Morgunblaðið - 01.03.2008, Page 6

Morgunblaðið - 01.03.2008, Page 6
L ofaðu mér að muna þetta: Þú ert hugrakkari en þú trúir, sterkari en þú virð- ist og klárari en þú held- ur.“ Þetta sagði Christopher Robin við bangsann sinn Bangsímon einn dag- inn. Hann er alvöru vinur alvöru bangsa. Um helgina erum við einmitt að fara að taka á móti litlum bangsa frá út- löndum. Það er því miður ekki sjálfur Bangsímon en ágætur bangsi samt sem að öllu jöfnu á heima í Úkraínu. Ég veit ekki hvað hann heitir en ég veit hver besti vinur hans er. Hann heitir Illya Nyzhnik. Þeir ætla báðir að vera með á 23. Alþjóðlega Reykja- víkurskákmótinu sem hefst nú á mánudag í Skákhöllinni í Faxafeni. Bangsi fylgir Illya eftir hvert sem hann fer. Illya Nyzhnik er 11 ára gamall. Hann er með skákstyrkleika sem nem- ur 2.377 Eló-stigum. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkja til skákstiga þá eru 2.377 óheyrilega hátt Eló fyrir 11 ára barn. Mér liggur við að segja að það hljóti að vera einum of. En þá hugsa ég til Mozarts og Barenboims og Mills og Picassos og allra hinna undra- barnanna og sé að Nyzhnik er í ágæt- um hópi og getur plumað sig í lífinu ef að honum er hlúð. Á meðan ég berst við það á hverjum degi að muna hvar ég lagði bílnum kvöldinu áður eða fyrr um morguninn þá eru litlir krakkar um allan heim að leysa stjarnfræðileg stærðfræðivanda- mál, leika á fiðlu eins og englar, semja konserta og tefla skák eins og Illya Nyzhnik. Undrabörn heimsins eru margs kon- ar og fjölbreytt og sannleikurinn er auðvitað sá að sérhvert mannsbarn sem kemur í heiminn er undur. Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark notaði líka yfirskriftina „Undrabörn“ í nýlegri bók og sýningu í Þjóðminja- safni Íslands þar sem brugðið var upp svipmyndum af lífi og aðstæðum fatl- aðra barna á Íslandi. Fötluð börn eru hugrakkari en við trúum, sterkari en þau virðast og klárari en við höldum. Það að kynnast undrabörnum, hvort heldur er frá Úkraínu eða Íslandi, bætir tilveruna og gerir heiminn litrík- ari. Lögun hjartans spyr ekki um til- teknar gerðir af greind eða hæfni – og lífsgleðin og hlýjan ekki heldur. Eitt er víst að öll börn eru meira lík hvert öðru en ólík og eitt af því marga sem bindur öll börn saman og við hin gömlu fullorðnu gætum lært af, það er leikgleðin. Ég er meðal þeirra sem hlakka til að sjá leikgleðina skína úr augum Illya litla Nyzhnik og bangsa við skák- borðið. Það er unun að horfa á flotta taflmennsku, hvort sem það er 11 ára snáði eða öldungur á níræðisaldri sem stýrir mönnunum. Ef til vill verður þó harðasti keppinautur Illya hinn 13 ára bandaríski undradrengur Roy Robson sem sumir nefna arftaka Fischers. Roy er yngstur frá upphafi til að tefla á meistaramóti Bandaríkjanna. Ef ég á að leyfa mér að vera væmin á laugardegi þá er galdurinn við flott- ustu skákmótin hins vegar ekki hver vinnur eða tapar heldur hvernig ólíkir heimar og fjölbreyttir einstaklingar sitja allir við sama borð sem jafn- ingjar. Sumir eru 86 ára og aðrir 11 ára, sumir eru múslimar og aðrir gyð- ingar, sumir eru konur og aðrir karlar, sumir eru frá Afríku og aðrir frá Asíu, sumir eru fatlaðir og aðrir ófatlaðir. Sumir ferðast einir, aðrir ferðast með eiginkonum sínum og enn aðrir með eiginmönnum. Svo eru þeir sem ferðast með bangsa. En allir samein- ast í hinu tæra og einfalda tungumáli PISTILL » Það að kynnast undra- börnum hvort heldur er frá Úkraínu eða Íslandi bætir tilveruna og gerir heiminn litríkari. Lögun hjartans spyr ekki um til- teknar gerðir af greind eða hæfni, og lífsgleðin og hlýjan ekki heldur. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Bangsar undrabarna skákarinnar og annað hættir að skipta eins miklu máli. Bangsímon hefur sagt að andartakið rétt áður en maður gæðir sér á hun- anginu sé langbest. Fyrir mig er ein- mitt eitt slíkt andartak eftirvæntingar í dag. Eftir tvo daga byrjar tíu daga alþjóðleg skákveisla í Reykjavík og þá flæðir hunangið út um allt. Þá vilja all- ir skákunnendur vera í Reykjavík. 6 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STEFNT er að því að lækka lyfjakostnað þeirra sjúklinga sem nú borga mikið vegna lyfja, t.d. þeirra sem bæði þurfa að nota lyf við gikt- og hjartasjúkdómum. Á móti lækki eða falli niður greiðsluþátt- taka hins opinbera til þeirra sem sjaldan þurfa að kaupa lyf eða bera lítinn kostnað vegna lyfja. Þá verður litið á barn og ann- að foreldri sem einn einstakling til að lækka kostnað fjölskyldna sem nú bera háan lyfjakostnað. Nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði 26. nóvember sl. til að gera tillögur að breyttri þátttöku einstaklinga í kostnaði vegna lyfja og annarrar heilbrigðisþjón- ustu stefnir að því að ljúka fyrsta áfanga vinnu sinnar, sem varðar lyfjakostnað, fyrir mitt þetta ár. Þá þarf að kynna mál- ið, m.a. fyrir sjúklingahópum og fleirum, breyta lögum og ákveða tæknilegar út- færslur áður en breytingarnar komast í framkvæmd. Nefndinni var falið að kanna hvort og þá hvernig mætti fella kostnað vegna læknishjálpar, lyfja, rannsókna, sjúkra- þjálfunar og annars heilbrigðiskostnaðar undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyr- irkomulag og verja fólk gegn of háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu í víð- asta skilningi. Pétur Blöndal, alþingismaður og for- maður nefndarinnar, sagði að í fyrra hafi um 220 þúsund manns fengið lyf og að meðaltali greiði sjúklingar um þriðjung lyfjakostnaðarins en ríkið tvo þriðjuhluta. Pétur sagði það markmið nefndarinnar að breyta ekki því hlutfalli en dreifa kostnaðinum með öðrum hætti. Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismaður og vara- formaður nefndarinnar, sagði kostnað sjúklinga nú ráðast mjög af því hvaða lyf þeir þurfi að nota og hvaða sjúkdómi þeir væru haldnir. Sumir greiði lítið, t.d. syk- ursjúkir sem nota einungis insúlín, en t.d. giktarsjúklingar og hjartasjúklingar þurfi að greiða mikið. Sé sami einstak- lingur bæði gikt- og hjartveikur geti lyfjakostnaður hans orðið mjög hár. Pétur sagði nefndina ætla að breyta þessu kerfi og horfa á kostnaðinn af sjón- arhóli sjúklinganna í stað einstakra lyfja eða sjúkdóma. Þá verði litið til heildar- kostnaðar hvers einstaklings af lyfjum og hvernig megi verja hann of háum kostn- aði. Ásta sagði að horft væri til reynslu Dana, Svía og Norðmanna á þessu sviði en þar hefur kostnaðarþátttaka almenn- ings vegna heilbrigðisþjónustu einnig verið undir smásjánni og þeir breytt kerf- um sínum í þessa veru. Þegar nefndin hefur skipað lyfjamálum í nýjan farveg verður litið til annarra þátta svo sem læknisþjónustu, læknis- rannsókna, sjúkraflutninga, sjúkrahúsa og fleiri þátta í heilbrigðiskerfinu. Pétur sagði ljóst að sú vinna yrði mjög viðamikil og þyrfti að afla upplýsinga víða úr kerf- inu. Stefnt er að því að greiðsluþátttaka almennings verði áfram 17% líkt og í dag en að sá kostnaður komi jafnar niður en hann gerir nú. Lyfjakostnaður jafnaður Pétur H. Blöndal Ásta R. Jóhannesdóttir HAFNAR eru gatna- og holræsa- framkvæmdir við nýtt íbúða- hverfi í nágrenni Borgarspít- alans. Á svæðinu er mikil skógrækt og því þurfa flest trén að víkja fyrir rörum og húsa- grunnum. Ekki verður hróflað við öllum trjágróðri á svæðinu, t.d. mun skógræktarreitur borgarinnar, þar sem áður var trjárækt Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, standa óhreyfður. Á fram- kvæmdasvæðinu sjálfu eru mörg tré sem leyfi fékkst til að planta á lóð sem þá var hugsuð sem fram- tíðarbyggingarland Borgarspít- alans. Eftir að ákveðið var að byggja Landspítala upp við Hringbraut var hins vegar ákveð- ið að byggja nýtt íbúahverfi á svæðinu. Umhverfissvið Reykjavík- urborgar fór því í haust að fjar- lægja tré af svæðinu og tryggja þeim framhaldslíf annars staðar í borginni. En þar sem lítill tími var til stefnu var aðeins tekinn trjágróðri, bæði skjólbelti og ann- að,“ segir Þórólfur Jónsson, garð- yrkjustjóri borgarinnar. „Við hefðum gjarnan viljað hafa lengri tíma að geta mjatlað úr þessu á hagkvæman hátt. En ákveðið var síðasta sumar að skipuleggja svæðið þannig að svigrúmið sem við fengum var lítið.“ Mikill fjöldi trjátegunda er á svæðinu og voru sumar hverjar gróðursettar fyrir mörgum árum. „Það er algjörlega óraunhæft að flytja allan gróðurinn,“ segir Þórólfur. „En við ætlum að nýta það sem hægt er.“ hluti þeirra. Stefnt er að því að taka fleiri lífvænleg tré næsta haust og setja í manir sem byggð- ar verða upp við Kringlumýr- arbraut en að öðru leyti eru örlög trjágróðursins undir náð og mis- kunn verktakans komin. „Þarna er gríðarlega mikið af Árvakur/Ómar Sum trén flutt – önn- ur felld Trjágróður verður að víkja fyrir nýbyggingum í Fossvogi MIKILL meirihluti Reykvíkinga, sem komnir eru yfir áttrætt, telur sig ekki vera félagslega einangraðan. Þeir segjast njóta góðra og reglulegra samskipta við börn, ættingja og vini, að því er nýleg viðhorfs- rannsókn Capacent Gallup leiddi í ljós. Rúmlega þriðjungur svarenda kvaðst taka virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara og um fjórðungur viðmælenda tók einnig þátt í annars konar félagsstarfi. Viðhorfsrannsóknin var gerð fyrir vel- ferðarsvið Reykjavíkurborgar meðal eldri borgara, 80 ára og eldri. Í rannsókninni voru kannaðir hagir svarenda, svo sem húsnæðisaðstæður, heilsufar, þjónusta og félagsleg tengsl. Einnig var spurt um við- horf þeirra til þjónustu og úrræða. Heilsu- far svarenda var almennt gott og sögðu 63% heilsufar sitt gott, 74% voru líkamlega vel á sig komin miðað við aldur og 65% svarenda kváðust hreyfa sig vikulega eða oftar. Könnunin var gerð frá 29. nóvember 2007 til 9. janúar síðastliðins. Í úrtakinu voru 1.000 Reykvíkingar 80 ára og eldri og voru þeir valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 58,8%. Aldraðir virkir í fé- lagsstarfi 18 MÁNAÐA fangelsisrefsing tæplega þrí- tugs manns sem hafði meira eða minna verið í óreglu frá 12 ára aldri, var að fullu skilorðs- bundin þar sem maðurinn hafði farið í með- ferð og staðið sig vel. Þá hafði langur tími lið- ið frá því rannsókn málsins lauk og þar til maðurinn var ákærður. Maðurinn var dæmdur fyrir þrjú aðskilin fíkniefnabrot, þ.e. fyrir að hafa í vörslum sín- um ólögleg fíkniefni. Í fyrsta tilvikinu var hann með um 12 grömm af hassi, því næst með 34 grömm af e-töflum eða e-töfludufti auk lítilræðis af amfetamíni og loks var hann tekinn með 30 skammta af LSD. Með brot- unum rauf hann reynslulausn eldri dóms. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi samkvæmt framlögðum vott- orðum meðferðarfulltrúa og sálfræðings, verið í meðferð og staðið sig vel í rúmt ár. Ekki er að sjá að hann hafi brotið af sér á þessum tíma. Þá voru lögð fram vottorð frá vinnuveitenda, foreldrum hans og barnsmóð- ur sem öll bera það með sér að hann myndi skaðast mjög af fangelsisrefsingu og sá ár- angur sem hann hefur náð í baráttu við fíkn sína yrði þá unninn fyrir gýg. Anna M. Karlsdóttir, settur héraðsdómari, kvað upp dóminn. Tók sig á og fékk skilorðs- bundinn dóm Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.