Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 21

Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 21 MENNING TÓNLIST Salurinn Píanótónleikarbbbbm Hafliði Hallgrímsson: Bagatelles Op. 39 (1964–2007; frumfl.). Sketches in Time (1992–; frumfl. á Íslandi). Fley Op. 37 (1968–2007; frumfl.). Fimm stykki fyrir píanó Op. 2 (1971). Strönd (1982/ 1988). Tíu stykki fyrir píanó (1995– 2004). Fjögur íslenzk þjóðlög (1985). Homage to Mondrian Op. 20 (1995– 2007; frumfl. á Ísl.). Simon Smith píanó. Miðvikudaginn 12. marz kl. 20. SKAPGERÐARSTYKKIÐ, ef svo má snúa Charakterstück úr þýzku um hin litlu stöku andráfangandi pí- anóverk er mynduðu drjúgan part af píanóbókmenntum rómantíkur og um leið mikilvæg viðfangsefni í slag- hörpukennslu, virðist í fljótu bragði hafa orðið útundan í íslenzkri tón- sköpun; einkum eftir innrás mód- ernismans um 1960. En kannski er það ekki nema skiljanlegt, úr því framsækin tónlist hefur löngum hallað sér svo að fórnfúsum afburða- flytjendum að nærri má kalla „hækj- ur“ tónskáldanna, ef ekki beinlínis sérfræðinga í meðferð óspilandi tón- verka. En um leið yfirsást sömu höf- undum upplögð leið til að brúa æ stækkandi bilið milli klassískrar hefðar og nútímatónlistar. Því einn vannýttasti sköpunarvettvangur okkar tíma er einmitt verkefni við hæfi tónskólanemenda, er enn verða að mestu leyti að reiða sig á viðráð- anlegri afurðir gömlu meistaranna frá barokki til rómantíkur. Hitt er svo annað mál hvort margur nútíma- höfundur hafi ekki gott af því að semja annað slagið hvetjandi verk við hæfi nemenda. Sumir myndu jafnvel telja slíka iðju ákveðinn próf- stein á aðild, rétt og erindi. Sú staða mála blasti skýrt við á allt of fásóttu Salartónleikunum sl. þriðjudag þegar heildarframleiðsla Hafliða Hallgrímssonar fyrir píanó var borin á borð; í mörgum tilvikum í fyrsta skipti. Hvorki fleiri né færri en sjö fjölþættir bálkar og eitt ein- þætt verk – alls liðlega 40 þættir, samtals um 1½ klst. að lengd. Og hér var loks almennilegra úrbóta von til kennslu, því Sketches in Time (7 þ.; 7’) og Tíu stykki fyrir píanó (12’) voru gagngert samin fyrir píanó- nemendur, og Bagatelles (5 þ., 10’) og hin meistaralegu Fjögur íslenzk þjóðlög (13’; umritun úr þegar kunnu útsetningum Hafliða fyrir selló og píanó) ættu sömuleiðis að vera innan seilingar hinna lengst komnu. Að auki var hið þríþætta Fley (12’) fyrir vinstri, hægri og báð- ar hendur (síðasti þáttur áhrifa- mestur með seiðandi balkandjass- skotnum krosshrynjum), Fimm stykki Op. 2 þar sem ofurlitnæmt tó- nauga höfundar lék á alla strengi regnbogahörpunnar, Strönd (4’; stytt umritun á eldra sembalverki fyrir Helgu Ingólfsdóttur) og hið sjöþætt virtúósa Homage to Mondri- an (um 20’) er endaði á sannkölluðu „tour de force“ eimreiðarsíhreyfi. Þrátt fyrir einstaka hjakk- þreytuvott, kannski einkum í seinni Mondrian-þáttum, var með ólík- indum hvað Hafliði náði að töfra fram mikla fjölbreytni og safaríkar andstæður úr þessum verkum. Fyrir utan stórbrilljöntu Fjóru þjóðlög- unum var ekki sízt ánægja að míní- atúrum nemendaverkanna er hittu flestar beint í æð með ýmist hör- undslaust fagurri hljómafegurð eða gáskafullri rytmameðferð allt frá austurlenzkum töfrahellum í nærri djassleita sveiflu. Né heldur skorti voldugar kraftúthleðslur í hinum meira krefjandi viðfangsefnum. Má því sannarlega þakka fyrir þessa kærkomnu og rausnarlegu tóngjöf handa breiðasta hópi ís- lenzkra píanista, allt frá í miðju námi til fullfleygrar atvinnumennsku, sem opinberaðist í sópandi túlkun hins unga Simons Smith er reyndist hverjum fingurbrjóti fullvaxinn. Hér var dável að verki staðið, enda aug- ljóslega árangur vandaðs undirbún- ings. Ríkarður Ö. Pálsson Hið litnæma tónauga Morgunblaðið/Golli Rausnarleg tóngjöf Tónskáldið Hafliði Hallgrímsson. TÓNLIST Kristskirkja Kórtónleikarbbbbn John Speight: Stabat mater. Vox feminae söng ásamt Sif Tulinius (fiðlu), Hildigunni Halldórsdóttur (fiðlu), Þórunni Ósk Mar- inósdóttur (víólu), Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur (selló) og Hávarði Tryggvasyni (kontrabassa). Einsöngur: Sigríður Að- alsteinsdóttir. Einleikur: Daði Kolbeins- son (englahorn). Stjórnendur: John Speight, Margrét Pálmadóttir. Miðviku- dagur 12. mars. ÉG var að keyra niður í bæ að morgni til þegar ég heyrði syfjað útvarpsfólk reyna að segja eitt- hvað gáfulegt um fyrirhugaða tón- leika Vox feminae í Kristskirkju á miðvikudagskvöldið. Ekki voru þau viss um tímasetninguna en komust þó fljótlega að því að tón- leikarnir væru klukkan 20.30. Og svo tilkynntu þau að flytja ætti Stabat mater á tónleikunum, en það væri hið merkilegasta tón- verk. Hvergi kom fram nafn tón- skáldsins, líkt og aðeins eitt tón- verk væri til sem héti Stabat ma- ter. Kannski áttu þau við Vivaldi, sem vissulega samdi frægt tón- verk með þessu nafni. Eða Pal- estrina, Haydn, Gounod, Pende- recki, Poulenc, Szymanowski, Verdi, Alessandro Scarlatti, Domenico Scarlatti, Arvo Pärt eða Verdi. Meira að segja franska svartmetalbandið Anorexia Ner- vosa hefur samið Stabat mater. Nei, tónskáldið að þessu sinni var John Speight og hann stjórn- aði sjálfur flutningnum sem auk kórsins var í höndum lítillar strengjasveitar, Sigríðar Að- alsteinsdóttur messósópran og Daða Kolbeinssonar, er lék á svo- nefnt englahorn, eða enskt horn, en það er einskonar óbó. Hvað þýðir annars Stabat ma- ter? Það er stytting á Stabat ma- ter dolorosa, upphafslínu í frægu ljóði frá 13. öld. Matthías Joch- umsson þýddi upphafserindið svo: „Stóð við krossinn mærin mæra / mændi á soninn hjartakæra / Grátin sá, hvar Guðs son hékk.“ Í ljóðinu er hugleidd þjáning Maríu þegar sonur hennar, Jesús er krossfestur. Eins og nærri má geta er andrúmsloftið tregafullt og John Speight hefur náð ágæt- lega að fanga stemningu textans. Dapurlegir einleikskaflar engla- hornsins, sem Daði Kolbeinsson útfærði af listfengi, römmuðu inn síendurteknar, hnígandi, nánast tárvotar strengjahendingar; hjart- næman, einstaklega fallegan ein- söng og tilfinningaþrunginn kór- söng. Mismunandi þættir verksins voru í góðu jafnvægi og úrvinnsla tónskáldsins á helstu meginhug- myndum var afslöppuð, sannfær- andi án þess að fara út í öfgar, en þannig var merkingu textans ávallt haldið á lofti af smekkvísi. Óhætt er að fullyrða að Stabat mater eftir Speight sé vel unnið og vandað tónverk. Mér láðist að taka tímann á tón- smíðinni (enda hallærislegt að glápa á klukkuna þegar maður á hálfpartinn að vera með lokuð augun í öðrum heimi) en ég giska á að tónlistarflutningurinn hafi tekið um hálftíma. Það er auðvitað ekki nóg fyrir heila tónleika og því flutti kórinn og aðrir tónlist- armenn, að þessu sinni undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, lög á borð við Á föstudaginn langa, Nú legg ég augun aftur og annað sem tengja má við páskana. Eins og í verki Speights var hástemmd- ur söngur kórsins unaðslegur áheyrnar og því er ekki annað hægt að segja en að þetta hafi verið skemmtilegir tónleikar. Jónas Sen Mærin mæra mændi Morgunblaðið/Golli Skemmtilegir tónleikar John Speight samdi Stabat mater. Ráðstefna um eflingu foreldrahæfni Mánudaginn 17. mars kl. 9-17 Grand Hótel Reykjavík Dagskrá 9.00-9.15 Setning og ávarp Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra 9.15-10.15 Dr. Alan Ralph, prófessor við Háskólann í Queensland, Ástralíu: “ntergrating universal and targeted parenting interventions using the Triple P - Positive Parenting Programme” 10.15-10.40 Kaffi 10.40-11.10 Dr. Alan Ralph: Framhald 11.10-12.00 Björn Arnesen, Cand Socion, MKA í Þrándheimi: “The Incredible Years Teachers and Parent Training Program - Challenges and benefits of using evidence based programs” 12.00-13.00 Hádegisverður 13.00-13.30 Björn Arnesen: “Norwegian reflections from using family based intervention programs” 13.30-13.50 Halldór Hauksson yfirsálfræðingur, Barnaverndarstofu: Innleiðing MST á Íslandi 13.50-14.10 Margrét Sigmarsdóttir forstöðusálfræðingur, Hafnarfirði: Foreldrafærniþjálfunin PMT 14.10-14.30 Gylfi Jón Gylfason forstöðusálfræðingur, Reykjanesbæ: Uppeldisfræðslan SOS 14.30-14.50 Geir Gunnlaugsson, barnalæknir og forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna: “Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar” 14.50-15.10 Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi hjá ÓB Ráðgjöf ehf.: „Barnið boðið velkomið“ 15.10-15.30 Kaffi 15.30-17.00 Panell og almennar umræður Ráðstefnustjóri: Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu og formaður samráðsnefndar ráðuneytanna um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum barna. Ráðstefnan er öllum opin og verður haldin á Grand Hótel Reykjavík kl. 9-17, mánudaginn 17. mars, 2008 Félags- og tryggingamálaráðuneytið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.