Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 31

Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 31 NÝLEGA úrskurðaði Mannrétt- indanefnd SÞ, að íslenska kvóta- kerfið bryti mannréttindi á íslensk- um sjómönnum og öðrum borgurum. Það er á allra vitorði, en er stóráfall fyrir stjórn- völd. Margir hafa haft þetta á tilfinningunni og sumir hafa jafnvel fórnað miklu til að fá úr málum skorið fyrir dómstólum. En Hæstiréttur hefur svosem skipt um skoð- un og nokkurs von- leysis hefur gætt og vafa um sjálfstæði hans. Það er afleitt, en margir telja, að kvóta- kerfið sé til fisk- verndar og sann- gjarnar skömmtunar á veiðum og sé því nauð- synlegt. Það má til sanns vegar færa, en nú hlýtur sú spurning að vakna fyrir alvöru hvort unnt sé að stjórna fiskveiðum án þess að brjóta á fólki. Í lögunum stendur í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóð- arinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Út- hlutun veiðiheimilda samkvæmt lög- um þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir veiðiheimildum.“ – Allir hljóta að sjá, að þetta er óskýrt orðalag. Einhver sagði, að Jón B. Hannibalsson bæri ábyrgð á því. LÍÚ hefur sett á laggirnar sérfræð- ingsstöðu við Háskóla Íslands til þess að kenna kórréttan skilning á greininni. Mörg dómsmál hafa spunnist um þau einföldu sannindi, að útgerðarmenn eiga kvótann. Það er ekkert minnst á kvóta í lögunum, það er augljóst. Þjóðin á fiskinn en útgerðarmenn kvótann. Stjórnvöld hafa staðið með þeim í gegn um þykkt og þunnt. Þeir hafa lagt allar eigur sínar og starfsorku í atvinnu- rekstur, sem verður ekkert af þeim tekinn. Þeir hafa lifað við sult og seyru í áratugi og þjóðfélagið stend- ur í þakkarskuld við þá. Þeir eiga að geta framselt rétt sinn eins og þeim sýnist, hvort sem þeir kaupa bílaum- boð, þyrlur eða banka og búa bara á Flórida. Nýlega birtist pistill í Morgun- blaðinu eftir Halldór Blöndal, sem ekki þarf að kynna. „Fiskveiðiheim- ildirnar séu í höndum Íslendinga,“ segir hann. Já, hann orðar skýrt um hvað málið snýst og þá er ljóst hvað lagagreinin um þjóðareign þýðir. Heimildirnar í höndum Íslendinga, en séu eign útgerðarmanna. Svo segir hann: „Flestir eða allir, sem gera út á fiskveiðar, hafa keypt til sín kvóta og margir allan kvótann, sem þeir eiga. Og það eru þeirra sjálfsögðu mannréttindi að fá að nýta hann, ráða yfir því sem þeir hafa keypt. Ég vænti þess, að Mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna geri ekki athugasemdir við það.“ – Það var málið! – Það eru mannrétt- indi, að eignir séu ekki séu teknar af mönnum. Ef menn hafa keypt kvót- ann, þá er það stjórnarskrárréttur þeirra, að hann sé ekki af þeim tek- inn því þeir hafa borgað fyrir hann, ekki nema fullar bætur komi í stað- inn. Sigurður Líndal prófessor hefur ítrekað þetta. Össur Skarphéðinsson er á sama máli, en hann seg- ir þorskinn vera auð- lind, sem annað gildi um en allar aðrar því menn hafa tekið svo mikla áhættu við að mynda sér veiði- reynslu. Og þeir sem voru skipstjórar á fiski- skipi við upphaf kvót- ans höfðu tekið mikla áhættu með því að læra skipstjórn í mörg ár. Lögin segja einnig, að stuðlað skuli að verndun og hagkvæmri nýtingu og: – „tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Í þessu efni hefur Hall- dór Blöndal staðið fast- ar en aðrir. Fyrir þremur árum var hart sótt á stjórnvöld um heimildir til línuíviln- unar. Auðvitað er það sérviska og Halldór á móti henni, en hann lá undir ámæli fyrir að styðja bara tog- araútgerð á Akureyri, þ.e. tvö stórfyrirtæki, og ef gengið yrði á kvótann þá væri það jafnvont fyrir Ólafsfjörð og Dalvík. Halldór væri best settur við löndunarvogina á Akureyri, þá gæti hann mælt hag- ræðinguna upp á kíló, en helmingur kvótans er kominn til Reykjavíkur. Þetta hlýtur Mannréttindanefndin að skilja. Með kvótakerfinu er at- vinna sjómanna best tryggð. Þing- maðurinn fv. er rétti maðurinn til að veita utanríkisráðherra ráðgjöf um framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ. Tryggvi Þ. Herbertsson banka- stjóri reiknaði út fyrir stjórnvöld það sem allir vissu. Fólk fluttist frá byggðunum og kvótinn fylgdi á eftir, en ekki öfugt. Hagræðingin verður ekkert stöðvuð vegna markaðs- væðingar kvótans. Það er ekki leng- ur áhyggjuefni hvað fáar stoðir standa undir íslensku atvinnulífi. Þeim hefur fjölgað á sama tíma og vægi sjávarútvegs hefur farið minnkandi með samdrætti í fisk- löndun og fiskvinnslu. Þess vegna er þorskurinn ekki lengur eina burð- arstoðin í íslensku atvinnulífi. Bankastarfsemi og kaupsýsla hefur komið í staðinn og margir fésýslu- menn eru komnir úr sjávarútvegi; þar hafa þeir tekið sín fyrstu skref og haft með sér vænar fúlgur fjár og fengið peningana til að vaxa, með því að láta þá vinna fyrir sig og með kaupréttarsamningum. Veðsetning- arskuldir eru skildar eftir í byggð- unum og fyrirtækjunum, sem áður unnu þorsk, augljós hagræðing, og mörg fyrirtækjanna eru í eigu bank- anna, en þar vinna peningarnir fyrir alla, sjávarútveginn og þorskinn. Bautasteinar landsins á þingi hafa varðað veginn og veitt þjóðinni leið- sögn út úr atvinnuvegum fortíð- arinnar. Íslenskir bautasteinar Jónas Bjarnason skrifar um sjávarútvegsmál Jónas Bjarnason » Íslenska kvótakerfið er ólöglegt. Ís- lenskir bauta- steinar á þingi hafa varðað veg- inn og veitt þjóðinni leið- sögn út úr at- vinnuvegum fortíðarinnar. Höfundur er efnaverkfræðingur dr.rer.nat. Gróa á Leiti Ískáldsögunni Piltur ogstúlka eftir Jón Thorodd-sen gegnir Gróa á Leitimiklu hlutverki og svo minnisstæð er sú mynd sem skáldið dregur upp af henni að hún er fyrir löngu orðin hluti af íslensku máli og menningu, nokkurs konar tákn sögusmett- unnar, sbr. einnig nafnorðið Gróusögur ‘slúðursögur’. Eft- irfarandi dæmi virðist eiga að vísa til þessa: Ef menn telja að kerfið við mat og val á dómurum hér á landi sé ekki rétt þá skulu menn breyta því, ræða það af röggsemi og breyta því en ekki baknaga og leggjast við neðstu skör Gróu á leiti (1.1.08). Hér er ýmislegt athugavert. Vel má vera að ýmsir hafi lært sitthvað af Gróu og þá setið við fótskör meistarans en engum sögum fer af því að nokkur hafi legið við neðstu skör Gróu. Í öðru lagi hefur naumast nokkur numið baknag um náungann af Gróu enda mikill munur á baknagi og slúðri. ’Brimfullur’ Enska orðið brim merkir ‘(efsta) brún á bolla, glasi’ og því er enska samsetningin brimful rökrétt og gangsæ. Í íslensku hljómar lo. brimfullur hins vegar ekki vel að skoðun umsjón- armanns, sbr.: Flutningabíllinn er stærstur sinnar tegundar í eigu FedEx og var hann brim- fullur af jólagjöfum (22.12.07). Hér er vitaskuld á ferðinni sletta sem sumpart hefur verið löguð að íslensku, enskan skín í gegn. Eftir mig – á eftir mér Forsetningin eftir að viðbættu þolfalli vísar jafnan til tíma, jafnt í beinni merkingu (eftir minn dag; eftir þetta) sem óbeinni (bók eftir hana; spor eftir fugla). Forsetningin á eftir að viðbættu þágufalli vísar ávallt til raðar, oftast í rúmi (hann hljóp á eftir mér), sbr. andstæðuna á undan. Í talmáli er þessum forsetn- ingum stundum ruglað saman, t.d. er sagt líf á eftir dauðanum í stað líf eftir dauðann og kaffi á eftir messunni í stað kaffi eftir messuna. Eftirfarandi dæmi eru af þessum toga: Hverri senunni eftir annarri [þ.e. eftir aðra] var stolið af franska forset- anum (19.12.07) og gagnrýnt hversu lítinn stuðning að- standendur fórnarlamb- anna fengu fyrst á eftir árásina [þ.e. eftir árásina] (29.8.07). Les- endur munu hafa orðið þess var- ir að ég hef sérstakan áhuga á forsetningum enda hef ég safnað dæmum um notkun þeirra í lið- lega 30 ár. Ég þykist geta fullyrt að dæmi um rugling forsetning- anna eftir og á eftir eru afar sjaldséð í ritmáli. Mig rak því í rogastans er ég sá eftirfarandi dæmi í nýju Biblíunni: Á eftir henni tók hann Maöku sér fyrir konu (2. Kron 11, 20). Í Biblíunni frá 1912 og 1981 (og eldri út- gáfum) er þetta að sjálfsögðu rétt: Og eftir hana fékk hann Maöku Absalómsdóttur (1981, 1912). Æ sér gjöf til gjalda Málshátturinn Æ sér gjöf til gjalda vísar til þess að sá sem gefur væntir þess að fá eitthvað í staðinn. Þetta eru gömul sann- indi, sbr. Hávamál: sýtir æ glöggr við gjöfum ‘nirfillinn fyll- ist sút við gjafir’ [því að hann veit að hann þarf að endur- gjalda þær] og ey [‘ávallt’] sér til gildis gjöf. Í flestum tilvikum er afar lítið svigrúm til að breyta búningi málshátta og það á einnig við um eftirfarandi dæmi sem umsjónarmaður telur ótækt: Æ skal gjöf til gjalda. Þjóðin fylgist að sjálfsögðu spennt með hver hagnaður bankanna verður af því að hella víni í ráðherrana (4.1.08). Að renna sitt skeið Reynir Ingibjartsson skrifar grein í Morgunblaðið: Saga Guðna Ágústssonar — veröld sem var. — Greinin er skemmti- leg og vel skrifuð. Þar segir m.a. (leturbreytingar umsjón- armanns): Framsóknarflokkurinn átti þar [í sögu þjóðarinnar] sína góðu spretti en nú eru aðrir komnir með keflið. Vonandi helst þeim vel á því (7.1.08). Úr handraðanum Nafnorðið innstæða í merk- ingunni ‘eign’ er kunn í fornu máli en merkingin ‘inneign á bók eða reikningi’ mun vera frá 19. öld og tíðkast hvort tveggja enn, sbr.: Tók út 6,5 milljónir án innstæðu á reikningi (7.1.08) og tók út án þess að innstæða væri fyrir því (7.1.08). Orðmyndin innistæða (frá fyrri hl. 19. ald- ar) mun nú vera algengust, t.d.: Þá kemur betur og betur í ljós að rökin og sönnunargögnin [fyrir innrás í Írak] voru hönnuð en innistæða var fyrir hvorugu (1.8.07). Orðmyndin innstæða er tvímælalaust upprunaleg og í alla staði rétt, sbr. hliðstæðuna inneign. Í flestum tilvikum er afar lítið svigrúm til að breyta búningi málshátta jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 123. þáttur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111             Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardag 10-17 sunnudag 13-17Opið Útsölulok laugardag og sunn udagÚtsala Fjölbreytt úrval a f Feng-Shui listvöru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.