Morgunblaðið - 01.03.2008, Page 20
20 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LANDIÐ
Eftir Atla Vigfússon
Þingeyjarsveit | „Það er gaman
og gefandi að vinna í skóginum,“
segir Ólafur Ingólfsson, bóndi á
bænum Hlíð í Þingeyjarsveit, en
hann hefur umsjón með grisjun
og umhirðu í Fellsskógi. Þar er
mikið verk að vinna því miklu var
plantað á skógarsvæðinu fyrir
rúmlega fjörutíu árum. Ólafur býr
einkum með sauðfé ásamt fjöl-
skyldu sinni en vinnan í skóginum
er hans annað starf sem hann hef-
ur mikla ánægju af.
Það er einkum grenið sem þarf
að grisja en almennt er lerkið
yngra þannig að ekki er komið að
því að fella það strax þótt til sé
lerki sem er orðið nægilega stórt
til nýtingar.
Grenið gott í girðingarstaura
Ólafur gerir mikið af girðing-
arstaurum úr greninu og segir þá
mjög góða þar sem viðurinn vex
hægt og því er hann gott efni. Í
samanburði við innflutta staura úr
fljótvöxnum viði segir hann mik-
inn mun á gæðum, en innfluttu
staurarnir eru léttir og brotna
auðveldlega eftir nokkur ár. Ólaf-
ur hefur komið sér upp ágætri
tækni við vinnsluna og birkjar alla
staurana með dráttarvél sem er
tengd við svonefndan birkjara
sem er mjög fljótvirkur.
Ólafur vinnur þetta starf gjarn-
an í samvinnu við Gest Helgason
sem búsettur er á Landamóti í
sömu sveit, en hann hefur umsjón
með Fossselsskógi sem er svæði
Skógræktarfélags Þingeyinga, en
þar eru einnig mikil verkefni við
grisjun.
Segja má að Ólafur hafi alist
upp með skóginum en hann ólst
upp á Yztafelli þar sem móður-
bróðir hans Friðgeir Jónsson (d.
1996) bjó í næsta húsi en hann var
einn af fyrstu alvöru skógarbænd-
um í Þingeyjarsýslu. Hann
ánafnaði á sínum tíma myndar-
lega fjárhæð til skógræktar í
Kinnarfelli og var myndaður sjóð-
ur sem nefnist Ræktunarsjóður
Kinnarfells.
Fjármunum sjóðsins er varið til
ræktunar á skógi innan girðingar
en það var árið 1990 sem allt
Kinnarfellið var friðað. Landið er
2.200 hektarar að meðtöldum
gömlu birkiskógunum og nytja-
skógunum með barrtrjánum, en
úr þessum sjóði er grisjunarvinn-
an að hluta til fjármögnuð.
Trén nýtt til fulls
Segja má að heima í Hlíð sé
kominn vísir að timburvinnslu því
þau tré sem koma heim úr skóg-
inum eru nýtt til hlítar. Ber þar
fyrst að nefna flettivið sem Ólafur
gerir úr stærstu trjánum en síðan
falla til bútar til að fá réttar
lengdir í girðingarstaurana. Þessa
búta má nota í viðarkyndara sem
sumir eru farnir að koma sér upp
og hefur Gestur hafið sölu á þeim
í netversluninni jardepli.com. Þá
hefur Ólafur gert töluvert af
pallaefni sem hann bindur nokkr-
ar vonir við en við alla þessa
vinnslu fellur til mikið kurl og
spænir sem nota má bæði til
brennslu sem og í göngustíga á
ferðamannastöðum og ýmislegt
fleira.
Í vetur hefur verið gott að
vinna í skóginum og gengið vel að
fella trén þar sem snjór er mun
minni en venja er til á þessum
árstíma. Sums staðar hefur verið
plantað allt að 3.000 trjám á hekt-
ara og gefur það nokkra hugmynd
um þann mikla fjölda sem þarf að
taka ef grisjunin á að vera til
gagns. Þeir félagar ganga hart til
verks og fella mjög mörg tré á
klukkutíma ef verkast vill. Hins
vegar þarf að saga allar hliðar-
greinar af með keðjusög og er það
ærin vinna en þeir segja þetta
ánægjulega útivist og eru bjart-
sýnir á framhaldið.
Umhirða Fells-
skógar er annað
starf Ólafs í Hlíð
Gefandi að vinna í skóginum
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Kurlari Ólafur Ingólfsson setur trjávið í kurlarann sem er mjög fljót-
virkt tæki. Mikill viður fellur til við grisjun Fellsskógar.
Í HNOTSKURN
»Fellsskógur er austan íKinnarfelli sem rís milli
Kinnarfjalla í vestri og Fljóts-
heiðar í austri.
»Fyrir 50 árum hófust við-ræður milli eigenda Fells-
skógar og Skógræktar rík-
isins um friðun skógarins.
Skógræktin tók að sér að
girða en landeigendur létu af
hendi helming landsins til
barrskógaræktunar.
»Plöntun hófst af fullumkrafti 1960. Skógræktin
plantaði þá 21.330 rauðgreni-
plöntum. Alls var framlag
Skógræktarinnar tæplega 200
þúsund barrtré.
»Bændur plöntuðu einnigþúsundum trjáa undir for-
ystu Friðgeirs Jónssonar,
skógarbónda í Yztafelli.
Þingeyjarsveit | „Við höfum verið að ræða
sameiningu í bráðum tvö ár. Það er ekkert
annað að gera en að klára þetta,“ segir
Haraldur Bóasson, varaoddviti Þingeyj-
arsveitar. Hann sleit fyrri meirihluta í
sveitarstjórninni vegna ágreinings um
sameiningu við Aðaldælahrepp og mynd-
aði nýjan meirihluta sem hefur það á
stefnuskrá sinni að sameina hreppana.
Að frumkvæði Aðaldælahrepps var kos-
ið um sameiningu þriggja sveitarfélaga í
nóvember. Sameiningin var samþykkt
með miklum meirihluta í Aðaldælahreppi,
felld með miklum meirihluta í Skútustaða-
hreppi og samþykkt naumlega í Þingeyj-
arsveit. Þótt sameiningin hafi verið felld í
Skútustaðahreppi fullnægir kosningin
skilyrðum laga um heimild hinna tveggja
til að sameinast. Samstarfsnefnd þeirra
lagði til fyrir viku að það yrði gert. Þegar
álit nefndarinnar var lagt fyrir sveit-
arstjórn Þingeyjarsveitar bókuðu þrír
fulltrúar meirihluta E-listans andstöðu við
að gengið yrði til sameiningar án nýrra
kosninga en Haraldur Bóasson og fulltrú-
ar J-listans vildu sameinast. Haraldur sat í
samstarfsnefndinni. „Ég taldi best að
standa við mína skoðun og óskaði eftir
samstarfi við J-listann um að klára sam-
eininguna,“ sagði Haraldur. Erlingur
Teitsson á Brún var kosinn ný oddviti
sveitarstjórnar á aukafundi í gær.
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, fyrrver-
andi oddviti, telur að ekki hafi legið á að
ljúka sameiningunni. Fara hefði þurft bet-
ur yfir hagkvæmni þess og fá ákveðin svör
frá ríkisvaldinu um það hvort Jöfn-
unarsjóður sveitarfélaga fengi fjármagn
til að styðja sameiningar sveitarfélaga. Í
vestari hluta Þingeyjarsveitar er hafin
söfnun undirskrifta undir kröfu um að
kosið verði um sameiningu.
Reiknað er með að tillaga um samein-
ingu verði lögð fyrir sveitarstjórnir Þing-
eyjarsveitar og Aðaldælahrepps 6. mars
næstkomandi og að kosið verði til sveit-
arstjórnar í byrjun júní.
Nýr meirihluti um
sameiningu við
Aðaldælahrepp
HAGNAÐUR Norðlenska matborðsins
ehf. á árinu 2007 nam 505,8 milljónum
króna en var 18,7 milljónir króna árið
2006. Árið var hagfellt í rekstri Norð-
lenska og er rekstrarniðurstaðan betri en
áætlanir gerðu ráð fyrir, að sögn Sigmund-
ur E. Ófeigssonar framkvæmdastjóra.
„Afar góð samvinna varð milli okkar
starfsfólks og innleggjenda sem flestir eru
í Búsæld. Við höfðum góðan aðgang að
hráefni og sala afurða okkar gekk mjög
vel. Þá áttum við gott samstarf við okkar
stærstu viðskiptavini. Í heildina gekk því
bæði framleiðsla og sala afurða vel á síð-
asta ári. Við jukum söluna verulega á inn-
anlandsmarkaði, einkum varð mikil sölu-
aukning á síðari hluta ársins,“ segir
Sigmundur í fréttatilkynningu.
Samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins
námu eignir þess í árslok 2007 tæpum 2,2
milljörðum, bókfært eigið fé var 405 millj-
ónir og hafði hækkað um 37 milljónir milli
ára og eiginfjárhlutfall var 19%. Ársvelta
Norðlenska á árinu 2007 var 3,2 milljarðar
og félagið var stærsti sláturleyfishafi
landsins árið 2007, heildarslátrun þess á
árinu nam 3.732 tonnum.
Hagnaður Norðlenska fyrir afskriftir,
vexti og skatta (EBITDA) var 735,0 millj-
ónir króna 2007 samanborið við 268,7 millj-
ónir króna árið áður. Að teknu tilliti til af-
skrifta og fjármagnsgjalda var hagnaður
af rekstri félagsins 505,8 milljónir. Þar af
var hagnaður af sölu fasteigna 455,8 millj-
ónir.
Á árinu 2007 urðu miklar breytingar á
eignarhaldi Norðlenska. Búsæld, fram-
leiðslufélag bænda, eignaðist félagið að
fullu með kaupum á eignarhlutum KEA,
Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga,
Akureyrarbæjar og Norðurþings. Heildar-
fjárfesting Búsældar vegna þessara kaupa
nam 568 milljónum króna. Jafnframt var
fasteign Norðlenska á Akureyri seld.
Hagnaður
Norðlenska
506 milljónir
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
GUÐNÝ Bachmann þroskaþjálfi
telur að það yrði mjög gott, bæði
fyrir hina fötluðu og samfélagið
allt, ef hægt yrði að stórauka þátt-
töku fatlaðra í íþróttum og útivist.
Guðný er einn aðstandenda kynn-
ingarnámskeiðs sem haldið verður
aðra helgi um þessi mál.
„Það sem kveikti löngun hjá mér
til að sinna þessu var að sjá hve
mikil gæðastund það er fyrir fatl-
aða að vera í útivist. Það nutu sín
allir,“ sagði Guðný í samtali við
Morgunblaðið og lýsir upplifun
sinni af námskeiði sem hún fór á
sumarið 2006 í Hlíðarfjalli, þar
sem boðið var upp á kennslu fyrir
fatlaða og fólk sem vildi aðstoða
þá.
„Sumum fannst erfitt í fyrstu en
náðu fljótt framförum og ánægjan
sem það skapaði var smitandi.
Hver vill ekki vinna við það að sjá
gleði og ánægju skína af fólki? Og
eiga góðan dag í náttúrunni okkar!
Bilið sem oft er milli fatlaðra og
ófatlaðra hvarf á þessu námskeiði.
Búnaður fólks var bara örlítið mis-
munandi.“
Í framhaldinu dvaldi Guðný í
Bandaríkjunum um tíma um vet-
urinn – í Winter Park í Colorado.
Kennari á námskeiðinu í Hlíð-
arfjalli var einmitt þaðan og kemur
aftur á námskeiðið um næstu
helgi. Í Winter Park kynnti Guðný
sér starfsemina, búnað og vinnu-
brögð. Þar var hún svo aftur í
fyrrasumar.
Guðný er úr Reykjavík en flutti
til Akureyrar, m.a. til þess að geta
sinnt þessu áhugamáli sínu betur
en ella. „Ég frétti af Klökunum, fé-
lagi fagfólks sem er með fötluðum
á skíðum í Hlíðarfjalli, og mér
fannst spennandi að komast í
svona hóp.“ Hún vissi líka að laus
var staða þroskaþjálfa við Hlíð-
arskóla norðan Akureyrar, þar
sem stefnan er að útivist sé hluti af
skólastarfinu og það leist Guðnýju
vel á. Sótti því um starfið og fékk.
Guðný segir töluvert um að fatl-
aðir stundi útivist en að þeir þyrftu
að vera miklu fleiri. „Margir sem
koma á skíði í Hlíðarfjalli eru fólk
sem leiðbeinendurnir þekkja per-
sónulega er mér finnst almenn-
ingur ekki nógu duglegur við að
koma. Við erum að vona að það
breytist með námskeiðinu sem
framundan er.“ Að fólk átti sig á
því hvað raunverulega er í boði.
„Ég tel að það þurfi að kynna
fyrir fötluðum, aðstandendum
þeirra, fagfólki og umönnunar-
aðilum möguleikana sem eru til
staðar fyrir fatlaða. Eitt og eitt
námskeið hjálpar en það er ekki
nægjanlegt til að allir á landinu fái
upplýsingar um hvað er í boði.“
Allra best væri, segir Guðný, að
einhver hefði það að atvinnu að
kynna fyrir fötluðum þá útivist-
armöguleika sem er boðið upp á.
„Þá gæti sú manneskja farið um
landið, haldið námskeið og kynn-
ingar svo að fatlaðir fengju vitn-
eskju um hvað þeir geta gert eða
hvert þeir geta leitað. Þetta yrði
náttúrlega að vera þróunarverk-
efni og það væri ekki nægilegt að
gera þetta eitt ár, þetta þyrfti að
vera til staðar alltaf.“
Guðný segist viss um að margir
fatlaðir hafi áhuga á að prófa að
fara á skíði og hvetur aðstand-
endur og starfsfólk á sambýlum til
að aðstoða þá.
Hún segir það gera fólki mjög
gott að vera úti. „Ég veit að sumir,
t.d. fjölfatlaðir, hafa aldrei fengið
snjó framan í sig og hefur aldrei
orðið kalt á höndunum. Ég er ekki
að mæla með því að öllum verði
kalt á höndunum (!) en upplifunin
finnst mér samt skipta máli. Mér
finnst stundum að of mikið sé pass-
að upp á fatlaða. Það er gott að fá
ferskt loft í lungun og styrkjandi
bæði á sál og líkama að komast út.“
Styrkjandi á sál og líkama
Hvetur mjög
til aukinnar
útivistar fatlaðra
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hugsjónastarf „Hver vill ekki vinna við það að sjá gleði og ánægju
skína af fólki?“ spyr Guðný Bachmann, þroskaþjálfi á Akureyri.
Í HNOTSKURN
»Opinn fundur um vetr-aríþróttir og útivist fyrir
fatlaða verður í Íþrótta-
miðstöðinni í Laugardal
fimmtudaginn 6. mars kl. 20.
Kynnt verður vetrar- og sum-
arstarfsemi í Winter Park í
Colorado.
» ÍF og VMÍ verða með nám-skeið á Akureyri í sam-
starfi við Winter Park 7.-9.
mars. Möguleikar á íþróttum
og útivist verða kynntir fyrir
fötluðum og öðrum sem vilja.