinn sem slíkan, þ.e hvort við not- um krónu eða evru. Meira: sigurjonth.blog.is Ragnhildur Sverrisdóttir | 15. febrúar Dúett Kata hringdi í gærkvöldi, áður en syst- ur fóru að sofa, til að heyra í þeim hljóðið og gefa þeim góða nótt knús símleið- is. Hún talaði fyrst við Margréti, sem kreisti símann fast í kveðju- skyni og spurði mömmu sína hvort hún hefði fundið knúsið. Og kyssti svo í símtól- ið. Mamma hennar fann auðvitað knúsið og fékk kossinn alla leið til Ak- ureyrar. Svona knús og kossar hafa skilað sér til annarra landa, svo Akureyri er ekkert mál. Meira: ragnhildur.blog.is Björn Bjarnason | 14. febrúar 2008 Fimmtud. 14.02.08 Undarlegt er að fylgjast með hröðum flótta Dags B. Eggertssonar frá eigin afstöðu í OR/REI málinu sl. haust. Þá taldi hann reginhneyksli, að sex sjálf- stæðismenn skyldu bregða fæti fyrir, að hið nýja REI kæmi til sögunnar. Í fréttum hljóðvarps ríkisins 12. október 2007 sagði: „Dagur segir ekkert at- hugavert við það að mynda nú meirihluta með Birni Inga Hrafnssyni þótt hann hafi átt virkan þátt í því að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy og heimila kaup einstaklinga á stórum hlutum í REI. Dagur B. Egg- ertsson: Ég held að Björn Ingi sé eini maðurinn í þessu máli sem hafi beð- ist afsökunar á þessum hlutum og hann er tilbúinn í þennan leiðangur með okkur sem að við höldum allra hluta vegna sé mjög brýnn og í þágu almannahagsmuna. Það er einmitt það sem að mér finnst þessi meiri- hluti snúast um.“ Nú hefur allt gengið eftir, sem sex- menningarnir í Sjálfstæðisflokknum vildu og fyrir liggur sameiginleg skýrsla frá borgarfulltrúum allra flokka, sem sýnir, hve fráleitur allur málatilbúnaður var á bakvið REI- fyrirtækið, sem Dagur B. taldi í Morg- unblaðsgrein, að væri heilladrjúgt framtíðarskref. Þá lætur Dagur B. eins og hann hafi ekkert af þessu viljað, þar sem hann hafi ekki vitað um 20 ára einkaréttarsamning OR við REI! Fréttir berast um, að FL-Group hafi selt hlut sinn í Geysi Green Energy, sem átti að sameinast REI í eigu OR og mynda nýtt REI, en hið nýja fyr- irtæki átti að græða tugi milljarða á ör- skömmum tíma. FL-Group tapaði um 70 milljörðum króna á síðasta ári – Ís- landsmet. Enn er ekki séð fyrir end- ann á því, hvernig fyrirtækið verður, þegar fram líða stundir. Allt bendir til, að það hafi átt að bæta stöðu þess með fjárhagslegri tengingu við OR í gegnum REI og einmitt þess vegna hafi verðmæti REI verið talað upp á þann veg, sem gert var í lok sept- ember og byrjun október í síðasta ári. Í fréttum Stöðvar 2 hinn 13. októ- ber sagði: „Eignir Reykjavík Energy In- vest verða á bilinu 180 til 300 millj- arðar króna þegar félagið fer á markað árið 2009 ef áætlanir fyr- irtækisins standast … Meira: bjorn.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR SVARTAGENGIÐ beið ekki boðanna þegar golfvöll- urinn í Vestmannaeyjum var orðinn auður í gærmorg- un. Tæpar sex vikur voru liðnar frá því að þeir spiluðu síðast golf í Herjólfsdal og eftir að hafa dustað mesta rykið af kylfunum voru kapparnir tilbúnir. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Hjörtur Hermannsson, Einar Ólafsson, Gunnar Stefánsson, og það er Gísli Jónasson sem mundar kylfuna fagmannlega. Morgunblaðið/Sigurgeir Kraftgolfarar í Eyjum „ÞESSI svör valda miklum von- brigðum,“ segir Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, um svarbréf sem bæjarstjórn barst frá borgar- stjóra við spurn- ingum Akranes- kaupstaðar sem beint var til Orkuveitu Reykjavíkur um málefni OR. Fyrirspurnin var send OR 19. desember sl. þar sem m.a. var spurt hver hefði ákveðið að fram skyldi fara stjórnsýsluúttekt á OR, hverjir hefðu ákveðið að fá innri endurskoð- un Reykjavíkurborgar til að vinna að úttektinni og við hvaða lagaheimildir væri stuðst. Svarbréfið er undirritað af Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra. Gunnar segir að stjórnsýslan sé greinilega ekki í lagi. Akranesbær hafi sent Orkuveitunni bréfið en fengið svo svör frá borgarstjóra. „Orkuveitan beinir þessum spurn- ingum til borgarstjórnarinnar. Mér finnst þetta ekki vera nein svör og svo segir þarna að „eftir atvikum og eftir á að hyggja má þó fallast á að rétt hefði verið að afla samþykkis á fundi eigenda Orkuveitu Reykjavík- ur“,“ segir Gunnar. Á fundi bæjarráðs Akraness á fimmtudag var lögð fram tillaga um að óska eftir áliti bæjarlögmanns á lögmæti þess að standa svona að málum í sameignarfélögum. Segir svörin út í hött Gunnar segir svör borgarinnar ,,út í hött“ þar sem vísað sé til sam- þykkta borgarráðs við hinum ýmsu álitaefnum sem spurt er um í bréfi Akraneskaupstaðar. Í svarbréfi borgarstjóra segir að forstjóri OR hafi framsent erindið til Reykjavík- urborgar með vísan til þess að flest- ar spurningarnar lytu að ákvörðun- um Reykjavíkurborgar sem eins eiganda OR. Þá er beðist velvirðing- ar á því hvað dregist hafi að svara er- indinu. Í fyrirspurn Akraneskaup- staðar var m.a. spurt hvort það væri skoðun stjórnar OR að bæjarstjórn Akraness geti farið með sína úttekt- armenn um fyrirtækið og krafist gagna og kallað starfsmenn í viðtöl. Gunnar bendir á að mjög sérkenni- legt sé að borgarstjóri svari þessari spurningu sem beint er til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Svör við spurningum um OR valda miklum vonbrigðum Gunnar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.