Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VALDASKIPTI Í PAKISTAN Valdahlutföllin hafa snúist við íPakistan. Flokkur PervezMusharrafs forseta galt afhroð. Þjóðarflokkur Pakistans, flokkur Ben- azir Bhutto, sem ráðin var af dögum, var sigurvegari kosninganna og næst- stærsti flokkurinn er nú Múslímasam- band Pakistans undir forustu Nawaz Sharif. Saman eru þessir flokkar með meirihluta á þingi og er búist við að þeir myndi nýja stjórn. Musharraf hefur stjórnað Pakistan í átta ár. Hann steypti Sharif af stóli árið 1999 og gaf þá fyrirheit um umbætur og opnara samfélag, en hefur ekki stað- ið við þau. Stjórnarhættir hans hafa orðið gerræðislegri eftir því sem á hef- ur liðið og um leið hefur sá stuðningur, sem hann naut ekki síst hjá millistétt- inni í landinu í upphafi, fjarað undan honum. Sigurvegarar kosninganna hafa sagt að þeir muni eindurreisa dómsvaldið í landinu og sömuleiðis auka frelsi fjöl- miðla. Musharraf mun án vafa reyna að hafa áhrif á stjórnarmyndun í landinu, en staða hans er nú svo veik að hann mun eiga erfitt um vik. Hann hefur sagt af sér öllum áhrifum í hernum og eft- irmaður hans hefur lýst yfir því að hann hyggist draga herinn út úr pólitík. Ekki er langt síðan þing Pakistans kaus Musharraf forseta til næstu fimm ára. Nýtt þing gæti hins vegar hæglega svipt hann því embætti. Sharif hefur gefið til kynna að hann vilji koma Musharraf frá, en Asif Ali Zardari, leið- togi Þjóðarflokksins og ekkill Benazir Bhutto, gengur ekki svo langt. Hvor- ugur hefur hins vegar áhuga á að vinna með mönnum úr fráfarandi stjórn. En þeir munu þó gæta þess að styggja ekki herinn og það gæti orðið Musharraf skálkaskjól um sinn, þótt hann geti vissulega ekki treyst á skil- yrðislausan stuðning hersins lengur. Erfitt er að segja til um hvað nú taki við í pakistönskum stjórnmálum. Bæði Zardari og Sharif hafa lýst yfir því að þeir hyggist beita nýjum aðferðum í samskiptum við herská íslömsk öfl í landinu og efna til viðræðna í stað þess að beita hervaldi. Það gæti orðið þeim til framdráttar í þeirri stefnu að ísl- amskir harðlínumenn í norðvesturhér- aðinu við landamæri Afganistans, sem í kosningunum 2002 unnu sigur, voru gersigraðir í kosningunum núna. Musharraf hefur verið mikilvægur bandamaður Bandaríkjamanna í bar- áttunni gegn hryðjuverkum. Nú eru Bandaríkjamenn því í erfiðri stöðu. Þeir hafa lagt traust sitt á leiðtoga her- foringjastjórnar, sem á síðustu metr- unum fyrir kosningar reyndi að söðla um, en kom á daginn að var rúinn stuðningi kjósenda. En hvaða afleiðingar munu úrslit kosninganna hafa í Pakistan? Reynsla Pakistana af leiðtogum flokkanna tveggja, sem sigruðu, er ef til vill ekki góð. Báðum var gefin spilling að sök – Zardari var í ráðherratíð sinni kallað- ur herra tíu prósent. Nú hafa flokkar þeirra fengið umboð kjósenda að nýju. Hvernig munu þeir fara með það? AUKINN ÁHUGI Á LESTARSAMGÖNGUM Umræður um lestarkerfi á Íslandieru komnar í gang á nýjan leik en þær hafa skotið upp kollinum með reglulegu millibili undanfarin ár. Nú hafa 12 þingmenn úr öllum flokkum lagt fram þingsályktunartillögu þar sem þeir beina þeim tilmælum til samgönguráðherra að hann kanni hagkvæmni lestarsamgangna milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur, sem og innan höfuðborgarsvæðisins. Áherslur í greinargerð, sem fylgir tillögunni, vekja athygli á því að samgöngur séu umhverfisógn og nei- kvæð áhrif bílamengunar séu alvar- leg. Hvort tveggja hefur fólk ítrekað orðið vart við undanfarin misseri svo sem er svifryk fer yfir hættumörk. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur mælt fyrir áþekkum hugmynd- um í borgarstjórn eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Hann segir skipulag Vatnsmýrarinnar kalla „í heild sinni á róttækt afturhvarf til evrópsks borgarskipulags“, og hvet- ur fólk til að „hugsa stærra“. Vísun hans í evrópskt borgarskipulag er eftirtektarverð, ekki síst í ljósi þess að borgarþróun hér á landi hefur fremur dregið dám af bandarískri menningu en evrópskri. Enginn efast þó um yfirburði samgönguúrræða í Evrópu, þar sem farið var að huga að lausnum með lestum og sporvögnum löngu áður en einkabíllinn hóf sig- urgöngu sína. Evrópsk borgarsam- félög búa enn að þeirri fjárfestingu sem í þeirri hugmyndafræði fólst. Morgunblaðið hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að lestir, bæði á leiðinni á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, sem og innan sjálfs höfuðborgarsvæðisins búi yfir miklum kostum er nú þegar vega þungt – og munu vega enn þyngra í framtíðinni. Bent hefur ver- ið á að gríðarlegir fjármunir hafa verið settir í gatnakerfið hér og þar á höfuðborgarsvæðinu og framundan eru stór verkefni til viðbótar, en þegar rætt er um kostnað við lest- arkerfi gleymist oft að telja til þann kostnað sem tengist vegagerð undir einkabíla, bílastæðum og -geymsl- um. Reynsla annarra borgarsam- félaga sýnir að þótt umferðaræðar séu efldar til að taka við meiri um- ferð dugar það yfirleitt skammt. Umferðarmannvirkin anna aldrei til langframa vaxandi bílaeign og til- hneigingu til að nýta bílana illa. Um lestarkerfi virðast gilda önnur lög- mál. Hér er bílaeign með því mesta sem þekkist og ljóst að almennings- samgöngur eru aðeins svipur hjá sjón. Sá vandi sem fylgir bílaumferð – mengun af ýmsu tagi, slysahætta og umferðartafir – verður aldrei leystur nema almenningssamgöngur verði jafngóður kostur og einkabíll- inn. Dagur B. Eggertsson hefur rétt fyrir sér þegar hann segir framtíð- arlausnir Vatnsmýrarinnar einnig vera framtíðarlausnir fyrir Reykja- vík sem heild. Hugmyndir um lest- arsamgöngur verður að skoða í því ljósi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Mörgum þykir skammdegið erfiðasti tími ársins og fagna því hækkandi sól. Síðustu daga janúar var sólin farin að skína inn í herbergið hennar Ástu á Grund og það gladdi hana. En sú gleði stóð ekki lengi því hún fékk sýkingu í lungun og þrátt fyrir bestu umönnun og nærgætni hjúkrunarfólksins lést Ásta laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Ný- lega varð hún 96 ára og því skiljanlegt að ýmislegt hrjáði hana. Þótt minnið væri farið að gefa sig mundi hún alltaf að móðurættin var úr Mývatns- sveit en föðurættin úr Fljótsdalnum. Ung að árum nam Ásta fatasaum og alveg fram á síðustu ár fylgdist hún með fatnaði fólks og gat sagt þegar komið var í heimsókn til hennar, ósköp fer þessi jakki þér vel eða mér finnst hatturinn þinn svo fallegur og liturinn fer þér vel. Stuttu fyrir stríðið urðu miklar breytingar í myndlist Svavars. Hann fór að mála abstrakt myndir. Ásta sagði að henni hefði fundist lands- lagsmyndir Svavars og teikningar fallegar og það hefði tekið hana nokkurn tíma að venjast abstrakt myndlist, en með tímanum breyttist viðhorf henn- ar og þótti henni abstrakt verkin miklu skemmti- legri. Ætli margir kannist ekki vel við þetta, við er- um oft ansi íhaldssöm og þurfum okkar tíma til að venjast nýjungum. Þótt stríðsárin hafi vissulega verið erfið í Kaupmannahöfn var mikil gróska í abstrak myndlistinni hjá Svavari og félögum hans. Ásta sagði okkur einnig frá sýningunni sem þau komu með heim eftir stríð og sett var upp í Lista- mannaskálanum og þótti marka tímamót í mynd- list hérlendis. En ekki voru allir ánægðir sem komu á sýninguna. Á seinni árum hafði Ásta býsna gaman af að segja frá að þegar hún gætti sýning- arinnar kom fyrir að heldri borgarar fleygðu að- göngumiðum í hana og segðu hvað það ætti að þýð að sýna svona drasl. Undirritaður er tengdasonur Stefáns, kvæntur Ólöfu, og Svavar sagði einhvern tíma um okkur að við værum „familie og venner“ Ástu þótti ákaflega vænt um tengdaforeldra sína og Stínu, móð- ursystur Svavars, og bar mikla virðing fyrir þeim. Sama má segja um bræður Svavars og fjölskyldur þeirra. Það voru mikil tímamót í lífi Ástu og Svavars þegar þau fluttu inn í eigin íbúð við Háaleitisbraut árið 1965. Íbúðin var björt, útsýnið glæsilegt og Svavar fékk góða vinnustofu með norðurglugga, útsýni yfir sundin og til Esjunnar. Ástu var alla tíð umhugað um að styðja Svavar í listsköpum sinni o gæta að því að friður væri á heimilinu. Þau höfðu bæði mjög gaman af ferðalögum og ferðuðust mik ið, bæði innanlands og utan. Svavar hafði gaman a laxveiði og minnisstæð er ferð okkar hjóna með Ástu og Svavari í Laxá í Aðaldal. Við gistum öll fjögur í súðarherbergi í gamla veiðihúsinu á Laxa- mýri. Við veiddum ekkert fyrsta daginn en um nóttina buldi rigningin á þakinu og um morguninn leist okkur Svavari ekkert á steypiregnið og vild- um halla okkur áfram. En konan mín tók það ekki mál, að vera komin alla þessa leið og nota ekki veiðitímann. Við dröttuðumst út í rigninguna og Ásta Kristín Eiríksdóttir Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FRIÐSAMLEG lausn í málefnum Ísraela og Palestínumanna er meira áríðandi nú en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í mál Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á fundi í gær um framlag kvenna til friðarferlisins í Mið-Austurlöndum. Þar héldu er- indi þær Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakona frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu. Þær eru fulltrúar Friðarráðs palestínskra og ísraelskra kvenna (IWC), sem stofnað var árið 2005 af áhrifakonum í palestínsku og ísraelsku þjóðlífi. Konurnar leggja áherslu á mikilvægi þess að konur taki beinan þátt í friðarferlinu og benda jafnframt á að mik- ilvægt sé að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem konur setja fram. „Ég tel að hver sá utanríkisráðherra sem tekur skyldur sínar alvar- lega í hnattvæddum heimi verði að beina athygli sinni að þessum átökum [Ísraela og Palestínumanna] og bjóða stuðning og aðstoð ef tækifæri gefst,“ sagði ráðherra sem er heiðursfélagi í IWC. Fram kom í erindum þeirra Shamas og Saragusti á fundinum að þær ferðuðust þessar mundir víða til þess að vekja athygli á boðskap sínum. Báðar lögðu þær áherslu á að Ísland, sem væri hlutlaust land, gæti lagt lóð á vogarskálarnar, til dæmis með því að þrýsta á Evrópu- sambandið að grípa til aðgerða í því skyni að stuðla að friði milli Ísr- aela og Palestínumanna. Raddir kvenna f  Nauðsynlegt að konur taki beinan þátt í friðarferli Ísraela og Palestínumanna Framlag kvenna Fjölmenni va MIKILVÆGT er þegar rætt er um Ísrael og Palestínu að halda því til haga að löndin eru ekki jöfn. Þetta kom fram í máli ísraelsku sjónvarpskonunnar Anat Saragusti á fundinum í gær. Saragusti minnti á að Ísraelar væru her- námsþjóð og svo hefði verið í marga áratugi. Oft væri sagt að Ísrael væri eina lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum, en það væri ekki „alvörulýðræðisríki sem held- ur annarri þjóð hernuminni árum saman“. Átökin hafa mikil áhrif á daglegt líf Ísraela Hún sagði átökin hafa mikil áhrif á daglegt líf Ísraela. Alls staðar væru gríðarlegar örygg- isráðstafanir og nær öruggt að fyrirsagnir blaðanna fjölluðu nánast dag hvern um líf og dauða. Drengir væru sendir í herinn 18 ára gamlir og kæmu heim vopnaðir og þetta hefði eflaust áhrif á tíðni heimilisofbeldis. Saragusti benti á að margir þeirra hermanna sem væru við eftirlit á varðstöðvum væru afar ungir og hefðu ekki þroska til þess að gegna slíku hlut- verki. „Hvað gerir ungur hermaður þegar komið er með palestínska konu í sjúkrabíl að varðstöðinni? Hleypir hann henni gegn?“ spurði Saragusti og sagði mennina oft óttast afleiðingarnar þeir hleyptu konunum í gegn, t.d a viðkomandi hefði í hyggju að fremja hryðjuverk. Saragusti sagði í erindi sínu að sú tilhneiging færi vaxandi hjá ísr aelskum almenningi að reyna að leiða átökin hjá sér. Ísraelar úr millistétt gætu lifað hefðbundnu lífi, átt fallegt heimili, stundað at- vinnu og leyft sér að sækja bíó, leikhús og aðra skemmtan, án þes að leiða hugann að átökunum. Saragusti, sem er reynd fjöl- miðlakona, segir þetta að nokkru leyti endurspeglast í umfjöllun fjölmiðla um átökin. Hún telur að fjölmiðlar geti haft áhrif með umfjöllun um átökin en einnig sé hægt að misnota þá, til að mynda með orðavali í frétt- um. „Til dæmis þegar fluttar eru fréttir af því að sjö Palestínumenn hafi verið drepnir og fréttin er afgreidd með því að segja að sjö hryðjuverkamenn hafi látið lífið, án þess að skoða bakgrunn mannanna. Þannig er því kom ið inn hjá fólki að allir Palestínumenn séu hryðjuverkamenn og þá ekki mögulegt að semja við þá.“ Ekki alvöru lýðræðisríki sem beitir hernámi um langt skeið Anat Saragusti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.