Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 44

Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ERTU AÐ GERA EITTHVAÐ SÉRSTAKT? ÉG ER BARA AÐ KREMJA KÓNGULÆR ÉG KEM ÞÁ BARA AFTUR ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI SVONA UPPTEKINN SJÁÐU! STÓRT, GULT FIÐRILDI ÞAU GERA ÞAÐ STUNDUM. FLJÚGA ALLA LEIÐ FRÁ BRASILÍU JÁ, EN ÞETTA ER BARA NAMMIBRÉF ÞAÐ ER ÓVENJULEGT AÐ SJÁ FIÐRILDI Á ÞESSUM ÁRSTÍMA NEMA ÞAÐ HAFI FLOGIÐ FRÁ BRASILÍU... ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞÉR! EN HVERNIG TÓKST ÞVÍ AÐ KOMAST HINGAÐ FRÁ BRASILÍU? ÉG ÞOLI EKKI ÞESSAR PÖDDUR! MIG KLÆGJAR ÚT UM ALLT! HVAÐ Á ÉG ÞÁ AÐ GERA? ÞAU ERU AÐ GERA MIG BILAÐAN! REYNDU AÐ HUGSA UM EITTHVAÐ ANNAÐ EITTHVAÐ ANNAÐ? EINS OG HVAÐ? AÐ STÍGA ÚR BRENNINETLUNNI MIG LANGAR HEIM! EF ÞÚ KLÓRAR BITIN ÞÁ VERÐUR KLÁÐINN BARA VERRI MAMMA, HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GEFA PABBA Í AFMÆLISGJÖF? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI. MIG LANGAR AÐ GEFA HONUM EITTHVAÐ SEM HANN HEFUR NOT FYRIR... EINS OG ANNAN HANDLEGG ER ÞESSI HUNDUR ÁRÁSAR- GJARN? ! HVAÐ VARSTU AÐ HUGSA ÞEGAR ÞÚ FÓRST ÚT Í ÞESSUM KJÓL? NEI... HANN ER BARA DÓNALEGUR LALLI, FANNSTU STAÐ SEM AÐ MAMMA ÞÍN VÆRI TIL Í AÐ BÚA Á? NEI... EKKERT MÁL! ÉG ÆTLA EKKI AÐ TRUFLA YKKUR HERRA JAMESON, ÉG SETTI Á MIG ÞESSA HÁRKOLLU SVO AÐ VIÐ GÆTUM FARIÐ AÐ SKOÐA BORGINA SAMAN ÉG RÖLTI MÉR BARA MEÐ YKKUR Á MEÐAN ÞÚ SEGIR MÉR HVERNIG ÞÚ ÆTLAR AÐ NÁ Á MEÐAN... ÞEGAR ÉG FINN KÓNGULÓAR- MANNINN ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ KREMJA HANN EINS OG PÖDDU MYNDUM SEM MIG VANTAR dagbók|velvakandi Af hverju vorkennum við reykingafólki? ÉG verð að fá að skrifa nokkrar lín- ur til varnar þeim sem styðja algjört reykingabann – það heyrist bara í reykingafólkinu í fjölmiðlum. Ég er orðin verulega þreyttur á þessari umræðu hjá reykingafólki um að fólk fái ekki að reykja inni á skemmtistöðum, veitingastöðum og fleiri stöðum. Það er alltaf verið að tala um að taka tillit til þeirra – ég veit ekki til þess að nokkur reykingamaður hafi tekið tillit til mín þessi ár sem ég hef farið inn á veitinga- eða skemmti- staði. Ég var t.d. dyravörður um helgar í tvö ár til að framfleyta mér í skóla og var ég alltaf slappur fram á þriðjudag af völdum óbeinna reyk- inga. Öllu reykingafólki var slétt sama um það að ég held. Leyfum reykingafólki að standa úti í kuldanum, þá kannski hættir það að reykja og fer að lifa heilsu- samlegra lífi. Það er ekki hægt að fara að byggja viðbyggingar eða skála við veitingastaði án þess að það valdi einhverjum skaða af völdum reyks, ég tala nú ekki um sjónmengunina og götumyndina í miðborginni af einhverjum reykingahúsum og við- byggingum. Það er okkur Íslend- ingum ekki til framdráttar. Varla á að fara að eyða tugum milljóna í fal- leg hús fyrir þessa iðju? Fyrir mér er enginn munur á reykingafólki og fíkniefnaneyt- endum. Þetta er jú fíkniefni – gríð- arlega hættulegt og heilsuspillandi. Höldum áfram á þessari braut sem við erum komin á, förum ekki tvö skref aftur á bak, leyfum ekki reykingar undir nokkrum kring- umstæðum á þessum stöðum. Sigurður S. Nikulásson Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is „SNÁFIÐ BURT“, gæti sílamávurinn á myndinni verið að kalla á eftir stokkandaparinu. Sílamávurinn er farfugl og kemur oftast fyrstur far- fugla, í mars. Hann er ekki eingöngu strandfugl heldur leitar talsvert inn til landsins. Morgunblaðið/Ómar Sílamávur á Þingvallavatni 2ja herbergja – staðgreiðsla Höfum kaupanda að 2ja herb. Íbúð í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Heiðar Birnir Torleifsson í síma 824-9092. ÍBÚÐ ÓSKAST M bl 9 78 66 7 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 FRÉTTIR VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands stendur fyrir námskeiði um örygg- ismál í hestamennsku í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands laugardaginn 8. mars næstkomandi á Hvanneyri og í hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans að Mið- Fossum í Borgarfirði. Námskeiðið er tvíþætt og ætlað hestamönnum á öllum aldri en ekki síst þeim sem bjóða upp á hestaferðir og reið- kennslu. Í fréttatilkynningu segir að ann- ars vegar verði bókleg fræðsla um öryggismál í Ásgarði á Hvanneyri og hins vegar sýnikennsla í reið- höllinni að Mið-Fossum. Ýmiss kon- ar búnaður tengdur öryggismálum í hestamennsku verður sýndur og allir þátttakendur á námskeiðinu fá afhentan nýútkominn bækling VÍS og Landssambands hestamanna- félaga um öryggismál í hesta- mennsku. Námskeiðið hefst kl. 9.45 laug- ardaginn 8. mars í Ásgarði á Hvanneyri með bóklegri fræðslu sem stendur til kl. 13. Sýnikennslan fer fram í hestamiðstöð Landbún- aðarháskólans að Mið-Fossum í Borgarfirði frá kl 13.30 til 16. Há- degisverður er innifalinn í nám- skeiðinu. Hægt er að skrá þátttöku á net- fanginu endurmenntun@lbhi.is, eða í síma 433-5033/843-5302. Öryggisnámskeið í hestamennsku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.