Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR flugfelag.is Ferðalag er góð fermingargjöf Pantaðu gjafabréf í síma 570 3030 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TUGIR aðila hafa þegar fengið lóðir úthlutaðar í Vatnsendahlíð og greitt fyrir þær sem svarar tíunda hluta af lóðaverði, fyrir alls að minnsta kosti á annað hundrað milljónir króna. Umhverfisráðuneytið hefur synj- að tillögu um staðfestingu á svæð- isskipulagi Kópavogs við Vatnsenda- hlíð, en í desember barst ráðuneyt- inu umsögn Skipulagsstofnunar þar sem lagst er gegn tillögu Kópavogs- bæjar að breyting á svæðisskipulagi Kópavogs varðandi Vatnsendahlíð verði staðfest sem óveruleg. Aðspurður hvaða áhrif úrskurður ráðuneytisins muni hafa á fram- kvæmdaferlið segist Geir Arnar Marelsson, skrifstofustjóri fram- kvæmda- og tæknisviðs Kópavogs- bæjar, vænta þess að lóðirnar verði afhentar í lok ársins og tekur fram að þeim hafi verið úthlutað með fyr- irvara um samþykkt skipulags. Lóðirnar sem um ræðir voru aug- lýstar í haust og úthlutað í nóvem- ber. Geir segist ekki hafa tölu um- sækjenda á hraðbergi en segir ljóst að hér ræði um tugi manna og að því megi varlega áætla að þeir hafi þeg- ar greitt samtals yfir eitt hundrað milljónir króna í staðfestingargjöld. „Í rauninni tel ég að þetta komi ekki til með að hafa nein áhrif á af- hendingu lóða. Þetta þýðir að nú fer fram ýtarlegri kynning, sem tekur nokkrar vikur,“ segir Geir. „Þetta er munur á afgreiðsluferli á svæðisskipulagi. Við hjá Kópa- vogsbæ vildum fara með þetta inn sem óverulega breytingu og öll sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu samþykktu það í nóvember. Fari svo að verði einhver dráttur á afhendingu, sem ég tel afar ólíklegt, má rekja það til þess að afgreiðslan af hálfu umhverfisráðherra hefur tekið hátt í fjóra mánuði.“ Þegar búið að úthluta lóðum  Kópavogsbær úthlutaði lóðum í Vatnsendahlíð í haust  Kosta frá 13 milljónum  Bærinn telur ekki að synjun á staðfestingu skipulags hafi áhrif á afhendingu lóða Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN »Þegar hefur verið gengið frástaðfestingargjöldum vegna umsókna um lóðir í Vatns- endahlíð. »Lóðarverðið er frá þrettánmilljónum króna, en það fer eftir stærð lóðareitanna sem í boði voru. »Lóðirnar eru fyrst og fremsthugsaðar fyrir íbúða- húsnæði.Dýrmætt Vatnsendalandið úr lofti . Á SJÖUNDA tug manna úr björg- unarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæsl- unnar, auk sérfræðinga úr grein- ingarsveit Landspítalans, æfðu í gær viðbrögð við snjóflóði sem sett var á svið með leikurum fyrir ofan Sandskeið. Þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í æfingunni en þær flugu yfir svæðið með nýjan búnað sem ætlað er að nema boð frá svoköll- uðum snjóflóðaýlum. Slysavarnafélagið Landsbjörg færði Landhelgisgæslunni bún- aðinn að gjöf í tilefni af 80 ára af- mæli félagsins fyrir skömmu. Búnaðurinn er nýr af nálinni og einn sá fullkomnasti sem til er í heiminum í dag, en hann staðsetur gróflega fólk í flóðinu. „Sjúklingarnir“ voru tíu talsins, en þeir voru fluttir með þyrlu í greiningarbúðir í nágrenninu og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. Vonast er til að búnaðurinn efli leit og björgun úr snjóflóðum. Morgunblaðið/Eggert Á fjölmennri æfingu Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-1, flýgur yfir æfingasvæðið fyrir ofan Sandskeið í gær. Leituðu fórnarlamba „snjóflóðs“ Björgunarsveitirnar prófuðu nýjan búnað á fjölmennri æfingu LÖGREGLUFÉLAG Reykjavíkur hefur mótmælt þeirri skerðingu sem orðið hefur á löggæslu við samein- ingu embættanna á höfuðborg- arsvæðinu. Þeir Óskar Sigurpálsson, formaður LR, og Karl Jóhann Sig- urðsson, varaformaður, funduðu um þessi mál með Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra fyrir hönd lög- reglumanna á föstudag. Á heimasíðu LR segir að Birni hafi verið gerð grein fyrir því að lög- reglumenn skorti í nánast allar deildir en þó sérstaklega í almenna deild. Fjöldi lögreglumanna þar sé nú sá sami og hann var í Reykjavík einni fyrir sameiningu, sem dragi úr öryggi borgara og lögreglumanna. Einnig var komið á framfæri mót- mælum við ráðherra vegna upp- sagnar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu á samkomulagi við hundaþjálfara en Björn sagði um skipulagsbreytingu vera að ræða hjá lögreglu og tollgæslu. Lögreglumennirnir lýstu einnig furðu sinni á því að lögreglustöðinni við Hverfisgötu hefði verið lokað fyrir almenning á kvöldin, næturnar og um helgar. Þá sögðu þeir ým- islegt benda til að fæstir þeirra nema sem nú eru í Lögregluskól- anum myndu fá vinnu að loknu námi. Haft er eftir Birni, að honum sé kunnugt um þetta og verið sé að skoða málið. Nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjavíkur vegna árásar hóps manna á lögreglumenn að störfum kom til tals á fundinum. „Voru allir sammála um að niðurstaðan væri ekki í samræmi við þær breytingar sem dómsmálaráðherra beitti sér fyrir að gerðar voru á 106. gr. hegn- ingarlaga,“ segir á heimasíðu Lög- reglufélags Reykjavíkur. Mótmæla skerðingu á löggæslu Morgunblaðið/Júlíus Þjálfun Fíkniefnahundar lögreglu Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Í ÁLITI Skipulagsstofnunar, frá 4. október sl., um mat á umhverfis- áhrifum vegna álvers í Helguvík er fólgin ákvörðun, sem sætir kæru til umhverfisráðuneytisins, þótt álitið sem slíkt sæti ekki kæru. Þetta segir Bergur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landverndar. Enn fremur tel- ur Bergur það mikinn misskilning hjá forsvarsmönnum Norðuráls, sem fram hafi komið í Morgunblaðinu á föstudag, að kæran hafi engin áhrif á útgáfu framkvæmdaleyfis. Krafan sem sett er fram í kæru Landverndar er að „álit Skipulags- stofnunar verði ógilt og að fram fari lögformlegt umhverfismat á fram- kvæmdunum í heild sinni, …“ „Óheimilt er að gefa út fram- kvæmdaleyfi nema álit Skipulags- stofnunar liggi fyrir. Álitið liggur fyrir og því var e.t.v. heimilt að gefa leyfið út, þó það sé reyndar vond stjórnsýsla. Fallist ráðherra hins vegar á kröfu Landverndar og ógildi álitið sem hefur að geyma hina kærðu ákvörðun eru forsendur út- gáfunnar brostnar,“ segir Bergur. Umhverfisráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að í áliti Skipulagsstofnunar hafi falist ákvörðun í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, en slíkar ákvarðanir eru kæranlegar, þótt álitið sé það ekki. Því verður kæran tekin til efnislegrar meðferð- ar, eins og fram kemur í bréfi ráðu- neytisins til Reykjanesbæjar, dag- settu 22. nóvember 2007. Ekki rétt að kæra Land- verndar hafi engin áhrif Í HNOTSKURN »Álit Skipulagsstofnunar sætaekki kæru til ráðuneytis. »Hins vegar var í álitinu semum ræðir ákvörðun, kær- anleg skv. 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Verðmætt en umdeilt Ál er ein helsta útflutningsafurð Íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.