Morgunblaðið - 15.03.2008, Qupperneq 56
LAUGARDAGUR 15. MARS 75. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Þurfa aðstoð vegna lána
Miklar sveiflur í gengi krónunnar
hafa áhrif víða. Meðal þeirra sem
finna fyrir breytingunum eru þeir
sem keypt hafa bíla á lánum í er-
lendri mynt, en sífellt fleiri úr þeim
hópi hafa að undanförnu leitað að-
stoðar hjá Ráðgjafarstofu um fjár-
mál heimilanna. Aðsóknin er svo
mikil að fullbókað er í alla viðtals-
tíma fram í apríl. » Forsíða
Hafna svæðisskipulaginu
Umhverfisráðuneytið hefur synj-
að tillögu um staðfestingu á svæð-
isskipulagi Kópavogs, sem felur í sér
að byggðasvæði í Vatnsendahlíð
stækkar til suðurs. » 2
Undirritun í Mexíkó
Monterrey-háskólinn í Mexíkó og
íslenski orkuskólinn RES hyggja á
samstarf á sviði vistvænnar orku.
Samningar þessa efnis voru und-
irritaðir í heimsókn forseta Íslands
til Mexíkó. » Miðopna
SKOÐANIR»
Staksteinar: Írar geta ekkert gert
Forystugreinar: Verðug verkefni
Hverjir hagnast?
UMRÆÐAN»
Sannleikurinn um íþrótta-
mannvirkin
Eyðum kynþáttafordómum áður en
þeim vex fiskur um hrygg
Börn: Klókur karl
Mæðgurnar á bak við … Maxímús
Lesbók: Með blús í hjarta
Það er erfitt að stoppa mig
BÖRN | LESBÓK »
'4
4
4 4 4
'4
4' 5
%6$(
/ "$,
"%
7"!""!$$&$ $
'4'
4'
4'
4
4 '4 4' 4 .8 2 (
4 4 4 4 '4 4'
4
'4 9:;;<=>
(?@=;>A7(BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA(8$8=EA<
A:=(8$8=EA<
(FA(8$8=EA<
(3>((A&$G=<A8>
H<B<A(8?$H@A
(9=
@3=<
7@A7>(3,(>?<;<
Heitast 4°C | Kaldast -3°C
Hæg norðaustlæg
átt og víða létt-
skýjað, en sums
staðar él suðaust-
anlands. » 10
Þora íslenskir tón-
leikahaldarar ein-
göngu að flytja inn
tónlistarmenn sem
komnir eru af létt-
asta skeiði? » 50
TÓNLIST»
Gamlir
menn
TÓNLIST»
Unchastity var vísað úr
Músíktilraunum. » 46
Lífskúnstnerinn
Ketill Larsen er um-
fjöllunarefnið í heim-
ildarmynd Tómasar
Lemarquis og Jos-
ephs Marzola. » 46
KVIKMYNDIR»
Kvikmynd
um Ketil
TÓNLIST»
DJ Premier er þunga-
vigtarmaður. » 52
FÓLK»
Colin Farrell finnur sig
vel í baðhúsum. » 48
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Dæmd tl að greiða kennara …
2. Greri föst við klósettsetuna
3. Shannon Matthews fannst á lífi
4. Arsenal dróst gegn Liverpool
Íslenska krónan veiktist um 1,5%
„ÉG átti enga
óskamótherja.
Ég hafði á til-
finningunni að
við myndum
mæta Manchest-
er United en ég
er ánægður að
við fengum ekki
Chelsea,“ sagði
Eiður Smári
Guðjohnsen, leik-
maður Barcelona, við Morg-
unblaðið í gær eftir að dregið var í
8 liða úrslit meistaradeildar Evr-
ópu í knattspyrnu. Eiður og sam-
herjar í Barcelona töldust nokkuð
heppnir að dragast gegn eina þýska
liðinu sem eftir er í keppninni og
sleppa við ensku liðin Arsenal,
Chelsea, Liverpool og Manchester
United. | Íþróttir
Slapp við
Chelsea
Eiður Smári
Guðjohnsen
LIÐ Menntaskólans í Reykjavík bar sigur úr býtum í
Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, en
úrslitaviðureignin fór fram í beinni útsendingu Sjón-
varps í gærkvöldi. Þar sigruðu MR-ingarnir lið
Menntaskólans á Akureyri með 28 stigum gegn 26.
Bráðabana þurfti til að skera úr um úrslitin eftir að
liðsmönnum MA hafði tekist að jafna metin með ótrú-
legum hætti. Í bráðabananum svöruðu MR-ingar hins
vegar fyrstu tveimur spurningunum rétt og sigruðu
þar með í 14. skipti frá því keppnin var fyrst haldin.
Gríðarleg spenna
Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í Gettu betur
Morgunblaðið/Eggert
SKJÁR Símans leigir út erótískar
kvikmyndir í Skjábíói, vídeóleigu
sinni sem aðgengileg er í sjónvarpi
fyrir tilstilli s.k. VOD-tækni (video
on demand), í sérstökum læstum
flokki. Í honum kennir ýmissa
grasa og myndirnar misopinskáar
kynferðislega, hægt að velja kvik-
myndir í flokkum á borð við „Ama-
teur“ (viðvaningar/áhugamenn),
„Lesbian“ (myndir með lesbískum
kynlífsatriðum) og „Extreme“
(öfgakennt).
„Það er í raun ekkert sýnilegt
um þessa þjónustu nema þeim sem
hafa aldur til, þannig höfum við
reynt að halda sátt við okkar við-
skiptavini og trúum því að þetta sé
í lagi,“ segir Friðrik Friðriksson,
rekstrarstjóri stafræns sjónvarps
hjá Skjánum.
Engar kvartanir hafi borist frá
viðskiptavinum vegna þessarar
þjónustu enda fari hún mjög leynt
og sé ekki sjáanleg nema menn leiti
hana uppi og slái inn rétt lykilorð.
Friðrik segir útlán á kvikmynd-
um í flokknum erótík innan við 10%
af heildarútlánum Skjásins á mán-
uði. Skjárinn hafi enda ákveðið þeg-
ar Skjábíó hóf göngu sína, í lok árs
2005, að auglýsa ekki þennan val-
kost og látið lítið bera á honum.
Samkvæmt 210. gr. hegningar-
laga varðar það sektum eða fang-
elsi, allt að sex mánuðum, að „flytja
inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta
eða dreifa á annan hátt út klámrit-
um, klámmyndum eða öðrum slík-
um hlutum“. Þrátt fyrir þetta er
slíkt efni selt víða um land í kynlífs-
verslunum, á netinu og leigt út.
Skilgreiningin á klámi hefur komið
fram í dómum hér á landi, sá
þekktasti líklega sá sem Jón Óttar
Ragnarsson hlaut árið 1990 sem
sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 fyrir að
sýna á stöðinni svokallaðar stjörnu-
merkjamyndir danskar, Í tvíbura-
merkinu og Í nautsmerkinu.
Þóttu kynlífsatriði þeirra ekki
hafa augljósan listrænan, fag-
urfræðilegan eða leikrænan tilgang
og því klám skv. dómi með vísan í
skilgreiningu sérfræðinganefndar
Menningarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna á klámi, frá árinu 1986.
Árið 2000 var svo eigandi kynlífs-
verslunarinnar Taboo í Reykjavík
dæmdur til sektar í Hæstarétti fyr-
ir að selja klámefni, sem taldist
brot á fyrrnefndri lagagrein. | 46
Kynlífsefni á Skjábíói
Bíó Hluti skjámyndar í erótískum
flokki Skjábíós, Poppy’s Pupils 2.
„Trúum því að þetta sé í lagi,“ segir Friðrik Friðriksson,
rekstrarstjóri stafræns sjónvarps hjá Skjánum
ELLEFU nöfn voru samþykkt af
mannanafnanefnd í janúar og febr-
úar en sjö var hafnað. Þau kven-
nöfn sem samþykkt voru eru Eirún,
Vibeka, Idda, Sónata, Lúna og
Lokbrá. Nýsamþykkt karlanöfn eru
Asael, Vincent, Tonni og Robert,
samþykkt sem ritmynd af Róbert.
Þá var millinafnið Vatnsfjörð sam-
þykkt.
Þessi nöfn uppfylla skilyrði laga
um mannanöfn, þau taka íslenska
eignarfallsendingu eða hafa unnið
sér hefð í íslensku máli, sbr. nafnið
Vincent og biblíunafnið Asael.
Nafnið má ekki brjóta í bága við ís-
lenskt málkerfi og skal ritað í sam-
ræmi við íslenskar ritreglur. Eig-
innafn má ekki vera þannig að það
geti orðið nafnbera til ama.
Þau kvenmannsnöfn sem var
hafnað eru Diana, Íslandssól, Kona
og Zíta. Karlmannsnöfnin eru Elio,
Johnny og Lano. Þrátt fyrir að
karlmannsnöfnin Karl, Sveinn og
Drengur séu leyfð, hefur nafnið
Kona ekki unnið sér hefð í íslensku
máli. Í úrskurði nefndarinnar segir
að þegar fullorðin kona sæki um að
taka upp nýtt nafn sé ekki unnt að
fullyrða að nafnið verði nafnbera til
ama. Hins vegar verði að hafa í
huga að með því að setja nafn á
mannanafnaskrá er það um leið
orðið mögulegt fyrir nýfædd börn.
Nafnið Kona geti orðið barni til
ama. Íslandssól segir nefndin brjóta
í bága við íslenskt málkerfi og gegn
hefð um samsetningu mannanafna.
Nöfnin Diana, Elio, Johnny og Lano
teljast ekki rituð í samræmi við ís-
lenskt mál, né heldur Zíta, eftir
brottfall zetu árið 1974.
Sónata
samþykkt,
Konu hafnað
♦♦♦