Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 49
Næstu sýningar
Lau. 1. mars kl. 20
Sun. 2. mars UPPSELT
Lau. 8. mars kl. 20
SÍÐ
US
TU
SÝ
NIN
GA
R
Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16.
Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Gerðuberg 25 ára
Þriðjudaginn 4. mars kl. 20-22 verður öllum
velunnurum, samstarfsaðilum og fyrrverandi
starfsfólki Gerðubergs boðið til veislu.
Í tilefni dagsins verða opnaðar tvær sýningar:
Stefnumót við safnara III
Hljómfagurt stefnumót við
tónlistarmenn og hljóðfærasafnara!
Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir
Sjö landa sýn
María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir
vatnslitastemmningar frá ferðalögum sínum
um Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ísland, Japan,
Perú og Skotland.
Hið breiða holt
Ljósmyndasýning þar sem unglingar
eiga stefnumót við afa sína eða ömmur!
Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir.
Styrktaraðili: Beco
Vissir þú..
..að í Gerðubergi er frábær aðstaða
fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur?
Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns.
TENÓRINN Garðar Thór Cortes
hefur verið tilnefndur til klassísku
Brit-verðlaunanna sem verða veitt
í Royal Albert Hall í maí. Garðar
er þar tilnefndur fyrir bestu klass-
ísku hljómplötu ársins, plötuna
Cortes sem kom út í Bretlandi í
apríl á síðasta ári. Sigurvegari síð-
asta árs í þessum flokki var bítill-
inn sir Paul McCartney, en plata
hans Ecce Cor Meum var valin
best af hlustendum Classical Fm í
fyrra.
Tilnefningin verður tilkynnt
formlega í aprílhefti tímarits
Classical Fm sem kemur út í dag,
1. mars. Aðrar tilnefningar verða
kynntar síðar en þetta eru einu
verðlaunin sem almenningur fær
að taka þátt í.
Byrjaður á næstu plötu
Garðar var hæstánægður með
tilnefninguna og sagðist vera stolt-
ur af að fá að tilheyra þessum hópi
hæfileikafólks sem tilnefndur er.
„Þetta er allt fólk sem ég hef sung-
ið með eða mun syngja með á
næstunni. Allt fólk sem ég kannast
við og ber mikla virðingu fyrir,“
segir Garðar. Vinna við næstu
plötu söngvarans er þegar hafin.
„Við erum byrjaðir að skoða laga-
val á plötuna, en hún verður tekin
upp seinna á árinu og kemur vænt-
anlega út í Bretlandi á næsta ári.“
Einar Bárðarson var að vonum
ánægður með tilnefninguna. „Þetta
er það allra stærsta í heimi klass-
ískrar tónlistar, hálfgerður Óskar,“
segir Einar Bárðarson, umboðs-
maður Garðars. „Þetta er gríðarleg
viðurkenning fyrir lítið plötufyr-
irtæki eins og Believer Music, allir
hinir listamennirnir sem eru til-
nefndir eru á mála hjá stórum út-
gáfum, en þetta hefði aldrei tekist
nema með einstökum hæfileikum
Garðars.“ Þegar Einar var inntur
eftir því hvort fleiri verkefni væru
á borðinu hjá Believer Music sagði
hann að í augnablikinu einbeitti út-
gáfan sér að Garðari og stúlkna-
hljómsveitinni Nylon.
Spilar fyrir bróður Malkovich
Mikið verður á döfinni hjá
Garðari á árinu; hann mun koma
fram á stærðartónleikum í Peking í
sömu viku og Ólympíuleikarnir
hefjast og einnig á tónleikum á
Rhode Island sem dr. Mark Malko-
vich, bróðir leikarans Johns Malko-
vich, skipulagði. Um er að ræða
endakvöld tónlistarhátíðar sem
stendur yfir í mánuð og nefnist
Newport Music Festival og er ein
sú stærsta í sínum flokki.
Að sögn Einars gefst áhugasöm-
um kostur á að kjósa um bestu
klassísku hljómplötunna á classi-
calbrits.co.uk hinn 6. mars næst-
komandi.
„Hálfgerður Óskar“
Cortes tilnefnd til Brit-verðlauna sem besta sígilda platan
Morgunblaðið/Kristinn
Garðar Thór „Þetta hefði aldrei tekist nema með einstökum hæfileikum
Garðars,“ segir umboðsmaðurinn Einar Bárðarson.
PLAYBOY-
kóngurinn Hugh
Hefner hefur
samkvæmt heim-
ildum boðið
bandarísku leik-
konunni Lindsay
Lohan að sitja
fyrir nakin í gervi
Marilyn Monroe í
Playboy.
Hefner var svo
ánægður með þær myndir sem tekn-
ar voru af Lohan til heiðurs síðustu
myndatöku Monroe og birtust í
tímaritinu New York, að hann hefur
beðið hana að endurtaka hið fræga
nektarsundatriði Monroe, úr mynd-
inni Something Got To Give en sú
mynd var ókláruð þegar Monroe
lést.
Heimildarmenn nánir leikkonunni
segja hana vera furðu lostna út af
þeim viðbrögðum sem hún hefur
fengið vegna myndanna. Hún er
sögð hugsa vandlega um tilboð
Hefner en veit samt sem áður að
stundum er ekki gott að ofgera. Hún
segist þó alltaf hafa verið mikill
aðdáandi Monroe.
Boðið að
endurtaka
frægt nekt-
arsundatriði
Forsíðustúlka
Monroe eða Lohan?