Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 11
AUKA þarf
kostnaðar-
skilvirkni í heil-
brigðiskerfinu.
Þetta er mat sér-
fræðinga Efna-
hags- og fram-
farastofnunar-
innar, OECD,
sem fram kom í
skýrslu stofn-
unarinnar um
ástand og horfur í íslenska hagkerf-
inu. Skýrslan var kynnt í fyrradag.
Í henni segir að þótt fjármál ís-
lenska ríkisins séu í betri farvegi
en víða annars staðar sé útgjalda-
þrýstingur enn mikill á vissum svið-
um, sérstaklega í heilbrigðiskerfinu
og bendir það að mati OECD til
þess að þar megi vinna að því að ná
rekstrarafgangi. Heilbrigðisútgjöld
á hvern íbúa séu orðin meiri en
meðaltal OECD-ríkja og vöxturinn
er meiri en hagvöxtur á hvern íbúa
hér á landi. „Þótt fjölmargir óvissu-
þættir umleiki langtímaspár benda
þær til þess – í kjölfar hækkandi
meðalaldurs og heilbrigðiskostn-
aðarþrýstings – að heilbrigðisút-
gjöld hins opinbera gætu orðið 15%
af vergri landsframleiðslu árið 2050
ef ekki er gripið til aðhaldsað-
gerða,“ segir í skýrslunni. Því þarf
að mati OECD að auka hagræði í
heilbrigðiskerfinu án þess þó að
draga úr þjónustu og hinu öfunds-
verða heilsufari Íslendinga.
Stofnunin segir fjölmargar leiðir
vera færar til þess að auka út-
gjaldaskilvirkni í heilbrigðisgeir-
anum. Fjarlægja þurfi tálma í vegi
einkaframkvæmdar, sem aðeins er
fjórðungur af heilbrigðiskerfinu, og
opna kerfið fyrir samkeppni. Mik-
ilvægt sé hins vegar að hið opinbera
búi yfir nægri sérþekkingu til þess
að gera samninga við hæfi og fylgj-
ast með þróun mála. Þá þurfi að
forðast að fjölgun valkosta örvi eft-
irspurn eftir heilbrigðsþjónustu um
of en jafnframt að tryggja aukna
kostnaðarþátttöku gegnum endur-
greiðslukerfi lyfja. Mikilvægt er að
vinna kostnaðar- og ábatagreiningu
á heilbrigðiskerfinu og forgangs-
raða í kjölfar þess að mati OECD.
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra sagðist í samtali
við Morgunblaðið taka ábendingar
OECD mjög alvarlega og sagði
hann þær verða nýttar. „Þetta er í
anda þess sem ríkisstjórnin hefur
lagt upp með og það er mjög gott
að fá staðfestingu á því frá jafn-
virtri alþjóðlegri stofnun og OECD
er. Þetta er árétting á því sem við
vissum og því sem við höfum lagt
upp með,“ sagði Guðlaugur.
Hann sagði ráðuneytið hafa verið
að skoða hvernig þessum málum
hefði verið sinnt í öðrum löndum
sem við berum okkur saman við.
„Við höfum verið að skoða hvað
hefur gengið vel þar og hvað við
getum lært af þeim og ég hef sett
mér það markmið – og unnið að því
– að vinna mjög náið með hinum
Norðurlöndunum. Ég hef tekið upp
ýmis mál á fundum með kollegum
mínum, t.d. um sameiginlegan nor-
rænan lyfjamarkað og heilsumark-
að. Við höfum nú þegar hafið verk-
efni í samstarfi við Svía sem er
fyrsta skrefið að sameiginlegum
norrænum lyfjamarkaði. Ég hef
lagt mikla vinnu í þetta, heimsótt
ráðherra í Svíþjóð og Danmörku
með það að markmiði að efla þessa
samvinnu til að geta lært af þess-
um þjóðum – og þeir af okkur – og
á sama hátt að vinna að því að
opna þennan markað og auka sam-
keppni á sviði lyfjamála,“ sagði
Guðlaugur.
„Heilbrigðisútgjöld hins opinbera gætu orðið
15% af vergri landsframleiðslu árið 2050“
Guðlaugur Þór
Þórðarson
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 11
FRÉTTIR
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ,
og Ingimundur Sigurpálsson, for-
maður Samtaka atvinnulífsins, opn-
uðu heimasíðu Hlutverkaseturs, hlut-
verkasetur.is, í gær að viðstöddu
fjölmenni. Grétar og Ingimundur eru
báðir í Bakhjarlahópi Hlutverkaset-
urs, sem er í nánu samstarfi við Hug-
arafl, samstarfshóp notenda í bata og
iðjuþjálfa. Sérstaða Hlutverkaseturs
er að notendaþekking er metin til
jafns við fagþekkingu, þannig að þátt-
takendur í endurhæfingu hafa áhrif á
þróun og uppbyggingu fyrirtækisins.
Hlutverkasetur er einkafyrirtæki og
byggist á þjónustusamningum við op-
inbera aðila og einkafyrirtæki.
Ragnheiður Kristinsdóttir, iðju-
þjálfi á Hlutverkasetri, segir að starf-
semin byggist á svokallaðri vald-
eflingu og að unnið sé á jafningja-
grunni. „Markmiðið er að notendur
starfi líka að uppbyggingunni. Fyr-
irtækið sé þannig að reynsla notenda
og fagfólks sé lögð saman.“
Í Hlutverkasetri er veittur stuðn-
ingur og hvatning auk þess sem ein-
staklingar innan notendahópsins
styðja og hvetja hver annan. „Það að
fá tækifæri til að fá tilgang og vakna á
morgnana og tilheyra hópi sem er að
glíma við svipaða hluti er mjög hvetj-
andi. Hver og einn fær svo stuðning
við að setja sér markmið og finna sinn
farveg. Hætta þannig að vera áralaus
árabátur, heldur ná í áttavitann og
leggja af stað,“ segir Ragnheiður og
að markmiðið sé að auka lífsgæðin.
Tveir hópar eru í Hlutverkasetri, stór
hluti er í launuðum hlutastörfum, en
aðrir eru í endurhæfingu. Næsta
skref þeirra sem hafa lokið endurhæf-
ingu getur verið starf við hæfi í Hlut-
verkasetri eða á almennum vinnu-
markaði, allt eftir því til hvers hver og
einn treystir sér. Notendur Hlut-
verkaseturs eru fimmtán til tuttugu
manns.
Ragnheiður sér fyrir sér að Hlut-
verkasetur eigi eftir að vaxa og dafna.
„Vonandi verður þessi staður stór og
með mörgum öngum og mismunandi
leiðum fyrir fólk til að byggja upp sitt
hlutverk,“ segir hún.
Verkefni Ragnheiðar í Hlutverka-
setri segir hún ekki vera að færa fólk-
inu verkefni á silfurfati. „Mín vinna
felst í því að efla og hvetja, að fólkið
sjálft finni hvað það vill gera. Það
sjálft hafi ábyrgðina. Ég hjálpa til við
að finna farveginn, hvar fólkið er
sterkt og ég hjálpa fólki að trúa á
sjálft sig.“
Ragnheiður leggur áherslu á að all-
ir hafi eitthvað fram að færa. „Þó að
fólk hafi skerðingu á einu sviði getur
það haft framúrskarandi hæfileika á
öðru sviði.“
Vilja opna Kaffi Klikk
Eiríkur Guðmundsson, rekstrar-
stjóri Hlutverkaseturs, segist vilja sjá
útvíkkun á Hlutverkasetri með opnun
kaffihúss. „Gamla hugmyndin er opn-
un Kaffi Klikk,“ segir hann og Auður
Axelsdóttir, forstöðumaður geð-
heilsumiðstöðvar hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins, segir hug-
myndina á bak við það vera að þar
verði vinnustaður og endurhæfing.
„Það yrði líka staður sem almenning-
ur myndi koma inn á, þar sem við get-
um minnkað fordóma. Á þessu kaffi-
húsi yrði allt öðruvísi stemning en á
öðrum kaffihúsum af því að þarna
ynni fólk sem hefur ákveðna þekk-
ingu á því hvað það er að kljást við
geðræna erfiðleika, hvernig maður
getur mögulega náð bata og hvaða
leiðir eru færar á forsendum hvers og
eins.“ Eiríkur og Auður segja að á
kaffihúsinu yrði þannig ákveðinn
þekkingarbanki fyrir fólk sem hugs-
anlega þarf að leita sér hjálpar.
„Þetta gæti orðið fyrsti viðkomustað-
ur einstaklings sem væri að veikjast.
Þarna geta samherjar veitt stuðning
og leiðbeint viðkomandi um næstu
skref,“ segir Eiríkur. Kaffihúsið ætti
að vera í samvinnu margra aðila,
segja þau. „Stór fyrirtæki sem vilja
bera samfélagslega ábyrgð og aðilar
vinnumarkaðarins, lífeyrissjóðir …
Við viljum bara að einhverjir aðilar
komi að þessu og fóstri þetta,“ segir
Eiríkur. Ef einhver arður yrði af fyr-
irtækinu færi það ekki til eigenda
heldur í áframhaldandi uppbyggingu.
Það sem vantar núna til að draum-
urinn um kaffihúsið verði að veruleika
er húsnæði og fjármagn og Eiríkur
varpaði fram þeirri hugmynd við opn-
un heimasíðu Hlutverkaseturs að
Laugavegur 4-6 væri tilvalinn staður.
„Þar væri líka hægt að halda ein-
hverjum minjum í heiðri, það væri
bara betra. Þetta gæti þannig haft
margfalt gildi.“
„Fólk hætti að vera áralaus bátur,
nái í áttavitann og leggi af stað“
Í HNOTSKURN
»Hlutverkasetur hefur í sam-vinnu við félags- og trygg-
ingamálaráðuneytið starfrækt
verkefnið Notandi spyr notanda,
NsN. Starfsmenn með notenda-
reynslu gera gæðaúttekt á sam-
býlum á vegum svæðisskrifstofu
um málefni fatlaðra í Reykjavík.
»Fræðsludagar hafa veriðhaldnir á landsbyggðinni fyr-
ir fagfólk, notendur o.fl.
»Fræðsluhópur er starfandi ísamvinnu við Hugarafl, með
það að markmiði að fræða ung-
menni um mismunandi leiðir til
eflingar geðheilsu.
Heimasíða Hlut-
verkaseturs opnuð
Morgunblaðið/Golli
Bakhjarlar Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, opnuðu heimasíðu Hlutverkaseturs.
NANNA Þórisdóttir hefur unnið eitt
ár í Hlutverkasetri og er nú orðin
verkefnastjóri yfir Notandi spyr not-
anda-verkefninu, sem felst í því að
starfsmenn Hlutverkaseturs gera
úttekt á sambýlum á vegum félags-
málaráðuneytis. Nanna veiktist árið
1996 og var „ekkert að gera“, eins
og hún orðar það sjálf áður en hún
hóf störf í Hlutverkahúsi. „Það er
ömurlegt að vera bara heima og
gera ekki neitt. Það er mannskemm-
andi. Þannig að þetta veitir mér
ofsalega mikið,“ segir hún. „Það
breytist bara allt og snýst við í höfð-
inu. Maður er ekki fórnarlamb leng-
ur heldur gerandi í lífinu. Fyrst og
fremst gagnvart sjálfum sér.“
Nanna segir að hún hafi séð
marga hefja störf í Hlutverkasetri
og í því ferli tekið eftir miklum
breytingum á fólki. „Að vakna á
morgnana og þurfa að skila sér í
vinnu breytir heilmiklu. Sjálfs-
traustið hjá fólkinu eflist og það er
eins og hula aðgerðaleysis og doða
hverfi af því.“
Nanna segir að miklu máli skipti
að hún sé að gera þetta á eigin for-
sendum. Hún er í 25% starfi og líkir
sjálfri sér við fyrirtæki á skemmti-
lega óvæntan hátt. „Ef talað er um
hagnað í fyrirtæki er 25% hagnaður
í fyrirtæki rosalega mikill. Því þá
ekki fyrir manneskjuna líka? Að
fara úr engu í 25% er mikið. Svona
af því að alltaf er verið að tala um
peninga,“ segir hún og brosir út í
annað.
„Þetta er bara æði“
Bryndís Edda Eðvarðsdóttir er í
endurhæfingu í Hlutverkahúsi, hóf
hana í byrjun janúar. Hún hefur ver-
ið ár frá vinnu, er menntaður við-
skiptafræðingur og starfaði áður
sem sérfræðingur á fjármálasviði.
Markmið hennar er að ná fyrri færni
til að komast aftur út í þjóðfélagið
og henni hefur gengið mjög vel.
„Bara það að ég get núna allt í einu
setið og unnið á tölvu, ég gat það
ekki áður. Við erum með tölvu-
kennslu hérna og ég finn orkuna og
einbeitinguna,“ segir hún. Bryndís
Ebba segir „æðislegt“ að koma
reglulega í Hlutverkasetur. „Af því
að ef ég kæmi ekki hingað væri ég
bara heima í þunglyndi. Ég var ekki
tilbúin að fara að vinna. Að koma
hingað og hafa þessa aðstöðu! Þetta
er bara æði, sko.“
Hula aðgerðaleysis og
doða hverfur af fólkinu