Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 32

Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 32
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Meðalfelli II í Nesjahreppi hinn 15. mars 1917. Hún lést á Sjúkra- húsi Seyðisfjarðar hinn 24. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðlaug Björns- dóttir, f. 6.10. 1893, d. 26.11. 1924, og Jón Hall- dórsson, f. 29.9. 1888, d. 18.9. 1970. Systkini Sigríðar voru Kristborg Jónsdóttir, f. 1919, d. 2002, og Björn Jónsson, f. 1922, d. 2006. Sigríður giftist árið 1939 Vig- fúsi Jónssyni, f. 1.12. 1903, d. 2.8. 1980. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Stefanía, f. 9.4. 1940, gift Gunnari Ragnarssyni. Börn þeirra eru Ragnheiður, Hjördís, Sigfús, Rúnar, Gunnar og Gyða isfjarðar árið 1938 og réðst í vinnu hjá Árna Vilhjálmssyni út- vegsbónda á Háeyri. Þar kynnt- ist hún manni sínum Vigfúsi Jónssyni, sem var sjómaður hjá útgerð Árna Vilhjálmssonar. Tókst mikil vinátta með þessum fjölskyldum, sem stóð ævilangt. Sigríður og Vigfús reistu húsið Tungu á Hánefsstaðaeyrum. Þar bjuggu þau til ársins 1944 þegar þau fluttu inn í Seyðisfjarð- arkaupstað, fyrst til heimilis á Bjólfsgötu 6 og síðar á Múlavegi 3. Með húsmóðurstörfum vann hún almenna verkamannavinnu og sá lengi um þvotta fyrir Sjúkrahús Seyðisfjarðar. Hún var virkur félagsmaður í Slysa- varnadeildinni Rán og Kven- félagi Seyðisfjarðar og var kos- in heiðursfélagi í báðum félögunum. Sigríður tók virkan þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara á Seyð- isfirði fram á síðasta dag. Sigríður verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og barnabörnin eru átta. 2) Jón Grétar, f. 21.9. 1944, kvænt- ur Jóhönnu Sig- urjónsdóttur og dóttir þeirra er Sig- ríður. 3) Borghild- ur, f. 12.7. 1948, gift Árna Arn- arsyni, börn þeirra eru Sigríður og Örn og barnabörnin tvö. 4) Ólafur, f. 3.9. 1952. 5) Gunnar Árni, f. 4.1. 1959, kona hans er Ágústa Berg Sveinsdóttir og börn þeirra Agnes Berg og Sveinn Gunnþór. Sigríður missti móður sína sjö ára gömul og ólst upp með föð- ur sínum og skyldfólki í Þór- isdal í Lóni. Hún byrjaði snemma að hjálpa til á heimilinu og að vinna fyrir sér í vinnu- mennsku. Sigríður kom til Seyð- Elsku mamma og tengdamamma. Þín er sárt saknað af okkur, litlu fjölskyldunni á Fjarðarbakkanum. Við söknum þess að koma ekki í morgunkaffi í Múlakot, eins og við kölluðum litla húsið þitt stundum. Við söknum þess að geta ekki spjallað við þig um landsins gagn og nauðsynjar. Heyra um gamla tíma og bera þá saman við nútímann. Ræða um og skoða fallegu fínlegu handavinnuna, sem þú varst að vinna við öllum stundum. Öll eigum við handverk eftir þig og þá hluti munum við varðveita eftir bestu getu um ókomna tíð. Allar minningarnar eru eins og ósviknar perlur á löngu bandi. Mynningar um móðurina góðu sem allt vildi gera fyrir börnin sín. Tengdamóðurina, sem rétti fram hjálpfúsa hönd þegar á þurfti að halda. Ömmuna, sem alltaf var reiðubúin að passa nöfnu sína með- an hún var lítil og fylgdist grannt með henni eftir að fullorðinsárin tóku við. Minningarnar streyma fram á meðan þessi orð eru skrifuð. Minningar um margar glaðar stund- ir með þér einni og með stórfjöl- skyldunni. Oft og iðulega svignuðu borðin undan góðu kökunum, sem þú hafðir svo gaman af að baka handa okkur, og við höfðum svo sannarlega góða lyst á þeim. Við minnumst flottu veislunnar sem þú bauðst okkur til í mars á síðasta ári, í tilefni af níræðisafmælinu þínu, þá varstu hrókur alls fagnaðar, með flesta afkomendur þína í kringum þig. Já, minningarnar eru of margar til að geta þeirra allra hér. Nú hefjast nýir tímar hjá okkur öllum. Við þurfum að venjast því að hafa þig ekki hjá okkur lengur. En við vitum að þú ert ekki búin að yf- irgefa okkur alveg. Þú verður örugglega á harðaspretti um Himnaríki, við að passa okkur öll, á milli þess sem þú ert að heilsa upp á vini og ættingja, sem þangað eru komnir á undan þér. Hvíldu í friði, elsku mamma, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur gert. Þinn sonur og tengdadóttir Jón Grétar og Jóhanna. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku mamma, tengdamamma og amma, hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar og þín verður sárt saknað. Guð geymi þig. Gunnar Árni, Ágústa, Agnes Berg og Sveinn Gunnþór Í byrjun 20. aldarinnar vél- væddu Íslendingar bátaflota sinn á ótrúlega skömmum tíma. Þetta hefur verið nefnt hin íslenska iðn- bylting. Í kjölfarið myndaðist sum- staðar vísir að þéttbýli á stöðum sem lágu vel við fiskimiðum. Þegar frá leið og ráðist var í að kaupa stærri báta kallaði það á hafnarað- stöðu, sem ekki var fyrir hendi á þessum stöðum. Þessar byggðir lögðust því af um og upp úr seinna stríði. Fólkið flutti til stærri bæja og eftir stóðu tómar byggingar og yfirgefin mannvirki. Þannig var um Hánefsstaðaeyrar við Seyðisfjörð, tóftir húsanna vitna í dag um merkilegt tímabil í atvinnusögu Ís- lendinga. Þau Sigríður og Vigfús stofnuðu heimili og reistu sér hús á Eyrunum árið 1939 en árið 1944 fluttu þau inn í Seyðisfjarðarkaup- stað. Sigríður minntist oft þessara ára á Eyrunum og átti þaðan góðar minningar. Níutíu ár eru langur tími. Þótt nú séu hartnær fjörutíu ár síðan leiðir okkar lágu fyrst saman átti hún þá þegar að baki rúmlega hálfrar aldar vegferð og hafði lifað miklar breyt- ingar. Sigríður tengdamóðir mín ólst upp við kröpp kjör og harða lífs- baráttu. Samt var henni fátt kærara en bernskustöðvarnar í Lóninu og hún ræktaði samband sitt við skyld- fólk og vini af alúð. Ríkidæmi færir fólki ekki hamingju. Það lærir eng- inn að verða góð manneskja og próf- gráður hafa þar enga merkingu. Það segir margt um þessa konu að þegar ég leita orða til að lýsa henni koma fyrst upp í hugann orð eins og hógværð, kyrrð, lítillæti, jafnvægi, friður, sátt, umhyggja, góð nærvera, elskusemi, hlýja, hjálpsemi og umburðarlyndi. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Þvert á móti gerði hún sér far um að finna það jákvæða í öðru fólki. Sigríður hafði góða nærveru og ekki einungis ættingjar sóttu til hennar styrk heldur sóttu margir aðrir til hennar styrk og stuðning. Heimili hennar var athvarf fyrir fjölskylduna og oft þröng á þingi í litla eldhúsinu á Múlavegi 3, þar sem rætt var um landsins gagn og nauðsynjar. Fyrir ættingjana var heimilið n.k. miðja alheimsins og Sigríður sólin sem allt snerist um, hjartað sem sló í takt við allar manneskjur. Nú er sólin sest og hjartað hætt að slá. Eftir stendur tómarúm sem erfitt getur reynst að fylla, sérstaklega fyrir börnin sem löðuðust að henni eins og gjarnan er með fólk sem talar við börn sem jafningja. Börnin okkar Sigríður og Örn áttu þar athvarf og voru alltaf velkomin. Þau minnast samveru- stundanna með ömmu sinni með hlýju, söknuði og þakklæti. Amma Sigga var þeim sérstaklega kær og fráfall hennar skilur eftir sorg í hjarta. Dóttursonur okkar Matthías Andri náði að kynnast langömmu sinni en litla systir hans Iðunn María, aðeins fjögurra vikna, verður að láta sér nægja þá mynd sem við geymum í minningunni. Minningin um góða manneskju lifir. Árni Arnarson. Elsku amma Sigga. Ég ætla að skrifa þér bréf, út af því að ég hef aldrei gert það áður, og þetta er síðasta tækifærið til þess. Það er ýmislegt sem ég hef verið að hugsa um þessa síðastliðnu daga. Hvernig lyktin í húsinu þínu var, hvernig maður kallaði alltaf hátt og snjallt hallóó … og það voru tveir staðir sem maður gat fundið þig á; annaðhvort í stólnum þínum inni í stofu að prjóna eða sauma út eða þá að bralla eitthvað inni í eld- húsi. Þá settist maður við eldhús- borðið og bretti upp á diskamott- urnar eins og ég gerði alltaf þegar ég kom til þín, og þú þeyttist um, ná í kaffi og kökur og allskonar, sem að eigin sögn var nú allt hálfgallað. En svo þú vitir það þá var sko ekkert að því. Ég man líka þegar ég var lítil og var búin að vera að rembast við að prjóna, og ekkert gekk, svo mamma sagði mér að fara bara til ömmu Siggu, því hún mundi sko örugglega hjálpa mér. Sem þú jú gerðir, hlæj- andi því ég var búin að prjóna og prjóna og stykkið stækkaði aldrei, sem var kannski ekki skrýtið því allt sem ég gerði var að færa lykkjurnar af öðrum prjóninum á hinn. Verst er samt að fá ekki fleiri ömmusokka. Guðlaug Sigfúsdóttir. Látin er ein af allra bestu konum lífs míns. Sigga kom á heimili okkar á Háeyri við Seyðisfjörð, þegar ég var níu ára gömul. Ég man alltaf hvað mér þótti hún góð, falleg og skemmtileg. Mamma mín Guðrún sagði oft að Sigga hefði einhverja bestu nærveru sem hún þekkti, en þær voru mjög samrýndar alla tíð. Vigfús Jónsson var mótoristi á bátnum Magnúsi sem faðir minn átti og gerði út. Það kom að því að Sigga og Fúsi trúlofuðust og giftust síðan. Eftir það var hún alltaf kölluð Sigga Fúsa. Þau bjuggu í nágrenni við pabba og mömmu og eru, ásamt börnunum sínum fimm, órjúfanlegur hluti af fjölskyldu minni. Í heimsóknum mínum á Seyðis- fjörð fannst mér ég alltaf koma heim þegar ég kom til Siggu. Hún og mamma elduðu mat svo eftir var tekið og Sigga hélt því merki á lofti eftir að mamma kvaddi. Það er mér dýrmætt þegar ég kveð Siggu, að ömmustelpan mín, Edda Björk, leit í heimsókn til Siggu nú um áramótin. Edda Björk fékk að heyra margar sögur af ömmu sinni og heillaðist af Siggu, glaðværð hennar og frásagnargáfu. Þannig deilir Edda Björk nú með mér ánægjunni af að heimsækja Siggu og njóta návistar hennar. Sigga bjó með Óla syni sínum á Múlavegi 3, hún hugsaði um hann og hann um hana. Það var fallegt sam- band eins og samband allra barnanna við mömmu sína. Síðast þegar við Sigga töluðum saman fyrir tveimur vikum hljómaði hún eins og hún hefur alltaf gert. Sama bjarta fallega röddin. Nú þeg- ar hún hefur yfirgefið þessa jarðvist leita hugsanir og dýrmætar minn- ingar á hugann. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til barna og allra af- komenda Sigríðar Jónsdóttur, ein- stakrar öðlingskonu. Margrét Árnadóttir. Sigríður Jónsdóttir 32 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma Sigga. Ég vona að þér líði vel hjá guði. Við söknum þín mjög mikið, þú varst og ert mjög góð kona, öllum þykir vænt um þig og þú varst elsta kon- an í fjölskyldunni minni. Dóra. HINSTA KVEÐJA Elsku langamma mín. Þá er lífshlaup þitt hér á meðal oss á enda runnið. Þar sem við bjuggum undir sama þaki í um 10 ár voru sam- skipti okkar mikil og góð. Ekkert þurfti að óttast þegar maður vissi af þér í sama húsi og þær voru ófáar stundirnar sem maður var í heim- sókn eða í pössun, enda ekki lengra að fara en upp einar tröppur. Ekki Ása Pálsdóttir ✝ Ása Pálsdóttirfæddist á Ísa- firði 28. apríl 1920. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 18. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju 25. febrúar. má gleyma hversu gjafmild þú varst og ávallt að gefa til að gleðja. Einnig varstu alltaf mjög áhugasöm um mitt líf og það gerði mig kappsamari og glaðari. Það er auðvitað mikið áfall fyrir fjölskylduna að hafa þig ekki lengur á meðal okkar. En ekki er hægt að lifa enda- laust og að því kemur að kveðja þarf sína nánustu með söknuði og um leið þakklæti. Þetta er að sjálfsögðu mjög erfið stund en samt gleðst maður fyrir þína hönd líka, þar sem þú munt hitta son þinn og eiginmann sem þú þurftir að sjá á eftir ásamt fleiri ástvinum. Erfitt hefur verið að þurfa að kveðja heimili sitt og vera á dval- arheimili síðustu fjögur árin þar sem heilsan var farin að bila. Þrátt fyrir það þá var ekkert nema gleði og hamingja sem birtist manni þeg- ar maður kom í heimsókn og þakk- læti fyrir að maður léti sjá sig. En núna er þessi tími liðinn og ég veit að þú ert komin á betri stað og fylgist með okkur öllum eins og þú gerðir ávallt. Enda þótt ég sé ungur að árum þá finn ég að þegar eins gott fólk og þú amma mín er komið á annan verustað þá getur maður ekki verið hræddur við dauðann. Dauðinn á fyrir okkur öllum að liggja og ég trúi því að við hittumst öll í næsta lífi. Ég er þakklátur fyrir þessi ár sem mér auðnaðist að eiga með þér elsku amma mín. Elsku besta amma mín, ég þakka þér innilega fyrir að gera mig að betri og hamingjusamari mann- eskju. Ég kveð þig með sorg í hjarta. Elvar Freyr Arnþórsson. Öll þurfum við að ganga í gegnum áföll í lífinu. Ég var að aka til vinnu þegar hringt var í mig frá hjúkr- unarheimilinu Sóltúni og mér tjáð að faðir minn hefði látist nokkrum mínútum fyrr. Mér leið eins og hjarta mitt væri að reyna að kom- ast niður í maga. Ég hélt ég væri undir það búinn að fá þessar fréttir því að heilsu hans hafði hrakað mikið síðustu misseri, en svo var ekki. Um klukkutíma síðar þennan dag átti að skíra barnabarnabarn hans. Þarna sér maður hversu stutt er á milli lífs og dauða, gleði og sorgar. Hann pabbi var alltaf ungur í anda og fannst stundum skrýtið að vera á hjúkrunarheimili, innan um allt þetta „gamla fólk“, sjálfur var hann ekki nema 79 ára. Við feðgarnir vorum alla tíð mjög samrýndir og deildum mörgum áhugamálum, ferðuðumst einnig víða saman bæði innanlands og ut- an. Það var einnig í miklu uppá- haldi hjá okkur að leigja sumarbú- staði hér og þar um sveitir landsins og dvelja þar nokkra daga í senn. Þá var oft rennt fyrir fisk eins og í Eiðavatni hér forðum daga þegar við fengum nokkra væna, jafnvel þegar aðrir veiddu ekki bröndu, Kristján S. Kristjónsson ✝ Kristján SergeKristjónsson fæddist í Stavangri í Noregi 3. ágúst 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 26. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. nefnum engin nöfn hér. Hann pabbi var alltaf mikið náttúru- barn og ég hef senni- lega erft það frá hon- um ásamt því að vera pínulítið hrekkjóttur, en sjaldan þó. Þegar ég bjó í Þýzkalandi kom hann pabbi all- nokkrum sinnum í heimsókn. Við áttum mjög margar góðar minningar þaðan, hvort sem það var frá heimili mínu í Svarta- skógi, en þar eyddum við mörgum góðum stundum saman í skóginum í löngum gönguferðum, eða að grilla fram á nótt, drekka þýzkan gæða- mjöð og tala saman um allt frá smá bröndurum upp í heimspeki. Við nutum þess einnig að ferðast, ekki bara um Þýzkaland þvert og endi- langt heldur líka um löndin í kring. Einu sinni fórum við alla leið suður til Ítalíu, já við fórum aldeilis víða. Um leið og ég minnist þín pabbi minn fyllist ég líka þakklæti fyrir að hafa átt pabba eins og þig, fyrir að hafa átt þig svona lengi að, fyrir að hafa oft hjálpað mér þegar ég átti erfitt og hafa glaðst með mér þegar svo bar undir. Þó þú sért nú farinn héðan munt þú samt koma með mér í öll þau ferðalög og æv- intýri sem bíða mín úti í hinum stóra heimi því ætíð mun ég geyma þig í mínu hjarta. Guð geymi þig pabbi minn, ég elska þig. Þinn sonur. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir frábæra umönnun. Kristján, Aralyn og Sólveig María.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.