Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 4
4 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KONA á fimmtugsaldri játaði í gær
að hafa svikið tæplega 76 milljónir
króna út úr Tryggingastofnun ríkis-
ins. Sjö aðrir játuðu að hluta eða að
öllu leyti sök, fjórir báðu um frest,
fjórir neituðu sök og fjórir voru fjar-
staddir þingfestingu fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur og var gefin út
handtökuskipun á þá.
Ríkislögreglustjóri ákærði alls 20
manns fyrir 75.750.444 kr. fjársvik,
hylmingu og peningaþvætti í
tengslum við rannsókn á meintum
innanbúðarsvikum fyrrverandi
starfsmanns TR. Aldrei hafa fleiri
verið ákærðir í sama máli, en fyrir um
áratug voru 16 manns ákærðir í fíkni-
efnamáli. Starfsmaðurinn, fyrrnefnd
kona, ber aðalsök en meðákærðu, sem
eru á aldrinum 20 til 54 ára og flestir
yngri en 26 ára, voru bótaþegar TR
og sæta ákæru fyrir aðstoð við brotin.
Konan hafði unnið hjá Trygginga-
stofnun í mörg ár þegar fyrstu grun-
semdir um alvarlegt trúnaðarbrot
vöknuðu hjá innra eftirliti TR. Eftir
frekari skoðun og samanburð gagna,
sem styrktu grunsemdirnar, var mál-
ið kært til ríkislögreglustjóra og op-
inberrar rannsóknar krafist.
Brot frá 2002 til 2006
Hegningarlagabrot konunnar voru
framin frá 2. janúar 2002 til 9. júní
2006, en þá gaf hún út 781 tilhæfu-
lausa kvittun fyrir útborgun og
blekkti gjaldkera stofnunarinnar til
að greiða að tilefnislausu fyrrnefnda
upphæð, tæplega 76 milljónir króna.
Konan játaði sök að öllu leyti í sam-
ræmi við lýsingar ákæru og sagði
háttsemi sinni rétt lýst.
Meðákærðu ýmist játuðu sök að
hluta eða að öllu leyti, neituðu sök eða
báðu um frest. Þeir eru meðal annars
ákærðir fyrir hylmingu og til vara
peningaþvætti með því að hafa veitt
viðtöku mismunandi háum greiðslum
inn á reikninga sína, frá um 360 þús-
und kr. upp í tæplega 11 milljónir kr.
Þess er krafist að ákærðu verði
dæmd til refsingar. Tryggingastofn-
unin fer fram á að umræddur fyrrver-
andi starfsmaður stofnunarinnar
verði dæmdur til að greiða 75.750.444
kr. í skaðabætur auk vaxta frá dag-
setningu kæru 23. júní 2006.
Milliþinghald verður 18. apríl og þá
verður ákveðið hvenær aðalmeðferð
fer fram en gera má ráð fyrir að hún
verði dagana 13. og 14. maí. Fjórir
einstaklingar játuðu sök að fullu og
verða mál þeirra dómtekin 9. apríl.
Játaði fjársvik upp á
um 76 milljónir króna
Sjö játuðu, fjórir báðu um frest, fjórir neituðu og fjórir fjarstaddir
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.
Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra heldur til Afganist-
ans á morgun, sunnudag. Af örygg-
isástæðum verður ekki greint nánar
frá viðkomustöðum ráðherra, né
heldur frá því hverja hún mun hitta.
Grétar Már Sigurðsson ráðu-
neytisstjóri heldur utan með ráð-
herra, en Anna Jóhannsdóttir,
skrifstofustjóri Íslensku friðargæsl-
unnar, Urður Gunnarsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi ráðuneytisins og
fulltrúar fjölmiðla sem verða með í
för eru þegar komin til Afganistans.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær munu fimm íslenskir sérsveit-
armenn annast öryggisgæslu í ferð-
inni. Heimför er áætluð á skírdag.
„Afganistan er helsta mál á dag-
skrá Sameinuðu þjóðanna, NATO,
Öryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu, á fundum norrænna utan-
ríkisráðherra og víðar. Þegar ræða
á svo stórpólitískt mál er því mik-
ilvægt að mér hafi gefist kostur á að
hitta þarlenda stjórnmálamenn og
fulltrúa frjálsra félagasamtaka, svo
ég hafi tilfinningu fyrir viðhorfi
þeirra,“ segir Ingibjörg. Förin sé
lokahnykkur í vinnu þriggja ára
áætlunar ráðuneytisins og stefnt sé
að auknu norrænu samstarfi í mála-
flokknum.
Nú eru fjórtán íslenskir friðar-
gæsluliðar í Afganistan. Þrír verða
sendir til viðbótar á næstunni, þeir
munu starfa með Norðmönnum í
Maimana en ekki er útséð hvers eðl-
is verkefnin verða. Ráðherra segir
þó að um borgaralegt framlag sé að
ræða.
„Verkefnin sem við tökum þátt í í
Afganistan eru þróunar- og upp-
byggingarverkefni. Afganistan er
fimmta fátækasta ríki heims, við
eigum að taka þátt í uppbygging-
arverkefni þar, þó ekki sé nema
bara fátæktarinnar vegna.“
Ráðherra segir vissulega mörg
svæði í Afganistan þar sem ekki sé
kominn á friður. Starf Íslendinga
fari fyrst og fremst fram í norður-
hluta landsins, en ekki í suðrinu þar
sem mestur ófriður ríkir.
Til Afganistans á morgun
Förin lokahnykkur í vinnu ráðuneytisins að þriggja ára áætlun um mál Afg-
anistans Mikilvægt að ráðherra fái tilfinningu fyrir aðstæðum og viðhorfum
Morgunblaðið/Frikki
Ráðherra Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir fer til Afganistan á morgun
og kynnti fjölmiðlum ástæðurnar.
MAGNÚS Pétursson, sem verið
hefur forstjóri Landspítalans frá
árinu 1999, mun láta af störfum 1.
apríl. Þetta tilkynnti heilbrigðis-
ráðuneytið í gær. Gert er ráð fyrir
að nýr forstjóri verði ráðinn 1.
september nk. og starfið verði
auglýst, en þangað til sinna Anna
Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
hjúkrunar, og Björn Zoëga, fram-
kvæmdastjóri lækninga á Land-
spítalanum starfinu í sameiningu.
Ekki liggur fyrir hvað Magnús
tekur sér næst fyrir hendur.
Einnig hefur Jóhannes M. Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri
lækninga á LSH, fengið leyfi frá
starfi sínu til að taka við yfir-
umsjón með tilteknum þáttum
vegna byggingar nýs háskóla-
sjúkrahúss.
Breyting á
yfirstjórn
LSH
Nýr forstjóri ráðinn
1. september nk.
Magnús
Pétursson
Jóhannes M.
Gunnarsson
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÞAÐ er bjart yfir Suðurnesjunum í
dag. Það er auðvitað mjög jákvæður
áfangi að klára þessi leyfismál og
geta nú farið að undirbúa verkefnið,“
segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, en undirbúningsfram-
kvæmdir fyrir álver Norðuráls í
Helguvík hófust í gær eftir að bæj-
arstjórar Reykjanesbæjar og Garðs
höfðu formlega afhent forstjóra
Norðuráls framkvæmda- og bygg-
ingarleyfi.
Að sögn Ragnars verður í fyrstu
lagður vegur að lóðinni, öryggisgirð-
ing reist og sett upp verkefnisskrif-
stofa á staðnum, en áformað er að
taka fyrstu skóflustungu að kerskála
innan tíðar. Norðurál hefur auglýst
eftir tilboðum í byggingu kerskál-
anna og bárust þrjú tilboð frá inn-
lendum verktökum sem nú er verið
að fara í gegnum.
Sótt um starfsleyfi í nóvember
Aðspurður segir Ragnar nú öll til-
skilin leyfi vegna álvers í Helguvík
liggja fyrir nema starfsleyfi, en það
er Umhverfisstofnun sem gefur slíkt
leyfi út. Segir hann búið að auglýsa
drög að starfsleyfi, en það var gert
samhliða mati á umhverfisáhrifum.
Ekki var hins vegar hægt að sækja
um starfsleyfi fyrr en Skipulags-
stofnun hafði afgreitt mat á umhverf-
isáhrifum með jákvæðum hætti sem
hún gerði í október sl. Að sögn Ragn-
ars var sótt um starfsleyfi í nóvember
og næsta skref í málinu sé að Um-
hverfisstofnun auglýsi endanlegt
starfsleyfi.
Spurður hvort ekki hefði verið
vænlegra að bíða með framkvæmdir
þar til umhverfisráðherra hefði kveð-
ið upp úrskurð í máli Landverndar,
sem kærði ákvörðun Skipulagsstofn-
unar um að nýta ekki heimildir sínar
til þess að láta framkvæma heild-
stætt umhverfismat fyrir álver í
Helguvík og tengdar framkvæmdir,
segist Ragnar ekki líta svo á. Bendir
hann á að kæra Landverndar varði
ekki álit Skipulagsstofnunar á mati á
umhverfisáhrifum og þar sem bygg-
ingarleyfið byggist á áliti Skipulags-
stofnunar verði ekki séð að umrædd
kæra hafi nein áhrif á útgáfu bygg-
ingarleyfis og því sé eðlilegt að Norð-
urál haldi sínu striki við undirbúning
framkvæmda.
Samkvæmt upplýsingum frá Norð-
uráli er ráðgert að byggja álverið í
Helguvík í áföngum. Áætlað er að
fyrsta áfanga framkvæmda verði lok-
ið árið 2010 og að framleiðslugeta ál-
versins verði þá um 150.000 tonn á
ári. Öðrum áfanga á að verða lokið ár-
ið 2015 og verður framleiðslugetan þá
komin í 250 þúsund tonn. Áformað er
að hefja álframleiðslu í Helguvík síðla
árs 2010.
Segir öll leyfi nema
starfsleyfi liggja fyrir
Morgunblaðið/RAX
Grafið Undirbúningsframkvæmdir fyrir álverið í Helguvík eru hafnar.
„SÉRSVEITARMENN hafa ekki fylgt ráð-
herrum erlendis með þessum hætti fyrr,“
segir Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri, en fimm sérsveitarmenn verða
lífverðir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
utanríkisráðherra í fyrirhugaðri ferð henn-
ar til Afganistans.
„Þetta er lífvarðagæsluverkefni. Þeir
eiga að vernda utanríkisráðherra Íslands á
ferðum hans í Afganistan,“ segir Haraldur.
Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra hafa
áður starfað erlendis, bæði í Kosovo og
Afganistan.
Haraldur segir að ósk hafi borist frá ut-
anríkisráðuneytinu um að sérsveitarmenn-
irnir fylgdu ráðherra á ferðum hans í Afg-
anistan.
Hann vill lítið tjá sig um hvernig sérsveit-
armennirnir eru búnir. „Þeir eru með þann
búnað sem talinn er nauðsynlegur til þess
að tryggja öryggi utanríkisráðherra Ís-
lands í Afganistan,“ segir Haraldur.
Hafa ekki áður
fylgt ráðherrum
AÐALFUNDIR félaga grunn-,
framhalds- og leikskólakennara fóru
fram á Grand Hóteli í gær og fyrra-
dag. Í samtali við Morgunblaðið seg-
ir Ólafur Loftsson, formaður félags
grunnskólakennara, að aðalfundur
þess hafi verið kraftmikill. Þar var
kjarastefna fyrir þrjú ár samþykkt,
eða til 2011. Ólafur segir jafnframt
að fram hafi komið ánægja með ný
vinnubrögð í samskiptum grunn-
skólakennara við launanefnd sveit-
arfélaganna, og að kennarar vonist
til að bætt samskipti þar á milli skili
hagstæðri útkomu við gerð kjara-
samninga.
Hann segir að allt síðan árið 2005
hafi grunnskólakennarar end-
urmetið nálgun sína við gerð kjara-
samninga og í þetta skiptið verði
hún með öðru móti en áður. „Við
byrjuðum sameiginlega að undirbúa
kjaraviðræður með sveitarfélög-
unum í maí á síðasta ári,“ segir Ólaf-
ur. Hann segir fundarmenn hafa
verið jákvæða, og að sér sýnist á al-
mennri umræðu í þjóðfélaginu að
viðhorf til kjaramála kennara séu já-
kvæðari en oft áður. „Þær áhyggjur
komu reyndar líka fram á fundinum
að erfitt geti reynst að manna
skólana næsta vetur ef ekki komi til
leiðrétting á kjörum kennara.“
Þá var á aðalfundinum einnig mót-
uð skólastefna félagsins fram til
2011 og ályktað um innri málefni.
Ekki náðist í formenn félags leik-
eða framhaldsskólakennara í gær.
Binda vonir
við bætt
samskipti