Morgunblaðið - 01.03.2008, Page 43

Morgunblaðið - 01.03.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 er fjölbreytt dag- skrá, m.a vinnnustofur spilasalur o.m.fl. Mánud. 10. mars veitir Skatt- stofan framtalsaðstoð. Þriðjud. 18. mars er leikhúsferð í Þjóðleikhúsið á Sólarferð, sýning hefst kl. 14, skráning á staðnum og s. 575- 7720. Hraunbær 105 | Framtalsaðstoð verður 11. mars frá kl. 9-12, skrán- ing á skrifstofu eða í síma 411- 2730. Hæðargarður 31 | Heitur matur virka daga í hádeginu, hóflegt verð. Á mánudögum er félagsvist kl. 13.30. og skapndi skrif kl. 16, leiðb. Þórður Helgason cand. mag og ljóðskáld. Litla „listahátíðin“ er samsýning Leikslólans Jörfa og Listasmiðju Hæðarggarðs. S. 568- 3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- landsskóla, Víðigrund kl. 9.30- 10.30. Uppl. í síma 564-1490. Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfund 4. mars kl. 20 á Garðaholti. Venju- leg fundastörf og skemmtun. Kaffi- nefnd skipa hverfi: 3, 10, 11, 14 og 18. Konur í kaffinefnd mæta kl. 19. Stjórnin.www.kvengb.is Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Fundur á morgun kl. 10 á Grettisgötu 89. Slysavarnadeildin Hraunprýdi | Aðalfundur (súpufundur) kl. 18 í húsi deildarinnar, Flatahrauni 14. Þórðarsveigur 3 | Aðstoð við skattframtal 2008 verður veitt 14. mars kl. 9-10.30. Hægt er að panta tíma hjá umsjónarmanni salarins- ,Þórðarsveig 3, í síma 891-6056. Kirkjustarf Aðventkirkjan á Suðurnesjum | Biblíurannsókn kl. 11 og guðþjón- ustu kl. 12. Ræðumaður er sr. Björgvin Snorrason. Súpa og brauð eftir samkomuna. Dómkirkjan | Barna og æskulýðs- messa kl. 11. Sunnudagaskólakrakk- ar syngja, bænir barna úr kirkju- starfinu verða sýnilegar í kirkjunni á þessum degi. Fermingarstúlka leikur á fiðlu og fermingarbörn lesa. Ice-step danshópur dansar. Hallgrímskirkja | Orgelandakt kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið og sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson annast ritningarlestur. Leikin verða verk eftir Johannes Brahms og Jehan Alain. Aðgangur ókeypis. Kristniboðssambandið | Kristni- boðsvika hefst á morgun með sam- komu kl. 20 í húsi KFUM og K á Holtavegi 28. Ragnar Gunnarsson segir frá ferð sinni til Eþíópíu. Aðr- ar samkomur verða þriðjudag, mið- vikudag, fimmtudag og sunnudag. Fjölbreytt dagskrá. Selfosskirkja | Barna- og fjöl- skyldusamkoma kl. 11 á morgun. Yngri og eldri barnakórar Selfoss- kirkju syngja undir stjórn Edítar Molnár. Gullbrúðkaup. Í dag, 1. mars, eiga hjónin Birna Axelsdóttir og Guðmundur Sólbjörn Gíslason frá Hellissandi, fimmtíu ára brúðkaupsafmæli. Þau halda upp á daginn með fjölskyldu sinni. 60ára afmæli. Sextugurer í dag, 1. mars, Pétur Gíslason, framkvæmdastjóri Stjörnufisks. Hann og Guðrún Bjarnadóttir, eiginkona hans, eru í brúðkaupsferð á Jamaica um þessar mundir. dagbók Í dag er laugardagur 1. mars, 61. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. (Mt. 10,31.) Háskóli Íslands og samstarfs-aðilar bjóða upp á Vísindi áverði bíóferðar – stutt nám-skeið um vísindi ætluð börnum og ungmennum 8 til 12 ára. Næsta námskeið verður í dag, laug- ardag, um Undur jarðfræðinnar, kl. 12 til 14 í húsi Orkuveitunnar Bæjarhálsi. Ólafur Ingólfsson prófessor í jarð- fræði við Háskóla Íslands er umsjón- armaður námskeiðsins: „Nám- skeiðaröðin hefur það markmið að hvetja og vekja áhuga ungs fólks á vís- indum og fræðum,“ segir Ólafur. „Sér- fræðingar fjalla um vísindin og kynna sína fræðigrein á lifandi, skemmtilegan og aðgengilegan hátt.“ Á námskeiðinu Undur jarðarinnar stiklar Ólafur á stóru um sögu jarð- arinnar frá upphafi. „Ég segi frá hvernig jörðin myndaðist, hvernig meginlöndin urðu til, og segi frá sögu og þróun lífs á jörðinni, m.a. þróun mannsins,“ útskýrir Ólafur. „Einnig verður farið yfir hvernig Ísland mynd- aðist og hvaða ferli hafa mótað og markað landið okkar.“ Námskeiðin Vísindi á verði bíóferðar hafa verið haldin undanfarin ár við vax- andi vinsældir: „Fyrirlestraröðin hefur fengið mjög góðar móttökur og hafa iðulega færri komast að en vildu. Und- ur vísindanna færa nær börnunum það stóra ævintýri sem náttúruvísindin eru í raun, og hjálpa þeim að skilja allt frá því hvernig grasið grær, til þess hvað veldur snjóflóðum,“ segir Ólafur. „Námskeiðin hjálpa til að opna augu barnanna fyrir þeim undrum sem eiga sér stað allt í kring um okkur, og benda þeim á leiðir til að lesa í og skilja nátt- úruna. Smáþekking á jarðfræði getur þannig gert gönguferð á Esjuna eða í fjörunni við Gróttu að spennandi leið- angri þar sem finna má ummerki um eldgos, jökla.“ Á fyrirlestrinum í dag sýnir Ólafur mikið af myndum til skýringar. Einnig hefur hann meðferðis steingervinga sem áhorfendur geta fengið að skoða, sem og bækur og tímarit sem eru að- gengileg foreldrum og börnum sem vilja fræðast meira um jarðfræði. Finna má nánari upplýsingar á heimasíðu Endurmenntunar HÍ: www.endurmenntun.is. Fjölskyldan | Stutt námskeið í dag kl. 12 til 14 í húsi Orkuveitunnar Börnin læra um vísindi  Ólafur Ingólfs- son fæddist í Reykjavík 1953. Hann lauk BS- prófi í jarðfræði frá HÍ 1979, 4. árs prófi í ísaldarfræði 1981 og dokt- orsgráðu í jökla- og ísaldarfræði frá Lundarháskóla 1987. Ólafur var sérfræðingur við Há- skólann í Lundi 1988-1994, síðar starf- aði hann við Gautaborgarháskola fyrst sem sérfræðingur og síðar pró- fessor til ársins 2000 þegar Ólafur varð prófessor við háskólasetrið á Svalbarða. Frá 2003 hefur hann verið prófessor við HÍ. Ólafur er kvæntur Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur plöntu- vistfræðingi og eiga þau þrjá syni. Tónlist Háskólabíó | Skólahljómsveit Kópavogs verður með tónleika 2. mars kl. 14. Ýmis tónverk verða á efnisskrá tónleikanna, m.a. tónlist úr Pirates Of The Caribbean sem og klassískar perlur eftir Mozart og Rossini. Stjórnendur sveitanna eru Helga Björg Arnardóttir og Össur Geirsson. Hjálpræðisherinn á Íslandi | Fjölskyldu- tónleikar 2. mars kl. 17, í félagsheimili KFUM/K, Holtavegi 28, Rvk. 50 manna barnakór og einsöngvarar flytja ný gosp- ellög undir stjórn Esterar Daníelsdóttur. Miðaverð er 500 kr. fyrir fullorðna og 250 kr. fyrir börn. Myndlist Art-Iceland | Charlotta Sverrisdóttir opn- ar sýningu á olíumálverkum á Thorvald- sen í dag. Sýningin er á vegum Art- Iceland og stendur til 5. maí. Nánar um listaverk Charlottu. http://www.art- iceland.com/Charlotta-syn-art-iceland- fletir.html Kirkjuhvoll Akranesi | Hjálmar Þor- steinsson opnar sýningu á verkum sínum í Listasetrinu kl. 15. Þar sýnir hann um 20 verk. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 15-18 til 9. mars. Skemmtanir SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Von, Efstaleiti 7. Vistin hefst kl. 20 og dans að vistinni lokinni um kl. 22. Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið- firðingabúð 2. mars kl. 14. Fyrsti dagur í þriggja daga keppni. Nánari uppl. á heima- síðu Breiðfirðingafélagsins: www.bf.is. FRÉTTIR Guðmar hjá Klæðningu Í FRÉTT um ráðningu tveggja nýrra forstöðumanna hjá verktaka- fyrirtækinu Klæðningu í Við- skiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag láðist að geta þess að frá- farandi fjármálastjóri, Guðmar E. Magnússon, mun til að byrja með starfa við hlið arftaka síns, Þorsteins Hallgrímssonar, en Guðmar er að hætta sökum aldurs. 500 evrur á fund ORÐIÐ „hlutur“ slæddist óvart inn í frétt í blaðinu í gær um aðalfund Exista þar sem fjallað var um þókn- un stjórnarmanna, sem fá fasta 500 evra greiðslu fyrir hvern fund, en ekki hlut eins og ritað var. Fjölgun nýrra bíla Í GREIN sem birtist í bílablaði Morgunblaðsins í gær var sagt að nýskráðum fólksbílum hefði fjölgað um helming á fyrstu 50 dögum árs- ins miðað við sama tíma í fyrra. Þar var rangt með farið en aukningin nam um 25%. Teknar voru saman tölur um öll nýskráð ökutæki en ekki eingöngu fólksbíla og í því var villan fólgin. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna, fagnar afmæli bjórs- ins 1. mars, en nú eru liðin 19 ár frá því að leyft var að selja bjór á Ís- landi. „Á sínum tíma stóðu miklar deilur um hvort að aflétta ætti banni við sölu bjórs, en fyrir liggur að drykkjuvenjur Íslendinga hafa breyst til hins betra í kjölfar aflétt- ingar bjórbannsins. Í dag, tæpum 20 árum seinna, liggur fyrir frumvarp á Alþingi um sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum og hafa sömu rök verið notuð á móti frumvarpinu og heyrðust á sínum tíma gegn bjórnum – rök sem tíminn hefur sýnt að standist ekki. Heimdallur hvetur þingmenn og landsmenn alla til að hafna lífsháttastjórnuninni sem felst í einokun ríkisins á sölu léttvíns og bjórs,“ segir í fréttatilkynningu. Afmæli bjórsins fagnað NÝR íslenskur bjór, Skjálfti, verð- ur settur á markað í dag, 1. mars, á sjálfan bjórdaginn, en þá eru 19 ár síðan sala bjórs var aftur leyfð á Íslandi eftir áratuga bann. Skjálfti verður seldur í tveimur vínbúðum ÁTVR í Reykjavík til að byrja með og einnig verður hann sérpantaður í ÁTVR á Selfossi og í aðrar áfengisverslanir á lands- byggðinni. Framleiðandi Skjálfta er Ölvisholt brugghús sem er í Ölvisholti í Flóa. Skjálfti er 5% að styrkleika. Í fréttatilkynningu segir að sér- stöðu Skjálfta megi rekja til ein- stakrar blöndu humla, maltaðs byggs og hveitis, sem auki fyllingu bjórsins og auðkennandi gylltan lit hans. Með sérvöldu geri tryggi bruggmeistari Ölvisholts malt- bragð Skjálfta og krafa fyrirtæk- isins um ferskleika útiloki notkun rotvarnarefna, sykurs og annarra viðbótarefna. Öll aðstaða í Ölvis- holti sé til fyrirmyndar þar sem gömul útihús hafa fengið nýtt hlut- verk; hesthúsið sé orðið að korn- hlöðu, flatgryfjan að brugghúsi, í gömlu hlöðunni fari átöppun fram og þar sé lager fyrirtækisins. Á miðanum aftan á Skjálfta- flöskunum eru stuttar tilvitnanir úr Flóamannasögu og tengja þær bjórinn við svæðið þar sem hann er bruggaður. Á merkimiðanum að framan má einnig sjá norræna galdrastafi og rúnir. Rúnirnar standa fyrir sælkerabjór en galdrastafirnir tveir eru tákn drauma og væntinga. Bjórinn Skjálfti kemur á markað Skálað Jón E. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ölvisholts brugghúss, og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra skála í Skjálfta þegar fyrstu flösk- urnar runnu af færibandinu í hinu nýja brugghúsi í Ölvisholti. ORF líftækni fékk Nýsköpunar- verðlaunin 2008 sem Rannís og Út- flutningsráð hafa staðið að í sam- einingu frá árinu 1994. Að þessu sinni bættist Nýsköpunarmiðstöð Íslands við sem aðstandandi verð- launanna en þau voru afhent á Ný- sköpunarþingi. ORF líftækni hefur verið starf- andi frá árinu 2000. Stofnun fyr- irtækisins er rakin til verkefnis í sameindaræktun sem hófst á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins haust- ið 2000 með styrk úr sjóðum í umsjá Rannís. Síðan þá hefur hlutafé verið aukið og fleiri fjár- festar komið til sögunnar. Fyr- irtækið hefur þróað framleiðslukerfi er nefnist Orfeus og byggir á því að nota eiginleika byggplöntunnar, byggfræið, ásamt einstakri rækt- unartækni til að framleiða sérvirk prótein. Um 20 manns starfa hjá ORF líftækni í dag en stofnendur og helstu stjórnendur eru Björn Lárus Örvar, Júlíus B. Kristinsson og Einar Mantyla. ORF líftækni hlýtur Nýsköpunarverðlaunin í ár Verðlaun Björn Lárus Örvar frá ORF líftækni tekur við Nýsköpunar- verðlaununum úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.