Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 42
42 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Á REYKJAVÍK International fór
fram í fyrsta skipti danskeppni á
vegum Dansfélags Reykjavíkur og
Dansskóla Jóns Péturs og Köru.
Framvegis verður hún árlegur við-
burður og vonandi innan 5 ára verð-
ur mótahaldið allt orðið með alþjóð-
legum hætti. Mótið er góður undir-
búningur fyrir komandi keppnis-
tímabil þátttakenda í öllum greinum.
Með þessu íþróttamóti er líka verið
að vekja athygli á þeim íþróttagrein-
um sem oft fá litla umfjöllun í fjöl-
miðlum og við áhugafólk um dans
tökum fagnandi hendi.
Danskeppnin var haldin í Laugar-
dalshöllinni og var allur aðbúnaður
ágætur. Aðeins var keppt í efstu
styrkleikaflokkum, K– keppnisflokki
og F– með frjálsri aðferð. Fyrir-
komulagið var aðeins öðruvísi en
vant er, og var skemmtanagildið haft
í fyrirrúmi.
Salurinn var skemmtilega lýstur
og naut dansinn góðs af því að vera
partur af stóru móti því hljóðkerfið
var frábært í húsinu. Gólfið sneri öf-
ugt miðað við það sem vanalegt er á
danskeppni í höllinni og var þess
vegna frekar lítið. Það hentaði ágæt-
lega í ljósi stærðar dansmótsins í ár,
en ef ætlunin er að gera mótið al-
þjóðlegt þarf keppnisgólfið að vera
löglegt að stærð. Dagskráin stóðst
að öllu leyti, tímaáætlun og verð-
launaafhending. Níu dómarar voru á
mótinu, allir íslenskir utan einn sem
ég vil kalla „hálfíslenskan“. Adam
Reeve er kvæntur íslenskri stúlku,
Karen Björk Björgvinsdóttur, og
eru þau Íslendingum góðkunn, fyrr-
verandi 10 dansa heimsmeistarar
fyrir Íslands hönd. Þau hjónin voru
bæði dómarar á mótinu, en aðrir ís-
lenskir dómarar voru: Hinrik Norð-
fjörð Valsson, Hólmfríður Þorvalds-
dóttir, Ingibjörg Róbertsdóttir,
Kara Arngrímsdóttir, Rakel Guð-
mundsdóttir, Vilborg Sverrisdóttir
og Hildur Ýr Arnarsdóttir. Þess má
geta að þau eru allir fullgildir með-
limir í Dansráði Íslands.
Helstu úrslit á mótinu voru eftir-
farandi:
Börn I og II K
suðuramerískirdansar
1. Pétur Fannar Gunnarsson og Aníta Lóa
Hauksdóttir, Dansdeild ÍR.
2. Davíð Bjarni Chiorla og Rakel Matthías-
dóttir, DÍH
3. Reynir Stefánsson og Ástrós Magnúsdótt-
ir, Dansfélagi Reykjavíkur.
4. Róbert Snær Harðarson og Herdís Hanna
Yngvadóttir, Dansdeild ÍR.
Unglingar I og II K
suðuramerískirdansar
1. Birkir Örn Karlsson og Rakel Ýr Högna-
dóttir, DÍK
2. Björn Dagur Bjarnason og Dröfn Farest-
veit, DÍK
3. Bergþór Kjartansson og Arna Rut Arn-
arsdóttir, DÍK.
Ungmenni/fullorðnir K
suður-amerískir dansar
1. Orri Jónsson og Erna Dögg Pálsdóttir,
Dansfélagi Reykjavíkur.
2. Guðmundur Guðmundsson og Jóna Rán
Pétursdóttir, Hvönn.
3. Logi Sigurðsson og Inga Lóa Karvelsdótt-
ir, Dansfélagi Reykjavíkur.
Unglingar I F suður-
amerískir dansar
1. Andri Fannar Pétursson og Helga Kristín
Ingólfsdóttir, DÍH.
2. Oliver Sigurjónsson og Rebekka Helga
Sigurðardóttir, Dansdeild ÍR.
3. Kristófer Haukur Hauksson og Ólöf Rún
Erlendsdóttir, Dansdeild ÍR.
4. Guðlaugur Agnar Valsson og María Rose
Bustos, Dansdeild ÍR.
Sömu pör kepptu í standard-döns-
um í þessum flokki og röðuðust pörin
niður í sömu sæti og í suður-amer-
ísku dönsunum.
Unglingar II F suður-
amerískir dansar
1. Björn Halldór Ýmisson og Jóna Kristín
Benediktsdóttir, DIH
2. Valentin O. Loftsson og Tinna Björk
Gunnarsdóttir, DÍH.
3. Þorkell Jónsson og Malín Agla Kristjáns-
dóttir, Dansfélagi Reykjavíkur.
Unglingar II F standard-dansar
1. Valentin O. Loftsson og Tinna Björk
Gunnarsdóttir, DIH
2. Björn Halldór Ýmisson og Jóna Kristín
Benediktsdóttir, DÍH.
3. Þorkell Jónsson og Malín Agla Kristjáns-
dóttir, Dansfélagi Reykjavíkur.
Ungmenni/fullorðnir F
suður-amerískir dansar
1. Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guð-
mundsdóttir, DIH.
2. Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jak-
obsdóttir frá DIH.
3. Sigurður Þór Sigurðsson og Ásta Björg
Magnúsdóttir, DIH.
Ungmenni/fullorðnir
F standard-dansar
1. Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jak-
obsdóttir, DIH. Sigruðu með hreint hús
stiga.
2. Alexander Mateev og Lilja Harðardóttir,
DIH.
3. Magnús Arnar Kjartansson og Rakel
Magnúsdóttir, DIH.
4. Sigtryggur Hauksson og Eyrún Stefáns-
dóttir, Dansfélagi Reykjavíkur.
Nánari niðurstöðu úrslita er að
finna á heimasíðu dansskóla Jóns
Péturs og Köru. www.dansskoli.is
Í lokahófinu sem haldið var á
sunnudagskvöldinu var því danspari
sem náði bestum árangri, þ.e. með
flesta gefna ása, veitt verðlaun sem
danspar mótsins. Að þessu sinni
voru það Sigurður Már Atlason og
Sara Rós Jakobsdóttir frá Dans-
íþróttafélagi Hafnafjarðar sem hlutu
verðlaunin. Ég óska þeim innilega til
hamingju.
Vil að lokum óska Dansfélagi
Reykjavíkur, ÍBR og Dansskóla
Jóns Péturs og Köru til hamingju
með skemmtilegt og vel heppnað
mót. Hlakka til að fylgjast með aftur
að ári.
Skemmtanagildið í fyrirrúmi
DANS
Alþjóðlegt íþróttamót í Laug-
ardalnum undir forystu ÍBR
Helgina 18.–20. janúar
Keppt var í samkvæmisdönsum í fyrsta
skipti á þessu móti ́08
Andri Fannar Pétursson og Helga Kristín Ingólfsdóttir frá DÍH.
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Davíð Bjarni Chiorla og Rakel Matthíasdóttir frá DÍH.
Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá DIH
að dansa standard-dansa.
Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir
frá DIH í suðrænni sveiflu.
Pétur Fannar Gunnarsson og Aníta Lóa Hauksdóttir frá Dansdeild ÍR.
Hildur Ýr Arnarsdóttir danskennari
danshusid@islandia.is