Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 32

Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 32
32 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þráinn Sig-tryggsson fædd- ist á Mosfelli í Ólafs- vík á Snæfellsnesi 1. september 1928. Hann lést í Reykja- vík 7. mars síðastlið- inn. Foreldrar Þrá- ins voru Sigtryggur Sigtryggsson, f . 6.8. 1898, d. 16.4. 1978, og Guðbjörg Jenný Vigfúsdóttir, f. 11.10. 1902, d. 10.8. 1982. Þráinn var þriðji í röðinni af 7 systkinum og eru 4 á lífi. Haukur, f. 1.9. 1924, d. 21.2. 1998, Sverrir, f. 30.8. 1925, d. 26.9. 1992, Svein- björn, f. 3.10. 1930, Vigfús, f. 29.4. 1932, Hafsteinn, f. 21.9. 1933, Bjarný, f. 15.11. 1941. Þráinn kvæntist 26.12. 1952 Guðbjörgu Elínu Sveinsdóttir, frá Fossi í Staðarsveit, f. 6.10. 1932. Þau hófu búskap sinn á Mosfelli í Ólafsvík 1950, fluttu síðan í Lyng- holt og þaðan á Grundarbraut 26 og hafa síðan búið þar. Börn Þrá- ins og Guðbjargar eru: 1) Egill Viðar, f. 24.4. 1951, maki Hrefna Guðbjörnsdóttir, f. 9.5. 1953, börn: a) Guðbjörn Sigfús, f. 13.12. 1971, maki Guðrún Anna Oddsdóttir, f. 21.2. 1972, börn Hrefna Rún, Unn- ur Eir og Bryndís Brá. b) Þráinn Viðar, f. 2.7. 1974, maki Svandís Jóna Sigurðardóttir, f. 16.4. 1975, börn María Ýr og Elín Dögg. c) El- ísabet Hrönn, f. 21.8. 1978, maki Jón Hjörtur Harðarson, f. 10.6. 1975, börn Anna Rut, Aníta Eik og Hörður Máni. d) Soffia Elín, f. 2.5. 1984, unnusti Friðbjörn Ásbjörns- son, f. 24.7. 1984. 2) Pálína Svan- var með börn á þessum árum, en hugur hans stefndi til sjávar, þeg- ar aldur dugði til og fór hann á vertíðar á Suðurnesjum og Hafn- arfirði ásamt bræðrum sínum og var hann á ýmsum bátum. Hann lærði fljótt til verka og var í skip- rúmi hjá mörgum landsþekktum aflamönnum. En leiðin lá aftur heim til Ólafsvíkur þar sem hann stundaði sjó næstu árin. Árið 1953 stofnaði hann útgerðafélagið Dverg hf. með bræðrum sínum sem meðal manna eru nefndir Mosfellsbræður eða „Mosfell- ingar“ ásamt Guðmundi Jenssyni skipstjóra. Útgerðafélagið Dverg- ur lét smíða á Akureyri nýjan fiskibát, Hrönn 45 smálesta bát, mikið happa- og aflaskip, seinna meir eignuðust bræðurnir útgerð- ina að fullu. Árið 1962- 1963 fór Þráinn í Stýrimannaskólann og kláraði fiskimanninn, varð síðan fljótlega skipstjóri eftir það allt fram til ársins 2000 er hann fór í land. Árið 1964 létu þeir smíða í Esbjerg í Danmörku 109 sml. fiski- skip, Sveinbjörn Jakobsson SH 10 sem var einnig mikið happa- og aflaskip sem þeir ráku til ársins 2006 eða þar til þeir keyptu nýtt skip og gáfu því sama nafn. Árið 1997 var Útgerðarfélaginu Dverg skipt upp og eignaðist Þráinn ásamt sonum sínum fyrirtækið að fullu sem þeir hafa rekið af dugn- aði og útsjónarsemi enda hefur verið vel haldið utan um hlutina. Eftir að hann hætti til sjós eftir 58 ára sjómennsku og 72 ára gamall sem farsæll skipstjóri sneri hann sér að rekstri útgerðarinnar í landi af fullum krafti ásamt Guð- björgu eiginkonu sinni til dán- ardags. Útför Þráins verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. hvít, f. 24.3. 1952, maki Ingvar Sigurðs- son, f. 31.7. 1954, börn Guðbjörg, f. 4.10. 1979, og Guð- mundur, f. 4.10. 1979. 3) Bryndís Jenný, f. 3.9. 1954, maki Valur Magnússon, f. 26.6. 1952, dóttir Lea Sif, f. 26.11. 1986. 4) Sig- urbjörg Erla, f. 12.1. 1957, maki Þröstur Kristófersson, f. 18.5. 1956, börn a) Guð- björg Elín, f. 28.8. 1976, dóttir Eydís Ýr, unnusti Björgvin H. Bjarnason, f. 7.9. 1969. b) Ævar Rafn, f. 20.2. 1980, maki Fjóla Rós Magnúsdóttir, f. 28.10. 1981, dóttir Díana Ósk. c) Dagný Thelma, f. 5.8. 1983, unnusti Jó- hann Ingi Þorsteinsson, f. 10.7. 1980. 5) Lilja Björk, f. 15.12. 1959, maki Lárus Ragnar Einarsson, f. 1.2. 1959, börn a) Hermína Kristín, f. 24.10. 1979, maki Kristmundur Sumarliðason, f. 26.10. 1979, synir Sumarliði og Viktor Andri. b) Elm- ar Pálmi, f. 15.10. 1981, maki Harpa Harðardóttir, f. 20.1. 1980, dóttir Ragnheiður Björk. c) Stein- unn Alva, f. 11.9. 1989. 6) Berglind Sigrún , f. 25.9. 1961, maki Heimir Maríuson, f. 1.7. 1960, synir Arnar Freyr, f. 29.9. 1994, og Felix Ernir, f. 9.8. 1999. 7) Sigtryggur Sævar, f. 2.6. 1967, maki Margrét Gróa Helgadóttir, f. 8.5. 1967, börn Val- gerður, f. 10.8. 1994, Helgi, f. 8.2. 1998 og Þráinn, f. 27.8. 2001. Þráinn ólst upp í föðurhúsum á Mosfelli í Ólafsvík fram eftir aldri en snemma var hann sendur í sveit yfir sumarmánuðina eins og títt Komið er að leiðarlokum eftir lang- an og farsælan ævidag. Til hinstu hvílu er lagður elskulegur tengdafað- ir minn Þráinn Sigtryggsson. Hann verður öllum minnisstæður sem fengu að kynnast honum. Hann átti marga eðliskosti, skarpgreindur og fjölhæfur, hvar sem hann fór bar hann með sér blæ góðvildar, glaðvær og hress í bragði, glettinn og oft stutt í stríðnina. Það er orðið á þriðja tug ára síðan ég hitti þig fyrst þegar dótt- ir þín kynnti mig fyrir þér og þú sam- þykktir karlinn strax inn í fjölskyld- una. Margs er að minnast í gegnum tíð- ina, marga bíltúrana fórum við eða bryggjurúntinn eins og við köllum það, þar var mikið skrafað og tekin staðan á þjóðlífinu enda hafði þú frá- bæra söguhæfileika og rifjaðir oft upp gamla tíman sem þú upplifðir þegar þú varst á vertíðum á Suður- nesjunum, í Hafnarfirði og Ólafsvík á árum áður. Ein ferð er ógleymanleg af mörgum þegar þú komst í heim- sókn til okkar ásamt eiginkonu þinni þegar ég var að vinna í Þýskalandi og við fórum til Esbjerg í Danmörku þar sem þú rifjaðir upp tímann sem þú varst við byggingu á happaskipinu ykkar Sveinbirni Jakobsyni SH 10. Þú varst minnugur með eindæmum, þú mundir alla hluti eins og það hefði gerst í gær þó að það hefði verið fyrir þrjátíu árum sem þú komst þar síð- ast. Þú varst mikill Ólsari og trúr þín- um heimabæ Ólafsvík enda borinn og barnfæddur þar og hafðir frá unga aldri tekið þátt í uppbyggingu bæj- arins og nefndir oft að hvergi væri betri staður að búa á. Sjómennska var þitt ævistarf og allt snerist um hana frá barnsaldri enda byrjaðir þú ungur til sjós, að- eins 14 ára gamall og hættir ekki fyrr en sjötíu og tveggja ára eftir 58 ára farsæla sjómennsku, meira og minna sem skipstjóri allan tímann. Þegar þú ákvaðst að fara í land eftir eftir allan þennan tíma sagðir þú með þínu glotti: ætli maður verði ekki að hleypa þeim ungu að. Þrátt fyrir að hann hafi hætt til sjós voru málefni sjómanna og út- vegsmanna honum alltaf hugleikin og ófáar viðkomur átti hann á skrifstofu LÍÚ til skrafs við stjórnendur þar því hann var ekki sammála stefnu stjórn- valda í fiskveiðimálum og oft var tek- ist á í þeim málefnum. Þráinn var mikill og trúfastur framsóknarmaður, en þrátt fyrir sterkar skoðanir virti hann annarra viðhorf og lét það ekki spilla vináttuni þó oft væri tekist á í ýmsum málefn- um. Söknuður okkar ástvina þinna er mikill og nístir hjartað, það er vegna allra yndislegu minninganna sem við eigum um þig. Ef við hefðum ekki upplifað allar þessar stundir saman hefðum við einskis að sakna. Hafðu þökk fyrir allar okkar samverustund- ir, minning þín lifir. Guðbjörgu tengdamömmu og börnum þeirra og fjölskyldu votta ég alla mína samúð. Guð varðveiti ykkur öll. Ingvar Sigurðsson. Í dag kveð ég tengdaföður minn, Þráin Sigtryggsson skipstjóra og út- gerðarmann í Ólafsvík. Ég kom inn í fjölskylduna á Grundarbraut fyrir 16 árum og tóku þau hjón einstaklega vel á móti mér og varð ég strax hluti af stórri og samhentri fjölskyldu. Það var mikill samgangur á milli heim- ilanna og hluti af daglegu lífi okkar að kíkja í heimsókn á Grundarbrautina og þurfti þá ekkert sérstakt tilefni til. Þráinn hafði gaman af að ræða um menn og málefni líðandi stundar, hann hafði ákveðnar skoðanir á hlut- unum og kallaði það á viðbrögð og rökræður annarra. Það var gaman að ræða við Þráin því hann var fylginn sér en sanngjarn og hafði góðan húm- or og oftar en ekki var hlegið á eftir. Mér líkaði vel þegar gustaði af tengdaföður mínum því að baki var góður hugur en hann var afar stoltur af uppruna sínum og vildi að vel væri haldið utan um hlutina í bæjarfélag- inu sem honum var svo annt um. Þrá- inn var með stórt hjarta sem við feng- um svo sannarlega að kynnast. Hann var ráðagóður, röggsamur og það var gott að leita til hans. Þráinn bar alltaf umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Hann hringdi nær daglega til okkar til að at- huga hvernig við hefðum það, hvað væri að frétta og spurði alltaf eftir börnunum. Fyrir það erum við honum þakklát og er missir barnanna mikill. Þráinn hafði alla tíð gaman af bóka- lestri og var víðlesinn en á síðustu ár- um gat hann ekki notið þess og sakn- aði þess mikið. Hann var góður sögumaður og kunni margar vísur frá gamalli tíð og töluðum við um það ný- lega að gaman væri að festa þær niður á blað. Þráinn hafði alla tíð unnið hörðum höndum en hann byrjaði á sjó aðeins 14 ára gamall. Sjómennskan var líf hans og yndi og var hann hafsjór af fróðleik um sjávarútvegsmál enda maður sem mundi tímana tvenna allt frá tíð árabátanna. Eikarbáturinn Sveinbjörn Jakobsson SH 10 var stolt fjölskyldunnar en þar var Þráinn far- sæll skipstjóri í marga áratugi. Það sýnir hversu miklum krafti og dug hann bjó yfir að hafa haft áræðni til að láta smíða bát í Danmörku árið 1964 ásamt bræðrum sínum. Skipið var alla tíð mikið happafley og alltaf haldið vel utan um hlutina svo tekið var eftir. Árið 2006 keyptu þeir feðgar annan bát en héldu sama nafni. Þegar Þráinn hætti á sjónum 72 ára að aldri héldum við að hann myndi kunna aðgerðaleysinu illa en svo var ekki. Hann var vanur að vinna og sat ekki auðum höndum heldur sneri sér að öðrum verkefnum. Þráinn gerðist útgerðarstjóri hjá Dvergi hf. sem ger- ir út Sveinbjörn Jakobsson SH 10 og sá um alla þætti sem sneru að útgerð- inni ásamt Guðbjörgu konu sinni. Þráinn átti því láni að fagna að eiga góða eiginkonu og frábæran lífsföru- naut, Guðbjörgu (Gauju), sem stóð traust við hlið hans alla tíð. Þau voru samhent hjón og miklir vinir. Sam- band þeirra einkenndist af væntum- þykju og virðingu. Elsku Guðbjörg, ég votta þér mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum og bið góðan Guð að veita þér styrk um ókomin ár. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eiga með honum samfylgd og er rík að ótal minningum um góðan mann sem var mér alla tíð sannur vinur. Margrét Gróa Helgadóttir. Afi er dáinn, ekki hefði ég getað trúað því eftir heimsóknina í vinnuna fyrir um 3 vikum síðan þegar hann og Elmar, einkabílstjórinn hans komu, að hann myndi kveðja þetta jarðneska líf svona fyrirvaralaust. Þetta er ótrú- legt, hann var svo hress og átti ým- islegt eftir ógert. Maður situr eftir og hugsar um farinn veg og upp koma ótal minningar. Allar heimsóknir okk- ar að Grundabraut, þangað var maður velkominn og tekið á móti manni með hlýhug og heitum kaffibolla. Um- ræðuefnin voru oft um sjávarútveginn og eigum við eftir að sakna þeirra. Segja má að afi hafi haft ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar og vorum við ekki alltaf sammála en óhætt er að segja að það var gaman að hlusta á skoðanir hans og sýn á lífið. Við erum ekki í vafa um að afi hafi í flestum tilvikum haft rétt fyrir sér, án efa er um að ræða mann með mikla reynslu og skemmtilega sýn á lífið. Gaman var að fylgjast með afa dudda við það sem viðkom heimilinu og bíl- unum. Þá man ég eitt skipti að amma tók til við vorverkin þegar afi var fjar- verandi og trén voru klippt. Þegar hann kom heim var honum heldur brugðið. Hann var ekki par hrifinn af þessu uppátæki og sagði að trén væru ónýt. Við reyndum að koma honum í skilning um að svo væri ekki en hann var samt sem áður ekki sáttur. Svona var afi, hafið ákveðnar skoðanir á mál- unum og varð því ekki breytt. Afi haf- ið mikið dálæti á bílum og má segja að það hafi verið hans annað áhugamál fyrir utan sjóinn. Þegar ég fór að kaupa minn fyrsta bíl var afi fremstu í flokki þegar velja átti bílinn. Það var svo fyrir ári síðan að við keyptum Subaru Legacy. Þegar heim var kom- ið á bílnum var farinn rúntur um Ólafsvík og hittum við afa á bryggj- unni. Hann settist inn í bílinn til að taka hann út. Þá varð honum á orði: „Hvað er fjölskyldumaðurinn að kaupa svona sportbíl, það er varla hægt að komast inn í þetta og maður situr á götunni“. Afi bar hag fjölskyld- unnar fyrir brjósti, fylgdist mikið með þegar við fórum í nám og reyndist litlu fjölskyldunni minni vel þegar við fluttum til þess að ég gæti klárað netagerðina. Afi var af þeirri kynskóð sem mátti þola súrt og sætt í uppvexti. Lífið fátt mér ljær í hag, lúinn þrátt ég glími. Koma máttu um miðjan dag, mikli háttatími. (Gísli Ólafsson.) Minningar um hann afa eru ótal margar og höfum við verið þeirrar hamingju njótandi að hafa fengið að hafa hann svona lengi hjá okkur. Við gleymum honum ekki svo lengi sem við lifum og verður hann alltaf stór hluti af okkar lífi og geymum mynd hans í hjarta. En eins og María Ýr dóttir okkar skrifaði inn á bloggið sitt daginn sem hann kvaddi þetta líf, „í dag er sorgar dagur í lífi mínu besti langafi minn féll frá í dag. Hann Þrá- inn langafi hefði orðið 80 ára 1. sept á þessu ári. Hvíldu í friði, besti langafi í heimi. Ég mun sakna þín mjög mikið, afi minn“. Þessi orð hennar segja okk- ur hversu mikið hann hefur snert líf okkar. Þeim látnu skuldar maður að- eins sannleikann. Hvíldu í friði, elsku afi og langafi. Þráinn, Svandís, María Ýr og Elín Dögg. Elsku afi minn. Það sem mér fannst óhugsandi fyr- ir stuttu er sorglegur raunveruleiki dagsins í dag. Aldrei hefði mig grunað að þú yrðir tekinn svona snöggt frá okkur. Þú varst ávallt svo hraustur og kraftmik- ill – alltaf á fullu í að snúast í kringum útgerðina og heimilið ykkar ömmu. Fílhraustur, hress og kátur. Þetta er svo sárt og söknuðurinn er mikill hjá okkur öllum. Um hug minn streyma minningarn- ar, góðar og ógleymanlegar. Þið amma hafið alla tíð verið svo góð við mig og við öll barnabörnin ykkar. Oft í æsku þegar hlutirnir voru ekki alveg eins og ég vildi hafa þá heima fyrir var ég flutt heim til ykkar, með fötin mín í poka. En auðvitað sóttu mamma og pabbi mig þegar leið á daginn eða þú og amma keyrðuð mig heim. Þið amma voruð svo gjörn á að taka mig með í bíltúra inn í Bug og þar kenndir þú mér að fleyta kerlingar. Ég gleymi einnig seint sögunum þín- um þegar við keyrðum kringum jökul- inn. Þú sagðir sögur af álfum, huldu- fólki og jólasveinunum á leiðinni. Þú bentir upp í fjöllin og sannfæringar- Þráinn Sigtryggsson ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, VIGDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Smáratúni 20b, Selfossi, lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands miðvikudaginn 12. mars. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju miðviku- daginn 19. mars kl.13.30. Rannveig Þórðardóttir, Örlygur Jónasson, María Kristín Örlygsdóttir, Þórdís Örlygsdóttir, Jónas Örlygsson, Ingvar Örlygsson, Jakobína Lind Jónsdóttir, Þórður Jónsson og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir okkar, LILJA JÓNHEIÐUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR, áður til heimilis á Ægisgötu 12, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 8. mars. Útförin auglýst síðar. Inga Skarphéðinsdóttir, Anna V. Skarphéðinsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRSÆLL ÁSGEIRSSON, Bröttuhlíð 2, Seyðisfirði, andaðist miðvikudaginn 12. mars. Guðrún Karlsdóttir, Jón Ársælsson, Saga Valsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.