Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 20
20 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
Kjörþokki Baracks Obamaöldungadeildarþing-manns frá Illinois þykirmörgum slíkur að honum
er gjarnan líkt við John F. Ken-
nedy, 35. forseta Bandaríkjanna frá
1961 og til þess dags er hann var
ráðinn af dögum í nóvember 1963.
Raunar er þeim hjónum, Michelle
og Barack Obama, oft líkt við Jac-
queline og John F. Kennedy, þeim
lýst sem „kennedyesque“ eða „ken-
nedískum“ – og allir vita við hvað er
átt.
Kennedy-hjónin þóttu einstak-
lega frambærilegt par, óaðfinnanleg
til fara, fríð og fönguleg þegar þau
fyrir hartnær hálfri öld stóðu í
sömu sporum og Obama-hjónin nú;
þeir á svipuðum aldri og báðir í for-
setaframboði fyrir demókrataflokk-
inn, þær fylgjandi dyggilega eftir
sínum mönnum, heilsandi alþýðu-
fólki og fyrirmennum á báða bóga
og talandi máli sinna manna.
Jackie O og Michelle O
Eins og alla jafna þegar í hlut
eiga konur sem eru í sviðsljósinu,
gætir ríkrar tilhneigingar til að
greina frekar klæðnað þeirra, stíl,
förðun og fas heldur en inntak þess
sem þær segja. Slíkt er og uppi á
teningnum hér með fullri virðingu
fyrir frú Obama sem vísast hefur
margt greindarlegt lagt til málanna
í kosningabaráttunni á liðnum mán-
uðum. Helstu tískuspekúlantar í
New York hafa lagst í merkilegar
rannsóknir sem leiddu í ljós að Mic-
helle Obama tekur bónda sínum
snöggtum fram í „kennedískunni“
eða „kennetískunni“ eins og nær
væri að þýða á íslensku. Rannsókn-
irnar snúast nefnilega um tískuna
sem frú Obama hefur tileinkað sér
og þykir svipa mjög til tískunnar
sem Jacqueline Kennedy átti upp-
hafið að, óafvitandi, á sjöunda ára-
tugnum. Jackie O var hún kölluð
eftir að hún giftist gríska skipa-
kónginum Aristotle Onassis og þótti
konum býsna smart að vera klædd-
ar upp á í anda Jackie O.
Svo rammt kveður að samlíking-
unni við Jackie O að Michelle
Obama gengur stundum undir nafn-
inu Michelle O sem að vísu eru eng-
in öfugmæli.
Tímalaus tíska
Rétt eins og leikkonurnar Audrey
Hepburn og Grace Kelly til að
mynda varð Jackie O tískufyrir-
mynd í lifanda lífi. Æ síðan hefur
ákveðin tíska verið kennd við hana
sem tískugreinendur myndu efalítið
skilgreina sem tímalausa.
Einfaldleiki og klassísk snið voru
aðalsmerki Jackie O sem og látlaus-
ir en eftirtektarverðir skartgripir,
aðallega hvítar perlufestar, allt upp
í þrefaldar, og svokallaðir Péturs
Pan kragar á kjólum, blússum og
jökkum. Að þessu leytinu þykir
Michelle Obama draga dám af Jac-
kie O, en hún hefur þó hvorki sést
ennþá með pilluboxhatt, eins og for-
setafrúin fyrrverandi hafði svo mik-
ið dálæti á, né notar hún risastór,
svört sólgleraugu í sama mæli. Þá
þykir hárgreiðslan ekki ósvipuð en
lengra nær samlíkingin tæpast.
Fyrir það fyrsta er Michelle O dökk
á hörund, eldri (hún er 44 ára), há-
vaxnari og líkast til þyngri en Jac-
kie O var á þeim tíma er hún flutti
með bónda sínum í Hvíta húsið, að-
eins 32 ára.
„Michelle er næm eins og Jac-
kie,“ stóð í Chicago Magazine fyrir
skemmstu. Í fyrra var hún á lista
Vanity Fair yfir best klæddu konur
landsins og Elony, tímarit sem gerir
út á blökkufólk, tilnefndi Obama-
hjónin „heitustu“ hjón Bandaríkj-
anna. Hægrisinnaðir bloggarar láta
sér fátt um finnast og segja Mic-
helle Obama ekki hafa tærnar þar
sem Jackie O hafði hælana á sínum
fínu tískuskóm.
Kemur til dyranna eins
og hún er klædd
Michelle Obama nam félagsfræði
í Princeton-háskólanum, lögfræði í
Harvard og hefur síðan m.a. starfað
á lögmannsstofu, hjá borgarstjóra
og sem stjórnandi á sjúkrahúsi í
Chicago, heimaborg þeirra hjóna.
Skömmu eftir að eiginmaður henn-
ar var kosinn öldungadeildarþing-
maður árið 2004 spurðist út að
sjúkrahúsið hefði hækkað verulega
laun hennar. Sú ráðstöfun féll ekki í
góðan jarðveg hjá öllum en henni
tókst að bægja lipurlega frá sér að-
dróttunum um að umbunin ætti
rætur að rekja til velgengni eig-
inmannsins. Þess má geta að stuttu
eftir launahækkunina umdeildu rat-
aði meintur þjófnaður á minkapels
hennar í fjölmiðla í Chicago.
Michelle Obama hefur ætíð þótt
styrkja ímynd eiginmanns síns frek-
ar en hið gagnstæða. Stuðnings-
mönnum þeirra hjóna hefur þó
stundum þótt nóg um hversu op-
inská hún er og áhöld eru um hvort
hún sé vinstrisinnaðri en forseta-
frambjóðandinn, eiginmaður henn-
ar. Þeir fullyrða þó að hún hafi ekk-
ert að fela í skápunum sínum og
hún komi til dyranna eins og hún sé
klædd – og flestum ber saman um
að sé samkvæmt „kennetískunni“
sígildu.
„Kennetíska“
og kjörþokki
TÍSKA»
Reuters
Obama Michelle og Barack Obama þykja glæsileg hjón og að því leytinu
oft borin saman við Jacqueline og John F. Kennedy. Eins og frú Kennedy
er frú Obama hrifin af perlufestum.
© Bettmann/CORBIS
Kennedy John og Jacqueline Kennedy árið 1960. Frú Kennedy hafði mikil
áhrif á tískuna á sjöunda áratugnum, t.d. kom hún pilluboxhöttum í tísku.
Michelle O er frú Obama stundum köll-
uð og þykir hún draga dám af Jackie O
Eftir Ian Buruma.
New York | Norður-Kórea, sem op-
inberlega gengur undir heitinu Al-
þýðulýðveldið Kórea, er eitt af harð-
úðugustu, lokuðustu og
grimmilegustu einræðisríkjum
heims. Sennilega er landið síðasta
dæmið um hreint alræði þar sem
ríkið stjórnar hverjum einasta þætti
í lífi einstaklingsins. Er slíkur stað-
ur rétti vettvangurinn fyrir vest-
ræna hljómsveit? Er hægt að
ímynda sér Fílharmóníusveit New
York, sem kom fram við mikið lof í
Pyongyang, að skemmta Stalín eða
Hitler?
Ekkert sem heitir
ópólitískar íþróttir eða listir
Öll alræðisríki eiga eitt sameig-
inlegt: með því að brjóta á bak aftur
alla pólitíska tjáningu nema aðdáun
á stjórnvöldum gera þau allt póli-
tískt. Í Norður-Kóreu er ekkert,
sem heitir ópólitískar íþróttir eða
listir. Það er því engin spurning um
að boðinu til Fílharmóníusveitar
New York var ætlað að hlaða undir
orðstír stjórnarinnar undir forustu
hins ástsæla leiðtoga, Kim Jong-il,
sem er í svo lágum metum um þess-
ar mundir – meira að segja í grann-
ríkinu Kína – að hún þarf á allri
þeirri hjálp að halda, sem hún getur
náð í.
Í viðtölum við suma hljóðfæra-
leikarana kom fram að þeir gerðu
sér grein fyrir þessu. Haft var eftir
fiðluleikara að „mörg okkar ... taka
ekki mark á þessari flokkslínu að
tónlist sé yfir pólitík hafin“. Hún var
„viss um að þetta [yrði] notað af
Pyongyang og okkar stjórnvöldum í
pólitísku skyni“. Stjórnandinn, Lor-
in Maazel, sem setti saman dagskrá
með verkum eftir Wagner, Dovrak,
Gershwin og Bernstein, var ekki
jafn kaldhæðinn. Hann sagði að tón-
leikarnir myndu „skapa eigin hreyf-
ingu“ og hafa jákvæð áhrif á norður-
kóreskt samfélag.
Var ekki viðbúið að hann myndi
segja það? En gæti hann mögulega
haft rétt fyrir sér? Enginn, ekki
einu sinni Maazel, lætur eins og ein-
ir tónleikar frábærrar vestrænnar
hljómsveitar geti feykt einræðis-
stjórn í burtu, en ótti alræðissinna
við undirróðursafl tónlistarinnar
nær aftur til Ríkis Platós. Plató var
þeirrar hyggju að tónlist kveikti
ástríður og gerði fólk stjórnlaust ef
hún lyti ekki ströngu eftirliti. Hann
vildi takmarka tónlistartjáningu við
Frelsi og tónlist
Fílharmóníuhljómsveit New York var boðið til Norður-Kóreu til að hlaða undir orðstír þarlendra
stjórnvalda Allt frá því að Plató skrifaði Ríkið hefur tónlist vakið ugg einræðisherra
Reuters
Á sviðinu Lorin Maazel stjórnar Fílharmóníu New York í sögulegri heimsókn sveitarinnar til Pyongyang.
TÓNLIST» » Öll alræðisríki eigaeitt sameiginlegt:
með því að brjóta á bak
aftur alla pólitíska tján-
ingu nema aðdáun á
stjórnvöldum gera þau
allt pólitískt.