Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 26
neyðaraðstoð 26 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ taka stúlkuna úr að ofan og setja hana í sjúkratreyju. Undirbúa á hana undir frekari rannsóknir. Mamma hennar lætur hana fá GSM-síma, kveðst ætla heim þar sem hún er sjálf með lítil börn en segist hafa samband fljótlega. Ég kveð sjúkraflutningamennina, sem ég hef fylgt um kvöldið, með nokkrum söknuði en sný mér svo að því að fylgjast með meðferðinni sem sjúklingurinn okkar fær. Blóðþrýstingur er mældur og settur upp vökvi – allt er undir öfl- ugu eftirliti hér. „Hún gæti verið orðin þurr, sem við köllum, eftir viku veikindi,“ seg- ir hjúkrunarfræðingurinn sem heit- ir Bára Benediktsdóttir. „Hún hefur verið með hita og flensu og fékk svo lyf sem hún þoldi illa.“ Lungnamyndataka og spjall Rétt á eftir er sjúklingnum ekið fram. Það á að fara með stúlkuna í lungnamyndatöku. Ég tölti á eftir og næ tali af henni þegar búið er að röntgenmynda og beðið er eftir úr- skurði læknis um niðurstöður. „Ég er búin að vera með hita og flensu og svo fékk ég svo hræðileg- ar kvalir í magann þegar ég hafði tekið lyf sem mér var ávísað vegna sífellds hósta,“ segir Ýrr Geirs- dóttir. Hún kveðst vera með penisill- ínofnæmi. „Ég fékk heiftarleg viðbrögð fyrir nokkrum árum þegar mér var gefið penisillín, útbrot um allan líkamann, svima, uppköst og mikinn kláða. Ég hafði verið með steratöflur jafnhliða en ofnæmiseinkennin komu fram þegar ég hætti að taka sterana.“ Hún kveðst fædd 1979 og hafa verið heilsugóð yfirleitt. „Ég tók fyrstu töfluna í gær- kvöldi, svo í morgun og þá fór ég að verða mikið lasin, flökurt og með svima og loks uppköst – þá hringdi ég í mömmu og hún dreif í að kalla á sjúkrabíl.“ Algeng meðferð Þegar niður kemur tala ég aftur við Báru hjúkrunarfræðing og spyr hana hvort meðferðin sem Ýrr fékk sé dæmigerð fyrir svona tilvik? „Já, þetta er mjög algeng afleið- ing af inflúensu, fólk verður þurrt vegna hitans, fær ljótan hósta. Henni er gefinn vökvi til að vega á móti þurrkinum, teknar blóðprufur og röntgenmyndir af lungum. Ég býst við að hún verði ekki lengi hér. En maður veit aldrei, hún lítur þó sannarlega miklu betur út strax núna en við komuna hingað. Þetta lítur ágætlega út.“ Móðir sjúklings, Hlíf Guðmunds- dóttir er aftur komin til dóttur sinn- ar. Hún kveður hana ekki hafa fengið penisillínofnæmi fyrr en á fullorðinsárum, hafa þolað vel lyfið sem barn og enginn í kringum hana sé með slíkt ofnæmi. „Ýrr var hraustur krakki, en ef við veikjumst þá veikjumst við vel,“ bætir hún við og brosir. Við kveðjum þær mæðgur þar sem þær brosa blítt til ljósmynd- arans og sannarlega er Ýrr orðin til muna hressari en þegar hún lá í sjúkrabörunum í sjúkrabíl 701. Ég fæ fylgd Páls Svavars Páls- sonar læknis um húsakynni slysa- og bráðadeildar í Fossvogi. Hann sýnir mér stofu þar sem alvarlega veikt fólk er rannsakað, þar eru alls kyns tæki til að veita sem öruggasta athugun og meðferð, lyf og annað er við höndina. Hann segir Ýri vera með berkju- bólgu sem afleiðingu af hita og flensu sem fór versnandi. Fékk sýklalyf sem sló á einkenni en olli kviðverkjum þar sem hún þoldi illa lyfið Erymax. Hann kveður Ýri ekki vera í neinni hættu, hún myndi fá nýtt lyf og verða send heim fljótlega ef ekkert óvænt kæmi út úr blóð- prufunum.“ Við kíkjum inn í stofur sem á leið okkar verða, sjáum stofu þar sem háls- nef- og eyrnaskoðun fer fram, svo og augnskoðun. Verið er að setja gips á handlegg manns í stórri stofu, „gipsherberginu“, og loks enda ég frammi á gangi þar sem ég kveð móttökustúlkuna með virktum og þakka fyrir að fá að fylgjast með störfum alls þessa ágæta starfsfólks sem ég hef þarna hitt og talað við. Ég hef sannfrétt að búið er að kaupa bíl til að flytja lækni á neyð- arstað, þetta kallar Már Krist- jánsson, sviðsstjóri lækninga á Landspítala, stefnumótabifreið og á þetta fyrirkomulag að koma í stað mönnunar lækna á sjúkrabíl 701. Á slysa- og bráðadeild Landspítala er augljóslega unnið mikið, óeig- ingjarnt og gott starf sem sann- arlega er okkur hinum lífs- nauðsynlegt. Skýrslan Sigurjón bráðatæknir afhendir Báru hjúkrunarfræðingi skýrslu sem hann gerði í sjúkrabíl 701 um ástand og líðan Ýrar Geirsdóttur og hvað fyrir hana hafði verið gert. Hlustun Páll Svavar Pálsson læknir hlustar Ýri Geirsdóttur. Hún var með sérlega ljótan hósta og greindist með berkjubólgu sem afleiðingu af hita og slæmri inflúensu. Veik Ýrr Geirsdóttir var talsvert veik þegar hún var flutt á slysa- og bráðadeild eftir förina í sjúkrabíl 701 með þeim Sigurjóni og Sveinbirni sem þarna bera hana á milli sín í sjúkrabörunum til meðferðar á deildinni. Slysa- og bráðadeild í Foss-vogi er mikilvægur staðurfyrir höfuðborgarsvæðiðog raunar allt landið og miðin. „Segja má að við sinnum öllu svæðinu milli Grænlands og Fær- eyja, bæði hvað varðar flug- og skipaferðir, auk þess sem gerist á landi,“ segir Ófeigur Tryggvi Þor- geirsson, yfirlæknir deildarinnar. En hvernig er deildin í stakk bú- in til að sinna svo umfangsmiklu starfi? „Spítalinn hefur komið til móts við óskir deildarinnar um rýmri og betri aðstöðu. Hún er ágætlega í stakk búin til að sinna þessu hlut- verki þó svo að margt mætti betur fara. Þar með talið hvað varðar aðstöðu og það sem snýr að tví- skiptingu spítalans sem hefur gert okkur stundum erfitt fyrir.“ Væri betra að hafa bráðadeild á einum stað? „Það er ekki nokkur spurning vegna þess að fólk er oftast með fleiri en eitt vandamál og það, að hafa tvo staði til að sinna sitt hvoru vandamálinu, gerir okkur erfiðara um vik að sinna sjúklingum. Í ljósi þessa er best að hafa þetta á einum stað. Það er komin upp mikil þörf á að þróa bráðafræði frekar og skriður kemst ekki á þau mál fyrr en starfsemin hefur verið samein- uðu undir einu þaki. Það er erf- iðara að þróa bráðafræði á tveim- ur stöðum.“ En hvernig er staðan hvað mönnun snertir? „Hún er nokkuð erfið um þessar mundir hvað varðar læknavæng- inn og rekja má orsakir þess til at- burða undanfarnar vikur og mán- uði í tengslum við breytingar á starfsemi utan spítalaþjónustu. Sú breyting sem varð að aðkomu deildarinnar hvað varðar svo- nefndan neyðarbíl leiddi til upp- sagnar og brotthvarfs yngri lækna frá deildinni og við erum svolítið að ströggla um þessar mundir vegna þessa – en erum að leita leiða til að leysa málið.“ Er deildin í örri þróun að öðru leyti núna? „Deildin hefur tekið heilmiklum breytingum undanfarin tvö ár með breyttu verklagi og áherslum í starfseminni sem hefur gert hana betur búna til að mæta sífellt vax- andi aðsókn. Um 60 þúsund manns á ári Árlega koma á deildina rúmlega 60 þúsund manns, þar af um tveir þriðju á svokallaða gönguvakt eða slysavakt og einn þriðji á svokall- aða bráðavakt. Við á slysa- og bráðadeild höf- um útfært starfsemina þannig að við getum sinnt betur þessari auknu aðsókn í þjónustu deild- arinnar, til að mynda getum við sinnt sjúklingum í allt að 24 klukkustundir. Það eykur getu okkar til að leita úrræða fyrir fleiri en áður og í kjölfarið höfum við fækkað innlögum á spítalann töluvert. Annað knýjandi úrlausn- arefni er að stytta bið og gera starfsemina skilvirkari. Í síðustu viku tókum við upp nýtt móttöku- lag sem byggir á því að gera mót- töku sjúklinga mun skilvirkari. En útkomu er ekki að vænta fyrr en eftir fáeinar vikur hvað varðar biðtíma og aðgengi að deildinni. Við höfum fullan hug á að bæta þann þátt í samræmi við það sem bestu staðir austanhafs og vestan hafa verið að gera á undanförum fimm árum.“ Hverjar eru mestu framfarir síðustu ára í starfi? „Við reiðum okkur aðallega á gott starfsfólk og starfsþróun þess á vettvangi bráðafræði sem við er- um að móta sem nýja sérgrein á Ís- landi. Bráðafræði hefir rutt sér til rúms undanfarin 20 ár, einkum í enskumælandi löndum. Við erum að þróa þetta við Landspítalann til að mæta sívaxandi kröfum um bet- ur skipulagða móttöku bráðveikra á sjúkrahúsum. Stefna okkar er að stytta biðtíma verulega og auka þannig aðgengi að deildinni fyrir þá sem þurfa þjónustu hennar.“ Lífsnauðsynleg starfsemi Yfirstjórn F.v. Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga LSH, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir slysa- og bráðadeildar, og Ragna Gústafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.