Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 49 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, POLLYJAR SÆMUNDSDÓTTUR, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun og hjálpsemi. Eygló Guðjónsdóttir, Kristinn Guðjónsson, Valgarður Guðjónsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru, HELGU PÁLSDÓTTUR fyrrum húsfrú, Eyjum 1, Kjós, til heimilis í Gullsmára 7, Kópavogi. Ingólfur Guðnason, Anna Ingólfsdóttir, Kristinn Helgason, Hermann Ingólfsson, Birna Einarsdóttir, Páll Ingólfsson, Marta Karlsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Óskar H. Kristjánsson, Valborg Ingólfsdóttir, Ómar Ásgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÚLÍUSAR R. EINARSSONAR, Suðurgötu 8, Keflavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki D-deildar og heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýju. María G. Ögmundsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, EINARS B. STURLUSONAR skipasmíðameistara frá Hreggsstöðum. Sérstakar þakkir til Sigurðar Helgasonar læknis og starfsfólks á Hrafnistu í Reykjavík fyrir einstaka alúð og umönnun. Kristín Andrésdóttir, Valgerður Björk Einarsdóttir, Guðný Alda Einarsdóttir, Þórdís Heiða Einarsdóttir, Sturla Einarsson, Freyja Valgeirsdóttir, Andrés Einar Einarsson, Halldóra Berglind Brynjarsdóttir, Guðrún Björg Einarsdóttir, Helgi G. Bjarnason, María Henley, Kristján Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, THEU SIGURLAUGAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Álftamýri 24. Gunnar Sveinsson, Katrín Baldvinsdóttir, Eiríkur Sveinsson, Þórir Sveinsson, Jónína H. Hjaltadóttir, Birgir Sveinsson, Karin Larsen, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUÐLAUGSSONAR frá Vík í Mýrdal, Hraunbæ 103, Reykjavík. Margrét Ögmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Oddur Þórðarson, Jóna Jónsdóttir, Pétur Eiríksson, Guðlaugur G. Jónsson, Sigríður Ingunn Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, BÁRU HALLDÓRSDÓTTUR, Sæviðarsundi 32, Reykjavík. Lárus Fjeldsted, Rúnar og börn, Stefanía, Þór og börn, Matthildur, Hermann og börn, Guðmundur og börn, Sigurjón Þorberg. Elsku afi Elli, þú varst mjög góður, brosmildur og hjarta- góður afi. Mér fannst mjög gaman að heimsækja ykkur ömmu í Hnífsdal, sérstaklega þegar ég fékk að koma ein með flugvélinni. Við horfðum oft á sjónvarpið saman eða borðuðum syk- urmola. Ég fór líka að labba með þér fram í dal. Þú hlýtur að vera einn af bestu sjómönnum. Á næstum því öll- um myndum ertu brosandi. Ég mun minnast þín mjög mikið, elsku afi, og ég lofa að geyma þig í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Elsku afi, þú varst alltaf brosandi og umhyggjusamur afi. Takk fyrir all- ar góðu minningarnar sem þú skildir eftir hjá mér, elsku afi minn. Þín Magnea Mist. Í dag kveðjum við Björn Elías Ingi- marsson hinsta sinni. Elli Bjössi eins og hann var ávallt nefndur í okkar hópi var borinn og barnfæddur Hnífsdælingur, fæddist á Bakkaveginum og bjó við þá götu alla tíð. Ungur fór hann til sjós og var skipstjóri meðal annars hjá útgerð föður síns, Ingimars Finnbjörnsson- ar, sem var einn þeirra framsýnu manna, sem stofnuðu Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal árið 1941. Elli tók síðan sæti í stjórn Hraðfrystihússins hf. ár- ið 1980 og þegar félagið sameinaðist Gunnvöru hf. árið 1999 settist hann í stjórn Hraðfrystihússins – Gunnvar- ar hf. og var þar til dauðadags. Það var gott að starfa með Ella, hann þekkti vel til alls er viðkom sjáv- arútvegi og alltaf var stutt í glettnina hjá honum. Það er skarð fyrir skildi hjá okkur við fráfall hans og við sjáum á bak góðum félaga og vini. Við færum eftirlifandi eiginkonu hans, Theodóru Kristjánsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Stjórn og framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. Elli Bjössi, skipstjóri úr Hnífsdal, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði hinn 9. mars sl. Á Vestfjörðum þekktu hann flestir undir þessari nafnaröð, enda menn vestra vanir því að haga gælu- nöfnum að sínu lagi. Fullu nafni hét hann Björn Elías Ingimarsson, sonur útgerðarmannsins Halldórs Ingimars Finnbjörnssonar og konu hans Sig- ríðar Elísabetar Guðmundsdóttur sem bjuggu í spýtuhúsinu, fyrsta húsi við Bakkaveginn þar sem vel sást til veðrabrigða og sjólags á Djúpinu. Elli Bjössi hóf ungur sjómennsku og þegar ég lauk stýrimannsprófinu á Ísafirði í ársbyrjun 1965, þar sem reyndir skipstjórar, þeir Símon Helgason og Sturla Halldórsson, sem nú er nýlátinn, blessuð sé minning þess góða manns, kenndu okkur til siglingar og sjómennsku, réð ég mig sem stýrimann á mótorbátinn Pál Pálsson ÍS sem Elli Bjössi var skip- stjóri á. Við rerum frá Hnífsdal og lögðum upp aflann hjá Hraðfrystihús- inu í Hnífsdal. Ekki vissi ég þá að það yrði síðar starf mitt mestalla mína skipstjóratíð að afla fiskjar sem færi til vinnslu í því frystihúsi og sækja skuttogarann Pál Pálsson ÍS 102 til Japans 1972 þar sem ég var síðan skipstjóri í tæpa tvo áratugi. Svona eru ýmsar leiðir lífsins tilviljunum háðar. Elli Bjössi var lengst af skipstjóri á eigin bát, Finnbirni sem gerður var út til rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi á vet- Björn Elías Ingimarsson ✝ Björn Elías Ingi-marsson fæddist í Hnífsdal 12. ágúst 1936. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 9. mars síðastliðinn. Elías verður jarð- sunginn frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. urna en handfæri yfir sumartímann. Það var reyndar venjubundið útgerðarmynstur allra minni rækjubáta við Ísafjarðardjúp lengst af. Sumir fóru þó einnig á steinbítsveiðar með línu á vorin. Þessir út- gerðarhættir breyttust verulega eftir að kvóta- kerfið var sett á og óveiddur fiskur í sjó varð frjáls verslunar- vara upp úr 1990. Elli Bjössi var gæt- inn skipstjórnandi og kom skipi sínu heilu í höfn. Því miður var það ekki víst um fiskveiðar á minni bátum frá Vestfjörðum, jafnvel þó stundaðar væru veiðar innan Djúps, að allir kæmu að landi úr róðri dagsins. Svo skörp eru veðraskil að jafnvel reyndir sjómenn fá ekki ráðið sinni heimferð að skaðlausu. Ég á góðar minningar af samveru okkar á mótorbátnum Páli Páls frá Hnífsdal og bjartar voru sumarnæt- urnar á síldveiðum sumarið 1965. Ég lærði sem ungur stýrimaður af Ella Bjössa um skipstjórn og verktilhögun eins og öðrum skipstjórum sem ég starfaði með. Það reyndist mér síðar vel við skipstjórn á skipum við illviðri á Íslandsmiðum. Ég fékk síðar á æv- inni tækifæri til að kenna Finnbirni, syni Ella Bjössa til fiskveiða og að stjórna skipi til veiða við öldurót og misjafnar aðstæður. Það er ánægju- legt hlutverk skipstjóra að miðla af reynslu sinni til þeirra sem sækja sjó- inn. Þannig gengur reynsla og þekk- ing milli kynslóða. Ég minnist góðs drengs og sam- starfsmanns með þakklæti og færi eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, sem og ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Guðjón Arnar Kristjánsson. Laugardaginn 15. mars verður vin- ur okkar og félagi til margra ára, Björn Elías Ingimarsson, borinn til grafar í Hnífsdalskirkjugarði. Elli Bjössi eins og hann var ávallt kallað- ur, var mikill Hnífsdælingur og lá ekkert á þeirri skoðun sinni, en hann var líka mikill Kiwanismaður og starf- aði í Básum á Ísafirði frá árinu 1981 til dánardags. Hann var forseti klúbbs- ins á árunum 1998 til 1999. Það var gott að starfa með Ella Bjössa og allt- af var hann boðinn og búinn að mæta til starfa þegar á þurfti að halda, á fundi mætti hann alltaf þegar hann var í landi, en hann var sjómaður til margra ára og þá lengst af skipstjóri og síðast útgerðarmaður og skipstjóri á eigin báti . Elli Bjössi var mjög vanafastur maður, á fundum vildi hann ávallt sitja í sama sætinu og einnig skrifa sig í mætingarbók númer 13, hann fylgdist mjög vel með því þótt hann væri mættur með fyrstu mönnum að skrifa sig ekki fyrr. Einnig var mjög mik- ilvægt að með kjötmeti væri borið fram sultutau eins og hann kallaði það. Það er fyrir okkur Kiwanismenn mikil eftirsjá að missa góðan félaga og vin en sorgin er þó mest hjá eftirlif- andi eiginkonu Theodóru Kristjáns- dóttur, börnum þeirra og öðrum að- standendum og um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að eiga Ella Bjössa að félaga og vini, vottum við þeim okkar dýpstu samúð og megi góður Guð vera með þeim. Félagar í Kiwanisklúbbnum Básum, Ísafirði.  Fleiri minningargreinar um Björn Elías Ingiimarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.