Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 52. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Gífurlegt áfall  Sú ákvörðun sjávarútvegsráð- herra að stöðva loðnuveiðar á hádegi í dag mun þýða milljarða tekjutap fyrir sjávarútveginn. Þorsteinn Sig- urðsson, sviðsstjóri uppsjávarfisks hjá Hafrannasóknastofnun, segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna loðnan skilar sér ekki. »4 Dýrt að reka bifreiðarnar  Rekstrarkostnaður heimilisbílsins hækkaði talsvert í fyrra og er nú frá 770 þúsund krónum á ári. »22 Bergiðjunni lokað?  Hljóðið er þungt í starfsfólki Bergiðjunnar enda stendur til að hætta starfseminni þar 1. maí nk. Einar Heiðar Birgisson hefur starf- að í Bergiðjunni í tvö ár, frá því hann lenti í erfiðum veikindum. Hann tel- ur enga glóru í lokuninni. »8 Bankaálagið hækkar enn  Skuldatryggingarálag bankanna hækkaði enn í gær. »Viðskipti SKOÐANIR» Staksteinar: Nýr formaður Glitnis Forystugreinar: Valdaskipti í Pak- istan | Áhugi á lestarsamgöngum Ljósvakinn: Stundum glaðir UMRÆÐAN» Þráðurinn að ofan Sterkara efnahagslíf með áliðnaði Foreldrar mikilvægustu kennararnir Sundabraut á eina krónu? Ný prentsmiðja í Ungverjalandi Lítið félag með stór verkefni Að kasta krónunni fyrir borð Garpur í hönnun og bankaviðskiptum VIÐSKIPTI»   4 4  4   4 !4 5 #6$( / '$, '# 7'& ''&$$%$ /" $ 4  4 4 4 !  !4 . 8 2 ( 4 4!  4 4 4  !4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8$8=EA< A:=(8$8=EA< (FA(8$8=EA< (3>((A%$G=<A8> H<B<A(8?$H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 2 °C | Kaldast -5 °C  Vestan 3-10 metrar á sekúndu og stöku él, úrkomusamast með suðurströndinni. Víða vægt frost. » 10 Að mati Jóhanns Bjarna Kolbeins- sonar er augljóst hver bar sigur úr býtum í könnun Capacent. »42 FJÖLMIÐLAR» Sigur Sjón- varpsins FÓLK» Gengur Simpson aftur upp að altarinu? »47 Sæbjörn Valdimars- son er ekkert sér- lega hrifinn af Töfrabúðinni og gef- ur henni aðeins tvær stjörnur. »47 KVIKMYNDIR» Fáránlegar persónur DANS» Íslendingar halda að þeir geti dansað. »43 TÓNLIST» Brit-verðlaunin voru af- hent í gærkvöldi. »41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Uppsagnir eru hafnar í bönkunum 2. Silvía Nótt breytist í karlmenn 3. Með einkenni vægs hjartaáfalls 4. Greiddi starfsstúlku 183 krónur  Íslenska krónan veiktist um 1,13% SAMTALS hafa um 180 erlendir handknattleiksmenn leikið með ís- lenskum félögum í efstu deild karla undanfarin tíu ár. Flestir hafa þeir komið til Akureyrar og Vest- mannaeyja og til HK. Bestu hand- knattleikslið landsins hafa hins vegar sjaldan verið með marga er- lenda leikmenn og Haukar, sem eru efstir í úrvalsdeildinni í dag, eru t.d. með alíslenskt lið. Valur varð meistari í fyrra án erlends leikmanns og Óskar Bjarni Ósk- arsson, þjálfari liðsins, segir að ekki sé auðvelt að finna góða leik- menn í Evrópu. Handboltinn standi knattspyrnunni og körfuknatt- leiknum talsvert að baki að því leyti. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að bestu erlendu leikmennirnir séu einfaldlega of dýrir fyrir íslensk félög. Í dag er fjallað um handboltann í fyrstu grein Morgunblaðsins af þremur um erlenda leikmenn í ís- lenskum liðum. | Íþróttir Bestu liðin án erlendra Um 180 hafa komið á tíu árum Árvakur/Sverrir AUGLÝSINGASTOFAN Jónsson & Lemacks hlýtur flestar tilnefn- ingar til Íslensku auglýsingaverð- launanna í ár, alls 25 af 70. Þar af eru 14 tilnefn- ingar vegna aug- lýsinga fyrir bókaverslanir Eymundssonar. Næstflestar til- nefningar, 18 talsins, fær Hvíta húsið en fimm þeirra eru vegna sameiginlegra aug- lýsinga fyrir Umferðarstofu og vín- búðirnar. Keppt er í 14 flokkum en fimm auglýsingar eru tilnefndar í hverjum flokki fyrir sig. Verðlaunaafhending fer fram á ÍMARK-hátíðinni í næstu viku en tilnefningar eru kynntar í miðopnu Viðskiptablaðs Morgun- blaðsins í dag. | Viðskipti Jónsson & Le- macks fær flest- ar tilnefningar Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is MIKILLAR óánægju gætir meðal hestamanna í Garðabæ eftir að sveit- arfélagið hækkaði fasteignaskatt hesthúsa. Skatthlutfallið var hækkað úr 0,24% af fasteignamati í 1,45% og segir einn hesthúsaeigandi að fast- eignagjöld sín hafi hækkað um 150%. Brot á stjórnarskrá? Um er að ræða breytingar á því undir hvaða lið hesthús falla í 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfé- laga. Hingað til hafa hesthús verið flokkuð undir a-lið þar sem skatt- hlutfallið er allt að 0,5% en eftir breytingar teljast þau til c-liðs sem hefur allt að 1,32% skatthlutfall. Með heimild í lögunum er skattaprósent- an komin í 1,45%. Arnór Halldórsson lögmaður hef- ur verið ráðinn til að kanna lögmæti hækkunarinnar fyrir hönd nokkurra hesthúsaeigenda. Með vísan til texta laganna telur hann réttast að hest- húsin flokkist undir a-lið þar sem þau teljist sem útihús. Honum virðist sem Garðabær byggi á því að ein- ungis útihús á bújörðum skuli falla undir a-liðinn til að það standist en því er hann ósammála. „Sé vafi um túlkun á þessu ákvæði á að túlka hann skattgreiðendum í hag sam- kvæmt lögskýringarreglum skatta- laga.“ Eðlilegra sé að fella hesthúsin í flokk með íbúðarhúsum í a-lið en at- vinnuhúsnæði í c-lið. Mismunun á hesthúsaeigendum á bújörðum og þeim sem ekki eru á bújörðum feli í sér brot á 65. gr. í stjórnarskránni. Guðjón E. Friðriksson, bæjarrit- ari og staðgengill bæjarstjóra, segir að í sambærilegum málum hafi verið komist að því að í a- og b-liðnum (sem tekur til opinberra bygginga) væri um tæmandi upptalningu að ræða á því húsnæði sem þar félli undir. Þar sem hesthúsin séu ekki sérstaklega tekin fram í a-lið beri að flokka þau í c-lið, þar sem tekið er til alls þess sem ekki kemur fyrir í hinum liðun- um. Hann segir þó tillögu líklega verða kynnta „um að koma með fjár- styrk á móti til að milda þessi áhrif“. Ósáttir við bæinn  Hesthúsaeigendur í Garðabæ gagnrýna hækkun fasteigna- skatts hesthúsa  Fjárstyrkur mögulegur til að milda áhrifin Í HNOTSKURN »3. mgr. 3. gr. laga umtekjustofna sveitarfélaga fjallar um fasteignaskatt. Í a- lið falla íbúðir og íbúðarhús og í b-lið eru opinberar stofnanir. » Í c-lið skal flokka: „Allaraðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og versl- unarhúsnæði […]“ »Viðmælandi blaðsins sagð-ist nú borga 100 þús. kr. meira á ári fyrir 16 hesta hús í Garðabæ en fyrir 200 fm ein- býlishúsið sitt. BÖRNIN á Barnaspítala Hringsins fengu heldur betur skemmtilegan glaðning í gær þegar aðalleikarar og dansarar í söngleik Verzlunarskóla Íslands, Kræ-beibí, komu í heimsókn og sungu nokkur vel valin lög. Þeir létu þó ekki þar staðar numið heldur unnu með börnunum ljósmyndaverkefni. Teknar voru Polaroid- myndir af börnunum, bæði einum og með leikurunum, sem voru í fullum skrúða, og utan um myndirnar voru föndraðir myndarammar. Þá var að lokum gerð stór veggmynd af atburðum dagsins. Kræ-beibí skemmti ungviðinu á Barnaspítala Hringsins Sungið, dansað og föndrað Árvakur/RAX ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.