Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ er engin spurning að aðild
að Evrópusambandinu hefur bæði
kosti og galla. Þess
vegna er fátt mik-
ilvægara fyrir stjórn-
málaflokkana en að
vigta stærstu atriðin í
tvær körfur, með og á
móti aðild.
Þetta stóra verkefni
var að miklu leyti unn-
ið í nefnd sem Davíð
Oddsson fyrrverandi
forsætisráðherra skip-
aði í júlí 2004. Í nefnd-
inni áttu allir stjórn-
málaflokkarnir
fulltrúa, en það var
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
sem stýrði nefndinni. Nefndin starf-
aði með þremur forsætisráðherrum,
þeim Davíð Oddssyni, Halldóri Ás-
grímssyni og Geir H. Haarde, og
skilaði af sér gagnmerkri skýrslu 7.
mars 2007. Fulltrúar flokkanna skil-
uðu í lok starfsins áliti sínu í sér-
stakri bókun. Hjálmar Árnason,
fyrrverandi alþingismaður, og Jón-
ína Bjartmarz, fyrrverandi alþing-
ismaður og ráðherra, voru m.a. með
bókun um málið fyrir Framsókn-
arflokkinn. Í henni segir meðal ann-
ars:
„Framsóknarflokkurinn lýsir sér-
stakri ánægju með skýrslu Evrópu-
nefndar ríkisstjórnarinnar, sem er
tímabær og mikilvæg viðbót í um-
ræðu um Evrópumál á Íslandi …
Með tilliti til hugsanlegra aðildar-
viðræðna í framtíðinni
er mikilvægt að Íslend-
ingar gefi sér ekki nið-
urstöður fyrir fram.
Fordæmi sýna að tekið
er tillit til sérstöðu
ríkja og samnings-
markmið Íslands
myndu ávallt hafa að
leiðarljósi þjóðarhags-
muni og sérstöðu
landsins, yfirráð yfir
auðlindum og nauðsyn-
lega aðlögun.
Til að tryggja fram-
tíðarhagsmuni þjóðarinnar telur
Framsóknarflokkurinn mikilvægt
að áfram verði unnið að stefnumót-
un og markmiðasetningu Íslands í
Evrópusamstarfi. Framsókn-
arflokkurinn hefur verið leiðandi afl
í upplýstri og raunsærri umfjöllun
og umræðu um Evrópumál.
Kreddulaus og vönduð umræða
byggð á bestu fáanlegum upplýs-
ingum er grunnforsenda skyn-
samlegrar ákvarðanatöku í Evrópu-
málum. Fyrir því mun
Framsóknarflokkurinn áfram beita
sér.“
EES
Þessi þverpólitíska nefnd fór yfir
öll stærstu álitaefni, þar á meðal
þann samning sem oft er nefndur
viðskiptabrú Íslendinga við ESB,
samninginn um evrópska efnahags-
svæðið. Við gerð þessa samnings
varð harkalegur skoðanaágrein-
ingur við lögleiðingu hans. Sjálf-
stæðisflokkurinn lagðist í upphafi
gegn þessari leið og talaði fyrir tví-
hliða samningi, en skipti hins vegar
um skoðun og lögfesti síðar samn-
inginn um evrópska efnahagssvæðið
í samstarfi við Alþýðuflokkinn. Eitt
meginágreiningsefnið var hvort
samningurinn stangaðist á við
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Meðal annars af þeim sökum
greiddum við framsóknarmenn
margir atkvæði gegn samningnum
en aðrir sátu hjá. Um þetta deildu
lögmenn mjög á þessum tíma og
voru skiptar skoðanir um málið á
meðal þeirra. Sjálfstæðismenn voru
margir þessarar sömu skoðunar fyr-
ir sinnaskiptin.
Það þarf enginn að efast um að
EES-samningurinn hefur haft gríð-
arleg áhrif á efnahagslíf okkar. Þótt
nú syrti að vegna heimatilbúins
vanda og pattstöðu í efnahags-
aðgerðum, svo og vegna þeirra
sviptinga sem við blasa á heims-
markaði, ekki síst í banka- og fjár-
málaheiminum, megum við Íslend-
ingar ekki gleyma því að síðustu
7-10 árin hafa lífskjör okkar og lífs-
gæði batnað meira en víðast hvar í
Evrópu. Þá má minna á að Ísland og
Noregur tróna á toppi lífsgæðalista
Sameinuðu þjóðanna og hafa verið á
meðal allra efstu þjóða þar síðustu
árin. Því hefur EES-samningurinn,
burtséð frá deilum um að hann
stangist á við stjórnarskrána, mótað
frjálst og öflugt hagkerfi á Íslandi. Í
Evrópu er það almælt að EES-
löndin sitji í stúkunni og nýti sér
kosti ESB á innri mörkuðum en
þurfi ekki að takast á við ókosti
ESB.
Kostir sem um er rætt
Í hinni daglegu umræðu eru
margir að gefast upp á stýrivaxta-
okri Seðlabankans sem máttvana
ríkisstjórn Geirs H. Haarde ber
mesta ábyrgð á, bæði með aðgerð-
um sínum og aðgerðarleysi. Það er
réttmæt krafa að vaxtakjör hér á
landi verði í framtíðinni sem líkust
því sem gerist í nágranna- og sam-
keppnislöndum okkar. Það er hins
vegar staðreynd að íslenska hag-
kerfið er lítið og á síðustu árum hef-
ur krónan færst yfir í að vera há-
vaxtamynt í heljarböndum
jöklabréfa spámanna. Þeir hafa sóst
eftir gróða á meðan almenningi,
skuldsettu ungu fólki með íbúðalán
og skuldsettum fyrirtækjum blæðir
út.
Evran verður ekki tekin upp ein-
hliða, segir nú forsætisráðherra. Á
meðan skortir samstillta efnahags-
áætlun til að ná vöxtum niður og
eðlilegu gengi. Það lítur því út fyrir
pattstöðu. Einbjörn togar í Tví-
björn, Tvíbjörn í Þríbjörn, Geir í
Davíð, Davíð í Geir og hvorugur get-
ur neitt. Því er farið að reyna veru-
lega á rófuna á kálfinum. Spurn-
ingin er hvort okkar efnahagslíf
lendir eina ferðina enn í brunninum.
Vegna fjármálakreppu eru seðla-
bankar í Bandaríkjunum og víðar
löngu farnir að lækka vexti og það
verulega. Hér hikar Seðlabankinn.
Eyðsla er enn mikil og lækkun
stýrivaxta myndi framkalla verð-
bólgu sem kallar á erfitt efnahags-
ástand með tilheyrandi gjald-
þrotum. Gengið myndi falla og
skuldir yrðu banabiti margra.
Við framsóknarmenn höfum í
marga mánuði rætt samræmdar
efnahagsaðgerðir og þjóðarsátt um
markmið og vinnubrögð í þeim efn-
um. Ennfremur höfum við viljað
skoða stöðu íslensku krónunnar sem
á nú undir högg að sækja á tímum
alþjóðavæðingar og örra breytinga.
Höfum við í því skyni stofnað nefnd
innan flokksins sem á að kanna alla
þá valkosti sem við stöndum frammi
fyrir í gjaldmiðilsmálum. Meðal
kosta þar er mögulegt samstarf við
aðrar Evrópuþjóðir sem eru utan
myntbandalagsins eða hafa ekki
tekið upp evru, t.d. Sviss, Noreg,
Bretland eða Danmörku. Með því er
verið að horfa á möguleika sem
gætu komið til álita í náinni framtíð
því aðild að ESB er ekki í nánd að
óbreyttu og alls ekki að mynt-
bandalaginu í þeim efnahagslega
ólgusjó sem nú ríkir.
Nú heyri ég að ýmsir athafna-
menn og hagfræðingar taka undir
orð okkar um að leiðir sem þessar
beri að kanna. Ríkissjóður er skuld-
laus eftir stjórnarsetu okkar fram-
sóknarmanna og íslenska lífeyr-
issjóðakerfið er eitt hið sterkasta í
heiminum. Með lífeyrissjóðakerfið
upp á 1600-1700 milljarða, að við-
bættum olíusjóði Norðmanna og
hinni miklu sérstöðu Svisslendinga
gætu öll löndin styrkt sína stöðu
með auknu samstarfi á sviði gjald-
miðils- og peningamála.
Matvæli og atvinnuleysi
Oft draga menn fram þá sýn að
matvælaverð muni snarlækka með
Guðni Ágústsson fjallar áfram
um Evrópusambandið og
heimssýn 21. aldarinnar
» Til að tryggja fram-
tíðarhagsmuni þjóð-
arinnar telur Fram-
sóknarflokkurinn
mikilvægt að áfram
verði unnið að stefnu-
mótun og markmiða-
setningu Íslands í
Evrópusamstarfi.
Guðni Ágústsson
Um stöðu Íslands
í hinum stóra heimi
Selvað 1-5 – Nýtt lyftuhús með bílskýli!
Allt að 95% lánamöguleikar
Valhöll fasteignasala og Gissur og Pálmi ehf kynna:
Nýtt 36 íbúða lyftuhús í Norðlingaholti
Nýjar íbúðir sem afhendast fullfrágengnar án gólfefna og án flísalagnar á baðherbergjum.
Húsið, lóðin og bílastæði afh. fullfrág. Fyrstu íbúðir til afhendingar strax.
Vandaðar innréttingar frá Brúnás.
Upplýsingar í Gsm 899-1882 Þórarinn lögg fs. – Heiðar lögg fs. Gsm 693-3356
Dæmi um kaupverð og greiðslukjör.
2ja-3ja herbergja íbúð verð 24,3 millj.
Útb. í pen við samn. 800 þ.
Lán frá Íbúðarl.sj. 18.000 þ.
** Greiðslub. ca 82,000 pr. mán. 40 ár 5,5% vxt.
Lán frá sparisj. 1.440 þ.
** Greiðslub. ca 21.000 pr. mán. 40 ár 6,85% vxt.
Lán frá GogP.* 3.645 þ.
** Greiðslub ca 32.000 pr. mán. 25 ár 7,0% vxt.
Við lokafrágang. 415 þ.
* Lán til allt að 25 ára vísitölutryggt með 7% vöxtum án
uppgreiðslugjalds
** Samtals greiðslubyrði ca 135 þúsund á mán. fyrsta árið fyrir
utan vaxtab.
Greiðslumat og staðfestingu þarf frá Íbúðarlánasjóði og Spron eða
lánastofnun.
Dæmi um kaupverð og greiðslukjör.
4ra herbergja íbúð verð 26,8 millj.
Útb. í pen við samn. 840 þ.
Lán frá Íbúðarl.sj. 18.000 þ.
** Greiðslub. ca 82.000 pr. mán. 40 ár 5,5% vxt.
Lán frá sparisj. 3.440 þ.
** Greiðslub. ca 32.000 pr. mán. 40 ár 6,85% vxt.
Lán frá GogP.* 4.020 þ.
** Greiðslub. ca 56.000 pr. mán. 25 ár 7,0% vxt.
Við lokafrágang 500 þ.
* Lán til allt að 25 ára vísitölutryggt með 7% vöxtum án
uppgreiðslugjalds
** Samtals greiðslubyrði ca 170,000 kr. á mán. fyrsta árið fyrir
utan vaxtab.
Greiðslumat og staðfestingu þarf frá Íbúðarlánasjóði og Spron eða
lánastofnun.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
GLITVANGUR - HF.
GLÆSILEGT EINBÝLI
Nýkomið í einkasölu glæsilegt einbýli á einni hæð með innbyggðum bílskúr samtals
212 fm. Húsið skiptist m.a. þannig: 4 svefnherbergi, stofa, borðstofa, arinn, eldhús,
sjónvarpshol, baðherbergi ofl. Glæsileg hornlóð. Hiti í plani, góð staðsetning. Eign í sér-
flokki. Myndir á mbl.is. Laust strax.
Spönginni 37 – 112 Reykjavík – www.fmg.is
Sími 575 8585
Sigrún Stella
Einarsdóttir
lögg. fasteignasali
GSM 824 0610
Karl Dúi Karlsson
sölumaður
GSM 898 6860
MOSFELLSBÆR
Erum með kaupanda að 3 til 4ra
herbergja íbúð, helst á efstu hæð í
nýlegu, litlu fjölbýli í Þrastarhöfða,
Klapparhlíð, Tröllateig eða Stórateig.
Verðhugmynd er á bilinu 28 til 30 millj.
ÍBÚÐ
ÓSKAST
Sigrún Stella Einarsdóttir löggiltur fasteignasali