Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 14

Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 14
14 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMÞYKKT var á fundi nærri 50 fulltrúa nor- rænna þristavinafélaga í Reykjavík á laugardag að stofna samband norrænu félaganna. Til- gangur þess yrði einkum að annast samskipti fyrir félögin einum rómi til dæmis við flugmála- stjórnir landanna. Tómas Dagur Helgason, formaður DC-3 Þristavina, sem er nafn íslenska félagsins, segir afar brýnt að norrænu félögin geti komið sam- einuð fram. Nú séu framundan ýmsar breyt- ingar og hertar reglur varðandi skráningu flug- véla sem eigendur DC-3-véla telji að eigi ekki alls kostar við slíkar vélar. Þær séu í dag eink- um notaðar til skemmti- og útsýnisflugs hjá fé- lögum sem vilji viðhalda þessum sögufrægu vél- um og þær séu ekki notaðar í hagnaðarskyni og ekki til atvinnuflugs. Á fundinum kom fram að meðal krafna sem ætlunin sé að setja um rekstur DC-3-véla sem yrðu notaðar í atvinnuflugi sé að læsa verði skil- rúmi milli stjórnklefa og farþegarýmis, að vél- arnar verði búnar neyðarljósabúnaði, veður- ratsjá, upptökubúnaði fyrir samtöl í stjórnklefa og neyðarrennum við útganga. Fram að þessu hafa vélar sem þessar geta fengið undanþágur frá ákveðnum kröfum sem er þá á valdi flugmálastjórnar hvers lands. Framvegis verða vélarnar hins vegar að upp- fylla sömu Evrópukröfur og gilda um vélar sem framleiddar eru 70 árum síðar. Þetta mun ekki eiga við um Pál Sveinsson þar sem vélin er ekki skráð til atvinnuflugs. Páli Sveinssyni breytt til farþegaflugs? Þá kom fram í umræðum á fundunum að þar sem elstu DC-3-vélarnar væru orðnar 65-70 ára gamlar væru sífellt færri sem þekku til þeirra í flugheiminum. Var nefnt sem dæmi að þegar finnskir fallhlífarstökkvarar óskuðu eftir leyfi hjá finnsku flugmálastjórninni til að nota DC-3 við æfingar var spurt hvort þessar vélar hent- uðu til fallhlífarstökks. Var þá rifjað upp fyrir fulltrúum flugmálastjórnarinnar að þessar vél- ar hefðu mest allra véla verið notaðar til að flytja fallhlífarhermenn til átakasvæða í síðari heimsstyrjöldinni. Norrænu þristavinafélögin hafa tekjur til rekstrar véla sinna með útsýnisflugi fyrir fé- lagsmenn en í hverju Norðurlandanna eru ein til tvær DC-3-vélar í rekstri hjá þristavinafélög- um eða einkaaðilum. Tómas Dagur segir að hjá íslenskum þristavinum sé áhugi á að breyta Páli Sveinssyni úr landgræðsluvél í farþegavél þar sem landgræðsluhlutverkinu sé lokið. Hann segir slíka breytingu kosta umtalsvert fé og sé nú til skoðunar hjá stjórn félagsins hvernig hugsanlegt sé að fjármagna það og hvernig eignarhaldi á vélinni yrði háttað en í dag annast félagið rekstur vélarinnar sem er í eigu ríkisins. Fulltrúar norrænu félaganna ræddu mögu- leika þess að fljúga til Berlínar í júní til að taka þátt í minningarathöfn um loftbrúna sem stóð í marga mánuði 1948 til 1949 en þar léku DC-3- vélar stærsta hlutverkið. Til að til þessa komi þarf fjármögnun að vera tryggð. Undirbúa stofnun sambands norrænna þristavinafélaga Þristavinir Hátt í 50 fulltrúar frá félögum á Norðurlöndum ræddu sameiginleg mál sín. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÍSLENDINGUM vegnaði einstaklega vel á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í uppstoppun sem haldið var í Salz- burg í Austurríki. Haraldur Ólafsson var annar besti uppstoppari í heimi í flokki fiska í keppni meistara, en hann fékk 90 stig af 100 mögulegum fyrir uppstopp- aðan lax úr Laxá í Aðaldal. Árangur hans var besti ár- angur Norðurlandabúa á mótinu. Brynja Davíðsdóttir hamskeri fékk 84 stig af 100 mögulegum, sem samsvarar annarri einkunn eða öðrum verðlaunum, fyrir uppstopp- aðan snjótittling í flokki smáfugla í keppni atvinnu- manna. Að sögn Haraldar var þetta umfangsmesta heims- meistaramót sem haldið hef- ur verið í Evrópu, en alls tóku þátt í því um 150 upp- stopparar og hamskerar með um 450 gripi. Að vanda var keppt í þremur styrk- leikaflokkum, þ.e. flokki byrjenda, atvinnumanna og meistara. „Þetta er minn besti árangur til þessa,“ segir Haraldur, sem áður hefur orðið alþjóðlegur meistari og besti atvinnumaður á mótum í Bandaríkjunum. Har- aldur hefur fengist við uppstoppun í um 13 ár, en hann hefur sérhæft sig í uppstoppun fiska þótt hann segist taka einstaka fugl og ref með. Spurður hver lykillinn sé að góðri uppstoppun svarar Haraldur: „Vinna og aftur vinna, auk gríðarmikillar þolinmæði. Lykillinn að keppnisvinnu er að missa aldrei einbeitinguna,“ segir Haraldur og bendir máli sínu til stuðnings á að það taki þrjár til fjórar vikur að stoppa upp einn fisk og mála. Spurður hvað verði um vinningsfiskinn segist Haraldur ætla að eiga hann fyrst um sinn, en tekur fram að hann muni íhuga að selja hann fái hann nægilega gott tilboð. Rétt vinnubrögð frá a til ö „Ég vinn alltaf að því að gera betur,“ segir Brynja, sem lenti í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu 2006 og hefur síðan þá haft það að markmiði að ná betri ár- angri. Brynja hefur starfað sem hamskeri í meira en tíu ár og hefur sérhæft sig í fuglum þótt hún vinni með einstaka tófu eða mink. Spurð hver lykillinn að góðri uppstoppun sé segir Brynja það felast í réttum vinnu- brögðum frá a til ö, hvort heldur það snúi að hreinsun hamsins eða vali á vírastærð í búknum. „Svo þarf virki- lega að stúdera hegðun og atferli lifandi fugla sem og ljósmyndir af þeim. Maður verður að fá góða tilfinn- ingu fyrir því hvernig fuglar hugsa og hreyfa sig og reyna að fanga það,“ segir Brynja og bendir á að upp- stoppaður fugl þurfi helst að virka eins og hann sé enn lifandi. Íslenskir uppstopparar sigursælir á heimsmeistaramóti Endalaus vinna og þol- inmæði er lykillinn að velgengninni Árvakur/Golli Snjótittlingur Brynja Davíðsdóttir hlaut aðra einkunn fyrir uppstoppaðan snjótittling í flokki smáfugla. Ljósmynd/Andreas Kolarik Stekkur Vinningslaxinn er fenginn úr Laxá í Aðaldal. Besti árangur minn til þessa Haraldur Ólafs- son með verðlaunin. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ENGINN gangur er í samningaviðræðum milli Landsvirkjunar og land- eigenda við neðri hluta Þjórsár, öfugt við það sem talsmenn Lands- virkjunar hafa haldið fram. Þetta segir Renate Hanneman, landeigandi á Herríðarhóli í Ása- hreppi, en hún er ein þeirra sem eiga vatns- réttindi í ánni. Ríkið á um 93% vatnsréttind- anna en Landsvirkjun þarf að hafa nýtingarrétt á öllum réttindum í ánni til þess að hægt sé að ráðast í fyrirhugaðar virkjanir á svæðinu. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt fyrir Lands- virkjun að ná samningum við landeig- endur. Samkvæmt teikningum er gert ráð fyrir lóni í túnfætinum hjá Renate en hún segir upplýsingar frá Lands- virkjun hafa verið óljósar og að gögn sem hafi verið lofað hafi ekki borist landeigendum. „Ég kalla þetta ekki samningaviðræður. Við komum t.d. til með að missa um 70-80 hektara land en rætt hefur verið um að byggja varnargarð til að koma í veg fyrir það. Á fundi í febrúar í fyrra var því lofað að við fengjum gögn um slíkan garð en þau hafa ekki borist,“ útskýrir Renate og bætir við að landeigendum hafi verið tjáð að þeir ættu síðasta orðið um hvort varnargarður yrði reistur. Hins vegar hafi einvörðungu verið unnið áhættumat sem geri ráð fyrir varnargarði og því sé erfitt fyrir landeigendur að taka afstöðu til máls- ins. Eiga engan forgang Í maí 2007 vart gert samkomulag sem fól í sér yfirtöku Landsvirkjunar á vatnsréttindum ríkisins í ánni. Rík- isendurskoðun gerði síðar athuga- semdir við þetta samkomulag þar sem leita hefði þurft sérstakrar laga- heimildar til að ráðstafa réttindunum. Renate segir marga hafa haft áhyggjur af því að gripið væri til eign- arnáms á svæðinu og að landeigendur hefðu því ekkert val. „Það er a.m.k. skýrt núna að Landsvirkjun hefur engan forgang að okkar vatnsréttind- um. Ég má leigja þau eða ákveða að eiga þau sjálf en verð ekki að selja,“ segir Renate en vekur einnig athygli á yfirlýsingu frá Landsvirkjun þar sem sagt er að eignarnám hafi ekki staðið til en jafnframt áréttað að sam- kvæmt lögum eigi meirihlutinn að geta ráðið þegar ekki næst samkomu- lag, þannig að eigendur minnihluta vatnsorku geti ekki komið í veg fyrir að orkan sé nýtt. „Þessu var líkt við húsfélag og að við gætum því þurft að beygja okkur undir vilja þeirra,“ segir Renate. Haldið í gíslingu Renate og eiginmaður hennar reka ferðaþjónustu á svæðinu og segir hún starfsemi þeirra stefnt í mikla óvissu með virkjunaráformunum. „Ég veit ekki hvernig við eigum að geta rekið þessa starfsemi hér áfram. Aðalreið- leiðin liggur meðfram Þjórsá og hún myndi eyðileggjast. Landsvirkjun hefur lofað því að halda reiðstígunum opnum en það er bara ekki það sama að ríða eftir manngerðum reiðleiðum meðfram varnargarði eins og að fara eftir ánni,“ segir Renate. „Svo segir Landsvirkjun að engum sé haldið í gíslingu hér á svæðinu en þetta er ekkert annað en gísling,“ segir hún jafnframt og bætir við að virkjanaáformin hafi vofað yfir í mörg ár og það hafi haft veruleg áhrif á allt samfélagið á svæðinu. „Þetta liggur þungt á mönnum og veldur illindum milli sveitunga.“ Kalla þetta ekki samningaviðræður Renate Hanneman, landeigandi við Þjórsá, segir að enginn gangur sé í samningaviðræðum við landeigendur Morgunblaðið/Ólafur Már Aronsson Undir vatn Framtíð ferðaþjónustu sem Renate rekur er í óvissu vegna mögulegra virkjana- áforma. Myndin er tekin á bökkum Þjórsár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.