Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 33 sárt. En núna ertu fallegur engill hjá guði og þú verður alltaf hjá mér því ég geymi þig í hjarta mínu. Mamma hjálpaði mér að finna þetta ljóð: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku Einar frændi, Ingvar og Anna Kristrún, ég bið góðan Guð að passa ykkur og hjálpa í sorginni ykk- ar. Sandra Ýr. Ég veit að ég mun aldrei gleyma Rebekku, frænku minni. Hún hafði mikil og djúp áhrif á mitt líf og er ég henni mjög þakklát fyrir allt það sem hún færði mér í lífinu. Sem elsta systkinið í hópnum var henni fátt óviðkomandi og voru börn systkina hennar, og barnabörn, þar engin und- antekning á. Ég fann að henni þótti gífurlega vænt um okkur öll og gerði allt til að styrkja okkur og styðja á all- an mögulegan hátt sem hún gat. Hún var óspör á hrósið og ein sú mest hvetjandi manneskja sem ég hef þekkt. Hún meinti hvert orð sem hún sagði og hefði hún aldrei hrósað nein- um nema sem ætti það að fullu skilið. Hún var heil og sönn í öllum sínum aðgerðum og orðum og lá ekki á skoð- unum sínum. Vegna þessa skipti hrós hennar, hvatning og skoðanir mig miklu máli. Ég leitaði oft ráðlegginga hjá henni og lagði hún sig mikið fram við að fá allar staðreyndir máls fram til að vega og meta og veita bestu ráð- leggingu sem völ var á hverju sinni. Hún var mjög falleg, að innan sem ut- an, skemmtileg, gefandi, mikill húm- oristi og svolítið stríðin. Var hún að auki alveg ótrúlega klár og dugleg. Er það ekki að ástæðulausu sem ég, og svo margir aðrir, tel hana eina helstu fyrirmynd mína í lífinu. Ég átti fjölmargar góðar stundir með Rebekku. Hún bauð mér tvisvar sinnum með sér í sólarlandaferð þeg- ar ég var barn og svo fórum við hjónin í siglingu með henni ásamt fleirum í fyrravor. Allar ferðirnar voru alveg frábærar enda var hún skemmtilegur og góður ferðafélagi. Allra besti dag- urinn í siglingunni var án efa afmæl- isdagur Rebekku sem við eyddum á strandbar á eyju í Karíbahafinu við dynjandi kalypso tónlist, nutum góðra veitinga og köfuðum í sjónum. Fyrir brúðkaupið okkar samdi hún fyndinn texta við lag sem sungið var í veislunni, tók saman fjöldann allan af ljósmyndum og vídeóklippum og hélt skemmtilegustu ræðu í heimi sem enn er talað um, þar sem hún gerði óspart grín að okkur við mikla kátínu veislugesta. Allt bar þetta einkenni þess að hún hefði lagt sig alla fram og veit ég að meiri vinna fór í atriðið en hún lét uppi. Það var mjög skemmtilegt að elda fyrir Rebekku, ekki bara lét hún í sér heyra ef henni fannst maturinn góður heldur líka var hún spurul um aðferð- ir og innihald matarins og hrósaði kokkunum hástöfum fyrir kunnáttu og verklag í eldhúsinu. Henni þótti best og skemmtilegast þegar boðið var upp á villibráð og gott rauðvín með og vorum við nýlega búnar að ákveða að það væri sko kominn tími á aðra slíka veislu um leið og sjúkra- húsvist hennar lyki. Mér finnst erfitt að kveðja hana enda var hún ekki bara frænka mín heldur svo margt, margt annað. Við áttum það til að kalla hvor aðra „uppáhaldsfrænku“ enda áttum við gott skap saman og sú nafngift sann- leikanum samkvæm að mínu áliti. Við sérstök tilefni bar hún nafngiftina „varamamman“ en að öðru leyti var hún ein af mínum bestu vinkonum. Ég gæti skrifað heila bók um kynni mín af henni og allt sem hún gerði og stóð fyrir. Ég á eftir að sakna hennar mikið og með trega í hjarta kveð ég Rebekku þó með þakklæti fyrir allt sem ég lærði af henni og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku Einar, Ingvar, Anna, afi og amma, sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og styrk til þess að takast á við sorgina. Inga Lillý. Æskuvinkona mín er látin langt um aldur fram. Ég man Rebekku fyrst við upphaf skólagöngu okkar í sjö ára bekk í Langholtsskóla. Yfirbragðið þá þegar rólegt, íhugult, ákveðið og einhvern veginn skilningsríkt. Hún átti heima næstum því í Langholtsbakaríi þar sem afi hennar bakaði allt það lang- besta í heiminum og enn stendur myndin ljóslifandi þar sem við hnát- urnar trítluðum saman eftir einn skóladaginn með stefnuna á afabak- aríið svo hún gæti sýnt mér herleg- heitin. Seinna áttaði ég mig á því að afi hennar var ekki bara flottasti bak- arinn heldur skemmtilegasti afi sem um gat, þegar við sem gelgjur létum okkur stundum detta í hug að fara í heimsókn til hans gagngert til að hlæja. Og hann reytti af sér skemmti- sögur og kom með óviðjafnanlega fyndnar athugasemdir, aðallega um sjálfan sig, skrapp með okkur á rúnt- inn og lýsti því sem fyrir augu bar út frá sínu sjónarhorni meðan við vin- konurnar grétum af hlátri í aftursæt- inu. Það var auðvelt að hlæja með Re- bekku, bæði að því sem okkur þótti fyndið og líka þegar lífið var ekki svo fyndið og litlu hjörtun gátu verið þjökuð af heimshryggð eða ástarsorg. Þá voru málin iðulega leyst með því að önnur okkar dæsti og sagði við hina: láttu mig fara að hlæja! Og allt varð svo miklu léttara og viðráðan- legra. Vináttan þéttist með hverju árinu alla skólagönguna. Við vorum sam- stiga í tónlistarnámi, hún lék hand- bolta meðan ég var í klappliðinu full aðdáunar á töktunum og hugrekkinu. Við fórum til Brighton í enskuskóla og bjuggum hjá frú Cooper sem var ströng en sanngjörn og sagðist rétt ætla að vona að við létum ekki glepj- ast af allsráðandi hippatískunni. Við gerðum það nú samt. Öll þessi ár var Rebekka órjúfan- legur hluti af mínu lífi og þó það togn- aði eðlilega á vináttuþræðinum um hríð þegar frá leið m.a. vegna land- fræðilegrar fjarlægðar og tímaskorts í dagsins önn höfðum við síðustu árin báðar fundið þörfina og leiðina til að styrkja þráðinn á ný. Það lá í loftinu að með tíð og tíma myndum við skella okkur á rúntinn með fjólurauða hatta og hvína af hlátri í aftursætinu. Mér verður betur og betur ljóst hvað ég var óumræðilega heppin að eignast slíka vinkonu á viðkvæmum þroska- og mótunarárum, vinkonu sem var alltaf sönn, alltaf traust, alltaf skilningsrík, alltaf heil. Ég kveð Rebekku með þakklæti og trega og bið hennar góðu fjölskyldu blessunar. Hulda B. Hákonardóttir. Rebekka var vinkona okkar. Hún var miðpunkturinn í tengslanetinu, hún hélt utan um okkur. Bauð okkur heim til sín í mat fyrir 15 árum. Þar var mikið talað og hlegið til morguns. Einar sá um matinn og dekraði við okkur. Þetta kvöld urðum við að systrahópnum. Í byrjun lágu leiðir okkar saman vegna starfa okkar að starfsmannamálum, hver í sínu fyr- irtæki eða samtökum. Við höfðum borið saman bækur okkar og vakað saman í kjarasamningum. Allar leit- uðum við í viskubrunn Rebekku sem miðlaði af reynslu sinni og kunnáttu á sinn jákvæða og réttsýna hátt. Stærstu vandamál urðu skyndilega furðulega auðveld úrlausnar. Systra- hópurinn hittist reglulega undir ýms- um formerkjum, hvort heldur var á veitingastöðum eða í heimahúsum. Árleg veiðiferð hefur verið hápunkt- urinn síðustu 11 árin. Rebekka gaf ekkert eftir. Sá til þess að við færum út fyrir allar aldir og stæðum fram á síðustu mínútu. Þess á milli var rætt um hyli, köst og beitu. Það var mis- jafnt hve mikið veiddist en hvernig sem allt veltist veiddi Rebekka alltaf. Hún var ótrúlega þolinmóð og árang- urinn var eftir því. Hún las árnar auð- veldlega og stóð því oft og veiddi á stöðum sem voru á milli hylja. Eftir prufutúr í Norðurá var ákveðið að systurnar ættu ekki samleið með öðr- um veiðimönnum. Það var ekki inni í myndinni að deila á eða húsi með öðr- um. Veisluhöldin í lok dags urðu að vera ótrufluð. Hvorki matföng né vín voru af verri endanum. Við minnumst Rebekku í ánni, þar sem kappsemin og veiðigleðin geislaði af henni, í sól- baði í hádegishléinu, samræðunum við grillið og í pottinum um kvöldið. Næsta ferð hafði þegar verið ákveðin. Veikindi Rebekku voru mikið áfall. Hún hélt samt ótrauð áfram og lifði lífi sínu af sama krafti og áður, enda sagði hún: „Maður verður að taka því sem að manni er rétt og gera það besta úr því.“ Rebekka var að eðlis- fari glöð, umburðarlynd, jákvæð og alltaf var hún hrókur alls fagnaðar. Allt sem hún tók sér fyrir hendur leysti hún af stökustu prýði enda bráðgreind. Ekkert virtist henni of- viða. Rebekka var með réttsýnustu manneskjum sem við höfum kynnst. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og sannur vinur vina sinna. Við syrgj- um sárt góða vinkonu og sendum ást- vinum hennar og þá sérstaklega Ein- ari, Önnu og Ingvari innilegar samúðarkveðjur. Arndís B. Sigurgeirsdóttir, Hjördís Ásberg, Hrafnhildur Stefánsdóttir og Sigríður J. Jónsdóttir. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Sefánsson.) Elskulega vinkona og nágranni í hartnær þrjátíu ár. Það er ómetanlegt að eiga góða ná- granna og vin eins og þig, Rebekka mín. Margs er að minnast frá þessum árum er við bjuggum í næsta húsi við ykkur Einar. Þetta var í raun eins og ein stór fjölskylda. Áttum við margar góðar stundir saman á Vesturberg- inu, hvort sem þurfti að kryfja þjóð- málin til mergjar eða grilla saman á góðviðrisdögum. Það var ómetanlegt að eiga góða vini í næsta húsi og hafa gott og náið samband á milli fjöl- skyldna án þess að ofaukið yrði. Ef eitthvað bjátaði á eða eitthvað stóð til var gott að geta leitað til þín, Rebekka mín, því að alltaf varst þú tilbúin að veita aðstoð eða ráðleggingar ef með þurfti og úrræðagóð með afbrigðum. Kæra vinkona, þín er sárt saknað í okkar fjölskyldu. Elsku Einar, Ingvar minn og Anna Kristrún, Guð gefi ykkur styrk til að sjá fram á veginn og takast á við lífið framundan. Einnig sendum við sam- úðarkveðjur til foreldra, systkina og fjölskyldna þeirra. Elsku Rebekka, hvíl í friði. Þínir vinir Unnur, Steindór og fjölskylda. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI BRYNJÓLFSSON frá Þykkvabæjarklaustri, Árskógum 6, sem lést fimmtudaginn 7. febrúar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 13.00. Þóranna Brynjólfsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Sigurður Reynir Gíslason, Málfríður Klara Kristiansen, Áslaug Gísladóttir, Þórður Kr. Jóhannesson Freyr Tómasson, Birnir Jón Sigurðsson, Anna Diljá Sigurðardóttir, Kristín Rut Þórðardóttir og Gísli Þór Þórðarson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og stuðning vegna andláts og útfarar ástkærrar eigin- konu minnar, móður, dóttur, systur og tengda- dóttur, UNNAR FADILU VILHELMSDÓTTUR, Hraunási 5, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans. Sveinn Benediktsson, Gunnar Már Óttarsson, Ásgerður Ágústsdóttir, Vilhelm G. Kristinsson, Jón G. Vilhelmsson, Sigurður E. Vilhelmsson, Jóhanna M. Vilhelmsdóttir, Benedikt Sveinsson, Guðríður Jónsdóttir. ✝ Okkar ástkæra, HELGA PÁLSDÓTTIR fyrrum húsfrú, Eyjum 1, Kjós, til heimilis að Gullsmára 7, Kópavogi, sem lést að hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 15. febrúar verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 23. febrúar kl 14.00. Ingólfur Guðnason, Anna Ingólfsdóttir, Kristinn Helgason, Hermann Ingólfsson, Birna Einarsdóttir, Páll Ingólfsson, Marta Karlsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Óskar H. Kristjánsson, Valborg Ingólfsdóttir, Ómar Ásgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR J. PÁLSSON Gullsmára 7, Kópavogi, lést að heimili sínu þriðjudaginn 12. febrúar. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. febrúar klukkan 13.00. Salbjörg Matthíasdóttir, Páll Hermann Guðmundsson, Monica Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Ágústa Karlsdóttir, Sólfríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Þór Guðmundsson, Steinunn F. Ólafsdóttir, Svanhvít Guðmundsdóttir, Kjartan Harðarson, Matthías Guðmundsson, Ólöf Sveinsdóttir, barnabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu sem okkur var sýnd vegna andláts ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og dóttur, INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR, Laufskógum 40, Hveragerði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 8. janúar. Guðmundur F. Baldursson, Rósant Guðmundsson, Edda Rúna Kristjánsdóttir, Heiða Margrét Guðmundsdóttir, Valdemar Árni Guðmundsson, Enea og Mía Rósantsdætur, Hallfríður Bjarnadóttir. Okkur langar í fáum orðum að minnast frænku okkar Re- bekku. Hún var alltaf jafn-góð og in- dæl, Rebekka var mjög barn- góð og það eru margar góðar minningar sem við eigum með henni. Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. (Jóh.11.25.) Bergljót Sunna og Steinunn Gróa. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.