Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 25

Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 25 Sólin er farin að hækka á lofti og nú birtir hratt eftir að snjóaði. Fram að þessu hefur verið snjólétt og allir hafa komist sinna ferða enda ófærð eitthvað sem hefur ekki sést á þess- um vetri. Þegar svo árar er léttara yfir fólki og mannlífið skemmtilegt sem birtist m.a. í gríðargóðri mæt- ingu á þorrablótin. Full samkomu- hús af fólki sem kemur víða að sýnir að fólk heldur tryggð við sveitirnar þó að alltaf fækki íbúunum.    Fjarlægðir virðast á undanhaldi með netvæðingunni en því miður býr margt fólk í héraðinu við slæmt net- samband. Sums staðar er ekki hægt að nota gsm-síma og lítið útlit fyrir að úr rætist. Það gefur augaleið að margt sveitafólk getur ekki stundað fjarnám eða fjarvinnu og þykir mörgum ganga hægt að laga þessi mál þrátt fyrir góð orð hjá ráða- mönnum.    Kúabændur í Þingeyjarsýslu héldu nýlega aðalfund sinn á Breiðumýri en þar lýsti fólk áhyggjum sínum af nýliðun í stéttinni þegar kvóta- og jarðaverð er með þeim hætti sem nú er. Fátt ungt fólk stendur fyrir kúabúi í héraðinu og enn eru menn að hætta. Fjöldi jarða hefur verið tekinn úr landbúnaðarnotkun á síð- ustu árum þar sem af þeim er seldur kvótinn og engar sértækar aðgerðir eru til þess að hvetja unga bændur inn í greinina. Líklega mun kúabú- unum enn fækka ef fram fer sem horfir.    Áburðarverð veldur þessum sömu bændum áhyggjum en sumir hverj- ir munu eiga í töluverðum erf- iðleikum með að standa í skilum. Kjarnfóður hefur einnig hækkað gríðarlega sem og olía og önnur að- föng. Þrátt fyrir þetta eru margir glaðir enda er það alltaf tilhlökkunarefni að bera á túnin á vorin og vinna korn- akrana en fleiri og fleiri bændur sjá nauðsyn þess að hafa innlent fóður handa búsmala sínum þegar svona árar. Bara að vorið verði gott.    Bjartsýni er samt ríkjandi og sýnir það sig vel á þeim bæjum þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir. Það skal einkum nefna hinn glæsilega hestbúgarð á bænum Torfunesi í Þingeyjarsveit þar sem ekkert hefur verið til sparað og markmiðið er að ná miklum árangri í búgreininni. Gaman að sjá þegar fólk stendur í stórræðum sem þessum, en því mið- ur hefur atvinnumálaumræðan verið einhæf í Þingeyjarsýslu undanfarin misseri.    Fuglar sjást ekki margir en þó sáust þrjár rjúpur heima við einn bæ síð- ast í janúar og þóttu tíðindi. Líklega er fálkinn búinn með þær núna en hann hefur verið á sveimi leitandi að öndum og fleira æti þar sem nær engar rjúpur er að finna. Hrafninn sækir til Húsavíkur og leitar þar æt- is en minna er að hafa eftir að gor- gryfjunum í Saltvík var lokað á sl. hausti. Þrátt fyrir þetta bjargast hann vel og stelur af heimilishundum á bæjunum þegar að kreppir enda var það hróðugur hrafn sem sást á flugi með stórt steikarbein í goggi sínum við þjóveginn á dögunum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Framkvæmdir Í Torfunesi er nýuppgert hesthús sem vakið hefur athygli. LAXAMÝRI Atli Vigfússon fréttaritari MANNINUM er hætta búin af hormónatruflandi efnum þegar blanda þeirra kemur saman en hvert um sig eru efnin ekki skaðleg í litlum skömmtum. Við áhættumat á kem- ískum efnum ætti því að taka tillit til svokallaðra kokkteilaáhrifa (cocktail effect). Áhrifin geta m.a. orðið van- sköpun á kynfærum nýfæddra stráka og þau endurspeglast einnig síðar meir í lélegum sáðfrumubúskap en hormónatruflandi efni í móðurkviði hafa löngum verið talin hluti af skýr- ingunni. Tækniháskóli Danmerkur (DTU) hefur komist að þessum nið- urstöðum og er rannsóknin hluti af stóru evrópsku verkefni (EDEN). Veldur vansköpuðum kynfærum karldýra Í rannsókninni fengu ungafullar rottur blöndu af þremur kemískum efnum sem öll trufla starfsemi karl- kynshormónsins testósterón. Efnin sem þær fengu eru virka efnið flúta- míð og varnarefnin vinclózólín og prócymídón en magn hvers efnis var ekki skaðlegt heldur koma til áð- urnefnd kokkteilaáhrif. Karlkyns- ungar rottnanna fengu m.a. kvenleg útlitseinkenni eins og brjóstvörtur og alvarlega vansköpuð ytri kynfæri. 60% þeirra fæddust t.a.m. með neð- anrás (hypospadi) en þá er þvagrás of stutt og því kemur þvagrásaropið út á röngum stað, neðanvert á getn- aðarlimnum. Nær 5% danskra drengja eru sögð fæðast með neð- anrás. Vísindamennirnar undirstrika mikilvægi þess að setja öll horm- ónatruflandi efni í samhengi við önn- ur, alls ekki sé nóg að tilnefna leyfi- legt magn hvers efnis fyrir sig í fæðunni. Hormóna- truflandi kokkteill

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.