Morgunblaðið - 01.03.2008, Page 27

Morgunblaðið - 01.03.2008, Page 27
ekkert útsýni, aðeins örfáir metrar út í ókræsilegan steinvegg. Allt rifið út Agnar og Kristjana töldu í byrjun að þeim myndi nægja að breyta eld- húsinu aðeins smávegis, en annað gæti haldið sér. Ekki fer allt eins og reiknað er með, hvorki í húsabreyt- ingu né öðru. Endirinn varð sá að allir léttir skilveggir voru rifnir og her- bergjaskipan breytt gjörsamlega. Nú snýr stofan og reyndar eldhús- ið líka út að Lindargötunni og þar með er komið gott útsýni úr stofu- gluggunum; trjáröð handan göt- unnar, stór hús og smá hús, gömul hús og ný hús, rönd af sjónum og stór sneið af Esjunni. Hvað sólina varðar þá hafa íbúarnir ekki miklar áhyggj- ur af henni því hún skín yfirleitt mest þann tíma dagsins sem þau eru víðs fjarri við vinnu sína. Götumegin við burðarvegginn er nú hluti eldhússins og öll stofan en hinum megin við vegginn er borð- stofan. Í innri endanum þeim megin er risastórt baðherbergi og í þeim fremri ekkert smásvefnherbergi með stórum og fínum skápum á tveimur veggjum. Vesturbærinn of dýr „Við bjuggum í 101 og vildum helst vera þar áfram,“ segja Kristjana og Agnar og viðurkenna að það hafi ekki skipt máli að hvorugt þeirra er fætt og uppalið í þessum vinsæla bæj- arhluta. Reyndar könnuðu þau lít- illega íbúðaframboðið í Vest- urbænum en komust að raun um að þar var verðið óheyrilega hátt og íbúðirnar höfðu annan ókost; bæði baðherbergi og eldhús voru allt of lítil fyrir þeirra smekk og óskir. Lind- argatan reyndist því góður kostur svo ekki sé talað um eftir þær breytingar sem þar hafa átt sér stað. Íslenskir og erlendir iðnaðarmenn voru fengnir til að sjá um breyting- arnar en fyrst settist unga fólkið nið- ur við tölvuna, mældi og teiknaði allt, stórt og smátt, sem breyta þurfti og nýtti til þess Illustrator-forrit. Það reyndist ótrúlega skemmtilegt og alls ekki svo erfitt. Húsbóndinn á heim- ilinu er mikill áhugamaður um mat- reiðslu og reyndar vildu bæði að eld- húsið yrði opið og ekki síður þægilegt vinnueldhús. Gaseldavél frá Miele er felld niður í breiða granítborðplötu og þegar gesti ber að garði og einhver er að elda setjast gestirnir gjarnan and- spænis kokkinum og spjalla á meðan hann er önnum kafinn við eldavélina. Innréttingin er dökkbrún og frá Inn- ex. Brýtur upp rýmið Endaveggurinn í eldhúsinu vekur þó líklega hvað mesta athygli. Hann lítur út eins og hann hafi verið hlað- inn úr rauðum múrsteini en í ljós kemur að um sérstakar veggplötur frá Þ.Þorgrímssyni er að ræða. Ekki reyndist beint auðvelt að koma þeim vel fyrir á veggnum og voru iðn- aðarmennirnir eina þrjá daga að púsla þeim saman og mála svo mynstrið passaði. Það tókst og vegg- urinn setur mikinn svip á íbúðina. „Okkur leiðist að sjá allt hvít, grátt og svart. Rauði liturinn á „múrsteins- veggnum“ skapar dýpt og brýtur upp rýmið.“ Uppi á þessum sérstæða vegg hanga pottar og pönnur og hníf- ar eru einnig innan seilingar. „Það var ekki ætlunin í byrjun að vera með pönnurnar þarna, en þetta er prakt- ískt og þægilegt þegar verið er að elda þótt auðvitað sé mikið af bús- áhöldum niðri í skúffum líka. Á gólfum íbúðarinnar er hvíttuð handhefluð eik sem ætlunin var að ol- íubera en ákveðið var að fara aðrar leiðir og nú er hún vatnslökkuð og ótrúlega skemmtileg áferðar. Þótt ekki sé enn liðið ár frá því unga parið festi kaup á „loftinu“ við Lindargötu vantar þar fátt og íbúðin er í senn heimilisleg, hlýleg og há- tískuleg og ekki er annað hægt en að dást að þessum góða árangri sem fengist hefur við breytingarnar. Geymslupláss Á veggjum svefnherbergisins eru skápar og segja húsráð- endur þá verða að koma í staðinn fyrir geymslu sem ekki er í íbúðinni. „Okkur leiðist að sjá allt hvít, grátt og svart. Rauði liturinn á „múrsteins- veggnum“ skapar dýpt og brýtur upp rýmið.“ Pökkunarvélin „á baðherberginu“ Burðarbitar í loftinu eru enn á sínum stað en dyraopinu sem tengdi saman vinnusali Freyju hefur verið lokað. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 27 inga í erlendum gjald- eyri. Sú eign þeirra stórhækkar í verði. Allir, sem eiga gjaldeyri hagn- ast á gengislækkun. Í gamla daga komu út- gerðarmennirnir til áhrifamanna og sögðu að nú yrði að lækka gengi krónunnar og oft var orðið við þeirri kröfu vegna þess, að ella hót- uðu útgerðarmennirnir að binda bátana. Að lækka stýrivexti hljómar vel en hverjir borga brúsann? Er hugs- anlegt að það sé hinn almenni borg- ari? Hvaða hvatir liggja að baki kröfum þeirra, sem tala hæst um stýrivaxtalækkun? Getur verið að það sé sú frumhvöt að vilja hagnast? Er til í dæminu, að Seðlabankinn sé að verja hagsmuni almennings og þar með þjóðarbúsins með því að halda svo fast í háa stýrivexti? Þetta er umhugsunarefni. Víkverji er að veltaeftirfarandi fyrir sér: Úr öllum áttum er hrópað á Seðlabankann að lækka stýrivexti. Þar ganga sumir bankamenn framarlega í flokki. Sér- fræðingarnir segja, að þegar stýrivextir lækki muni erlendir fjárfestar hætta að fjárfesta í jöklabréfunum og þá lækki gengi íslenzku krónunnar. Þegar gengið lækkar hækkar allt, sem flutt er inn og verðbólgan eykst. Maturinn hækkar, benzínið hækkar o.s.frv. Aukin verðbólga þýðir hækk- un á verðtryggðum lánum almenn- ings. Lækkað gengi þýðir, að geng- istryggð húsnæðislán og bílalán almennings hækka. Með öðrum orð- um hækkar allt, sem að almenningi snýr. Einhverjir hagnast á geng- islækkun. Bankarnir eiga mikla pen-            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is ● Do you want to study in Denmark? ● Do you want to study in Denmark in an international environment? ● Are you looking for a programme which gives you good job opportunities? ● Are you interested in Fashion Design? ● Are you looking for a short education at university level? Do as Kristin Holmgeirsdóttir and other young students. Every year The Academy of Southern Denmark in Søn- derborg welcomes students from Iceland. Come and join us! Sønderborg has an active ”Íslendingafélag”. Visit our website www.sdes.dk to read more about your future in Denmark. Do you want to study Fashion Design? Grundtvigs Allé 88 DK-6400 Sønderborg Tlf. +45 7412 4141 www.sdes.dk Málþing um aðgengismál Grand Hótel við Sigtún 1. hæð 3. mars 2008 kl. 16-19.30 Sýning og kynning verður á heyrnar- og hjálpartækjum og öðrum sérútbúnaði. Sýningin er opnuð kl. 15.30 Heyrnarhjálp, Langholtsvegur 111, 104 Reykjavík Sími: 5515895 • Fax: 5515835 • Veffang: heyrnarhjalp.is Heyrnarhjálp býður til málþings …um aðgengi fólks með heyrnarfötlun Aðgengi fyrir alla. Tónmöskvi, rittúlkur, táknmálstúlkur Kaffiveitingar-námskeiðsgögn Húsið opnað kl. 15.30. Verð 1.000 krónur Fólk er hvatt til að skrá sig á netinu: heyrnarhjalp@centrum.is Dagskrá: Fundarstjóri: Daniel G. Björnsson 15.20 Húsið opnað. Innritun. 15.30 Sýning á heyrnar- og hjálpartækjum og öðrum sérútbúnaði. 16.00 Málþing sett: Halla B. Þorkelsson, formaður Heyrnarhjálpar. Líffræði eyrans, heyrnarskerðing, úrlausnir. Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir HTÍ. Internetið í samskiptum og námi – verkfæri fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa. Salvör Gissurardóttir, lektor í Kennaraháskóla Íslands. „Staða textunar – aðgengi HVAÐ?“ Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, fyrrum vara þingmaður. Textun á myndböndum og kvikmyndum. Agnes Johnsen, framleiðandi hjá Sögn ehf. Staða tónmöskvans – Hvað er tónmöskvi, hvernig nýtist hann og hvar á hann að vera? Bryndís Guðmundsdóttir, heyrnarfræðingur og kennari heyrnarlausra/skertra. 17.25-17.55 Kaffihlé og sýning. Vinnumarkaðurinn og heyrnarskertir. Ellisif Katrín Björnsdóttir, heyrnarfræðingur, Laila Margrét Arnþórsdóttir, ráðgjafi. Rittúlkun/táknmálstúlkun og réttur einstaklinga til túlkunar. Málfríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar, Hjördís Guðmundsdóttir, neytandi, Þórður Örn Kristjánsson, neytandi, Hjördís Anna Haraldsdóttir, neytandi. Fjölbreytt aðgengi við kennslu heyrnarskertra og heyrnarlausra barna. Bryndís Helgadóttir og Hildur Heimisdóttir, kennarar. Takmarkað aðgengi og kostnaður við hjálpartæki, áhrifavaldar á lífsgæði. Halla B. Þorkelsson, formaður Heyrnarhjálpar. Samantekt og málþingi slitið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.