Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTALÍFIÐ E fnahagslífið hefur hverfst um fjár- málamarkaðina und- anfarin ár, framan af gekk allt í haginn og nú kreppir að. Ágúst Guðmundsson í Bakkavör segir tímabært að horfa til annarra at- vinnugreina, sjávarútvegs- og fram- leiðslufyrirtækja. Hann bendir á að Bakkavör hafi verið á stöðugri sigl- ingu og fáir geri sér grein fyrir um- fangi félagsins. „Mig langar til að benda á mikilvægi þess að Ísland eigi alvöru framleiðslufyrirtæki, sem byggjast á hugviti, tækni og þekkingu,“ segir hann. „Í lánsfjárkreppunni myndast svigrúm fyrir aðrar atvinnugreinar til að stíga fram fyrir skjöldu með undirliggjandi rekstur, sem er traustari og áhættuminni. Umræð- an hefur verið afar neikvæð um ís- lenskt viðskiptalíf og það er slæmt fyrir alla. Ég held að tími sé kom- inn til að líta í kringum sig og benda einnig á það jákvæða.“ Skrifborðin hlið og hlið Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrirtækið Bakkavör var stofnað árið 1986, starfsmenn eru orðnir 20 þúsund, verksmiðjurnar 57 og vörutegundirnar 6 þúsund. En vegalengdin hefur ekki aukist milli Ágústs Guðmundssonar, for- stjóra Bakkavarar, og bróður hans Lýðs, sem er stjórnarformaður, og skrifborðin eru enn hlið við hlið, bæði hér á landi og í London. „Við eigum gott samstarf um flest mál, eins og alltaf hefur verið.“ Ágúst sinnir Bakkavör í sínum daglegu störfum, en Lýður sinnir Exista, þar sem hann er starfandi stjórnarformaður og Ágúst varafor- maður stjórnar. „Við tölum mikið saman og allar meiri háttar ákvarð- anir eru teknar af okkur báðum. Við erum sífellt að spjalla og bera saman bækur okkar.“ Ágúst segir að rekstur Bakkavar- ar gangi vel. „Ég sá tilvitnun í Sig- urð Einarsson frá aðalfundi Kaup- þings, þar sem hann sagði Kaupþing stærsta fyrirtæki á Ís- landi, en ég benti honum góðfúslega á að samkvæmt mínum útreikn- ingum er Bakkavör stærsta fyr- irtækið,“ segir hann og brosir. „Við erum með starfsemi í níu löndum, veltum í fyrra um Morgunblaðið/Eggert Bakkavör Ágúst Guðmundsson segir mikil tækifæri í matvælageiranum og Bakkavör hefur þegar keypt þrjú fyrirtæki árið 2008. NEYTENDUR SNÚA EKKI BAKI VIÐ HOLLUSTU OG ÞÆGINDUM Bakkavör er á stöðugri siglingu og fyrirtækja- kaup halda áfram um allan heim. Ágúst Guð- mundsson ræðir um tækifærin í matvælageir- anum, stöðu Exista og hagstjórnina. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.