Morgunblaðið - 21.02.2008, Side 30

Morgunblaðið - 21.02.2008, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Snorri ÞórRögnvaldsson fæddist í Dæli í Skíðadal í Eyja- fjarðarsýslu 2. júlí 1926. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 13. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Rögnvaldur Tímo- teus Þórðarson bóndi í Dæli, f. 15. nóvember 1882, d. 26. mars 1967, og Ingibjörg Árnadótt- ir, f. 28. júní 1888, d. 23. ágúst 1982. Systkini Snorra eru Árni Marinó, f. 5. febrúar 1909, d. 23. september 2004, Guðlaug Hall- dóra, f. 22. nóvember 1910, d. 24. september 1980, Jón Kristinn, f. 26. janúar 1913, d. 4. október 1999, Gunnar Kristmann, f. 16. september 1915, Lilja, f. 20. jan- úar 1918, Þórdís, f. 5. maí 1920, Rögnvaldur, f. 29. júní 1923, d. 7. nóvember 1988, Hörður, f. 5. októ- ber 1928, Ármann, f. 12. maí 1931, Auður, f. 22. september 1934, og fóstursystir: Helga Jóhanna Hall- grímsdóttir, f. 7. júlí 1899, d. 1. janúar 1975. Snorri kvæntist 7. september 1957 Margréti Hrefnu Ögmunds- dóttur, f. á Illugastöðum í Fnjóskadal 1. ágúst 1932. For- eldrar hennar voru Ögmundur Ólafsson húsasmiður, f. 26. júlí 1886, d. 20. ágúst 1956 og Oddný Sesselja Sigurgeirsdóttir, f. 3. 2006. g) Hanna Margrét, f. 4. apríl 1974, maki Thomas Tue Jensen, f. 22. janúar 1977. Snorri ólst upp í foreldrahúsum í Dæli í Skíðadal. Bernskuminn- ingar hans báru þess glöggt merki hve djúpt rætur hans lágu í æsku- stöðvum og eflaust hefur um- hverfið haft sín áhrif, svo næmur sem hann var fyrir fjölbreytileika og fegurð náttúrunnar. Snorri flutti rúmlega tvítugur að aldri til Akureyrar og bjó þar síðan. Hann nam húsgagnasmíði hjá frænda sínum Kristjáni Aðalsteinssyni og starfaði við smíðar allt til ársins 1998. Hann keypti ásamt tveimur félögum sínum rekstur Kristjáns sem þeir sameinuðu síðan í Hús- gagnaverkstæðið Valbjörk ásamt fleirum. Árið 1966 stofnaði hann með félaga sínum, Valdimar Jó- hannssyni, trésmiðjuna Ými og vann þar uns hann lét af störfum 72 ára að aldri. Snorri tók þátt í ýmsu félagsstarfi, söng með Karlakórnum Geysi frá 1952 og síðar með Karlakór Akureyrar- Geysi allt til ársins 1998. Hann söng einnig með gömlum Geysisfé- lögum og Kór aldraðra á Ak- ureyri. Auk þess tók hann þátt í starfi Oddfellowreglunnar. Á yngri árum tefldi hann með skák- félaginu og var um langt árabil í bridge-spilaklúbbi með góðum fé- lögum. Hann var stofnfélagi í Stangveiðifélaginu Flúðum og fé- lagsmaður þar fram á áttræð- isaldur. Snorri og Margrét byggðu sér hús að Goðabyggð 12 á Ak- ureyri sem þau fluttu í árið 1960 og héldu þar heimili síðan. Útför Snorra Þórs Rögnvalds- sonar fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. september 1903, d. 5. desember 1999. Börn Snorra og Margrétar eru: a) Stúlka, f. 12. maí 1958, d. 12. maí 1958. b) Ögmundur, f. 12. júní 1959, maki Deslijati Sjarif, f. 19. desember 1958, son- ur hennar Sidi Zaki Ramadhan, f. 11. maí 1986, dætur þeirra Gadidjah Margrét, f. 25. apríl 1994, og Aisha Regína, f. 4. júlí 1999 c) Oddný Stella, f. 30. ágúst 1960, maki Níels Einarsson, f. 27. febrúar 1962, börn þeirra Egill Þór, f. 8. ágúst 1984, Snorri Pétur, f. 10. ágúst 1989, Hrefna Rut, f. 5. júlí 1991 og Unnur Stella, f. 25. apríl 2000. d) Rögnvaldur Örn, f. 23. september 1961, maki Kristjana Jóhannsdóttir, f. 15. ágúst 1965, dóttir hans Ásta Mar- grét, f. 7. febrúar 1985, dætur þeirra Lena Sif, f. 17. febrúar 1987, Thelma Rut, f. 14. maí 1996 og Tinna Karen, f. 10. nóvember 1999. e) Ingibjörg Halla, f. 2. des- ember 1962, maki Hreinn, f. Arn- dal, f. 26. febrúar 1965, börn þeirra Rakel Hjördís, f. 24. maí 1997 og Birkir Finnbogi, f. 30. apríl 2001. f) Kolfinna Hrönn, f. 3. júlí 1965, maki Raymond Swee- ney, f. 22. júní 1959, sonur hans Raymond Sweeney, f. 10. október 1984, börn þeirra Daníel Þór, f. 1. júlí 1999 og Sara Lind, f. 28. apríl Elsku hjartans Snorri minn. Ég er svo innilega þakklát fyrir öll yndislegu árin sem við áttum saman. Þú varst einstakur. Ást þín og um- hyggja fyrir mér og börnum okkar og fjölskyldum þeirra, glaðværð þín, dugnaður og æðruleysi, allt eru það dýrmætar minningar sem ylja okkur um ókomin ár. Það er svo sárt að kveðja þig en ég veit að nú líður þér vel og við hittumst aftur ástin mín. Guð geymi þig og varðveiti. Þín Magga. Í dag kveðjum við ástkæran föður okkar og vin. Pabbi ólst upp í Dæli þar sem hann lærði ótal ljóð og kvæði sem fylgdu honum lífsleiðina. Kímnisög- ur Nasreddins hafði hann jafnan á takteinum með tilheyrandi lát- bragði. Léttleiki, góðglettni, heiðar- leiki og hreinlyndi voru honum í blóð borin. Hann var ávallt mjög áhuga- samur um það sem við tókum okkur fyrir hendur og alltaf tilbúinn til að- stoðar. Síðustu tvö árin voru honum þó erfið vegna veikinda. Fyrir hálfri öld byggðu foreldrar okkar sér hús að Goðabyggð 12 á Akureyri og hafa haldið þar heimili síðan. Oft var mikið líf og fjör í okkar stóra systkinahópi. Húsið var einn stór leikvangur þar sem ýmislegt lét undan í hita leiksins og oftar en ekki var pabbi þátttakandi í ærslum okk- ar og uppátækjum. Sérstök tækni hans við húsfluguveiðar vakti að- dáun okkar systkinanna og síðar barnabarnanna. „Sástu hvernig ég tók hana?“ var viðkvæðið þegar flug- an lá í valnum. Pabbi var alla tíð mjög kvikur á fæti, vinnusamur með afbrigðum og kappsamur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði unun af veiðskap, fékkst við skotveiði á yngri árum og stundaði stangveiði fram á áttræðisaldur. Foreldrar okkar höfðu mjög gaman af að ferðast um landið og óx það ekki í augum að fara nánast hverja helgi að sumri með okkur systkinin í tjaldútilegu. Bronco-jeppinn var drekkhlaðinn eftir kúnstarinnar reglum og síðan var haldið af stað. Ýmist var farið í samfloti með Gógó móðursystur og hennar fjölskyldu eða öðrum vina- fjölskyldum. Minnisstæðar eru úti- legur í trjáreitinn í Dæli, veiðiferðir í Vopnafjörð og hálendisferðir með litlu systur í burðarrúmi sem var skorðað á milli framsætanna. Sumarið 1976 fórum við ásamt Gógó og fjölskyldu í fimm vikna ferðalag. Siglt var utan með Smyrli og ekið um Evrópu með tvö hjólhýsi sem smíðuð voru á Íslandi og inn- réttuð af pabba og Knúti svila hans. Var það heilmikil ævintýraferð sem enn er í minnum höfð. Þessar fjöl- skyldur reistu sumarhús í landi Lómatjarnar í Grýtubakkahreppi sem þau áttu í mörg ár og eigum við ótal góðar æskuminningar þaðan. Síðustu ár hafa foreldrar okkar svo notið þess að skreppa í hjólhýsið sem er á fallegum stað á heimaslóð- um pabba í Dæli. Afabörnin minnast hans með gleði og söknuði. Hann var góður félagi, lék sér við þau og kenndi þeim að spila og tefla. Hann hljóp með þau í fanginu upp og niður stigann í Goða- byggð, ýtti við litlum járnplöttum sem hanga á veggnum og lét þá dingla eins og pendúla alla á sama tíma. Marka þeir nú för sín í steypt- um veggnum. Ótal góðar minningar streyma fram en nú er komin kveðjustund, leiðirnar skilja að sinni. Með trega- fullum huga og þakklæti geymum við minningu um föður okkar og vin. Systkinahópurinn Goðabyggð 12. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Elsku pabbi minn. Nú ertu kominn á fund feðra þinna og mikið óskaplega sakna ég þín. Þú varst langvinsælasti pabbinn í hverfinu. Það eru fáir vinir mínir sem komu í barnaafmæli til mín, sem gleyma skemmtilegu uppátækjun- um þínum – skollablindu, þar sem okkur krökkunum var hent skelli- hlæjandi inn í fataskáp meðan þú lékst eitthvert ófyrnis skrímsli og baulaðir með bindi fyrir augunum. Þú kunnir heilu ljóðabækurnar og kímnisögurnar um Nasreddin utan- bókar. Og oftar en ekki þegar ég var í unglingakrísu vísaðirðu með kímni í brall Nasreddans eða þuldir upp eina eða tvær vísur sem hæfðu að- stæðum. Þú elskaðir að syngja og þegar mest var söngstu í þremur kórum. Þú vaktir áhuga minn á gömlu þjóðlögunum og ættjarðar- ljóðunum. Við áttum það til að taka aríur saman, heima í Goðabyggðinni, við lítinn fögnuð móður minnar. Þá gauluðum við „Bella figlia, bella am- ore“ og kepptumst við að komast upp á háa c-ið og að yfirgnæfa hvort annað. Kappsemin var þér í blóð borin. Við kepptum oft í hlaupum úti í sum- arbústað, þar til þú varst kominn á áttræðisaldur. Mér er þó minnis- stæðast þegar þú kepptir í þrístökki við sonardóttur þína og ég sá á eftir þér dettandi um sokk, rennandi á rassinum eftir stofugólfinu inn í garðstofu og undir jólatréð, með þeim afleiðingum að það féll ofan á þig. Og upplitið þegar þú stóðst upp með jólaskraut dinglandi í hárinu. Þú varst mikill vinnuþjarkur, stund- aðir þinn eigin atvinnurekstur og sást átta manna fjölskyldu farborða. Þú byggðir húsið okkar í Goða- byggðinni, sumarbústað, hjólhýsi og verbúð, auk þess að vinna fullan vinnudag. Verk þín finnast á mörg- um stöðum hér á Akureyri og geyma minninguna um vinnusemi þína, út- sjónarsemi og dugnað. Þú komst oft í heimsókn til mín til Danmerkur ásamt mömmu minni á námsárum mínum og áttum við þar góðar stundir við söng, spjall og skoðunar- ferðir. Minning þín lifir áfram í mér. Minning um mann með óvenjulega kímnigáfu, góðmennsku og hjálp- semi. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þitt „örverpi“ Hanna Margrét Snorradóttir. Ég er innilega þakklátur fyrir að hafa kynnst tengdaföður mínum Snorra Þór Rögnvaldssyni. Snorri var skemmtilegur maður með af- brigðum, greindur vel og gæddur sterku skopskyni. Hann var líka einn af þessum harðduglegu, heið- arlegu og gegnheilu mönnum sem við eigum svo mikið að þakka og get- um lært svo mikið af. Þótt hann sé farinn mun minning- in um hann lifa í hjörtum og sálum okkar sem eftir stöndum. Í þann ald- arfjórðung sem ég átti því láni að fagna að eiga Snorra að tengdaföður varð ég aldrei var við neitt annað en hlýhug og vináttu í minn garð. Satt að segja held ég að maður geti ekki verið heppnari með tengdaforeldra en þau Snorra og Möggu, það sam- henta, hjartagóða og einstaklega hjálpsama par. Það er erfitt að ímynda sér hvernig það hafði verið fyrir okkur Oddnýju að ala börnin okkar fjögur upp ef ekki hefði verið fyrir afa og ömmu í Goðabyggð 12 sem ætíð hafa verið boðin og búin að hlaupa undir bagga í því amstri sem lífið stundum er. Það er vissulega erfitt að lýsa þeim tilfinningum sem kvikna við fráfall fólks sem hefur skipt okkur svo miklu. Kannski er mikilvægast ef treginn og söknuður- inn má verða til þess að minna okkur á að taka ekki því góða í lífinu sem sjálfgefnum hlut og vera þakklát fyrir að hafa notið samveru við ein- stakan mann. Níels Einarsson. Elsku afi, það er svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, eiginlega bara óraunverulegt og eitthvað svo fjarlægt. Ófáar minningar leita á hugann og ekki hægt að komast hjá brosi, þó að sorgin sé mikil. Þú varst alltaf svo hress og gantaðist alveg fram á síð- asta dag. Ég gleymi því aldrei hvernig þú gast leikið við okkur barnabörnin daginn út og inn. Ég man hvernig þú dinglaðir plötunum á veggjunum fyrir okkur þegar við vorum ungabörn, hossaðir okkur á löppunum á þér og hvernig leikirnir urðu sífellt ærslafyllri eftir því sem við urðum eldri. Við skemmtum okk- ur mörgum stundum við að metast um hvort okkar væri betra í hinu og þessu, sem endaði oft með harðri keppni. Ég veit ekki um marga af- ana sem hafa brugðið á leik og stokkið þrístökk í stofunni orðnir sjötugir að aldri. Þetta var um jól. Við vorum að keppa um hvort okkar stykki lengra og notuðum sokka til að merkja við. Ég var að vinna þig og þú ætlaðir aldeilis að taka á því. Það endaði nú ekki betur en svo að þú stökkst á sokkinn minn, dast kylliflatur og rannst á fleygiferð undir jólatréð sem datt beint ofan á þig. Amma var dauðhrædd um að þú hefðir brotið þig, en þegar hún sá þig skellihlæjandi inn á milli grein- anna með jólaskrautið flækt í hárinu, gat hún ekki annað en hlegið með. Alla tíð síðan höfum við hlegið að þessu uppátæki okkar og metist um hvort okkar hafi nú í raun unnið. Ætli ég verði ekki að játa mig sigr- aða, því önnur eins tilþrif hafa aldrei sést. Meira að segja þegar ég heim- sótti þig á spítalann þá slóstu á létta strengi og spurðir hvort við ættum ekki að skella okkur í þrístökk. Ég er viss um að við eigum eftir að keppa aftur einn daginn, afi minn. Þegar ég bjó hjá ykkur hélt keppnin áfram. Í þetta skiptið sner- ist hún um að ljúka matnum. Við borðuðum alltaf yfir okkur og stóð- um bæði á blístri. Gleðin skein alltaf af þér og smitaði alla sem í kringum þig voru. Þú varst dugnaðarforkur og gafst aldrei upp. Þú varst líka mikill stríðnispúki. Ég gleymi aldrei þegar þú fórst til tannlæknis til að láta draga úr þér tönn. Eftir að læknirinn hafði deyft þig brá hann sér frá, en á meðan tókst þér að losa tönnina og stakkst henni í vasann. Svo léstu sem ekkert væri þegar læknirinn kom aftur og kannaðist ekkert við að hafa misst tönnina. Ég man þú hlóst svo mikið þegar þú sagðir mér frá þessu að þú komst varla sögunni frá þér. Þú varst líka snillingur í stríða ömmu og gera hana alveg vitlausa. Þú varst svo skemmtilegur og góður maður, afi minn. Þú kunnir ógrynni af vísum og gátum, sem þú skemmtir okkur hin- um með. Þú talaðir líka við hrafnana, krunkaðir út um dyrnar á sólstof- unni og alltaf svöruðu hrafnarnir. Það verður erfitt að vera hérna án þín sem gerðir líf okkar svo litríkt, en sem betur fer eigum við allar góðu minningarnar um þig. Það verður skrýtið að koma í Goða- byggðina og hafa engan afa til að metast við, en ég veit nú samt að þú ert þar og fylgist með okkur. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku besti afi minn. Megir þú hvíla í friði. Þín Ásta Margrét. Kenndu mér klökkum að gráta kynntu mér lífið í svip Færðu mér friðsæld í huga finndu mér leiðir á ný Veittu mér vonir um daga vertu mér hlýja og sól Láttu mig læra af reynslu leyfðu mér áttum að ná Gefðu mér gullin í svefni gættu að óskum og þrám Minntu á máttinn í sálu minning er fegurri en tár Og sjáðu hvar himinn heiður handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný (Sigmundur Ernir Rúnarsson.) Takk, afi, fyrir allt sem þú varst Snorri Þór Rögnvaldsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN TH. INGIMUNDARSON skipstjóri frá Patreksfirði, Seljahlíð, andaðist á heimili sínu, mánudaginn 18. febrúar. Hann verður jarðsunginn mánudaginn 25. febrúar frá Seljakirkju kl. 15.00. Hrefna Sigurðardóttir, Helga Þóra Kjartansdóttir, Hreinn Hrafnkell Kjartansson, Jens Kjartansson, Þórey Björnsdóttir, Þórunn Kjartansdóttir, Sigtryggur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Viðskiptavinir Skeljungs athugið! Skrifstofur okkar verða lokaðar eftir kl. 12 í dag, fimmtudaginn 21. febrúar, vegna útfarar REBEKKU INGVARSDÓTTUR starfsmannastjóra. Skeljungur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.