Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 37

Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 37 ✝ Þorsteinn Þor-steinsson vél- stjóri fæddist í Vest- mannaeyjum 17.1. 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 1. mars sl. Foreldrar Þor- steins voru Þor- steinn Þorsteinsson frá Vatnsdal í Fljóts- hlíð og Kristín Jóns- dóttir frá Eskiholti Mýrarhreppi. Systk- ini Þorsteins eru: Þórarinn, látinn, og Guðbjörg. Þorsteinn kvæntist 23.5. 1947 Laufeyju Eiríksdóttur, f. 5.6. 1926 d. 14.12. 1992. Foreldrar hennar voru Eiríkur Ögmundsson frá Svínhólum A-Skaft. og Júlía Sig- urðardóttir frá Syðstu-Grund. Þorsteinn og Laufey eignuðst 5 börn. Þau eru: 1) Þorsteinn, f. 13.6. 1947 d. 9.12. 2005, giftur Brynju Friðþórsdóttur. Börn þeirra eru: Margrét, f. 1977 og Þorsteinn Ív- ar, f. 1987. Dóttir hans er Rakel Dís, f. 2007. 2) Kolbrún, f. 3.10. 1948, gift Sverri Gunnlaugssyni. Börn þeirra eru: Þorsteinn, f. 1970, giftur Kristínu Gígju Ein- arsdóttur. Börn þeirra eru: Kol- brún Kara, f. 2000 og Kristófer Kári, f. 2005. Jón Kristinn, f. 1981, giftur Margréti Ásgeirsdóttur. Dóttir þeirra er Laufey Brá, f. 2006. 3) Kristín f. 6.12. 1950, gift Óskari Árnasyni. Börn þeirra eru: Laufey, f. 1969, hún er í sambúð með Birni Gíslasyni, dóttir þeirra er Kristín Rós, f. 1999. Ottó Björg- vin, f. 1979. 4) Eiríkur, f. 24.7. 1954, giftur Karenu Sigurgeirs- dóttur. Börn þeirra eru: Bergey Edda, f. 1977, gift Magnúsi Stein- dórssyni. Börn þeirra eru Guðrún Bára f. 1996, Aron Smári, f. 1999 og Karen Eir, f. 2003. Hannes Kristinn f. 1982. 5) Gunnar, f. 6.11. 1959, hann er í sambúð með Ernu Margréti Ott- ósdóttur. Þorsteinn Þor- steinsson ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann gekk í Barna- skóla Vest- mannaeyja og hugði á nám í Gagn- fræðaskólanum, en af því varð ekki. Hann þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér. Fimmtán ára fór hann á síld með Sighvati Bjarnasyni. Eftir að vertíð lauk dreif hann sig í Vélskólann og kláraði réttindanám þar. Eftir námið fór hann aftur til sjós og var hann á ýmsum skipum. Af sjónum lá leiðin til Skeljungs, en þar var hann allt til loka ársins 1990 eða þar til hann þurfti að hætta að vinna sökum heilsubrests. Hann og kona hans, Laufey Eiríksdóttir, byrjuðu sinn búskap að Fífilgötu 5, síðan fluttu þau að Vesturvegi 4 þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Jafnframt því að ala upp börnin sín fimm af mikilli röggsemi voru þau virk í pólitík. Sjálfstæðismenn fram í fingurgóma og studdu vel við flokkinn þegar á þurfti að halda. Þorsteinn var mikill Eyja- maður og vildi hvergi frekar vera en heima á eyjunni sinni sem hon- um þótti svo vænt um. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin kl 14. Mig langar til að færa nokkrar lín- ur á blað um elskulegan föður minn sem er horfinn yfir móðuna miklu, laus við allar þrautir sem höfðu þjak- að hann um langan tíma, kominn með elskulega móður mína í fang sér, sem hann hafði elskað og dáð og beðið svo lengi að hitta á ný. Það hafa örugglega verið fagnaðarfundir eftir 16 ára aðskilnað, hún brosandi glöð eins og alltaf, með Steina bróð- ur sér við hlið. Það var alveg aðdáun- arvert hvað hann hugsaði vel um hana í hennar veikindum og verð ég þér ævinlega þakklát fyrir það, elsku pabbi minn. Ég á eftir að sakna þín mikið, nú kemur tómarúm um miðj- an dag, engin pabbi að heimsækja á sjúkrahúsið þar sem hugsað var svo vel um þig. Þú gast stundum verið svolítið hvass en það var fyrirgefið, því þá vissi maður að þú varst kval- inn og þreyttur en kvartaðir aldrei. Ég verð þér ávallt þakklát hvað þú varst sonum mínum góður afi og þið náðuð vel saman, þeir eiga eftir að sakna þín um ókomna tíð. Barna- börnin mín höfðu orð á því að nú yrði enginn afi Doddi til að heimsækja á spítalann þegar þau koma til Eyja, því hann væri orðinn að engli hjá Guði. Það var gaman að bjóða þér koníakið úr stútkönnunni 2 dögum áður en þú kvaddir, þú tókst tvo sopa og grettir þig mikið, það kom mér skemmtilega á óvart, Doddi að gretta sig yfir koníaki. Það er margs að minnast, elsku pabbi minn, þegar kemur að skiln- aðarstund og mun það geymast í huga mér um ókomna tíð en oft var nú gaman á Vesturveginum þrátt fyrir erfiðleika og veikindi en allt blessaðist þetta nú samt. Þú varst mikill grallari og gerðir okkur grikki. Eins og þegar þú varst sex- tugur þá mátti ekki gera neitt veður út af afmælinu, því þú ætlaðir að vera að heiman, þú ætlaðir að fara með Herjólfi upp á land en þú gleymdir að segja frá því að þú ætl- aðir að koma með honum strax aftur, sem sagt mættur á Vesturveginn kl. 17 sama dag. Ástæðan fyrir komu þinni til baka sagðir þú að það væri svo ljótt í Þorlákshöfn að þú snerir bara við. Þér lést þér annt um aðra sjúklinga á deildinni og oft var létt andrúmsloftið kringum þig og her- bergisfélaga til margra ára Hjölla Múr sem báðir voru bláir í gegn í pólitíkinni, það hafa væntanlega ver- ið góðir endurfundir hjá ykkur fé- lögum. Það verður góð minning um þig að sjá leikmyndina sem þið Stjáni gerðuð, þú klæddur lækna- slopp, pípu, hníf og öðru læknadóti sem doktor Saxi klár í stóraðgerð! Vil ég þakka starfsfólki Sjúkra- hússins fyrir frábæra ummönnun og hlýju í þinn garð. Elsku pabbi minn, við í Birkihlíð- inni þökkum þér samfylgdina gegn- um tíðina, við vitum að þú ert í góð- um höndum með mömmu og Steina bróður og ég veit að þið fylgist með okkur og verndið Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem.) Þín dóttir Kolbrún. Ég man hvað ég var feimin fyrst þegar ég var kynnt fyrir verðandi tengdaforeldrum. Eiríkur hafði fengið mig út í Eyjar til að vinna í fiski sumarið ’75 en þá höfðum við nýlega kynnst í Reykjavík. Ekki er ég viss um að Dodda og Laufeyju hafi litist vel á stúlkuna. Þar sem ég kom nú úr borginni, sem var nú al- deilis ekki nafli alheimsins að mati Dodda, svo kunni stelpan lítið fyrir sér í matseld og öðru heimilishaldi. En ég var einfaldlega tekin í fóstur og varð fljótt ein af fjölskyldunni. Doddi var hreinn og beinn. Hann kallaði hlutina réttum nöfnum og vandaði ekki kveðjurnar, ef honum fannst þess þurfa. En það var líka stutt í stríðnina hjá honum og oft var erfitt að átta sig á hvort honum var alvara eða ekki. Þegar ég kom til sögunnar var Doddi farinn að vinna hjá Skeljungi hér í Eyjum. Þá voru öll hús kynt með olíu og fólk fór til Dodda að borga olíuna. Þar á meðal voru vinkonur mínar. Þá átti Doddi það til að henda pakka af Black Jack á borðið til þeirra og sagði þeim endilega að setja nú „öryggið á odd- inn“. En svo gerðist það nú að vin- konurnar fóru allar að eignast börn eins og gengur, þá fóru þær til Dodda og heimtuðu meðlög. Vildu meina að varan hefði verið gölluð. Þetta gátum við gantast með lengi. Einu sinni gerði ég Dodda reiðan. Við sátum saman eitt kvöld vinkon- urnar og kvörtuðum yfir gúanólykt- inni sem oft hékk yfir bænum, ákváðum við nú að gera eitthvað í málunum. Við skrifuðum bréf og söfnuðum undirskriftum og heimt- uðum úrbætur. Viðbrögðin voru góð og margir skrifuðu undir. En Doddi tók okkur á teppið og spurði okkur hvort við vissum hvaða þýðingu þessi ólykt hefði fyrir bæinn okkar. Við svöruðum fullum hálsi að hann hugs- aði bara um sig og sína. Lengi á eftir tók Doddi alltaf fyrir nefið og setti upp svip þegar einhver af vinkonun- um labbaði framhjá honum. Auðvit- að hafði Doddi rétt fyrir sér, það vit- um við í dag. Doddi og Laufey voru mjög sam- hent. Það að ala upp 5 börn, oft með lítið milli handanna, hefur ekki verið auðvelt og oft settu slys og veikindi strik í reikninginn. Það bugaði þau ekki. Það var ævinlega stutt í brosið og alltaf voru þau eitthvað að gera. Að baka kleinur og flatkökur, koma svo færandi hendi. Oft var okkur boðið í mat á sunnudögum. Steik og grautur á eftir. Þá var oft mikið spjallað, rökrætt og stundum rifist. Doddi var sjálfstæðismaður og ekki voru alltaf allir sammála, en það var ekki smuga að snúa Dodda, það lærðum við fljótt. Þau elskuðu barnabörnin sín öll og aldrei sögðu þau nei ef þau voru beðin um að passa eða eitthvað að snúast fyrir þau. Þegar Laufey veiktist var Doddi ótrúlega natinn við hana og studdi hana gegnum veikindin alveg til loka en Laufey dó árið 1992. Þá dó eitthvað í Dodda líka og hann náði sér aldrei. Heilsunni hrakaði og síð- ustu fjögur árin var hann á spítaln- um hér. Og það er margt sem þakka ber við þessa kveðjustund. Fjör og kraftur fylgdi þér, þín fríska, glaða lund. Mæt og góð þín minning er og mildar djúpa und. (G.Ö.) Nú kveð ég þig, Doddi minn, í síð- asta skipti með orðunum sem ég kvaddi þig alltaf með á spítalanum. „Vertu nú bless, karlinn minn.“ Ég bið að heilsa Laufey og Steina sem fóru á undan þér. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar. Karen. Elsku afi, mig langar að kveðja þig og þakka fyrir allar góðu stundirnar okkar. Minningarnar eru margar af góðum manni og afa. Ég eyddi ófáum dögum hjá þér í pössun þegar ég var lítill strákur. Við vorum vanir að taka saman spil, ýmist veiðimann eða ólsen, ólsen, og hlustuðum sam- an á plötusafnið þitt. Einnig eru vel minnisstæðar sunnudagssteikurnar og ísblómin á Vesturveginum í gamla daga og jólin og áramótin sem við eyddum saman. Þú varst vanur að gefa flugelda sem gladdi mig mjög. Sérstaklega man ég eftir ferðunum með þér í vinnuna. Þar settumst við stundum niður á kaffistofunni og fengum okkur djús og kex. Ef þig vantaði neftóbak þá fékk ég hjá þér pening til að skjótast í Turninn til að kaupa það fyrir þig. Ég fékk að kaupa bland í poka fyrir afganginn. Mér þótti sérstaklega vænt um hvað þú tókst vel á móti Möggu minni. Ykkur varð vel til vina. Einnig er það gleðilegt að þú náðir að sjá hana Laufeyju Brá okkar. Síðastliðið sumar þegar þú veiktist skutumst við til Eyja í heimsókn. Það var merkilegt að þú reifst þig upp áður en við fórum til baka og lékst við Laufeyju Brá. Svo gerðist það, hinn 1. mars síðastliðinn, að þú kvaddir okkur öll. Mamma sagði mér að mik- ill friður hefði ríkt yfir þér. Elsku afi, það var gaman að kynn- ast þér og hvíl þú nú í friði við hlið ömmu. Kveðja, Jón Kristinn. Elsku afi Doddi. Ótrúlegt hve erfitt þetta er þótt þú sért búinn að vera lengi veikur og aldurinn kominn yfir. Minningarnar á Vesturveginum hellast yfir mig. Þú og amma Laufey, dansandi fyrir framan spegilinn, hádegin á sunnu- dögum þegar öll fjölskyldan var samankomin. Þú varst stríðinn og lyginn með eindæmum, laugst að okkur barnabörnunum að þú værir með rollur í kjallaranum á Vestur- veginum og við trúðum því en þorð- um ekki niður. Fjöruferðirnar og göngurnar, sem við fórum saman, og sögurnar sem þú sagðir mér. Ég man líka hvað þú varst dugleg- ur að hjálpa ömmu að skúra Ísfélag- ið, stundum fékk ég að koma með og svo var farið í Turninn og ég fékk ís fyrir hjálpina. Amma Laufey veiktist og fór á spítalann, þú varst svo dug- legur og yndislegur að hugsa um hana en hún deyr svo í desember 1992 eftir langvarandi veikindi. Allt- af ef veður var gott sastu á pallinum á Vesturveginum og spjallaðir við alla sem leið áttu hjá. Það var svo gott að koma með langafabörnin til þín og alltaf fengu þau ís hjá þér. Ég held að það væri hægt að skrifa bók um þig en ég ætla að hætta núna og kveðja þig. Elsku afi Doddi, nú ertu kominn til ömmu Laufeyjar og Steina, ég veit að þið munuð passa vel hvort annað... Þín afastelpa Bergey. Það er sumardagur, sól á himni og lítill vindur. Á tröppupallinum á Vesturvegi 4 situr maður með gler- augu á stól og fylgist með fólki á gangi og bílaumferðinni. Einhvern veginn finnst mér þessi lýsing á afa mínum, Dodda í olíunni, gefa góða mynd af honum. Ég held að bæj- arbúar á Heimaey séu sammála þessu, enda sat afi mikið úti og fylgd- ist með mannlífinu. Þeir sem gengu eða keyrðu fram hjá húsi hans, sem er á einum besta stað í miðbænum, urðu varir við hann, heilsuðu honum eða stoppuðu hjá honum til að spjalla við hann um lífið og tilveruna. Þess- arar „stemningar“ sem skapaðist á tröppum Vesturvegar varð ég þess aðnjótandi að upplifa sem barnabarn þegar ég heimsótti hann oft og mörgum sinnum. Við þessar aðstæð- ur sá ég hvern mann afi hafði að geyma. Hann var ófeiminn, orðhepp- inn, hjartnæmur og hlýr sem leiddi til þess að hann náði góðum tengslum við fólk og naut virðingar fyrir bragðið. Afi hafði fleiri eigin- leika. Hann var húmoristi og átti auðvelt með að fá fólk til að hlæja. Það er efni í heila bók að segja frá öllu því sem kom úr munni hans en sögur um þetta efni munu lifa um ókomin ár. Afi var einnig sögumaður góður. Hann sagði oft sjómannasög- ur frá því í gamla daga þegar hann var vélstjóri. Þótt sögurnar hafi ver- ið nærri hálfrar aldar gamlar var frásagnarlistin með þeim hætti að það var eins og sögurnar hefðu gerst í gær. Minnið hjá karlinum að þessu leyti var ótrúlegt. Afi var mikill íhaldsmaður, svo mikill að maður mátti ekki minnast á aðra stjórnmálaflokka á Vesturveg- inum. Það var regla hjá honum að mæta í bláum jakkafötum snemma á kjörstað til að kjósa flokk sinn, hvort sem um alþingis- eða sveitarstjórn- arkosningar var að ræða. Ólafur Thors var hans maður í gamla daga. Á seinni tímum var annar stjórn- málamaður í miklum metum hjá hon- um sem varð síðan forsætisráðherra, enda áttu þeir líka afmæli sama dag, 17. janúar. Afi minnti mig alltaf á þessa staðreynd. Það gladdi gamla manninn ógurlega þegar forsætis- ráðherra heimsótti hann á Vestur- veginum eitt árið og á sjúkrahúsinu í Eyjum nokkrum árum síðar. Á köfl- um hafði ég á tilfinningunni að af- staða afa í pólitík væri eins og nátt- úrulögmál. Það væri skylda að kjósa sama stjórnmálaflokkinn. Hins veg- ar sá ég hvað bjó að baki þeirri af- stöðu. Honum var nefnilega ekki sama hvaða flokkur réð ríkjum í landinu. Hann gerði sér grein fyrir því að það var mikilvægt að rétti flokkurinn væri við stjórn, landi og fólki til heilla. Hann tók þessa póli- tíska afstöðu á unga aldri og hélt henni til streitu fram til dauðadags. Það er virðingarvert þótt menn hafi ekki verið sammála honum í pólitík. Afi, ég er feginn að ég gat náð að kveðja þig rétt áður en þú yfirgafst þennan heim. Ég veit að þú ert kom- inn á stað þar sem þér líður betur. Þú hefur hitt ástina þína aftur, Lauf- eyju ömmu, sem þú saknaðir svo mikið. Ég þakka þér fyrir þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Þú varst einstök persóna sem gerði lífið skemmtilegra. Þú varst engum líkur. Blessuð sé minn- ing þín. Ottó Björgvin Óskarsson. Þorsteinn Þorsteinsson  Fleiri minningargreinar um Þor- stein Þorsteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Ási fyrir góða umönnun. Guðbjörg D.Sigmundsdóttir, Kristjana M. Sigmundsdóttir, Þorlákur Helgason, Sigurveig Sigmundsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Guðmundur Ingi Sigmundsson, Sigríður Á. Pálmadóttir og afkomendur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.