Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 37
rykföllnum skjölum eða útgáfa að- skiljanlegra rita. Vitjanir mínar á heimili þeirra Ingi- bjargar urðu mér endurnæring og hresstur af margvíslegum veitingum og hvatningarorðum fór ég alltaf af þeim fundum. Ármann var kennari af þeirri gerð sem lét sér ekki nægja ítroðslu ein- hverra staðreynda, hann var einnig áhugamaður um menningarlegt og fé- lagslegt uppeldi æskunnar og stóð við hlið hennar í ungmennafélagsstarfi lengi framan af ævi. Hygg ég að á hon- um hafi sannast hið fornkveðna að „öllum kom hann til nokkurs þroska“. Áhugi Ármanns beindist að mörgum viðfangsefnum. Einkum voru það menntamál og þjóðmál, sem heilluðu hann, en einnig útgáfustarfsemi alls konar. Ötull var hann við fundarsókn, þó að hann hefði sig þar jafnan lítt í frammi. Kæmi hann sér á framfæri lá honum gjarna mikið á hjarta og hug- myndir hans voru oft harla nýstárleg- ar og framsæknar. Oft tók hann að sér starf ritara á fundum, ritaði þá fund- argerðir beint í bækur án þess að finna mætti málvillur eða krot. Ármann átti afar létt með að koma sér á framfæri í rituðu máli. Móður- málið var hans beitta vopn og ritvöll- urinn leikvangur þar sem fáir stóðust honum snúning. Ekki vegna stórra orða eða hástemmdra yfirlýsinga, heldur fyrir meitlaðar setningar sem ekki var hægt að misskilja og erfitt að mótmæla. Ármann varð fyrsti forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austurlands. Mót- aði hann starf þess að mörgu leyti og sér verka hans enn stað í þeirri góðu stofnun. Við uppbyggingu safnsins beitti hann sínum stíl, góðlátlegri ýtni og gildum rökum en stóð ekki á torg- um og auglýsti ágæti stofnunarinnar. Ritstörfin voru margvísleg og tals- verð að vöxtum en stærsta verkefni hans á því sviði er hiklaust ritstjórn rits Búnaðarsambands Austurlands „Sveitir og jarðir í Múlaþingi“, sem er einhver vandaðasta byggðalýsing sem gefin hefur verið út á landi hér. Um leið og ég sendi Ingibjörgu og öðrum aðstandendum hugheilar sam- úðarkveðjur vil ég minna á að Aust- firðingar eiga Ármanni Halldórssyni mikið að þakka. Hann á því skilið að minningu hans verði sem lengst á lofti haldið og vænti ég þess að þeir sem nutu leiðsagnar hans sem best komi í veg fyrir að nafn hans falli í gleymsku fyrst um sinn. Sigurjón Bjarnason. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 37 TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR stóð með pálmann í höndunum í 1. deild þegar seinni hluti Íslandsmóts taflfélaga hófst í Rimaskóla í gær- kvöldi. Sveit þessa gamalgróna tafl- félags hafði 3½ vinnings forskot á Helli og hauka. TR var með 25 vinn- inga af 28 mögulegum fyrir loka- sprettinn en Hellir og Haukar með 21½ v. Síðan kom a-sveit Fjölnis með 20 vinninga, b-sveit Hellis með 12½ vinning í 5. sæti, Skákfélag Akureyr- ar b-sveit með 11 vinninga, Skákfélag Akureyrar a-sveit með 10 vinninga og lestina ráku Eyjamenn með 6 vinn- inga. Hápunktur keppninnar um helgina er tvímælalaust viðureign erkifjend- anna TR og Íslandsmeistara Hellis sem stóð fram í síðustu umferð móts- ins og er það vel því þá liggur alger- lega fyrir hvað liðin þurfa marga vinninga til að tryggja sér sigurinn. Athygli vekur góð frammistaða Haukanna sem áttu að tefla við a- sveit TR í gærkvöldi. Hellismenn eiga léttasta prógrammið á loka- sprettinum og það er líklegt að mun- urinn á liðunum verði lítill þegar loka- umferðin rennur upp. Framkvæmd Íslandsmóts tafl- félaga hefur verið í föstum skorðum undanfarin ár en þetta er eitt skemmtilegasta og fjölmennasta reglulega mót Skákhreyfingarinnar á ári hverju. Talið er að hátt í 400 manns taki þátt í keppninni. Ekki hefur enn verið tekið á því vandamáli sem fylgir því þegar sterkustu liðin eru með a- og b-lið í efstu deild. Í öðr- um keppnisgreinum þekkist þetta fyrirkomulag ekki og sennilega þarf að fara 40 ár aftur í tímann er eitt af stóru knattspyrnuliðunum sendi b-lið í meiri háttar keppni. KR-b komst í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ árið 1968. Í 2. deild eru Bolvíkingar á mikilli siglingu og virðast hafa tryggt sér sæti í 1. deild að ári. Staðan er þessi: 1. Bolungarvík 20 v. 2.-3. Hauk- ar-b 1og TR-b 13 v. 4. Selfoss 12½ v. 5. TG 11 v. 6. Akranes 10½ v. Kátu biskuparnir 3 v. Í 3. deild eru KR–ingar efstir með 17½ v. af 24 mögulegum en c-sveit Hellis og TR koma næst með 16 vinn- inga. Í 4. deild er b-sveit Bolvíkinga efst með 17½ vinning en í 2. sæti kemur b- sveit Fjölnis með 16½ vinning. Í neðri deildunum, þriðju og fjórðu eru sex skákmenn i hverri sveit. Kínverjarnir koma á Reykjavíkurskákmótið Kínverskir skákmenn verða í eld- línunni á 23. Reykjavíkurskákmótinu sem hefst í Skákhöllinni í Faxafeni mánudaginn 3. mars kl. 17. Reykja- víkurmótin hafa fyrir löngu öðlast ákveðinn sess í skáklífi Íslendinga en talsverðar líkur eru á því að mótið verði haldið á hverju ári. Reykjavík- urskákmótið er að öllum líkindum fyrsti reglulegi alþjóðaviðburðurinn sem tengist nafni Reykjavíkur. Helsti hvatamaður þess var ungur formaður TR, Jóhann Þórir Jónsson. Fyrsta mótið var haldið í Lídó 1964 en þá sigraði Mikhael Tal með miklum glæsibrag. Nú hafa 93 skákmenn skráð sig til leiks en 20 þeir stiga- hæstu eru: 1. Wang Yue (Kína) 2.698, 2. Wang Hao (Kína) 2.665, 3. Vladimir Baklan (Úkraínu) 2.639, 4. Viktor Mikha- levskí (Ísrael) 2.639, 5. Vadim Mala- khatko (Belgíu) 2.600, 6. Fabiano Ca- ruana (Ítalíu) 2.598, 7. Stelios Halkias (Grikklandi), 8. Georg Meier (Þýska- landi) 2.570, 9. Mohamad Al-Mo- diahki (Katar) 2.569, 10. Goran Dizd- ar (Krótaíu) 2.565, 11. Hannes Hlífar Stefánsson 2.564, 12. Kjetil Lie (Nor- egi) 2.556, 13. Normunds Mieezis (Lettlandi) 2.553, 14. Igor-Alexandre Nataf 2.552, 15. Ahmed Adly (Egyptalandi) 2.551, 16. Alojzije Jankovic (Króatíu), 17. Tiger Hillarp Persson (Svíþjóð) 2.539, 18. Luis Gal- lego (Portúgal) 2.529, 19. Dejan Boj- kov (Búlgaríu) 2.523, 20. Aloyzas Kveinys (Litháen) 2.521. Margir at- hyglisverðir skákmenn eru í þessum hópi, t.d. heimsmeistari unglinga Egyptinn Ahmed Adly sem varð efst- ur á síðasta Reykjavíkurmóti með því að vinna Magnús Carlsen í lokaum- ferðinni. Anand treystir sig sessi í Linares Indverski heimsmeistarinn Wisva- nathan Anand vann sannfærandi sig- ur á Alexei Shirov í fyrstu unferð Lin- ares-hluta sterkasta lokaða móts ársins sem er skipt á milli Morelia í Mexíkó og Linares á Spáni. Anand hafði forystu eftir fyrri hlutann í Mor- elia og mætir greinilega ákveðinn til leiks. Þá vakti athygli heppnissigur Magnúsar Carlsen með svörtu yfir Vasilí Ivantsjúk. Staðan að loknum átta umferðum er þessi: 1. Anand 5½ v. (af 8) 2.-3. Levon Aronjan og Magnús Carlsen 4½ v. 4.-5. Venselin Topalov og Alexei Shi- rov 4 v. 6. Teimour Radjabov 3½ v. 7.-8. Peter Leko og Vasilí Ivansjúk 3 v. Sigur Anands yfir Shirov fylgir hér á eftir en hún er gott dæmi um það hversu sterkur kóngspeðsmaðurinn Indverjinn er. Í Svesnikov-afbrigði sikileyjarvarnarinnar er það mikið tíðkað að fresta hrókun um stund til að þeyta fram h-peðinu á réttu augna- bliki. Shirov er við jafnteflisdyrnar lengst af en það sem ræður úrslitum er 47. leikur hvíts sem gerir Anand kleift að komast á bak við b-peðið: Morelia/Linares, 8. umferð: Wisvanathan Anand – Alexei Shirov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. c3 Bg5 12. Rc2 0–0 13. a4 bxa4 14. Hxa4 a5 15. Bc4 Hb8 16. b3 Kh8 17. Rce3 g6 18. De2 f5 19. h4 Bxe3 20. Dxe3 fxe4 21. h5 g5 22. Dxe4 Bb7 23. De3 e4 24. 0–0 Re5 25. Hfa1 De8 26. Hxa5 Dxh5 27. Dxe4 Hbe8 28. Be2 Dh4 29. Dxh4 gxh4 30. Re3 h3 31. gxh3 Rf3+ 32. Bxf3 Hxf3 33. Hh5 Hg8+ 34. Kf1 Hgf8 35. Rd1 Hd3 36. Hh4 Bf3 37. Hd4 Hxd4 38. cxd4 Hf4 39. Re3 Hxd4 40. Ha4 Hd3 41. Hf4 Bh5 42. b4 d5 43. Kg2 Bg6 44. Rf5 Kg8 45. Re7+ Kg7 46. Rxg6 Kxg6 47. Hf3 Hd1 48. Hb3 d4 49. Kf3 d3 50. Ke3 Hh1 51. b5 Hxh3+ 52. f3 Hh1 53. b6 He1+ 54. Kxd3 He8 55. b7 Hb8 56. Ke4 h5 57. Kf4 og svartur gafst upp. TR mætir Helli í lokaumferðinni SKÁK Rimaskóli í Grafarvogi Íslandsmót taflfélaga 29. febrúar-1. mars 2008 Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Stigahæstur Hannes Hlífar Stef- ánsson fer fyrir íslensku keppend- unu á 23. Reykjavíkurskákmótinu. ✝ Ársæll Her-mannsson raf- virki fæddist í Gerðakoti í Ölfusi 24. apríl 1931. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 21. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hermann Eyjólfs- son og Sólveig Sig- urðardóttir, Gerða- koti í Ölfusi. Systkini hans eru Eyjólfur,d. 2002, Ragnar, Hermann, Rósa, Marta og Sigurður. Ársæll kvæntist 24.12. 1960 Ragnheiði Guðrúnu Þorgils- dóttur, f. á Ísafirði 9.12. 1937. Börn þeirra eru: 1) Margrét, f. 11.4. 1957, gift Hjálmari Brynj- úlfssyni. Börn þeirra eru Ragn- heiður Bríet sem á þrjár dætur, Ársæll, Jóna Heiða og Þorgils Árni. 2) Hafsteinn Már, f. 2.6. 1960, kvæntur Helgu J. Sigurjóns- dóttur. Börn þeirra eru Hugrún Lind og Birkir Örn. Fyr- ir á hann eina dótt- ur, Hrafnhildi Laufey. 3) Her- mann, f. 21.5. 1965, kvæntur Sigríð, Sigmundsdóttur. Börn þeirra eru Sigmundur Grétar og Guðlaug Harpa. Ársæll og Ragn- heiður bjuggu alla tíð í Hveragerði. Ársæll vann við fjölmörg iðnaðarstörf, s.s. smíðar, múrverk og pípulagnir. Síðustu 20 árin í starfi vann Ár- sæll á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við rafvirkjun þar til hann lauk störfum 72 ára að aldri. Útför Ársæls fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hinn 21. febrúar sl. lést Ársæll mágur okkar eftir erfiða sjúkdóms- legu. Frá því í haust var hann búinn að vera ýmist mjög lasinn inni á sjúkrahúsi eða heima hjá konu sinni Ragnheiði ofurlítið skárri. Þau hjónin kynntust ung og nú á þessum tímamótum er samband þeirra búið að vara í yfir 50 ár. Þau eignuðust þrjú börn og eiga nú níu barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Ársæll og Ragnheiður hafa búið í Hveragerði allan sinn búskap og þar starfaði Ársæll sem rafvirki, lengst af hjá Elliheimilinu Ási. Þau hjónin voru mjög samrýnd og þess nutum við systkinin og fjölskyldur okkar þegar við komum til þeirra í heim- sókn. Það var alltaf vel tekið á móti gestum í Dynskógum 9, og mikið spjallað og hlegið. Við stórfjölskyldan áttum frábær- ar samverustundir þegar við hitt- umst á ættarmóti í Djúpavík fyrir nokkrum árum. Okkur þykir líklegt að Ársæli hafi þótt gaman að borða kvöldmat í síldarverksmiðjunni sem föðurbróðir hans byggði á Djúpavík 1935. Síðasta „stórsamkoma“ fjöl- skyldunnar var síðan í níræðisaf- mæli móður okkar fyrir þremur ár- um. Lára móðir okkar, sem oft dvaldi hjá Ragnheiði og Ársæli í Hvera- gerði, biður fyrir hjartans kveðjur sínar og þakkir fyrir ljúfar og góðar samverustundir. Hugur hennar hef- ur verið stöðugt hjá Ragnheiði þessa síðustu daga. Ársæll var hlýr og góður maður, raungóður og vinur vina sinna. Hann var bóngóður og vildi leysa vanda hvers þess sem til hans leit- aði. Að leiðarlokum viljum við und- irrituð og fjölskyldur okkar þakka Ársæli af öllu hjarta samfylgdina á langri vegferð og sendum Ragn- heiði systur okkar og fjölskyldu hennar okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. (Tómas Guðmundsson) Ásbjörn og Eva, Hjördís og Jón og fjölskyldur. Ársæll Hermannsson fyrir, bara áminnt um að fara gæti- lega. Allt sem þeir gerðu var vandað, það var þeirra háttur. Hannes var einstaklega trúr í starfi sem sést best á því að hann skipti aldrei um vinnu, keyrði mjólkurbíl fyrir Mjólkurbú Flóamanna, – M.B.F. – alla sína far- sælu starfævi, vel liðinn af samstarfs- mönnum, bændum og sínum yfir- mönnum. Á Laugarvatni var ég spurð hverra manna ég væri, dóttir Ingu og Jóns á Skipum, var þá viðkvæðið „já, bróðurdóttir Hannesar“. Fóru sögur af því hversu minnugur hann var, t.d. voru 3 til 4 að gera pantanir hjá hon- um samtímis, töluðu hver upp í annan og ekki brást það að allt kom eins og um var beðið og ruglaðist hann ekki á hver átti hvað, ekkert líkur kollega sínum „Bjössa á mjólkurbílnum“. Hannes og Sigtryggur höfðu gaman af að ferðast, tefla og spila brids og keppa, farsælir í því eins og öðru. Fjölskyldan kallaði þá „strákana“ og gerði ég það að sjálfsögðu líka. Von var á þeim í heimsókn til okkar Ólafs, í „Gamla húsið“, ég hugðist taka á móti þeim úti á hlaði og bað Óla Ben. sem var þá 10 ára, að láta mig vita þegar „strákarnir“ kæmu. Svo veit ég ekki fyrr til en þeir eru komnir upp á tröppur og ég segi við Óla: „Þú áttir að láta mig vita þegar „strákarnir“ kæmu“; hann horfði á mig og þá til skiptis. Höfðu þeir gaman af þessu at- viki. Það var líka mjög gaman að hlusta á þá rifja upp t.d. þegar þeir léku sér á loftinu við vini sína og ná- granna, hlupu snarbrattan stigann, upp og niður, eins og ekkert væri. Ég mun halda áfram að ylja mér við minningarnar og er ég þakklát okkar síðustu samverustund og fann þá sem endranær umhyggjuna sem hann sýndi mér og mínum. Ættingjum Hannesar þakka ég all- ar góðar stundir og veit ég að Sig- tryggur saknar bróður og vinar. Bið ég Guð að blessa minningu Hannesar Móeiður Jónsdóttir. Hannes var okkur bræðrum kær enda vandfundinn heilsteyptari og heiðarlegri maður. Hann var sterk- legur og myndarlegur á velli, hávax- inn, bjartur yfirlitum, svipfríður með há kollvik. Hann hafði góða nærveru, hógværð og nægjusemi einkenndi hann. Glaðlyndur var hann og átti auðvelt með að umgangast aðra. Auð- velt var að laðast að honum og fyrir honum voru allir jafnir, börn sem full- orðnir. Hannes ólst upp að Skipum í hópi hálf- og alsystkina við almenn bústörf, auk þess sem róið var til fiskjar vor og haust til að afla fanga til búsins. Ungur fór hann á vetrarvertíð og kynntist þá hættum hafsins. Tæp- lega 17 ára bjargaðist hann úr sjáv- arháska þegar mótorbátnum Ingu hvolfdi í innsiglingunni á Stokkseyri og einn skipverja lést. Þessi lífs- reynsla hefur eflaust mótað hann. Sjómennsku, auk annarra starfa, stundaði hann næstu árin samhliða því að aðstoða foreldra sína við bú- störfin. Lengstum, frá 22 ára aldri til sjötugs, vann hann sem bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hann fylgdi þannig þróun starfs sem í byrjun fólst í að vera allt í senn farþega-, vöru- og póstflutningar auk brúsaflutninga á mjólk, til þess tíma er tankbílar tóku við. Hannes var farsæll í ævistarfi sínu og naut virðingar hjá vinnuveit- anda sínum og bændum. Hannes var heimakær. Hann bjó lengi að Skipum ásamt bræðrum sínum og aðstoðuðu þeir foreldra sína við bústörfin og síð- ar móður sína við lát föðursins. Það var í kjölfar þess sem við nutum þeirra forréttinda að fá að dveljast í sveit og kynntumst því verklagi sem þá tíðkaðist við bústörf. Hannes var þá, ásamt bræðrum sínum í austur- og vesturbænum á Skipum, óspar á að kenna okkur réttu handtökin við fjölbreytt störf og koma okkur til þroska við gefandi vinnu. Er amma brá búi 1967 fluttist hún með sonum sínum að Selfossi. Eftir lát hennar flutti Hannes ásamt bróður sínum Sigtryggi í eigið hús og bjuggu þeir saman upp frá því. Voru þeir alla tíð mjög samrýmdir og vart verður á annan minnst án þess að hins sé getið í sömu andrá. Þeir voru ekki aðeins bræður heldur einnig bestu vinir. Deildu þeir alla tíð saman áhuga á skák og ekki síður brids þar sem þeir unnu til verðlauna, hann einn sér, þeir saman í tvímenningskeppni eða í stærri sveit. Spilamennskan var alltaf aðaláhugamál Hannesar. Hann undi sér best heima en minntist fárra en ánægjulegra ferðalaga erlendis og innanlands. Hann var minnugur og fróður, fylgdist alla tíð með fréttum og var vel inni í daglegri þjóðmála- umræðu. Hann var ræðinn en líka góður hlustandi, eftirtektarsamur og sá spaugilegar hliðar á tilverunni. Aldrei sáum við hann bregða skapi eða leggja illt til nokkurs manns. Hannes var hraustur til líkama og sál- ar og má eflaust m.a. þakka það reglusemi hans í hvívetna. Honum varð sjaldan misdægurt og þurfti lítt að nota heilbrigðisstofnanir. Það varð þó hans hlutskipti er hann 13. jan. sl. datt á heimili sínu og lærbrotnaði. Hann var í endurhæfingu á sjúkra- húsi er hann lést. Að leiðarlokum þökkum við honum samferðina. Blessuð sé minning hans. Jón Ingvar og Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.