Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 35
uppeldi ykkar Siggu. Það skilar sér
frá Ingu til afabarnanna þinna sem
þér þótti svo vænt um.
Kæri Siggi, ég vona að allar góðar
vættir geymi þig og varðveiti og þær
hjálpi okkur sem eftir erum að sigrast
á þeim söknuði og missi sem ríkir við
fráfall þitt.
Sigga mín, dætur og fjölskyldur,
vonandi finnum við styrk til að horfa
fram á veginn með bjarta framtíð í
huga, það veit ég að þess myndi Siggi
óska.
Takk fyrir mig.
Þinn einlægur tengdasonur
Sólmundur.
Elsku afi Siggi, þú varst mjög góð-
ur maður. Þú kallaðir mig alltaf gull-
kálfinn þinn. Ég man að þú fórst oft í
göngutúr á landinu þínu og labbaðir
svo alltaf í kringum bæinn þinn og
stundum fór ég með þér. Þú varst allt-
af svo hraustur og þurftir aldrei að
taka nein lyf og svo brotnaðir þú aldr-
ei því þú drakkst svo mikið af mjólk.
Svo keyrðir þú niður á Kópasker á
hverjum degi til þess að fara í búðina
eða að ná í póstinn. Þetta gerðir þú
nánast fram á síðasta dag.
Svo áttir þú herbergi fyrir þig þar
sem þú last svo margar bækur en
stundum sofnaðir þú frá þeim, afi
minn. Þar sem þú last svo margar
bækur þá varst þú með mikinn og
góðan orðaforða og vissir mikið.
Svo varðst þú alltaf að horfa á Leið-
arljós og allar fréttir í sjónvarpinu.
Þess á milli lagðir þú kapal og stund-
um spilaðir þú við okkur enda varstu
mikill spilamaður.
Elsku afi, mér finnst ég vera voða
heppin að fá að hafa þig svo lengi hjá
mér. Þú varðst 94 ára og gafst mér
tækifæri til að kynnast þér.
Bless afi minn.
Lýdía Hrönn.
Kæri afi. Mig langar að segja þér
að ég sakna þín mikið. Það var gott að
kynnast þér afi minn, þú varst eini af-
inn sem ég þekkti.
Ég finn svo mikið til í hjartanu
mínu en veit ekki hvað ég á að segja
meira. Ég ætla að hugsa til þín á
kvöldin þegar ég fer með bænirnar
mínar.
Ég verð að segja bless núna, afi
minn.
Þín
Katrín Huld.
til baka og hugsa um hann afa minn.
Hann var mikill húmoristi og það var
alltaf stutt í brosið og bráðsmitandi
hláturinn sem gerði nærveru hans al-
veg einstaklega þægilega. Hann sagði
oft við mig seinasta árið að hann væri
svo stoltur, stoltur af börnunum sínum
og barnabörnum. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft er það kannski besti mæli-
kvarðinn á gott líf, að vera undir lokin
stoltur af sér og sínum.
Það er svo margt sem mig langar til
að segja en fyrst og fremst er ég þakk-
látur og mér finnst ég vera ríkur að
hafa átt hann Kjartan sem afa. Hann
var mér fyrirmynd, gull af manni og
mikill höfðingi. Það er erfitt að kveðja
hann núna en minning hans mun lifa
áfram með okkur fjölskyldunni og öll-
um þeim sem voru svo heppnir að fá
að kynnast honum. Takk fyrir allar
góðu stundirnar í gegnum árin afi
minn og guð blessi þig.
Hér læt ég fylgja með eitt af ljóð-
unum hans.
Óbreyttur heimur
Ég stend við vegg og horfi hvorki eitt né
annað
og hugsa ekki neitt, og þó.
Skyldi nokkur maður hafa kannað,
þá sáru kvöl, á krossi Jesú dó?
Og hugsið góðir menn með hyggjuvitið,
ef stæðuð þið í sporum frelsarans,
og bæruð þið hans kross þið misstuð vitið
og neituðuð að vera bróðir hans.
Ég geng frá vegg og mæti gömlum manni,
með tóma krús í hendi, rétta að mér.
„Átt þú lögg að gefa þyrstum manni,
ég sá höfðingssvipinn strax á þér“?
Áður fyrr hans gjafir margir þáðu,
sem þökkuðu með víni, greiða þann.
Því er hann núna einn af þessum þjáðu?
Í þöglri neyð vill enginn þekkja hann.
Ég horfi um stund og sárt mig tók hans frami,
hélugrátt var skegg og hárið hans.
Þó var ég viss, að hann var þessi sami,
sem áður fyrr var fyrirmyndin manns.
Hér var háður leikur þess sem leynist,
ég snéri við og hélt á annan stað.
En þótt ég illa greiðamanni reynist,
mun ég aldrei viðurkenna það.
(Kjartan Th. Ingimundarson .)
Davíð Jensson
barnabarn og vinur.
Elsku afi minn, nú ertu farinn og
það er skrítið að hugsa til þess að sjá
þig ekki aftur í bráð. Þú varst alltaf
ótrúlega stoltur og þína síðustu daga
fann ég sérstaklega vel hve stoltur og
sterkur einstaklingur þú varst. Ég hef
dýrkað þig og dáð síðan ég man eftir
mér. Þú varst myndarlegastur allra.
Hár og grannur og með eindæmum
hárprúður. Ósjaldan stóð ég á bryggj-
unni í Keflavík eða Hafnarfirði og beið
spennt eftir því að sjá glitta í þig á
stórum togara. Ég man líka eftir gjöf-
unum sem mér bárust úr leiðöngrum
þínum til fjarlægra landa. Hlutir sem
báru af öllum öðrum og sem enginn
annar átti. Fyrsta hjólið mitt, risastór
brúða og fallegasti gítar heimi.
Afi minn, eins og ég sagði þér fyrir
nokkrum dögum síðan þá verður þú
alltaf með okkur og Tinna á eftir að
kynnast þér. Þú lifir með okkur áfram
í gegnum myndirnar þínar, útskurð-
inn þinn, ljóðin þín og ekki síst í hjarta
okkar sem vorum svo heppin að kynn-
ast þér.
Þín
Hrefna.
Elsku afi minn. Það er ekki auðvelt
að koma orðum að því hve mikið stolt
fylgir því að hafa átt slíkan ættföður
sem þig. Þú setur markið hátt fyrir
komandi afa. Þú tókst alltaf fagnandi á
móti okkur þegar við komum, smíð-
aðir flotta hluti handa okkur, gerðir
upp gamlan bát og fórst með okkur á
sjóinn, fórum að veiða og við áttum
margar skemmtilegar stundir saman.
Þú varst mikil og góð fyrirmynd fyrir
okkur barnabörnin sem litum gríðar-
lega upp til þín. Alltaf hafðir þú tíma
til að ræða við okkur um hvað sem er
og hvattir okkur til dáða í því sem við
vorum efnileg í og/eða tókum okkur
fyrir hendur. Margar minningar koma
upp í hugann. Sérstaklega var gaman
að sjá þig með Álfrúnu Evu, dóttur
minni, langafabarninu, þegar hún var
13 daga gömul í haust. Þú varst alveg
gáttaður og sagðist aldrei hafa séð
svona ungt barn. Þér fannst alltaf
yndislegt að sjá litlu skvísuna og tókst
hana til þín við hvert tækifæri, þrátt
fyrir lítinn þrótt undir það síðasta. Ég
mun alltaf minnast þín og þú átt fastan
sess í hjarta mínu. Þú verður ávallt í
heiðri hafður hjá okkur og guð geymi
þig vel þar til við sjáumst á ný.
Afi, þú spurðir alltaf þegar ég kom í
heimsókn hvort ég væri ekki byrjaður
að yrkja. Þú sagðir að reyndar hefðir
þú ekki byrjað sjálfur fyrr en á eldri
árum. Þér þótti það mikilvægt að við
hið minnsta reyndum að koma hugs-
unum okkar í bundið mál. Ég ákvað að
reyna semja ljóð og setti mig í sporin
þín, þar sem þú ert að reyna að hvetja
mig til dáða í þeim efnum … þá mynd-
ir þú segja:
Hefur þú orkt ljóð um nokkuð
sem unnt er að koma á blað.
Þau yrðu í hóp frægra flokkuð
þó þú finndir þeim sjálfur þar stað.
Á augnabliki er kjarninn kominn
og stefnir í ágætis kver.
Þér sýnist það smátt en upp raðast orðin
líkt þau laðist að sjálfum sér.
Í lokin er lítið kvæði til þín, afi.
Stoltur af þér, þín mun ég sakna
sárt um ókomin ár,
en í kjölfari þínu eru kraftar sem vakna
kollóttir ungar með hár.
Kjartan Hrafn Loftsson.
Elsku Afi langi.
Ég er mjög leið yfir því að þú ert
dáinn. Ég sakna þín mjög mikið.
Ég er búin að hafa mjög gaman af
því að heimsækja þig á Íslandi.
Ég veit að þú ert alltaf hjá mér í
hjarta mínu.
Ég vona að þú hafir það gott á
himninum. Ég lofa að passa ömmu
löngu og heimsækja hana alltaf þegar
ég kem til Íslands.
Ég elska þig,
Þín,
Melkorka Kjartansdóttir
Luxembourg.
Ef ég ætti að velja eitt lýsingarorð
sem lýsti honum afa mínum Kjartani
einna best þá væri það orðið „stór“.
Afi var stór maður, hávaxinn og
myndarlegur, hann hafði stórt skap
sem hann nýtti vel í stefnufestu og
ákveðni, hann var mikill listamaður
og stórskáld í augum fölskyldunnar.
En síðast en ekki síst var hann stór
fyrir það stóra hjarta og miklu hlýju
sem hann bar í brjósti sér.
Aðfaranótt mánudags var ég and-
vaka. Ég hafði heimsótt afa tveim
dögum áður þar sem við náðum að
tala heilmikið saman. Þessa nótt rifj-
aðist heimsóknin upp fyrir mér aftur
og aftur. Morguninn eftir hringdi
mamma. Afi var sofnaður.
Elsku afi, seinasta samverustundin
okkar einkenndist af hlýjum orðum,
kveðjuorðum. Við vissum bæði að það
væri ekki langt eftir og töluðum um
það opinskátt. Þú ítrekaðir enn og aft-
ur stolt þitt af fjölskyldunni og þakk-
læti fyrir alla þá ást og hlýju sem þér
hefði verið veitt. Þú sagðir: „Ég er
ríkur maður og ég kveð sáttur.“ Svo
bættir þú við: „Tobba mín, ég mun
vaka yfir þér – ég mun vaka yfir ykk-
ur öllum.“
Þú varst maður orða þinna og því
kæmi mér ekki á óvart að þú værir
hérna núna og læsir þessar línur yfir
öxlina á mér jafnóðum og ég set þær á
blað. Þú veist líka að ég gæti skrifað
veglega bók um samverustundir okk-
ar og skreytt hana með ljóðum, smá-
sögum og myndum eftir þig.
Ég mætti sjálfum dauðanum í líki gáfaðs
manns,
hann heilsaði mér kurteislega og sagði:
„Getur þú í alvörunni trúað sögum hans,
sem hélt því fram að heimsstormana
lægði?“
Við gengum þöglir saman, um blaut og
slepjuð torg,
ég velti þessu fyrir mér og þagði.
Hann skimaði yfir borgina, með svip þess
manns í sorg
sem hefur misst allt sitt á augabragði.
Leiðir okkar skildu við næstu gatnamót,
hann sneri við, en ég fór beina veginn.
Hann kvaddi mig með orðunum: „Við eigum
stefnumót,
seinna kannski, það er hinum megin“.
(Kjartan Th. Ingimundarson.)
Elsku afi Kæi, ég er sátt af því að
þú varst sáttur. Þú óskaðir þess að fá
að deyja með reisn og í mínum huga
gerðir þú það. Minningarnar um þig
mun ég geyma um ókomin ár. Megi
góður Guð blessa þig.
Þín Tobba,
Þorbjörg Jensdóttir.
Hann Kjartan skipstjóri, frændi
minn, bróðir hennar mömmu, er fall-
inn frá og stýrir nú í dag himinfleyj-
um.
Ég má til með í fáum orðum að
minnast hans, en þetta er maðurinn
sem ég leit mjög upp til sem barn og
ungur maður. Kjartan kom oft í heim-
sókn til okkar, sérstaklega þegar
hann var að læra í Stýrimannaskól-
anum fyrir rúmri hálfri öld, en hann
lauk þar námi II. stigs fiskimanna-
deildar 1957.
Ég vildi þá svo mikið gefa til að líkj-
ast þessum glæsilega frænda mínum
og þess vegna mjög ákveðinn í að
verða skipstjóri eins og hann, þegar
ég yrði stór.
Mamma mín og Kjartan voru mjög
kær, og sagði hún mér margar
skemmtilegar sögur af honum þegar
þau voru barnung og hann á leið á sjó-
inn 14 ára gamall, hvalbátana sem þá
voru gerðir út frá Suðureyri v/
Tálknafjörð. Hann hlakkaði víst mik-
ið til að sjálfsögðu og æfði sig mikið að
fanga hval í túninu heima í Yztu-
Tungu.
Þegar hann var skipstjóri á m/b
Sæfara BA sem var á síldveiðum
sumarið 1964 réð hann mig 15 ára
strákinn sem háseta og var það eft-
irminnilegur og fróðlegur tími sem er
mér mjög kær og varð til þess að ég
hélt áfram til sjós og fór í Stýri-
mannaskólann.
Með kærum þökkum fyrir allt.
Helgi frændi.
Elsku Hrafnkell
minn.
Þegar síðasta
vinnudegi vikunnar
lauk óraði mig ekki fyrir því að
hann væri okkar allra síðasti saman.
Fréttirnar sem bárust mér af and-
láti þínu á sunnudeginum voru og
eru enn hræðilegt áfall. Ég vildi
bara óska að ég hefði kvatt þig bet-
ur þarna á föstudeginum og sagt
þér að njóta þess að eiga nú loksins
frí heila helgi. Við unnum nú ófáa
laugardagana saman og mér þótti
vænt um þegar þú tókst upp á því
að koma við í bakaríi og kaupa
kleinur handa okkur í morgunsárið.
Svo var það pitsa í hádeginu og mér
fannst alltaf jafn gaman að spyrja
þig hvaða álegg þú vildir þó svo að
ég vissi ósköp vel að það var alltaf
bara skinka og pepperoni. Já, það er
margt svona sem ég á eftir að
sakna. Þú varst svo klár og góður
strákur og mér líkaði vel við þig frá
fyrsta degi þó að það hefði tekið
smátíma að komast inn fyrir hjá
þér. Þrátt fyrir að við værum ólíkar
persónur náðum við vel saman, tuð-
uðum hvort í öðru eins og gömul
hjón og hnýttum góðlega hvort í
annað. Þennan lúmska húmor þinn
fattaði ég svo vel og fannst alltaf
jafn gaman að honum. Öðru eins
tölvuleikjasjeníi og tónlistarspekú-
lerant hef ég sjaldan kynnst. Ég
veit hvað þér þótti gaman þegar þú
fórst með pabba þínum til London á
Genesis-tónleikana og Queen-söng-
leikinn, sem ég svo seinna fór á að
þínu ráði og ræddum við það heil-
mikið eftir á. Þú varst mikill
raunsæismaður og hristir höfuðið
yfir mér þegar ég var að þylja yfir
þér draumana mína og reyna að
ráða í þá. Ég veit hvaða skoðanir þú
hafðir á þess háttar málum en þrátt
Hrafnkell Helgason
✝ HrafnkellHelgason fædd-
ist í Reykjavík 1.
september 1984.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu hinn 17. febr-
úar síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði 25. febrúar.
fyrir það vil ég trúa að
þú lifir áfram.
Elsku Helgi, Edda
og Steinar, Guð veri
með ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Hrafnkell minn,
mér þótti svo vænt
um þig og í hjarta
mínu geymi ég allar
góðu minningarnar.
Þín vinkona
Steinunn.
Ég man enn þegar
Hrafnkell og ég urðum vinir. Við
laumuðum á milli okkar kroti, skiss-
um og skilaboðum í tíma í MH. Í há-
degishléi ræddum við hvaða kenn-
arar væru leiðinlegastir og við
veltum fyrir okkur hvaða kennslu-
stundum við gætum skrópað í til að
hafa meiri tíma fyrir tölvuleikina
sem við vorum djúpt sokknir í. Við
gátum endalaust hlustað á tónlist og
talað um hana. Hrafnkell elskaði og
kunni sannarlega að meta músík og
aldrei mun ég gleyma samræðum
okkar um tónlist sem stundum ent-
ust fram undir morgun. Hann var
einn greindast maður sem ég hef
kynnst. Mér fannst eins og hann
skildi mig án þess að ég þyrfti að út-
skýra neitt. Þegar jafn sorglega at-
burði og skyndilegt andlát ber að
höndum skilur maður að fullu
hversu góður vinur hann var og
hversu djúpt ég sakna hans. Ég
sakna húmors Hrafnkels sem fékk
mig svo oft til að hlæja. Grínið varð
að leik þar sem reyndum alltaf að
ganga lengra og lengra og fá hvor
annan til að hlæja enn meira. Á end-
anum höfðum við eignast okkar eig-
in húmor og oft kímdum við hvor til
annars á meðan aðrir litu á okkur
undrandi. Aldrei skemmti ég mér
betur en þegar við hlógum innilega
saman. Hrafnkell, þú varst sá besti
vinur sem ég gat vonast til að eign-
ast. Ég er þér þakklátur fyrir allar
samverustundirnar og hjartað
stendur í stað af tilhugsuninni um
að þær verða ekki fleiri.
Far vel, kæri vinur. Þín verður
ávallt minnst.
Þinn vinur,
David Kalendaric Babic.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
bróðir og afi,
ELLERT EGGERTSSON,
Hraunbæ 90,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 22. febrúar, verður jarðsunginn frá
Árbæjarkirkju mánudaginn 3. mars kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Elín Halla Þórhallsdóttir,
Rebekka Rós Ellertsdóttir, Páll Jónsson,
Eggert Ellertsson,
Andri Þór Ellertsson, Anna Lilja Marteinsdóttir,
Sigríður Elísabet Sæmundsdóttir,
Sæmundur Eggertsson,
Eyþór Eggertsson, Ingveldur Ólöf Björgvinsdóttir
og afabörn.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is