Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 60. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is FRAMLEIÐIR DRAUMA KATRÍN ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR ER EIN AF OKKAR FREMSTU HÖNNUÐUM >> LESBÓK til fyrir fé sem það hefði aflað á mörkuðum. Nú væri ástand á fjár- málamörkuðum báðum megin Atlantshafsins heldur ískyggilegt og allt öðru vísi en það hefði verið þegar fyrirtækið sótti sér fé á markaði síð- ast. „Það er því sjálfsagt fyrir okkur að haga okkar rekstri á þann hátt að við gætum þurft að láta þetta fé sem við eigum endast lengur en við höfð- um reiknað með upphaflega. Þetta eru afskaplega einföld og skýr sjón- armið í rekstri og væri jafnvel ekki óskynsamlegt fyrir ýmis félög í okk- ar samfélagi að fylgja þessu for- dæmi,“ sagði Kári. Hann sagði að öðru leyti ekkert hafa breyst hjá fyrirtækinu, hvorki ÍSLENSK erfða- greining hefur sagt upp um 60 starfsmönnum sínum og hafa sumir þeirra þeg- ar látið af störf- um. Ástæður uppsagnanna eru aðhald í rekstri, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækis- ins, en eftir uppsagnirnar starfa um 390 manns hjá fyrirtækinu, langsam- lega flestir hérlendis. Kári sagði að félagið væri að hluta til rekið af tekjum þess, að hluta til af þeirra efnahagsreikningi og að hluta hvað varðaði markmið né annað. Uppsagnirnar myndu ekki hafa áhrif á að það gæti sinnt sínum kjarna- rekstri vel og þeir reiknuðu með að þær myndu ekki minnka skilvirkni fyrirtækisins heldur auka hana. „Það er hins vegar ekki gaman að segja fólki upp á þessum tíma vegna þess að það er ekki auðvelt fyrir fólk að ganga úr einni vinnu í aðra á Ís- landi í dag.“ Kári sagði aðspurður að fyrirtæk- ið hefði að minnsta kosti rekstrarfor- sendur til þess að starfa næstu tvö árin, sem væru nákvæmlega sömu forsendur og félagið hefði búið við að meðaltali þau 12 ár sem það hefði verið við lýði. 2 ára rekstur tryggður Kári Stefánsson FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GÓUPÁSKAR verða í ár og síðan ekki aftur fyrr en árið 2160 eða eft- ir 152 ár, að því er fram kemur í grein Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings á vefsíðu Almanaks Háskóla Íslands (www.alman- ak.hi.is). Þorsteinn segir algengast að páskadagur sé í einmánuði sam- kvæmt gamla íslenska tímatalinu. Samkvæmt því er einmánuður síð- asti mánuður vetrar og hefst á þriðjudegi í 22. viku vetrar sem getur verið frá 22. til 26. mars. Ef páskar eru mjög snemma líkt og nú, en páskadagur er 23. mars, getur páskadagur fallið á góu og af því er nafnið góupáskar dregið. Slíkt er mjög sjaldgæft og vekur gjarna nokkra athygli, að sögn Þor- steins. Á síðustu öld gerðist þetta aðeins tvisvar, árin 1913 og 1940. Á þessari öld hendir það aðeins á þessu ári. Meðaltími milli góupáska er 35 ár, en bilið getur farið niður í ellefu ár og allt upp í 152 ár. Þannig verða góupáskar ekki aftur fyrr en langt verður liðið á næstu öld eða árið 2160 eins og fyrr segir. Góa er fimmti mánuður vetrarins samkvæmt forníslenska tímatalinu. Hún hefst á sunnudegi í 18. viku vetrar, sem yfirleitt fellur á tímabil- ið 18.-24. febrúar nema á eftir svo- nefndu rímspillisári, þá 25. febrúar. Páskar eru elsta hátíð kristinna manna og haldnir til að minnast upprisu Jesú Krists. Nafnið er dregið af hátíð Gyðinga sem þeir héldu til að minnast þess þegar Móse leiddi Ísraelsmenn úr ánauð- inni í Egyptalandi. Orðið pesah (páskar) hefur verið þýtt sem framhjáganga og vísar til þess að Drottinn hafði heitið því að ganga framhjá þar sem blóði páskalamba var roðið á dyrastafi. Sjaldgæfir góupáskar Verða ekki aftur fyrr en árið 2160 ÞEIR skemmtu sér vel ferðamennirnir sem voru á ferð á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi í góðviðrinu nýlega, enda sjálfsagt ekki vanir því að geta fetað sig á milli ísjaka. Það færist mjög í vöxt að ferðamenn leggi leið sína hingað til lands að vetri til, enda margt að skoða eins og á sumrin. Morgunblaðið/RAX Á ferð á Jökulsárlóni Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is DANÍEL Jónsson, kúabóndi á Ing- unnarstöðum í Reykhólasveit, segir að flótti sé kominn í raðir bænda og nauðsynlegt sé að þeir fái 30 króna hækkun fyrir hvern mjólkurlítra nú þegar til að mæta 50 til 100% hækk- unum á aðföngum til bænda á und- anförnum tveimur árum. Að sögn Daníels er hækkun á fjár- magnskostnaði, áburði og olíu að sliga marga bændur. „Það er ekki eitt heldur allt,“ segir hann og bætir við að tveir til þrír bændur í Dalasýslu ætli að hætta búskap. Þar á meðal væru eldri hjón með skuldlaust bú, en þau treystu sér ekki til að kaupa áburð núna. Þá viti hann um sex bændur í Borgarfirði sem ætluðu að hætta og auk þess hafi hann heyrt af tvennum ungum hjónum sem ætluðu að hætta búskap á Suðurlandi. Aldrei verri staða Á morgun hefst búnaðarþing og segist Daníel hafa hugsað með sér hvort það yrði þingið þar sem sam- þykkt yrði að leggja búskap á Íslandi af, því ekkert hafi heyrst frá stjórn Bændasamtakanna um þessar hækk- anir og ekki heldur frá Landssam- bandi kúabænda. Daníel hefur verið sjálfstæður bóndi í meira en 35 ár og segir að staðan hafi aldrei verið þyngri en nú. Hann segir að eina ráðið til bjargar sé að fá hækkun fyrir afurðirnar. Öll aðföng hafi hækkað um 50 til 100% á tveimur árum og á sama tíma hafi bændur fengið 15% hækkun fyrir mjólkina. Talað sé um að bændur hafi fengið hækkun fyrir mjólkina um síð- astliðin áramót en aldrei sé nefnt hvað sú hækkun hafi verið mikil. Hún hafi numið heilum 70 aurum á lítrann. Bændur fái um 50 krónur fyrir lítr- ann en miðað við 75% hækkun á að- föngum að meðaltali þyrftu þeir að fá 30 krónur til viðbótar og það strax, „því í hvert skipti sem maður fær kjarnfóður hefur það hækkað“. Helsta mál búnaðarþings Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að erf- itt geti reynst að velta hækkunum á aðföngum til bænda út í verðlagið. Launahækkanir vegna kjarasamn- inga séu mjög þungar fyrir sláturhús, kjötvinnslur og mjólkurstöðvar og því geti það reynst þeim erfitt að hækka afurðaverð til bænda. Haraldur segir að staðan leiði til þess að bændur, sem hafi kannski ætlað að hætta búrekstri á næstu tveimur til þremur árum, hætti fyrr. Eins sé ljóst að mjög skuldsett bú séu ekki sjálfráð um afdrif sín, en reikna megi með að þetta verði helsta um- ræðuefni búnaðarþings. Flótti að bresta á í röð- um bænda Vill 30 krónum meira fyrir mjólkina til að mæta hækkunum á aðföngum Morgunblaðið/RAX Erfiðleikar Kúabóndi segir að hækkun á margvíslegum kostnaði á búum sé að sliga marga bændur. Fló á skinni >> 48 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.