Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is EITT helsta vandamál íslensks fjár- málamarkaðar er að ekki hefur tek- ist að laða að erlenda langtímafjár- festa. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Einarssonar, stjórnarfor- manns Kaupþings, á málstofu BSRB um lífeyrismál í gær. „Ein augljós hindrun í því er ís- lenska krónan. Þótt margir erlendir lífeyrissjóðir vilji gjarnan fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum og geti vel sætt sig við þá áhættu sem slík fyr- irtæki bæta við vel dreift eignasafn vilja þeir síður taka á sig þá viðbót- aráhættu sem felst í gjaldmiðlinum. Önnur ástæða þessa er – já, krón- an, eða öllu heldur hvernig hún hef- ur verið markaðssett af Seðlabank- anum. Seðlabankinn hefur hvatt til vaxtamunarviðskipta með háum skammtímavöxtum. Það þarf engan doktor í hagfræði til að sjá að hvorki núverandi viðskiptahalli né vaxta- stig gengur til langframa. Krónan markaðssett sem hávaxtamynt Fyrr en síðar munu vextir lækka og gengi krónunnar leita jafnvægis. Þeir sem fjárfesta í krónubréfum vita því mætavel að brátt mun verð- gildi þeirra rýrna. Líkast til telja þeir sjálfum sér trú um að þegar það gerist geti þeir selt á undan öllum öðrum. Það veldur síðan því að þeg- ar krónan leitar jafnvægis verður að öllum líkindum mikið yfirskot. Það eru með öðrum orðum ekki lang- tímafjárfestar sem fjárfesta í krónu- bréfum en ástæða er til að ætla að töluvert sé um spennufíkla. Það get- ur ekki talist heilbrigt,“ sagði Sig- urður. Að sögn Sigurðar er í umræðunni um efnahagsmál oft talað um að ís- lenska krónan sé hávaxtamynt, því gerist ekki þörf á að ræða hvers vegna vextir á Íslandi séu svona há- ir, svarið liggur í augum uppi, krón- an er hávaxtamynt. „En er málið virkilega svona ein- falt? Eða hefur krónan – einfaldlega verið markaðssett sem hávaxta- mynt? Ég held að það sé nokkuð til í því. Undanfarin ár hefur Seðlabank- inn hækkað vexti og þannig styrkt gengi krónunnar sem aftur hefur valdið lækkun á verði innfluttrar vöru og þannig breitt yfir innlenda verðbólgu að nokkru leyti. Gallinn við þessa aðferð er hins vegar sá að gengi krónunnar, svo lengi sem það er stöðugt, hefur eng- in áhrif á vísitölu neysluverðs. Seðlabankinn hefur því þurft að styrkja gengi krónunnar sífellt meira til að sópa verðbólgunni undir teppið. Þessi stefna getur ekki á nokkurn hátt talist sjálfbær enda er svo komið að hátt gengi gjaldmiðils- ins ásamt eftirlátssamri ríkisfjár- málastefnu hefur leitt til mesta við- skiptahalla sem þekkst hefur á meðal ríkja OECD. En þrátt fyrir það er verðbólgan utan vikmarka Seðlabankans og muna vart elstu menn hvenær hún var síðast innan þeirra. Í hagkerfi sem farið er að fjár- magna sig í æ ríkara mæli í erlendri mynt eykur gengisstyrking einkum og sér í lagi væntingar um geng- isstyrkingu á þenslu með því að auka spurn eftir innfluttri vöru og lækka fjármagnskostnað erlendra lána. Það er spurning hvort ekki sé rétt að Seðlabankinn bakki út úr þessu öngstræti, ýti verðbólgumark- miði tímabundið að minnsta kosti til hliðar og þjóðin stöðvi erlenda skuldasöfnun og búi atvinnulífinu samkeppnishæf rekstrarskilyrði með heilbrigðara vaxtastigi og raun- gengi?“ Sigurður gerði útrás íslenskra fyrirtækja að umræðuefni og að- komu lífeyrissjóðanna að henni. Sagðist hann telja að ekkert íslenskt fyrirtæki hefði farið í útrás án þess að lífeyrissjóðir hefðu verið þar meðal helstu fjárfesta. Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, sagði í erindi sínu um aldraða og hlutverk almannatrygginga í vel- ferðarþjónustu að aldraðir væru af- ar fjölbreyttur hópur sem í væru einstaklingar sem byggju við mjög ólík skilyrði innbyrðis. Heilsufar, at- vinnuþátttaka, tekjur, tekjutegund- ir, eigna- og skuldastaða og fé- lagsleg staða, allt væru þetta þættir sem væru mjög misjafnir milli ein- staklinga. „Hér er um mjög fjölbreyttan hóp að ræða og við verðum að hafa það í huga þegar við ræðum um þetta,“ sagði hún. „Það er ekki hægt að tala um þennan hóp eins og hann sé eins- leitur og mæta vanda hans á aðeins einn hátt.“ Sigríður Lillý sagði að þeim öldruðum færi ört hlutfallslega fækkandi sem væru ellilífeyrisþeg- ar. Þeim færi hins vegar fjölgandi tölulega. Þetta segði mikið um ald- urssamsetningu þjóðarinnar með því að 67 ára og eldri fjölgaði gíf- urlega. Sigríður Lillý sagði að umræða um tekjumeðaltöl aldraðra gæfu ekki bestu myndina af stöðu þeirra. Úr gögnum TR hafa verið teknar saman tekjuupplýsingar um hvern aldurshóp fyrir sig, allt frá 67 ára. Í ljós kemur að meðaltal tekna minnk- ar ekki eða eykst með neinni reglu með hækkandi aldri. Innan hvers hóps væru mjög tekjuháir einstak- lingar og aðrir mjög tekjulágir. Segir langtímafjárfesta ekki vera þá aðila sem fjárfesta í krónubréfum Morgunblaðið/Kristinn Lífeyrismál Sigurður Einarsson og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. ÞRÍR nemendur í Háskólanum á Bifröst voru reknir úr skóla í gær fyrir fíkniefnamisferli. Lögreglan í Borgarnesi lagði hald á lítilræði af kókaíni, amfetamíni og kannabisefn- um í íbúðum þeirra á skólasvæðinu á fimmtudagskvöld. Mál tveggja aðila voru afgreidd á staðnum en sá þriðji var færður á lögreglustöð vegna gruns um akstur bíls undir áhrifum fíkniefna. Aðgerðin var umfangs- mikil, því auk lögreglunnar í Borg- arnesi og Dölum, var vopnuð sér- sveit ríkislögreglustjóra ásamt fíkniefnadeild LRH og tollgæslunni í Reykjavík. Komu viðbragðsaðilar með þrjú hundateymi á staðinn. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var talið hugsanlegt að skotvopn væri að finna í íbúð eins hinna grunuðu. Um er að ræða nemendur sem hafa verið tiltölulega skamman tíma í skólanum, að sögn Ágústs Einars- sonar rektors. Í hópnum eru tveir karlar og ein kona og voru öll rekin úr skóla daginn eftir húsleitina sem gerð var í samstarfi skólayfirvalda og lögreglunnar. Að sögn Ágústs Einarssonar rekt- ors verða fíkniefnamál ekki liðin í skólanum og því var tekið hart á mál- inu. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og unnum með lögreglunni í þessu,“ segir hann. „Við viljum ekki hafa svona á okkar svæði. Háskóla- þorpið okkar er fjölskylduvænt og fólki líður vel hér. Það er góð sam- vinna allra um að hafa hlutina sem allra besta og fíkniefni eiga ekki að líðast hér. Það er fagnaðarefni þegar lögreglan nær árangri í baráttunni við fíkniefnin, hér eins og annars- staðar í samfélaginu.“ Fíkniefnamál upplýst á Bifröst Þrír nemendur reknir úr skóla Morgunblaðið/RAX Háskólasamfélag „Háskólaþorpið okkar er fjölskylduvænt,“ segir rektor. „ÉG hringdi strax í lögregluna og sagði þeim frá árásinni og því að vagnstjóranum hefði verið hótað lífláti,“ segir Garðar Ingólfsson, varðstjóri farþegaþjónustu, í sam- tali við Morgunblaðið, og vísar þar til árásarinnar sem María Ellen Guðmundsdóttir vagnstjóri varð nýverið fyrir. Að sögn Garðars var hann spurður af starfsmanni fjar- skiptamiðstöðvar lögreglunnar hvort árásarmaðurinn væri enn á vettvangi en Garðar tjáð honum að hann væri farinn. „Þá sagði hann mér að þá yrði hún bara að koma á lögreglustöðina og gefa skýrslu,“ segir Garðar. Í samtali við Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir hann að fram hafi komið í upp- haflega símtalinu að vagnstjórinn hefði orðið fyrir árás og verið hót- að lífláti. Að sögn Geirs Jóns setti yfirmaður hjá Strætó bs. sig í sam- band við hann í gærmorgun í fram- haldi af fréttaflutningi Morgun- blaðsins og ummælum Geirs Jóns þess efnis að ekkert í skýrslum sýndi að óskað hefði verið eftir lögregluaðstoð vegna hótana. Í framhaldinu segist Geir Jón hafa hlustað á upptöku af símtalinu þar sem tilkynnt var um atvikið. „Þá fékk ég loks staðfestingu á því að það er rétt að það var hringt þarna á áttunda tímanum. Fram kom í símtalinu að vagnstjórinn hefði orðið fyrir líflátshótunum en að maðurinn væri farinn af staðnum og að strætisvagninn væri líka að fara af staðnum,“ segir Geir Jón og tekur fram að sökum þessa hafi ekki þótt ástæða til að senda lögregluna á vettvang enda ekki úr neinni deilu að leysa á staðnum. Segir hann að þeim sem tilkynnti um atvikið hafi þá verið tjáð að rétt væri að viðkomandi vagnstjóri kæmi strax á lögreglustöð og legði fram kæru. Það hafi viðkomandi vagnstjóri hins vegar ekki gert. En eins og fram komi í viðtali við Maríu síðastliðinn þriðjudag taldi hún sig ekki hafa tök á að fara á næstu lögreglustöð í miðjum vinnutíma. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Geir Jóni að lögreglumenn væru ávallt sendir á vettvang ef að- stoðarbeiðni bærist frá fólki vegna hótana. Geir Jón tekur fram að séu báðir aðilar farnir af vettvangi sé hins vegar ekki ástæða til að senda lögregluna á staðinn. Spurður hvort lögreglan fari á staðinn sé annar aðilinn enn á vettvangi svar- ar Geir Jón því játandi og bendir á að auðvitað sé hægt að leggja fram kæru á vettvangi í slíkum tilvikum. Upptaka staðfestir að óskað var eftir aðstoð Lögreglan ekki send á vettvang séu aðilar farnir af staðnum Morgunblaðið/Kristinn Með forgang Ýmislegt er að varast í vinnunni hjá strætisvagnastjóra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.