Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 29
Umræða um hugsanlega aðild Ís-lands að Evrópusambandinu ernú farin láta á sér kræla á nýjanleik, eftir að hafa legið í dvala
um nokkra hríð.
Helsta ástæða þess að umræðan um Evr-
ópusambandsaðild er nú komin á flug er
krafa ýmissa aðila, þar á meðal ýmissa aðila
í atvinnulífinu, um að evra verði tekin upp
sem gjaldmiðill á Íslandi og vilja margir
halda því fram að aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu sé óumflýjanlegur fylgifiskur
þess að nýr gjaldmiðill verði tekinn í notk-
un hér á landi í stað krónunnar.
xxx
Í baráttu sinni fyrir Evrópu-
sambandsaðild beittu Evr-
ópusinnar, innan þings sem ut-
an, um árabil þeirri röksemd
fyrir aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu að aðild breytti í
sjálfu sér engu hvað varðaði
framsal fullveldis og löggjaf-
arvald umfram það sem þegar
hefði verið gert. Þeir sögðu að
með aðild Íslands að EES-
samningnum hefði Alþingi af-
salað sér svo stórum hluta full-
veldis og löggjafarvalds því Al-
þingi innleiddi nú þegar 80-90%
af allri löggjöf Evrópusambandsins.
Síðastur til að beita þessari röksemd var
Árni Snævarr blaðamaður, sem hafði eftir
Olli Rehn, stækkunarstjóra fram-
kvæmdastjóra Evrópusambandsins, á
heimasíðu sinni að við Íslendingar hefðum
þegar innleitt 75% eða meira af löggjöf
Evrópusambandsins í íslenskan rétt, án
þess að hafa tekið meiri þátt í mótun henn-
ar en hvaða ,,lobbýisti í Brussel sem er“.
xxx
Þegar fjallað er um það hversu stóran
hluta löggjafar Evrópusambandsins Ís-
lendingar hafa innleitt í landslög og hversu
stóran hluta löggjafarvalds Íslendingar
hafa framselt til erlendra ríkja er mik-
ilvægt að rétt sé farið með tölur og stað-
reyndir.
Árið 2005 lagði ég fram fyrirspurn á Al-
þingi til þáverandi utanríkisráðherra, Dav-
íðs Oddssonar, til þess að fá úr því skorið
hvort áðurnefndar röksemdir Evrópusinna,
og nú Árna Snævarr og Olli Rehn, stæðust
skoðun eða ekki.
xxx
Í fyrsta lagi spurði ég að því hversu
margar gerðir stofnanir Evrópusambands-
ins hefðu samþykkt og gefið út á ári á tíma-
bilinu 1994 til 2004.
Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram
að með vísan til fyrirspurnar minnar hefði
ráðuneytið farið þess á leit við skrifstofu
EFTA í Brussel að tekinn yrði saman fjöldi
svokallaðra bindandi gerða, en hugtakið
,,gerð“ vísar annars vegar til allra form-
legra ákvarðana sem teknar eru af stofn-
unum Evrópusambandsins, óháð því hvort
þær eru bindandi fyrir aðildarríki þess eða
ekki.
Samkvæmt upplýsingum skrifstofunnar,
sem byggðar voru á lagagagnagrunni Evr-
ópusambandsins, (EUR-lex) var eftirfar-
andi fjöldi tilskipana, reglugerða og ákvarð-
ana settur á þessu tímabili: (sjá töflu 1)
Tilskipanir: 1.047.
Reglugerðir: 27.320
Ákvarðanir: 10.569
Samkvæmt þessu samþykkti Evrópu-
sambandið 38.936 gerðir á tímabilinu.
Í svarinu kom fram að langstærstur hluti
þeirra gerða sem samþykktur var af Evr-
ópusambandinu á tímabilinu varðaði fram-
kvæmd sameiginlegrar landbúnaðar- og
sjávarútvegsstefnu þess, en einnig var
fjöldi gerða samþykktur á ári hverju sem
varðaði framkvæmd utanríkisviðskiptastefnu
þess þ.m.t. tollamál.
xxx
Í annan stað spurði ég hversu margar
þessara gerða hefðu verið teknar upp í EES-
samninginn og innleiddar hér á
landi í samræmi við skuldbind-
ingar Íslands samkvæmt hon-
um.
Í svari utanríkisráðuneytisins
kom fram að inn í EES-
samninginn væru aðeins teknar
þær gerðir sem féllu undir gild-
issvið samningsins. Gildissvið
EES-samningsins er bundið við
hið svonefnda fjórþætta frelsi
(frjáls vöruviðskipti, frjálsa
þjónustustarfsemi, frjálsar fjár-
magnshreyfingar og frjálsa för
launþega) og þau svið önnur
sem beinlínis væru talin varða
fjórþætta frelsið (samkeppni,
félagsmál, umhverfismál, neytendavernd,
hagskýrslugerð og félagarétt).
Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið
fékk frá EFTA-skrifstofunni höfðu einungis
2.527 tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir
verið teknar inn í EES-samninginn á þessu
tíu ára tímabili, eða um 6,5% af heildarfjölda
ESB-gerða á tímabilinu. (sjá töflu 2)
xxx
Í þriðja lagi spurðist ég fyrir um það
hversu margar þessara gerða hefðu krafist
lagabreytinga við innleiðingu hér á landi.
Í svari ráðuneytisins kom fram að ef gerð
sem taka á upp í EES-samninginn krefst
lagabreytinga gera stjórnvöld við hana svo-
nefndan stjórnskipulegan fyrirvara á grund-
velli 103. gr. EES-samningsins. Á því 10 ára
tímabili sem spurning mín náði til gerðu ís-
lensk stjórnvöld slíkan fyrirvara í 101 skipti
við upptöku gerðar í EES-samninginn.
Það þýðir í 0,0025% tilvika var slíkur fyr-
irvari gerður. (Sjá töflu 3)
xxx
Þessi niðurstaða sýnir með hvaða hætti
hinir kappsfullu Evrópusinnar hafa vaðið
reykinn og vitandi eða óafvitandi beitt al-
menning blekkingum í umræðunni um hugs-
anlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Niðurstaðan sýnir auðvitað einnig að rök-
semdir þær sem andstæðingar aðildar Ís-
lands að Evrópusambandinu hafa haldið fram
og byggja á því að slík aðild fæli í sér mjög
víðtækt framsal Íslands á fullveldi sínu og
löggjafarvaldi til Brussel eiga jafn vel við í
dag og áður.
xxx
Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, sagði í sjónvarpsþætti á
sunnudag, aðspurð um neikvæða afstöðu for-
ystu Sjálfstæðisflokksins til ESB-aðildar, að
þar væri á ferðinni einhver „arfur af misskil-
inni þjóðernispólitík“.
Í ljósi nýjustu upplýsinga sem fyrir liggja
og ég hef hér rakið er spurning hvar mis-
skilningurinn liggur.
Að lokum er ástæða til að ítreka að stjórn-
arsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar er skýr hvað varðar hugs-
anlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Í stuttu máli kveður hann á um að slík aðild
sé ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili, þó
ýmsir eigi sér eflaust annan draum.
Misskilningur?
Eftir Sigurð Kára
Kristjánsson » Þessi niðurstaða sýnir
með hvaða hætti hinir
kappsfullu Evrópusinnar
hafa vaðið reykinn og vitandi
eða óafvitandi beitt almenn-
ing blekkingum.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári
Kristjánsson
Tafla 1
Ár Til-
skipanir
Reglu-
gerðir
Ákvarð-
anir
2004 111 2.157 925
2003 126 2.244 976
2002 96 2.371 980
2001 102 2.597 1.190
2000 83 2.777 1.068
1999 102 2.782 1.036
1998 100 2.849 929
1997 81 2.641 972
1996 95 2.524 798
1995 72 3.086 767
1994 79 1.292 928
1.047 27.320 10.569
Tafla 2
Ár Fjöldi gerða
2004 296
2003 285
2002 310
2001 389
2000 209
1999 556
1998 161
1997 132
1996 77
1995 77
1994 35
2.527
Tafla 3
Ár Fjöldi gerða
2004 19
2003 13
2002 17
2001 9
2000 9
1999 13
1998 5
1997 2
1996 5
1995 4
1994 5
101
bandsaðild henti okk-
ar eigum við aðra og
að mínu mati með
n og frjálsan og
sem viðskiptabrú við
kkurinn er og verður
malegur flokkur og ég
álum eiga sem skoð-
rga af okkar fram-
álaleiðtogum. Þar
Ragnar Grímsson,
eingrím Hermanns-
n og Geir H. Haarde.
anabræðra úr hópi at-
þar taldir fremstir
örgólfur Thor Björg-
Ármannsson.
rt að vera í skoð-
amsýnu manna. Ég
ð rýra hinn hópinn
t framsækið og öflugt
remur að nefna til
ann enn, Jón Sigurðs-
ormann Framsókn-
ar að mínu mati mik-
og hafnaði ekki, sem
tur, að til þess gæti
um aðild að Evrópu-
mtíðinni. Hann sagði:
gerum við það í styrk-
i í veikleika.“ Ég tek
undir þetta og segi: „við krjúpum ekki út
af stundarvandræðum við hið „gullna
hlið“ Evrópusambandsins því þá höfum
við einfaldlega enga samningsstöðu eins
og staðan er hér heima.“ Jón bætti
gjarnan við að það tæki okkur mörg ár
að koma skikki á okkar efnahagsmál
eins og þau væru í dag. Síðan þau orð
féllu hefur efnahagsástandinu farið aft-
ur og því tel ég marga þröskulda standa
í vegi fyrir aðild að myntbandalaginu.
Stefna Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn ályktaði um
Evrópumál á flokksþingi fyrir ári síðan
og ég tel að hvar sem menn skipa sér í
fylkingu geti þeir tekið undir þessa
skoðun:
Ályktun um Evrópumál:
Markmið:
Samskipti Íslendinga við Evrópusam-
bandið byggjast fyrst og fremst á samn-
ingnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Full ástæða er til þess að þróa frekar
það samstarf þar sem það á við. Lang-
varandi jafnvægi og varanlegur stöð-
ugleiki í efnahagsmálum er ein meg-
inforsenda hugsanlegrar aðildar að
Evrópusambandinu. Þannig geta Íslend-
ingar byggt ákvarðanir sínar á styrk-
leika og í samræmi við eigin þjóð-
armetnað sem frjáls þjóð.
Leiðir:
Spurningunni um hvort Ísland eigi að
gerast aðili að Evrópusambandinu verð-
ur fyrst svarað í kjölfar upplýstrar al-
mennrar umræðu, óháð flokkadráttum.
Nauðsynlegt er að Stjórnarskrá Ís-
lands verði aðlöguð nýjum veruleika í
Evrópu- og alþjóðasamstarfi, m.a. til
þess að tryggja að þátttaka Íslands í því
sé hafin yfir allan vafa í nútíð og framtíð.
Framsóknarflokkurinn lýsir sér-
stakri ánægju með störf Evrópu-
nefndar flokksins. Framsóknarflokk-
urinn er eini stjórnmálaflokkurinn á
Íslandi sem unnið hefur að skilgrein-
ingu samningsmarkmiða fyrir Íslands
hönd, ef til aðildarviðræðna við Evr-
ópusambandið kæmi.
Fyrstu skref:
Til að tryggja framtíðarhagsmuni
þjóðarinnar er mikilvægt að stöðugt sé
unnið að stefnumótun og markmiða-
setningu Íslands í Evrópusamstarfi.
Mikilvægt er að Framsóknarflokkurinn
verði áfram leiðandi afl í Evrópu-
umræðu á Íslandi.
Lokaorð
Hér liggur það vonandi skýrt fyrir
hver mín afstaða og lífsskoðun er. Ég
vil skoða allar leiðir gaumgæfilega og
taka ákvörðun að yfirveguðu ráði með
langtímahagsmuni lands og þjóðar að
leiðarljósi. Heimurinn er nefnilega ekki
svarthvítur. Með breyttri heimsmynd
og stækkun og eflingu fjarlægra mark-
aða gæti styrkur landsins þannig legið í
því að vera utan aðildar að ESB.
Framsóknarflokkurinn verður að
búa við það eins og aðrir stjórn-
málaflokkar að við sem förum fyrir liði
hverju sinni höfum afstöðu og sýn á
framtíð Íslands. Það sama gildir um
hinn almenna flokksmann enda höfum
við framsóknarmenn alltaf verið
óhræddir við að ræða stór mál og smá,
skiptast á skoðunum og komast að nið-
urstöðu.
Steingrímur Hermannsson, fyrrver-
andi forsætisráðherra, hefur aldrei ver-
ið kallaður „einangrunarsinni“ þótt
hann teljist til andstæðinga aðildar að
ESB enda hefur hann frjálslynda
heimssýn þótt hann telji hagsmunum
okkar betur borgið utan sambandsins
en innan þess. Steingrímur hefur enda
verið talinn sá forsætisráðherra á Ís-
landi sem næst gekk því að vera heims-
borgari að margra mati.
Í næstu grein ræði ég enn frekar um
þessar tvær leiðir í framtíðinni og efna-
hagsvanda Íslendinga.
g heimssýn 21. aldarinnar
oða allar leiðir
æfilega og taka
yfirveguðu
gtímahags-
og þjóðar að
Höfundur er formaður
Framsóknarflokksins.
-
-
Strákar við gluggann komu á fyr-
irlesturinn því þeim fannst
áhugavert að heyra bæði í forseta
og Íslendingi. „Mjög kúl. Sniðugt
að heyra hvernig löndin eru
tengd.“ Ólafur Ragnar benti á að
Golfstraumurinn, sem mótaði
veðurfar á Íslandi, ætti uppruna
sinn úti fyrir ströndum Mexíkó.
Andrea þarf að hlaupa. „Mað-
urinn kom sér beint að efninu og
þrumaði eiginlega alveg yfir lið-
inu …“ segir hún og rýkur heim
að læra. Priscilla er öll uppveðruð
og talar út í eitt.
„Ég held að svona nokkuð geti
fengið fólk í fleiri löndum til að
fjárfesta í hreinni orku. Það er
líka sniðugt að hann kom hingað í
háskólann en talaði ekki bara við
eldra fólk og svona. Ég meina,
nemendurnir eru framtíðin – ekki
satt?“
Vistvæn orka fyrir meistara
Það er nóg að gera hjá sveitinni
frá Íslandi og nú hefst móttaka á
háskólasvæðinu. Með í för í
Mexíkó eru menntamálaráð-
herra, fulltrúar frá Latabæ, Há-
skólanum í Reykjavík, Hóls-
hyrnu, Marel, Landsbankanum,
Glitni og fleirum. Þetta er stór
hópur fólks sem ræðir fjölmörg
samvinnuverkefni Mexíkóa og Ís-
lendinga.
Í móttökunni gera með sér
samning Monterrey-háskólinn og
íslenski orkuskólinn RES – ný-
opnaður háskóli sem býður upp á
meistaranám í vistvænni orku-
nýtingu. Arinbjörn Ólafsson frá
RES brosir út að eyrum eftir
undirritunina. „Það skiptir okkur
gríðarlegu máli að vera í sam-
starfi við skóla eins og þennan,
enda er hann með betri tæknihá-
skólum í þessum heimshluta.“
Við hlið hans stendur Davíð
Stefánsson hjá Geysir Green
Energy. „Við erum fyrst og
fremst að þreifa á möguleikum
sem við vitum að eru að opnast
hér með nýrri löggjöf.“
Margra mánaða vinna
Þjónar ganga um með snittur
og vínglös. „Þetta er búið að
ganga einstaklega vel og hefur
verið mjög skemmtilegt,“ segir
Ólafur Ragnar. „Viðbrögðin frá
þessum mikla fjölda stúdenta og
háskólasamfélaginu í dag voru
mjög lifandi.“ Hann bætir við að
þótt ljómandi fínt sé að eiga fund
með forsetum og ráðherrum í
heimsóknum sem þessum sé ef til
vill einna skemmtilegast – og það
sem fylli hann mestri bjartsýni –
að stíga inn í háskólasamfélagið.
Svona stíf dagskrá hlýtur þó
óneitanlega að taka á taugarnar –
þrír þéttskipaðir dagar, tveir
ferðadagar og tímamismunur?
Ólafur kinkar kolli og bendir á að
vinnan í Mexíkó sé ekki einungis
mikil, heldur krefjist ferð sem
þessi margra mánaða vinnu fjöl-
margra aðila.
„Og auðvitað krefst þetta bæði
líkamlegrar heilsu og mikillar
einbeitingar. Það þarf alltaf að
hafa fulla einbeitingu …“ segir
hann sposkur.
Mínútu síðar hverfur íslenska
sendinefndin á braut. Sjálf sníki
ég far í miðborgina með öðrum
Íslendingum. Í langa stund sitj-
um við föst í þéttri umferðinni.
Það er ef til vill huggun harmi
gegn að í vegkantinum sést ís-
lenski fáninn blakta.
vöru?“
sigridurv@mbl.is
Morgunblaðið/Sigríður Víðis
Spenntar Andrea og Priscilla
ákváðu að skella sér og hlusta á
íslenska forsetann þegar þær
heyrðu að hann væri á svæðinu.
terrey-tækniháskólanum í Mexíkó
eð forseta Íslands eftir erindið.