Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 2
Skorradalur | Er Gísli Baldur Henrýson, starfs-
maður Skógræktar ríkisins í Hvammi, kom til
vinnu sinnar á Stálpastöðum í Skorradal í
gærdag blöstu við honum feiknaskemmdir á
trjám sem urðu í veðurhamnum síðustu daga.
Í skógarreit sem Jónas heitinn Jónsson,
fyrrverandi búnaðarmálastjóri, lét nemendur
Bændaskólans á Hvanneyri gróðursetja í árið
1963, þegar hann var kennari á Hvanneyri,
höfðu brotnað eða rifnað upp með rótum um
50 tré. Trén eru 14 til 16 metrar á hæð og
þvermál stofnsins allt að 50 cm. Ummálið var
einn metri.
50 tré brotnuðu
í veðurhamnum
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Feikilegar skemmdir í skógarreit á Stálpastöðum í Skorradal
2 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FRAM kemur í nýrri afbrotatöl-
fræði Ríkislögreglustjóra fyrir jan-
úarmánuð að fækkun varð í öllum
helstu brotaflokkum frá því fyrir ári,
m.a. í fíkniefna-, hegningarlaga- og
umferðarlagabrotum. Tilkynningum
um líkamsmeiðingar fækkaði úr 104
í 86 milli janúarmánaðanna og fíkni-
efnabrot fóru úr 169 í 140, sem gerir
um 17% í báðum þessum flokkum.
Einnig fækkaði innbrotum úr 290 í
212, eða um 27%. Nytjastuldum
fækkaði um rúm 49% og akstri gegn
rauðu ljósi um 20%. Þó virðist jan-
úar 2006 hafa verið enn betri en í ár
á heildina litið.
Hraðamyndavélar taka marga
Umferðarlagabrot voru lítið eitt
færri nú en í fyrra. Engu að síður
fjölgaði hraðamyndavélum í notkun
síðan í janúar 2007 og gripu þær ansi
marga ökumenn glóðvolga við hrað-
akstur. Þannig kemur fram að af 901
umferðarlagabroti í umdæmi lög-
reglunnar í Borgarnesi nú í janúar
voru 780 skráð með myndavélum og
79 af 101 hjá lögreglunni á Eskifirði.
Jafnframt virðist aldur grunaðra í
hraðakstursbrotum vera að færast
nokkuð upp á við.
Færri afbrot í byrjun árs
Fækkun í öllum helstu brotaflokkum m.v. janúar 2007
Innbrot 27% færri 49% færri tilfelli nytjastuldar
!
"#
$%
&'
'
(
)%**
+ ,
-
.
#
/01
!
$ 1
%
2
*
3
,
4
4
, 5 0 5 0
"
$
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
UNDIRBÚNINGUR að útgáfu evrópskra skot-
vopnaskírteina hér á landi er langt kominn, að
sögn Dísar Sigurgeirsdóttur, lögfræðings í
dómsmálaráðuneytinu. Hún segir að drög að
reglugerð þar sem kveðið er á um útgáfu skír-
teinanna séu tilbúin og bíði þess að verða send út
til umsagnar. Prentun sjálfra skírteinanna hefur
tafist vegna tæknilegra örðugleika en Dís segir
að unnið sé að lausn þeirra. Hún telur að hægt
verði að hefja útgáfu skírteinanna mjög fljótlega.
Evrópsku skotvopnaskírteinin munu inni-
halda mun ítarlegri upplýsingar en eru á ís-
lensku skotvopnaskírteinunum. Þau munu auð-
velda handhöfum skotvopna, sérstaklega
skotíþróttamönnum og skotveiðimönnum, að
fara með vopn sín milli landa á Schengen-svæð-
inu.
Skotvopnaeigendur þurfa að sækja sérstak-
lega um evrópska skotvopnaskírteinið og til-
greina hvaða vopn þeirra eigi að skrá í skírteinið.
Skilyrði er að viðkomandi sé handhafi skot-
vopnaleyfis hér á landi. Evrópsku skotvopna-
skírteinin verða gefin út af lögreglustjórum í
hverju umdæmi, að jafnaði til fimm ára í senn en
þó aldrei lengur en íslenska skotvopnaleyfið gild-
ir.
Mikilvægur áfangi
Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri
Skotíþróttasambands Íslands, taldi það verða til
mikilla bóta fyrir íslenskt skotíþróttafólk að fá
evrópska skotvopnaskírteinið. Hann sagði það
oft hafa valdið töfum í keppnisferðum að Íslend-
ingar hefðu ekki haft slík skírteini til þessa. Ís-
lenskir keppendur á síðustu smáþjóðaleikum
hefðu t.d. tafist lengi á landamærum vegna þess
að þá skorti þetta skírteini. Þá sagði Guðmundur
þetta væntanlega þýða að skotíþróttamenn
þyrftu ekki lengur að borga 3.300 kr., í hvert
skipti sem farið væri í keppnisferð, fyrir leyfi til
að fara með vopn sín úr landi og koma með þau
aftur heim.
Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiði-
félags Íslands, sagði að sér væri efst í huga þakk-
læti til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
fyrir að hafa tekið á þessu máli af krafti og drifið
það áfram.
Sigmar benti á mjög aukinn áhuga á veiðum
með rifflum, líkt og fjöldi umsókna um hrein-
dýraveiðileyfi sannar. Margir færu til útlanda til
veiða og taldi Sigmar að á fjórða hundrað Íslend-
inga hefði farið utan til skotveiða í fyrra og að lík-
lega mundi það færast í vöxt. Án evrópska skot-
vopnaskírteinisins hefði vart verið gerlegt að
taka með sér eigin skotvopn til margra Evrópu-
landa. Íslendingar hefðu t.d. verið á undanþágu í
Þýskalandi, Ungverjalandi og víðar vegna þess
að þá skorti þetta skírteini. „Það er gríðarlega
mikilvægt fyrir okkur að hafa náð þessu í gegn,“
sagði Sigmar.
Útgáfa evrópsks skot-
vopnaskírteinis að hefjast
„HELST er mögulegt að hafa áhrif á
vægi útgjaldaliða með því að kaupa
lítinn og eyðslugrannan bíl, reyna að
sinna hluta viðhaldsins sjálf og hafa
endursöluverð í huga við kaup á nýj-
um bíl,“ segir Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
bifreiðaeigenda, en samkvæmt nýj-
um útreikningum FÍB hefur rekstr-
arkostnaður bifreiða aukist að með-
altali um 7,37% til 10,14% eftir
verðflokkum. Samkvæmt útreikn-
ingunum kostar rekstur heimilisbíls-
ins því allt frá rúmum 770 þúsund
krónum á ári og upp í rúmar 1.544
þúsund krónur á ári.
Að sögn Runólfs vegur eldsneyt-
iskostnaðurinn þyngst, en hann hef-
ur hækkað um 20% milli ára og
tryggingaliðurinn hefur hækkað um
nærri 12% á sama tíma. Kostnaðar-
verð vegna kaupa á sjálfum ökutækj-
unum er hinsvegar innan almennrar
verðþróunar, en verðrýrnun nýrra
ökutækja vegur þungt í kostnaðarút-
reikningum því ekki er óeðlilegt að
gera ráð fyrir 20% verðrýrnun á nýj-
um bíl fyrsta árið. Því sé aldrei rétt
að líta á bíl sem fjárfestingu heldur
sem nytjahlut, sem hafi í för með sér
mismikinn kostnað. | 22
20% eldsneytis-
hækkun á einu ári
Rekstrarkostnaður heimilisbílsins frá
um 770 þúsundum til 1,5 milljóna á ári
Hækkun Tryggingaliðurinn hefur
hækkað um nærri 12% á milli ára.
„LJÓST þykir að grípa
verður til aðgerða til að
mæta þeim miklu
hækkunum á aðföng-
um, s.s. á áburði og
fóðri, sem bændur hafa
mætt,“ segir á vefsíðu
Bændasamtakanna í til-
efni af fundi í verðlags-
nefnd búvara í gær-
morgun.
Á fundinum voru engar verðbreytingar
ákveðnar en að sögn Ólafs Friðrikssonar
formanns mun nefndin hittast aftur innan
skamms. „Við fórum yfir miklar áburðar-
verðshækkanir, sem eru upp á 70-80% frá
því í fyrra. Á fundinum kom fram það
hald manna að áburður mundi hækka
jafnvel enn meira á heimsmarkaði, þó að
þær hækkanir skili sér ekki hingað á
þessu vori.“ Hann segir helstu áburðar-
sala veita bændum gjaldfrest fram í maí
gangi þeir frá kaupum í ársbyrjun. „Engu
að síður vill nefndin fylgjast grannt með
þannig að grípa megi inn í ef ástæða þyk-
ir til,“ segir Ólafur.
Bændur bíða eftir hækkunum
Á fundi nefndarinnar komu fram fyrir-
spurnir frá fulltrúa Alþýðusambands Ís-
lands og Bændasamtökunum um útfærslu
þeirra vörugjalda- og tollalækkana sem
sagðar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórn-
arinnar til að liðka fyrir gerð kjarasamn-
inga. Bændur bíða nú að sögn óþreyju-
fullir eftir verðhækkunum á búvörum
vegna hækkandi rekstrarkostnaðar.
Ólafur segir eðlilegt að bændur óski
eftir því að afurðir þeirra hækki til sam-
ræmis við það. Dagsetning hækkananna
hafi hins vegar ekki verið ákveðin en það
verði þó á komandi vori.
Vilja aðgerðir til
að mæta mikilli
hækkun aðfanga
Ólafur Friðriksson
MAÐUR um tvítugt slapp með minnihátt-
ar meiðsl þegar strætisvagn ók yfir fótinn
á honum á Hringbraut í gær. Maðurinn
var fluttur á slysadeild en hlaut ekki ann-
að en mar og hrufl. Hann var að yfirgefa
vagninn þegar slysið varð og lenti með
ristina undir öðru afturhjóli vagnsins.
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu telur hugsanlega skýringu á
því að maðurinn slapp við alvarlegri
meiðsl að vagnarnir eru með tvö afturhjól
á hvorri hlið afturöxulsins. Sé ytra dekkið
ögn slitnara en hið innra geti myndast hol-
rúm sem í þessu tilviki gæti hafa skilið á
milli alvarlegs slyss og minniháttar
meiðsla.
Fékk strætis-
vagn yfir fótinn