Morgunblaðið - 21.02.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 25
styrktar ungum myndlistarmönnum.
Eftirminnileg er ferð okkar hjóna með Ástu til
Kaupmannahafnar vorið 2001 en þá var opnuð sýn-
ing í Kastrupgaardsamlingen á teikningum eftir
Svavar sem voru í eigu Robert Dahlman Olsen. Á
sýningunni voru einnig verk eftir Sigurjón Ólafs-
son. Það var líka mikil upplifun að skoða mörg gall-
erí í grennd við Kongens Nytorv með Ástu en hún
kunni sig greinilega vel þar og gekk þar um sali
með stæl. En árin liðu og hún varð sjálf fyrir áfalli í
janúar 2004 og lá á Landspítalanum í Fossvogi um
nokkurra mánaða skeið. Eftir það fór hún á Dval-
ar- og hjúkrunarheimilið Grund og bjó þar til
dauðadags. Margir vinir og ættingjar heimsóttu
hana þessi síðustu ár.
Að lokum vil ég þakka forsvarsmönnum Grund-
ar og starfsfólki á Deild A 2 fyrir frábæra umönn-
un og nærgætni í þessi tæpu fjögur ár sem Ásta
var hjá ykkur. Einnig þakka ég systkinabörnum
hennar og öllum vinunum hjálpsemi og alúð í veik-
indum hennar síðastliðin ár. Stundum fannst Ástu
að hún væri orðin einmana og víst var hún búin að
gleyma ýmsu. Þá rifjaði ég upp fyrir henni hvað
hún átti marga vini, þá sem þau Svavar umgengust
mest þegar þau voru á besta aldri og þá sem hún
hefur kynnst á seinni árum, allt þetta fólk hugsaði
fallega til hennar. Þetta róaði hana.
Við Ólöf þökkum fyrir að hafa átt vináttu hennar
í blíðu og stríðu í meira en fjóra áratugi. Blessuð sé
minning Ástu Eiríksdóttur.
Karl Ómar Jónsson.
byrjuðum að veiða í Brúarhyl. Svavar var aðeins
búinn að kasta nokkrum sinnum, þegar stór lax tók
fluguna og okkur tókst að koma honum á land.
Ásta var alla tíð natin og hugsaði ákaflega vel
um Svavar. Um hana á vel við það sem stendur í
Korintubréfi: „Kærleikurinn er langlyndur, hann
er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.“ Síð-
ustu árin sem Svavar lifði voru þeim báðum erfið,
því talið er að Svavar hafi þjáðst af Alzheimer. Það
er lúmskur sjúkdómur sem erfitt er að segja hve-
nær hafi hafist, en ætla má að hann hafi verið far-
inn að hafa veruleg áhrif á líf þeirra í byrjun ní-
unda áratugarins. Svavar var þó oft í vinnustofu
sinni, skoðaði myndir og dundaði ýmislegt. Þau
voru samt dugleg að fara út að ganga og tóku oft
strætisvagn niður í bæ og fengu sér göngutúr þar.
Eftir því sem sjúkdómurinn ágerðist átti Svavar
það til að fara út á inniskónum og illa klæddur og
stundum týndist hann. Þurfti Ásta þá að leita að-
stoðar vina við þessar aðstæður. Síðar kom að því
að Ásta gat ekki haft Svavar heima lengur og
leggja þurfti hann inn á sjúkrahús þar sem hann
dvaldist rúmt ár eða til dauðadags.
Eftir að Svavar dó bjó Ásta áfram í íbúð þeirra á
Háaleitisbrautinni. Hún kunni alltaf ákaflega vel
við sig þar og var sem fyrr dugleg að ganga og
ferðaðist bæði innanlands og utan. Henni var boðið
á allar helstu málverkasýningar og var dugleg að
fylgjast með því sem gerðist í listalífinu. Alla tíð
bar hún hag Svavars sem listamanns fyrir brjósti
og stofnaði hún styrktarsjóð í nafni þeirra hjóna til
a
ða
ð
a
.
r
t
ð
og
k-
af
-
n
i í
Við nýafstaðna úthlutun til sjálf-stæðra atvinnuleikhópa komskýrlega í ljós það sem und-anfarið hefur verið bent á, að
núverandi fyrirkomulag þeirra mála svar-
ar ekki til aðstæðna í dag. Dregið hefur
verið í efa, að aðstaða sem látin er í té í
svokölluðum stofnanaleikhúsum, sé leik-
flokkunum raunverulega til framdráttar,
þó að leikhúsin skreyti sig með listræn-
um árangri þeirra, fundið hefur verið að
því að ekki séu skýr fjárhagsleg mörk
milli leikhúsanna og leikhópanna, fé sem
hafi verið eyrnamerkt hópunum af al-
þingi hafi verið raunverulega verið út-
hlutað til annarra og fleira í þeim dúr.
Sjálfsagt hafa margar þessar ráðstafanir
verið gerðar í góðri trú, en sannleikurinn
er sá að að nú er svo komið að hleypa
þarf að nýrri hugsun í allt þetta starf og
greina markmið upp á nýtt.
Rök fyrir fjárhagslegum stuðningi við
sjálfstæðu leikhúsin eru í raun mjög svip-
uð og til annarrar leikstarfsemi, dans,
óperu, brúðuleiks og svo framvegis. Leik-
húsáhugi Íslendinga er til margra ára-
tuga yfirlýstur vilji
þjóðarinnar um það, að leik-
listin skipti máli og sé vinsæll
menningarauki. Hvað aðsókn-
ina snertir eru leikhóparnir
engir eftirbátar hinna leik-
húsanna. Til þess að sann-
færast um það, þarf ekki
annað en skoða aðsókn-
artölur.
Sé hins vegar tekið mið af
því, hvernig opinberu fé til
leikstarfseminnar er niður
skipt, blasir við ákaflega
óþægileg staðreynd: Sjálf-
stæðu leikhóparnir munu víst
draga að sér á annað hundrað
þúsund áhorfendur (ég hef ekki
endanlega tölu fyrir síðasta ár,
en vel því að vera í lægri kant-
inum) en bera úr býtum úr
þeim sjóði samanlagt aðeins 60
milljónir af þeim rúmlega 1100
milljónum sem varið er af hálfu
ríkisins til allrar leikstarfsemi.
Sé meira að segja dregið frá 6
milljóna rekstrarfé og 20 millj-
ónir sem eyrnamerktar eru
einu leikhúsi, Hafnarfjarð-
arleikhúsinu, verða eftir skitnar
34 milljónir handa öllum hinum.
Manni verður hugsað til mán-
aðarlegra ofurlauna einstaklinga annars
staðar í samfélaginu. En um auralús úr
þessum 34 milljóna króna poka sóttu 53
aðilar, samtals 64 umsóknir; veittir voru
13 svokallaður verkefnastyrkur og upp-
hæðin ákveðin 39,4 m. kr. hvernig sem
það kemur svo heim og saman. Við þetta
bætist reyndar að hægt er að sækja um
listamannalaun til ákveðinna mánaða,
samtals um 20 milljónir, að mér er for-
talið og þá reynt að veita þeim til þeirra
sem verkefnastyrkina hafa hlotið. Það
fyrirkomulag mætti reyndar taka til end-
urskoðunar.
Það sem liggur í augum uppi er að
hlutfallslega er það fé sem til þessarar
starfsemi fer, skammarlega lítið og alls-
endis ófullnægjandi. Það ber að skoða
það í ljósi þess hversu sjálfstæðu leik-
húsin hafa verið að sækja á; þau ná oft-
lega til þeirra sem kannski hefðu ella
ekki í leikhús farið. Þarf og ekki annað
en líta til nágrannalandanna til að bera
saman hvernig þeim hlut er þar skipt.
Auðvitað á enginn sjálfgefinn rétt á op-
inberu fé til sinnar starfsemi, en það þarf
þó að vera nokkuð skýrt, af hverju einn á
fremur rétt á því en annar samkvæmt
skýrgreiningu.
Ég vil nú gera að tillögu minni eftirfar-
andi, í ljósi þess, hversu síðasta úthlutun
virðist hafa mistekist eða að minnsta
kosti vakið bæði umræður og reiði í þetta
sinn.
Flokka skal umsóknir í þrjá flokka eft-
ir markmiðum.
Í fyrsta lagi eru samningar til ákveðins
árafjölda, og síðan sé tilkvödd matsnefnd
fagmanna, sem gerir úttekt á því hvort
viðkomandi hópur hefur staðið undir
væntingum. Auðvitað er slíkt mat að ein-
hverju leyti ævinlega huglægt, en mats-
nefnd annarra en úthlutunarmanna ætti
þó að vega á móti því, að leikmenn, skip-
aðir af stjórnvöldum, hafi til dæmis of
mikil áhrif ellegar leikhúsmenn með
mjög þrönga yfirsýn eða smekk. Nefndin
hefur nefnilega í núverandi formi mikil
menningarpólitísk áhrif. Í þessum flokki
ættu að vera leikhús eins og Hafnarfjarð-
arleikhúsið og Möguleikhúsið sem um
árabil hafa sýnt vilja á sjálfstæðri stefnu,
þar sem íslensk leikritun hefur verið sett
í öndvegi. Leikhús eiga auðvitað ekki ein-
hvern rétt á endalausum slíkum stuðn-
ingi, en ef þar er talið rétt að gera breyt-
ingu, á, annað hvort að hætta stuðningi
ellegar að koma á fastara rekstrarformi
með gerð samtarfssamnings, þarf til þess
rökstuðning. Sé stuðningi hætt, má það
ekki gerast fyrirvaralaust, því að rekstur
slíks leikhúss getur ekki staðist frá degi
til dags, þar þarf að gera langtímaáætl-
anir.
Í þessum flokki ættu heima, miðað við
núverandi aðstæður, leikhópar sem hefðu
aðstöðu úti á landi og væru vísir að
landshlutaleikhúsum. Í skoðanakönn-
unum kom fram að þeir sem ekki búa á
höfuðborgarsvæðinu og þar sem næg at-
vinna er í boði, sakna mest
menningarviðburða heima
fyrir. Slík leikhús ættu eitt-
hvað að geta bætt úr því.
Og ef vel tekst til og slíkir
hópar vildu festa sig í sessi,
mætti gera við þá þríhliða
samning líkt og tíðkast hef-
ur nú um nokkurra ára
skeið á Akureyri og reynst
vel.
Í annan stað má ekki
vanmeta getu reyndra leik-
listarmanna sem einhverra
hluta vegna kjósa ekki eða
eiga ekki þess kost að
vinna í atvinnuleikhús-
unum. Hér er oft um að
ræða fólk sem hefur af
miklu að miðla, en kýs að
fara aðrar leiðir en þær
sem eru uppi á ten-
ingnum í atvinnuleikhús-
unum eða velja annars
konar verkefni til dæmis
af því þau hafa einhvern
boðskap að færa. Auðvit-
að bera ekki allir rosknir
leikhúsmenn gæfu til að
endurnýja sig stöðugt, en
þeir eru þó nokkuð marg-
ir ef grannt er skoðað og
hugmyndir þeirra hafa oft jarðtengingu
og nærast á þroska áranna. Ef núverandi
fyrirkomulag er óréttlátt gagnvart þeim
sem byggja leikstarfsemi sína á skýrri
stefnu með langtímasjónarmið, þá er hún
einnig óréttlát gagnvart þessum hópi sem
beinlínis er settur á guð og gaddinn.
Í þriðja lagi ber að auðvitað að styðja
við bakið á svokallaðri nýsköpun eða til-
raunastarfsemi sem ekki á heimastað
innan viðurkenndra leikhúsa og þar sem
ólíklegt er að stuðnings sé að vænta úr
einkageiranum. Hér þarf vel að velja. Í
samfélaginu er mikil unglingadýrkun og
því þarf að sjá til þess að þeir hópar sem
þannig vilja kynna sig, hafi raunverulega
eitthvað nýtt fram að færa og séu ekki að
því bauki í atvinnubótaskyni einu. Því
miður verður að viðurkenna, að sumt af
því sem forgang hefur hlotið um skeið
hefur reynst lofkastalar einir, sakir
reynsluleysis og ósjálfstæðra hugmynda
þegar í veruleikann var komið. Oft mun
erfitt að spá í það sem ungt fólk ber
fram af áhuga, en hér virðast úthlut-
unarnefndir þó stundum hafa haft erindi
sem erfiði í auraleysi sínu.
Í þágu íslenskrar leiklistar þarf því að
gera tvennt:
Í fyrsta lagi að stórauka framlag til
sjálfstæðu leikhúsanna og leikhópanna.
Þeir sátu eftir í góðærinu en hafa margs-
annað rétt sinn og ríkulegt framlag til
leiklistarflórunnar.
Í öðru lagi er æskilegt að finna aðrar
leiðir við úthlutun, þar sem breið yfirsýn
og ábyrg fagmennska sé tryggð. Í þeim
efnum eru ýmsar leiðir.
Um sjálfstæð
leikhús og ósjálf-
stæðan fjárhag
Eftir Svein Einarsson
Sveinn Einarsson
»Dregið hefur
verið í efa,
að aðstaða sem
látin er í té í svo-
kölluðum stofn-
analeikhúsum,
sé leikflokk-
unum raunveru-
lega til fram-
dráttar...
Höfundur er fyrrv. þjóðleikhússtjóri.
fái að heyrast
Árvakur/Ómar
r á fundi í gær um friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ávarpaði fundinn.
í
ef
að
r-
-
ss
ð
í
m-
ð
„ÁTÖKIN eru á afar tvísýnu stigi.
Blóðsúthellingar eru í hámarki,
hefndarhugurinn meiri, sem og
reiði og vonleysi,“ segir palest-
ínska baráttukonan Maha Abu-
Dayyeh Shamas. Palestínumenn
eigi meira af vopnum en nokkru
sinni fyrr og Ísraelar séu orðnir
viljugri að beita vopnum á borð við
orrustuvélar gegn palestínskum
borgurum.
Shamas lagði í erindi sínu
áherslu á að engin lausn fælist í æ
umfangsmeiri hernaði, heldur
þyrfti að huga að mannlegu ör-
yggi. „Hið persónulega er póli-
tískt,“ benti Shamas á.
Hún lýsti daglegu lífi Palest-
ínumanna á hernumdu svæðunum, en kastljós
fjölmiðla beindist sjaldan að lífsskilyrðum al-
mennings. Shamas sagði það daglegt brauð fyr-
ir Palestínumenn að fara fram hjá varðstöðvum
Ísraela, þar sem þeir sættu oft niðurlægjandi
framkomu, en sjálf þarf hún að fara fram hjá
tveimur slíkum stöðvum dag hvern. Hætt væri
við því að fólk færi að líta á þetta sem „eðlileg-
an“ hluta daglegs lífs en það mætti ekki gerast.
„Til þess að halda mannlegri reisn verðum við
að berjast gegn þessu,“ sagði hún. Með tilkomu
aðskilnaðarmúrsins hafi líf margra
versnað til muna og daglegur
ferðatími lengst svo klukkustund-
um nemi.
Friður þýðir aukið harðræði
Hún sagði svartsýni ríkja meðal
Palestínumanna. Margir þeirra
tengdu hugtakið friður nú orðið
við aukið harðræði, enda hefði
daglegt líf Palestínumanna orðið
erfiðara í kjölfar Óslóar-sam-
komulagsins sem náðist árið 1993.
Hafa yrði í huga að átökin hefðu
gríðarleg áhrif á allt samfélagið.
Ein afleiðingin væri sú að ungt, vel
menntað fólk flyttist á brott, enda
gæti það vel fengið störf við hæfi í
öðrum löndum.
Shamas segir mikilvægt að konur beiti sér
fyrir friði, enda sé raunin sú að karlarnir sem
vinna að þessum málum séu flestir „upptekn-
astir af sjálfum sér“. „Þetta snýst um framtíð
okkar og barnanna okkar,“ segir hún. Hervædd
samfélög gagnist konum ekki á neinn hátt. Kon-
urnar leggi ekki árar í bát þótt það taki tíma að
ná eyrum valdamanna. Enda sé raunin sú að
flestir Palestínumenn þrái mest að geta lifað í
friði og notið öryggis við dagleg störf.
Blóðsúthellingar eru í
hámarki og mikið vonleysi
Maha Abu-Dayyeh
Shamas