Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 20
|fimmtudagur|21. 2. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Það var mér algjör hugljómun að komatil Kerala. Ég hafði verið á Norður-Indlandi mörgum árum fyrr sem varlitríkt og áhrifamikið, en hér syðra er
allt á mýkri og blíðari nótum,“ segir Þóra Guð-
mundsdóttir, sem hefur rekið farfuglaheimilið
Hafölduna á Seyðisfirði í fjölmörg ár. Hún hefur
nú bætt um betur og opnað hótelið Secret gard-
en í borginni Cochin í Kerala-fylki á suðvest-
urströnd Indlands. Hún hefur þó ekki sagt skilið
við heimahagana því að hún stefnir að því að
halda ótrauð áfram íslenska hótelrekstrinum
fyrir austan á sumrin og halda svo á vit litla
Leynilundarins síns í Kerala yfir vetrartímann
til að fá brot af því besta á báðum stöðum.
Þóra kom fyrst til Kerala veturinn 1997, þá
með bresku ferðaskrifstofunni High Places, sem
er í eigu vinkonu hennar á Nýja-Sjálandi. „Ég
hafði varla heyrt af Kerala enda minntist ég
þess ekki að hafa lesið um þetta land guða og
pálma í landafræðibókum í skóla. Ferðin var
dásamleg í alla staði og snerti á því helsta sem
þetta indverska fylki hafði upp á að bjóða. Við
nutum útiveru í frábærri náttúru, klifum fjöll,
hjóluðum út á hrísgrjónaakra, lágum á strönd,
sigldum, sóttum tónleika og danssýningar, borð-
uðum ótrúlega góðan mat og fórum í
ayurvedískt nudd.
Ayurveda, sem er að verða mikið tískufyr-
irbrigði í hinum heilsumeðvitaða heimi, á rætur
sínar að rekja til Kerala og er þar lifandi lækn-
iskúnst því að þar eru rekin bæði ayurvedísk
sjúkrahús og nuddstofur út um allt. Ég heill-
aðist gjörsamlega af þessu landi, sem var svo
ólíkt því Indlandi sem ég hafði kynnst í gegnum
fjölmiðla. Ayurvedíska nuddið átti ríkan þátt í
því enda átti það eftir að hafa ótrúlega jákvæð
áhrif á heilsu mína og tilveru,“ segir Þóra.
Bráðupplagt fyrir sál og líkama
Veturinn eftir þetta fyrsta ferðalag fór Þóra
svo sem leiðsögumaður með hóp Íslendinga í
þessa sömu ferð sem hreif þá landa hennar ekk-
ert síður en hana ári fyrr. „Ég uppgötvaði fljótt
að dvöl í þessu gósenlandi við miðbaug á meðan
skammdegið herjaði á Ísland og Íslendinga væri
bráðupplagt fyrir sál og líkama.
En ég varð auðvitað að hafa eitthvað fyrir
upp og útkoman er satt best að segja algjörlega
frábær. Gamla, lúna húsið er nú orðið að lítilli
höll með sundlaug í garði prýddum hitabelt-
isgróðri og með öllum nútímaþægindum án þess
þó að hafa tapað fyrri þokka. Ég er með frábært
indverskt samstarfsfólk, en án þess hefði þessi
draumur ekki verið mögulegur. Allt frá því að
ég byrjaði að stússast hér syðra hefur bílstjór-
inn Faizal verið mín hægri hönd. Kynni okkar
bar að þannig að ég hafði gleymt gemsanum
mínum í „rikshawnum“ hans sem er þriggja
hjóla farartæki, mikið notuð í Asíu. Faizal hafði
hinsvegar fyrir því að leita mig uppi þar sem ég
bjó til að skila mér símanum. Þetta var upphafið
af mjög giftusömu samstarfi. Nú er Faizal hætt-
ur bílstjórastörfum, en hefur þess í stað alfarið
snúið sér að framkvæmdastjórn hótelsins. Þar
sem indverskt þjóðfélag er töluvert frábrugðið
íslensku regluverki er bráðnauðsynlegt að hafa
kláran náunga eins og Faizal sér við hlið í slík-
um framkvæmdum og rekstri.“
Kaupglaðir kætast yfir verðlagi
Nú er Þóra byrjuð að fá íslenska gesti í
Secret garden sem henni finnst afar skemmti-
legt og þegar Daglegt líf náði tali af Þóru voru
íslenskar jógakonur þar í heimsókn. „Ég bók-
staflega elska að fá að sýna þeim þetta um-
hverfi, sem í einu og öllu er svo frábrugðið Ís-
landi. Það sparar líka ferðafólki margan
krókinn að hafa staðkunnuga manneskju með í
för.
Sjálfri finnst mér skemmtilegt að fá að snerta
allan skalann, allt frá auðmjúkustu te-sjoppum
upp í flottustu ferðamannastrandstaði. Nútím-
inn er nú óðum að halda innreið sína inn í þetta
mjög svo hefðum bundna þjóðfélag og svo hér
er margt sem kann að gleðja kaupglaða á marg-
falt lægra verði en landinn á að venjast á ís-
lenskum heimaslóðum,“ segir Þóra.
Exótískur lúxus, jóga og hjól
Í Secret garden býður Þóra upp á munað
hitabeltislandanna, svala sundlaug og framandi
gróður í bland við vestræn þægindi á borð við
þráðlausa tölvutengingu, tónlist, kvikmynda- og
bókasafn. Undir mangó-trénu á bak við húsið er
svo kominn pallur úr rósaviði þar sem þeir, sem
það vilja, geta fengið leiðbeiningar í jóga á
hverjum morgni. „Minn dýrlegi íslenski dömu-
hópur, sem nú er í heimsókn hjá mér, byrjar
daginn á jóga undir mangó-trénu og gæðir sér
svo á heimabökuðum brauðum, ferskum ávöxt-
um og góðu kaffi áður en þær fara hér um og
kanna leyndardóma Cochin á reiðhjólum, sem
ég útvega öllum mínum gestum.“
Í gegnum London og Dubai
Að sögn Þóru er engin malaría í Kerala og því
auðvelt og öruggt að ferðast þar um. Nú stefna
Indverjar að því að opna sendiráð í Reykjavík í
vetur sem auðveldar Íslendingum vegabréfs-
áritun, en hingað til hefur hún farið í gegnum
sendiráð Indverja í Osló.
Besti tíminn fyrir Íslendinga til Indlands-
heimsókna er, að sögn Þóru, vetrartíminn, nóv-
ember-, desember-, janúar- og febrúarmánuðir.
Þegar Þóra er að lokum spurð hvernig best
sé að rata frá Íslandi til Kerala, segir hún að
hægt sé að koma sér alla þessa leið á einum
degi. Uppáhalds uppskriftin sín sé sú að taka
fyrsta morgunflug með Icelandair til Heathrow-
flugvallar í Lundúnum. Þaðan fljúgi hún með
Emirates-flugfélaginu til Dubai sem taki um
sex klukkutíma. Hún þarf þá að bíða í Dubai í
tvo til þrjá tíma áður en hún heldur áfram í fjög-
urra tíma flugi með Emirates frá Dubai til al-
þjóðlega flugvallarins í Cochin. „Þaðan liggur
svo bein leið með leigubíl heim að mínum dyr-
um. Emirates er frábært flugfélag og gaman
getur verið fyrir íslenska ferðalanga að stoppa í
Dubai í nokkra daga áður en lengra er haldið.“
Athafnakonan Þóra Guðmundsdóttir féll fyrir Indlandi við fyrstu sýn fyrir tíu árum.
Á rósaviðarpalli Í jóga undir mangó-trénu í hótelgarðinum. Leynilundur Hundrað ára gamla húsinu í Cochin í Kerala var breytt úr lúnu húsi í litla höll.
*
Leynilundur í landi
guða og pálma
Athafnakonan Þóra Guð-
mundsdóttir ákvað að fylgja
draumum sínum og hefur nú
opnað lítið hótel í hundrað ára
gömlu húsi í Kerala á Indlandi.
Hún sagði Jóhönnu Ingvars-
dóttur frá Secret garden,
sem hún kallar í gamni
Leynilund upp á íslensku.
Í garðinum Þóra ásamt starfsfólki sínu.
stafni annað en að dekra við sjálfa mig þótt það
geti í sjálfu sér verið ærið verkefni í ljósi alls
þess, sem hér er í boði. Einn veturinn notaði ég
því til að kaupa og láta búa til innanstokksmuni
á Hótel Ölduna á Seyðisfirði og sá næsti fór í að
láta búa til fyrir mig mongólskt tjald sem ég
flutti heim og seinna varð það úr að ég og
tengdadóttir mín settum upp litla verslun á
Seyðisfirði þar sem við seldum alls konar ind-
verskar gersemar.
Síðasti kaflinn í þessari sögu minni er svo litli
Leynigarðurinn minn, lítið hótel, sem ég opnaði
á haustmánuðum í Fort Cochin, sem er hið
forna hlið inn í kryddlandið Kerala. Evrópsk
áhrif og falleg, gömul hús frá portúgölskum, hol-
lenskum og breskum nýlendutíma setja svip
sinn á borgina. Hér blómstra líka listir auk fal-
legs og friðsæls mannlífs, kannski ekki ólíkt
mannlífinu heima á Seyðisfirði,“ segir Þóra.
Lúna húsið orðið að lítilli höll
Athafnakonan Þóra fékk nokkra vini sína í lið
með sér til að kaupa draumahúsið, sem hún fann
í borginni Cochin veturinn 2006. Húsið, sem er
hundrað ára gamalt, er á stórri lóð rétt við hafið
í miðbænum, en þó út af fyrir sig. „Góðir hand-
verksmenn hafa unnið ötullega við að gera húsið
www.secretgarden.in