Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 46

Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 46
Það er búið að setja upp eldhús í stúdíóinu og mjólk í pela og frónkex, allir ýkt fínir … 53 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er ekkert gefið að fá dóm í New York Times yfirleitt. Og þeir eru nú ekkert vanir að missa sig yfir hlutunum þannig að þetta er alveg frábært,“ segir Baltasar Kormákur, en kvikmynd hans Mýrin fékk mjög góða dóma í bandaríska stórblaðinu í gær. Verið er að frumsýna mynd- ina vestanhafs um þessar mundir og að sögn Baltasars er sérstaklega mikilvægt að fá góða dóma í New York Times. „A.O. Scott sem skrifar þetta er aðalgagnrýnandinn á New York Times, hann er búinn að vera þarna lengi og er orðinn einn virt- asti gagnrýnandinn í Bandaríkj- unum. Ég hef ekki séð svona dóm í blaðinu um neitt sem ég hef gert, 101 Reykja- vík fékk til dæm- is frábæra dóma alls staðar nema í New York Tim- es. Svo fékk Haf- ið reyndar ágæta dóma hjá þessum sama gagnrýnanda, en ekkert í lík- ingu við þetta.“ Scott segir meðal annars að sú mynd sem birtist af Íslandi í Mýr- inni sé væntanlega ekki sú sem ferðamálayfirvöld vilji halda að út- lendingum. Í lokin komist áhorfand- inn hins vegar ekki hjá því að hugsa til landsins með ákveðinni hlýju, að hluta til vegna þess hve leikstjór- anum þyki augljóslega vænt um landið og íbúa þess. Þá segir að Mýrin sé kuldaleg og vitsmunaleg, en um leið óhugnanlega lifandi. „Mér finnst hann ná utan um hluti sem ég var einmitt að reyna að nálg- ast, hann talar um að það sé ekki verið að sýna landið á sérstaklega fallegan hátt, en samt þannig að væntumþykjan gagnvart því komi í gegn. Mér þótti mjög vænt um að lesa það,“ segir Baltsasar. Auk dómsins var Mýrin valin í „Critic’s Pick“ dálkinn í blaðinu, en þar er mælt með sérstaklega góðum myndum í hverri viku. Mýrin lofuð í New York Times Karlmannlegur Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki Erlends í Mýrinni. Fær góða dóma hjá einum virtasta gagnrýnanda Bandaríkjanna Baltasar Kormákur  Viðskiptablað- ið segir frá því að fleiri en níu hundruð manns hafi verið við opn- un menning- arhátíðar Íslands í Brussel í vikunni og birtir þaðan nokkrar myndir af fólki að skála. Hátíðin ber heitið Iceland on the Edge og stendur til júní en eins og áður hefur komið fram er henni ætlað að efla ímynd Íslands á al- þjóðavettvangi. Egill Helgason gerir frétt Viðskiptablaðsins að umræðuefni á Eyjunni.is: „Yfir 900 manns á menning- arhátíð í Brussel segir á vef Við- skiptablaðsins. Svo rýnir maður í myndirnar og sér að þetta eru fyrst og fremst kunnugleg andlit ofan af Íslandi. Hefði ekki verið nær að halda hátíðina á Ölstofunni?“ Hvað á Egill eiginlega við? Telur hann að ímynd Íslands sé frekar komið á framfæri með því að húrra öllum inn á Ölstofuna? Eða telur hann hátíðina marklausa? Það er ávallt menning- arhátíð á Ölstofunni  Samstarf amiinu og Lee Hazle- wood virðist ætla að bera góðan ávöxt því lagið „Hill“ hefur verið valið lag mánaðarins í tónlistar- tímaritinu MixMag og myndband við lagið hefur verið valið annað besta myndband febrúarmánaðar í tónlistartímaritinu Mojo. Virðing tónlistarskríbenta fyrir tónlist ami- inu virðist töluverð í ljósi þessa en sveitin var einnig valin ein sú besta á síðasta ári af Mojo auk þess sem lofsamlegir dómar birtust um tón- leika hennar í New York Times og Guardian. Þá má ekki gleyma því að Íslandsvinurinn Yoko Ono lýsti því stolt yfir að Kurr yrði með í för ef hún yrði strandaglópur á eyði- eyju. Amiina heillar Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is „SKJALDARMERKIÐ er auðkenni stjórnvalda þannig að enginn annar hefur leyfi til þess að nota það,“ segir Páll Þórhallson, lögfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, spurður um lög er varða skjaldarmerki Ís- lendinga en kráargestir og aðrir sem leið hafa átt um miðbæinn hafa ef til vill tekið eftir auglýs- ingaveggspjaldi þar sem landvætt- irnar standa við skjaldarmerki Ís- lands með bjórkrús í hönd. Umrædd auglýsing er hönnuð af Vatíkaninu fyrir Vífilfell og Sam- tök kráareigenda en þar er verið að auglýsa daginn í dag, bjórdaginn svokallaða, þegar krár og aðrir veitingastaðir minnast þess að 19 ár eru frá því að bjórinn var aftur leyfður. Reglulega koma upp mál á Ís- landi þar sem fánalögin er sögð þverbrotin og þó að það hafi ekki fallið margir dómar í því sambandi eru lögin engu að síður í gildi og í heiðri höfð af mörgum sem er annt um þjóðfánann. En brýtur auglýs- ingin lög um þjóðfána Íslendinga og skjaldarmerkið? Utan ramma laganna? Páll segir ekki samskonar ákvæði gilda um skjaldarmerkið og þjóðfánann, það er að segja það ákvæði 12. greinar í lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkiskjald- armerkið að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki og óheimilt sé að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, fé- laga eða stofnana eða auðkenn- ismerki á aðgöngumiðum, sam- skotamerkjum eða öðru þess háttar. Lög um ríkisskjaldarmerkið eru hins vegar ekki flókin og í raun er aðeins um eina greina að ræða sem hljómar svo: 12. gr. a. Skjald- armerki Íslands er auðkenni stjórn- valda ríkisins. Notkun ríkisskjald- armerkisins er þeim einum heimil. „Ef skjaldarmerkinu er breytt verulega myndi maður kannski meta það svo að þar væri ekki framið lögbrot, því þá væri ekki um eiginlegt skjaldarmerki að ræða. En sé þarna gerð smávægileg breyting þá þarf að hafa í huga ákvæði hegningarlaga er leggja bann við því að nota merki sem líkj- ast svo opinberum merkjum að hætta sé á að á verði villst. Svo má ekki gleyma því að þjóð- fáninn er hluti skjaldarmerkisins og honum er veitt sérstök vernd í lögum og bann lagt við því að óvirða hann,“ segir Páll sem ekki hafði séð umrædda auglýsingu þeg- ar Morgunblaðið spurði hann álits. Gleði landvættanna Kormákur Geirharðsson, veit- ingamaður og einn eigenda Ölstof- unnar þar sem umrædda auglýs- ingu er meðal annars að finna, segir að hann hafi nú ekki leitt hug- ann að afbökuninni á skjaldarmerk- inu sérstaklega en segir að auðvit- að lýsi þetta gleði okkar Íslendinga og þeirra vætta sem yfir okkur vofi. „Með þessu viljum við nú bara láta fólk vita að bjórdagurinn er í dag og hann ber að halda hátíðlega og í tilefni að því hyggist krárnar gera eitthvað fyrir kúnnana, hver með sínum hætti. “ Snorri Jónsson hjá Vatíkaninu segir að auglýsingin hafi verið hönnuð á skömmum tíma fyrir Víf- ilfell og að menn hafi nú ekki verið að hugsa mjög mikið út í fánalögin eða lög um skjaldarmerki þegar sú vinna stóð yfir. „Ég hafði satt að segja ekki leitt hugann að þessu og sé það svo að við erum að klessa á fánalögin er það alls ekki gert í þeim tilgangi að skemma eða meiða neinn. Við myndum þá að sjálfsögðu biðjast af- sökunar. Á hinn bóginn er þetta ágætt málefni fyrir þá sem finnst bjór góður og þarna má til að mynda sjá Vífilfell og Ölgerðina á sömu auglýsingunni sem er ákaf- lega sjaldgæft.“ Veggspjald með skjaldarmerki Íslands notað til að auglýsa bjórdaginn, 1. mars Morgunblaðið/Golli Skjaldarmerki Íslands Stjórnvöld ein mega nota skjaldarmerkið eins og segir í lögum. Standa vörð um bjórinn Drekk og ver glaðr Umrædd auglýsing sem hangir víða um bæinn. Land- vættirnar óneitanlega glaðlegri en í hinu opinbera skjaldarmerki Íslands. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort auglýsingin brjóti áfengislög þar sem segir að bannað sé að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.