Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 22
Gleðjandi Engum ætti að leiðast með svona litaglaða hanska á höndum við hversdagsverkin. Ég elska liti. Bleikur og fjólublár erutil dæmis allt í kringum mig hér íeldhúsinu. Mér finnst það bara svoskemmtilegt og upplífgandi,“ segir Amalía Sverrisdóttir þar sem hún stendur í gullskóm við uppvaskið með svarta gúmmí- hanska á höndum með ásaumuðum bleikum blúndum. Slíka gleðjandi hanska býr hún til í öllum regnbogans litum og selur þeim sem áhuga hafa á. „Ég nota þessa hanska á hverj- um einasta degi. Ég hef þá svarta af því að þeir eru svo sterkir og duga almennilega og svarti liturinn fer líka vel við skæra liti efnisins sem ég sauma á þá. Þetta er nú að hluta til stolin hugmynd, eins og margt annað. Ég var í Brussel að heimsækja dóttur mína þegar ég sá skreytta gúmmíhanska þar í búð, en þeir voru með stórum ásaumuðum plastblómum og alls ekki eins og mínir.“ Amalía, eða Millý eins og hún er oftast köll- uð, segir að þó svo að margir eigi kannski upp- þvottavél og þurfi ekki að vaska upp, þá hafi þeir full not fyrir svona hanska. „Maður þarf oft að grípa blauta tusku og strjúka af eða jafnvel þvo bílinn sinn, og þá er svo miklu skemmtilegra að vera með litríka og káta hanska á höndunum. Þetta vekur gleði, jafnvel hlátur og það er af hinu góða.“ Ástfangin af fíl í Taílandi „Ég veit að ein þeirra sem keyptu hanska hjá mér, notar þá bara á jólunum, pakkar þeim svo niður með jóladótinu og tekur þá upp og til gagns að ári liðnu. Önnur kona hengdi þá upp á vegg og notar þá sem hvert annað skraut í eldhúsinu. Þeir eru líka flottir í slíku hlutverki. Ég hef búið til eina sérstaklega fyrir karlmann og þetta er tilvalin gjöf handa karlmönnum til að hvetja þá áfram við heimilisstörfin.“ Hanskarnir eru svolítið konunglegir með gylltum og silfruðum borðum en þó eru þeir aðallega sprellfjörugir og þegar þeir eru komnir á hendur er eins og veröldin lifni öll við. Kannski eru þetta bara töfrahanskar, enda er konan sem býr þá til, hún Millý, alveg stút- full af orku, hugmyndum og framkvæmda- gleði. Hún fer í sund á hverjum degi og les bækur í löngum bunum. „Mér finnst rosaleg gaman að dúlla mér við hitt og þetta, ég hef líka verið að búa til skartgripi, er í bútasaum og syng í tveimur kórum. Svo safna ég líka fílum af öllum tegundum og gerðum og þeir eru hér og þar um allt heimilið. Þeir eru orðnir fleiri en hundrað. Ég byrjaði að safna fílum eftir að ég fór á fílsbak í Taílandi fyrir nítján árum og varð ástfangin af þessum dýrum. Þeir eru svo sætir og það er af þeim mikil og góð fjóslykt. Þegar ég settist á bakið á einum þeirra sem var frekar lítill, þá var það yndislegt og ég náði góðum tengslum við þessar gáfuðu skepnur sem hafa einstaklega gott minni. Elsti fíllinn í fílasafninu mínu er lítill fíll úr málmi frá afa mínum. Stundum kaupi ég mér sjálf fíla á flakki mínu og fólk er líka duglegt við að gefa mér fíla.“ Amalía amma ólst upp í tugthúsinu Millý hefur þvælst víða um veröldina og helst vill hún fara til framandi landa. „Ég hef meðal annars farið til Rússlands, Taílands og Kína en ég á Afríku eftir. Ég væri alveg til í að fara aftur til Kína, ég var þar í mánuð og hefði getað verið miklu lengur. Ég geri það seinna,“ segir Millý sem er Reykvíkingur í húð og hár. „Mitt fólk er allt héðan af mölinni langt aftur í ættir og ég á enga þúfu úti á landi.“ Amalía er frekar sjaldgjæft nafn en Millý segist heita eftir ömmu sinni sem hét Amalía Alexía. „Hún vildi ekki að ég væri skírð Alexía af því hún fékk sjálf það nafn eftir Alexíusi gamla pólitíi í Reykjavík en henni fannst þessi Alexíus ekkert skemmtilegur. Hann var vinur pabba hennar og afa míns Sigurðar Jónssonar en hann var fyrsti tugthúsvörðurinn hér í bæ. Fyrir vikið var Amalía Alexía amma mín eig- inlega alin upp í tugthúsinu á Skólavörðustíg.“ khk@mbl.is Gleðjandi gúmmíhanskar og fílasafn Morgunblaðið/Valdís Thor Litir og hlátur Millý vill hafa liti og skemmtilegheit heima hjá sér og notar hanskana sína daglega. Af hverju ekki að þvo bílinn eða vaska upp með gúmmí- hönskum með pífum, blúnd- um og gullskrauti? Kristín Heiða Kristinsdóttir heim- sótti konu sem vill hafa gleði í hversdeginum og lætur sér aldrei leiðast. Fílasafn Aðeins brot af fílunum hennar Millýj- ar sem koma frá ýmsum löndum. Þann hvíta stóra keypti hún í Kína en hann er úr jaðe. |laugardagur|1. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf Í ÁSTARSAMBÖNDUM heldur fagra fólkið sig við sína líka en restin sættir sig við gott skopskyn hjá hinum aðilanum í makaleitinni. Þetta eru meðal annars niður- stöður rannsóknar sem gerð var á makavali fólks og sagt er frá á vef- miðli MSNBC. Komið var á svokölluðum hrað- stefnumótum og í ljós kom að í heimi ástarinnar virðist fólk leita eftir sínum líkum, þeim sem eru álíka fagrir – eða jafn ófríðir – og við álítum okkur sjálf. Súpermód- elin og stjörnurnar halda áfram að hanga með og leita maka innan síns liðs og þeir sem ekki hafa „fullkomið andlit stjarnanna“, halda sig saman. „Fallega fólkið giftist fallega fólkinu en þeir, sem hafa útlitið ekki eins með sér gift- ast ófríðari fólki,“ segir Dan Ariely prófessor sem hefur stúderað mannlega hegðun. Kemst ekki langt á lakkinu Athyglivert er að fyrrnefnd rannsókn sýnir að karlmenn eru ekki uppteknir af því að kona sem þeir fara á stefnumót með þurfi að vera „jafn sæt og þeir“. Konur aft- ur á móti leggja mikið upp úr því að menn sem þær eigi samneyti við hafi sama „standard“ og þær, út- litslega séð. En hverslags er þessi fegurð sem dregur fólk saman? Rann- sóknir hafa sýnt að einhvers konar „alheimsstaðall“ sé til um hvað al- menningi finnst vera fallegt fólk: Stór augu, barnslegt andlitslag, samhverft andlit og hlutfall á milli mittis og mjaðma. En útlit getur jú verið ofmetið og „maður kemst ekki langt á lakkinu einu saman,“ sagði einhver maður á bílasölu einhvern tímann. Fyrrnefnd rannsókn sýndi að þeir sem telja sig ekki í hópi hinna mjög svo fögru leggja meiri áherslu á gáfur, skopskyn, góð- mennsku og sjálfstraust í fari þeirra sem þeir fóru á stefnumót með. Ætla má að það sé heillavæn- legra til lengri tíma litið. Sækjast sér um líkir … og jafnfagrir Reuters  Bæði sæt Flestum finnst Angel- ina Jolie og Brad Pitt hæfa hvort öðru útlitslega, en ekki er þar með sagt að allt sé ævinlega í sóma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.