Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Þor-steinsdóttir Sí- vertsen fæddist í Vestmannaeyjum 4. febrúar 1920. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- steinn Hafliðason, skósmiður í Vest- mannaeyjum og síð- ar í Reykjavík, f. í Fjósum í Reynissókn í Vestur-Skaftafells- sýslu 22. nóvember 1879, d. í Reykjavík, 25. febrúar 1965, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir hús- móðir, f. á Reykhólum í Reykhóla- sveit í Barðastrandarsýslu 15. sept- ember 1883, d. í Reykjavík 4. apríl 1949. Alsystkini Guðrúnar voru Þórunn Jakobína Þorsteinsdóttir, f. Sívertsen. Dætur hans og Maríu Hauksdóttur eru Ólöf Kristín Sí- vertsen og Guðrún Inga Sívertsen. 3) Ingibjörg Sívertsen, f. 20. maí 1950, gift Guðmundi Þórhallssyni. Börn þeirra Þórhallur Guðmunds- son, Hafsteinn Michael Guðmunds- son og Sólveig Guðmundsdóttir. Barnabörn Guðrúnar og Michaels eru átta og barnabarnabörnin sjö. Fyrir átti Michael tvo syni í Noregi með fyrrverandi konu sinni, Rögnu Sívertsen, þá Dagfinn, sem er lát- inn, og Kjell Sívertsen. Guðrún og Michael bjuggu sín fyrstu sambúðarár í Vest- mannaeyjum, en fluttu til Reykja- víkur árið 1944, þar sem þau bjuggu síðan, fyrst á Frakkastíg 25 og síðan í Hvammsgerði 16. Á ár- unum 1990 til 2005 bjó Guðrún í Lindaseli 6 en fluttist þá í Seljahlíð, Hjallaseli 55 í Reykjavík, þar sem hún bjó til dauðadags. Útför Guðrúnar var gerð frá Fossvogskapellu 11. mars, í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. 1906, d. 1948, Bjarni Eyþór Þorsteinsson, f. 1910, d. 1946, og Hafsteinn Þor- steinsson, f. 1918, d. 1985. Hálfsystir Guð- rúnar, sammæðra, var Emilía Filipp- usdóttir Snorrason, f. 1902, d, 1996. Eiginmaður Guð- rúnar var Michael Ce- lius Sívertsen vél- stjóri, f. í Noregi 29. september 1897, d. í Reykjavík 21. maí 1966. Börn Guðrúnar og Michaels eru: 1) Þorsteinn Sívertsen, f. 5. september 1942. Börn hans og Sonju Magnúsdóttur eru Guðrún Þorsteinsdóttir og Helgi Rúnar Þorsteinsson. 2) Bjarni Sívertsen, f. 16. nóvember 1946. Dóttir hans og Þuríðar Backman er Ragnheiður Kær tengdamóðir hefur lokið sinni jarðnesku göngu. Á hugann sækja ljúfar minningar um sam- verustundir sem ná tæplega fjóra áratugi aftur í tímann. Það var ekki uppburðarmikill ungur sveinn á nítjánda ári sem hóf að venja komur sínar í Hvammsgerði 16 undir lok sjöunda áratugarins. Viðmót hús- freyjunnar eins og eðlilegt var á þeim tíma örugglega blandið ákveð- inni tortryggni í garð síðhærða pilts- ins og um leið frekar óráðið en þó alls ekki með öllu fráhverft nærveru hans í húsinu. Frá fyrstu kynnum við tengda- móður mína var mér ljós skapgerð- arstyrkur hennar og óbugandi vilji til að standa ein og óstudd í lífsbar- áttunni. Hún hafði þá nokkrum ár- um áður gengið í gegnum mikið sorgarferli á tiltölulega skömmum tíma en lét ekkert buga sig. Mennt- un Guðrúnar var í takt við skóla- göngu alþýðufólks á kreppuárum síðustu aldar, barna- og gagnfræða- skólanám í Eyjum og eins vetrar nám í hússtjórn við Húsmæðraskól- ann á Ísafirði veturinn 1941. Hennar sjálfsmenntun fólst í lestri margra bóka og sótti hún þann lestraráhuga til föður síns, sem las eins og hún langt fram á nætur. Það voru ánægjulegir tímar fyrir fjölskyldu mína þegar Guðrún flutt- ist á neðri hæðina í hús okkar í Seljahverfi haustið 1990 í kjölfar veikinda. Fyrir börn okkar að eiga athvarf hjá ömmu að loknum skóla- degi var ómetanlegt. Við sambýlið varð heimilið að sannkölluðu fjöl- skyldusetri. Eins og alþýðukonum er lagið var hún vakin og sofin yfir þroska og velferð barna sinna og síð- an fjölskyldna þeirra. Á þessum tíma var hún liðtæk við prjónaskap og framleiddi í gríð og erg lopapeys- ur af öllum stærðum og gerðum. Það eru margar samverustundir á heim- ili og í sumarleyfum heima og er- lendis sem leita á hugann. Ógleym- anlegar setur við spilaborð með Guðrúnu og börnum mínum og snarpar samræður um lífsins gagn og nauðsynjar, uppeldismál og dæg- urmál ylja huga því aldrei fórum við ósátt frá rökræðum þó ágreiningur væri um sum málefni eins og geng- ur. Hún gat hins vegar verið spilas- ár. Oft var glatt á hjalla og gamlárs- kvöld voru hennar kvöld enda sérstakur ljómi yfir þeim í minning- unni frá búskaparárum hennar og Michaels í Hvammsgerði. Uppruni og æskuslóðir heima í Vestmanna- eyjum voru henni alla tíð hugleikin. Það færðist sérstakt blik í augu þeirra systkina, Hafsteins og henn- ar, þegar rifjaðar voru upp sögur úr föðurhúsum og sagnir úr Eyjum frá fyrri hluta síðustu aldar. Guðrún hélt heimili allt fram til ársins 2005 þegar hún af heilsufars- ástæðum fluttist í Seljahlíð. Hún átti þar góða vist, enda mikil félagsvera, þrátt fyrir mikla örorku. Tengdamóðir mín hafði miklar mætur á íslenskum skáldum og var Davíð Stefánsson henni kær: Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Guðmundur Þórhallsson. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma Guðrún hefur kvatt okkur. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp samverustundirnar með ömmu minni þá læðist bros fram á andlitið enda ekki annað hægt, amma var ótrúleg kona. Mínar fyrstu minningar um ömmu Guð- rúnu eru síðan hún bjó á Háaleit- isbrautinni en þangað var gaman að koma í heimsókn og oftar en ekki bakaði amma pönnukökur ofan í mannskapinn. Einnig var alltaf spennandi að fá að kíkja í skápana hjá ömmu. Hún vann á þeim tíma í sælgætisgerðinni Mónu og því oft kramin krembrauð og annað góð- gæti í boði. Þegar amma flutti af Háaleitis- brautinni í Vesturbæinn var styttra fyrir mig að fara í heimsókn og ég líka orðin eldri. Í heimsóknum mín- um til ömmu sátum við ósjaldan og rökræddum hin og þessi mál. Amma hafði ávallt miklar skoðanir. Skipti þá engu máli hvort var rætt um stjórnmál, fótbolta, handbolta eða veðrið. Hún hafði alltaf sínar skoð- anir og hlustaði ekki á neitt múður um að kannski hefði hún ekki rétt fyrir sér. Já amma mín vildi eiga síð- asta orðið og hafa nú sumir í fjöl- skyldunni erft það frá henni. Amma byrjaði að reykja í laumi þegar hún var komin á sjötugsald- urinn. Ég kom að henni einn daginn þar sem hún stóð við eldhúsglugg- ann að reykja. Amma bað mig um að lofa sér því að ég segði ekki pabba mínum frá þessu. Ég lofaði því og þetta var leyndarmálið okkar í ein- hvern tíma eða þangað til fleiri komu að henni við þessa iðju. Það að fikta við reykingar komin á sjötugs- aldurinn er sérstakt en kannski er ástæðan enn sérstakari. Jú amma var mjög mikil félagsvera og fannst gaman að vera í kringum skemmti- legt fólk. Hún lá á Vífilsstöðum í ein- hvern tíma þarna um árið og fannst mesta fjörið og skemmtilegasta fólk- ið það sem fór niður í reykherbergið þannig að hún keypti sér bara sígar- ettur og fór þangað líka. Þetta lýsir ömmu mjög vel. Hún lét ekkert stoppa sig en hún hætti þó fljótlega þessu fikti. Annað atvik sem rifjast upp fyrir mér er þegar ég var um 16 ára og langaði að fara á Þjóðhátíð í Eyjum en foreldrar mínir tóku það ekki í mál. Þá fór ég til ömmu og fékk hana með mér í lið. Hún skildi nú ekki hvað gekk að foreldrum mínum, „að fara á Þjóðhátíð er eitthvað sem allir ættu að gera,“ sagði amma enda fædd og uppalin í Eyjum. Þrátt fyrir bandalag okkar ömmu fékk ég ekki að fara á Þjóðhátíð í það skiptið. Ég gæti lengi vel haldið áfram og rifjað upp skemmtilegar stundir með ömmu Guðrúnu en ég er þakk- lát fyrir allar mínar góðu minningar um hana. Ég mun ávallt minnast ömmu sem mikils kvenskörungs sem hugsaði vel um sitt fólk. Ég kveð ömmu með söknuði en þó þakklæti fyrir það að hún var hún sjálf allt til dauðadags ávallt tilbúin að segja sína skoðun á hlutunum og hlustaði ekki á neinar mótbárur frá einum eða neinum. Blessuð sé minning ömmu Guð- rúnar. Guðrún Inga Sívertsen. Núna þegar ég minnist ömmu minnar, Guðrúnar Þ. Sívertsen, með nokkrum orðum, gæti ég reynt að draga fram óljósar, meira en þrjátíu og tveggja ára gamlar minningar frá Hvammsgerði. Minningar um hvað bræður mömmu voru ógnvænlega stórir. Um mömmu og ömmu í sól- baði. Pabba að þvo bíldruslu á plan- inu fyrir framan húsið. En ég man það ekki svo vel og er hræddur um að sumar þessara minninga séu arf- ur frá gömlum ljósmyndum frekar en því sem ég man í raun og veru. En ég man óljóst frá því þegar ég var fjögurra ára í pössun hjá henni á Háaleitisbrautinni meðan foreldrar mínir voru erlendis. Þá var líka allt- af sól. Og við amma spásseruðum mikið. Og í kjölfarið kemur mikið af minningum frá Háaleitisbrautinni og Vesturbænum meðan hún bjó þar. En ég ætla ekki að minnast hennar frá þeim stöðum. Ég ætla að minnast hennar eins og ég kynntist henni síðar, eftir að hún flutti í kjall- arann í Lindarselinu hjá foreldrum mínum og ég var orðinn átján ára bókhneigður stráklingur. Ég las allt það sem að kjafti kom og sat löngum inni í eldhúsi hjá ömmu og ræddi við hana um bókmenntir. Henni þótti slæmt að ég læsi Þórberg, af honum mundi ég bara læra sérvisku og vit- leysu. Ég ætti að lesa Gunnar. Og hún kynnti mig fyrir þeim rithöfundi sem hefur staðið mér nærri allar götur síðan ég las fyrstu snjáðu bók- ina sem amma lánaði mér; William Heinessen. Við gátum rætt hann út í eitt ef við höfðum ekki um neitt ann- að að tala. En amma var ekki bara bókhneigð og fróð og greind kona, heldur líka hlý og umburðarlynd með kaldan og skemmtilegan húm- or. Ég gat aldrei gengið fram af henni sama hvað ég reyndi. Hún hló bara að mér og var skemmt. Ein- hvern tímann sátum við yfir kaffi og hún var að skammast í mér fyrir ein- hver afglöp og sagði í kaldhæðni: Þú verður búinn að gleyma mér þegar ég dey og átt ekki eftir að skrifa um mig minningargrein! Og ég svaraði: Jú, ég mun meira að segja hefja hana á orðunum: Amma var ekki allra! Þá hló hún svo tárin komu fram í augun á henni. Og ég stend núna við það loforð að hafa ekki gleymt henni, að muna ekki gleyma henni, að skrifa um hana þessi fáu orð. Og kannski var hún ekki allra? En það skiptir ekki máli. Hún var okkar. Okkar sem heimsóttum hana og nutum þess að umgangast hana, hvert á okkar hátt, og fundum og vissum að hún naut þess að umgang- ast okkur. Okkar sem fylgdum henni síðasta spölinn. Núna fylgir hún okkur. Þórhallur Guðmundsson. Guðrún Þ. Sívertsen ✝ Már HallSveinsson fæddist í Grindavík 17. febrúar 1927. Hann andaðist á sjúkrahúsi Ak- ureyrar 1. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gíslína Jónsdóttir og Sveinn Hall Ás- mundsson. Már kvæntist El- ísabetu Á. Árna- dóttur. Þau bjuggu á Skagaströnd en slitu samvistir. Börn þeirra eru Árni Ásgrímur Hall Másson, f. 1952, Sveinn Hall Másson, f. 1953, Aðalheiður Másdóttir, f. 1955, Ómar Gísli Másson, f, 1956, d. 2002, Guðmundur Más- son, f. 1960, d. 1960, Erla Björg Másdóttir, f. 1962, og Vilborg Más- dóttir, f. 1964. Sambýliskona Más um tíma var Stefanía Bednovic. Már flutti á Hell- issand 1980 og bjó þar síðari hluta ævi sinnar. Útför Más var gerð frá Höfða- kapellu 10. mars. Elsku pabbi, við kveðjum þig með söknuði en vitum að þér líður betur núna. Við þökkum þér fyrir allt og geymum minningarnar um þig í hjörtum okkar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þínar dætur, Aðalheiður, Erla og Vilborg. Elsku afi. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Fá að þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman, þó þær hafi ekki verið margar síðustu árin. Ég man þegar þú komst vestur til okkar þegar ég var krakki. Það var skemmtilegur tími. Svo þegar við heimsóttum þig á Hellisand ég, Haukur og strákarnir okkar.Við komum þér svo skemti- lega á óvart þá. Það er ógleymanleg stund. Strákunum fannst svo gaman að koma til þín og hitta langafa á Hellisandi og þeir voru svo hrifnir af kettlingunum þínum. Svo þegar þú komst hingað norður í fyrra og komst í heimsókn og við drukkum kaffi og spjölluðum, því gleymi ég ekki. Þú gafst Emelíu Karen púsluspil sem hún gat fljótlega púslað eins og hún hefði átt það í mörg ár, þó hún væri bara tveggja ára. Hún var svo ánægð með það. Elsku afi, ég vil sér- staklega þakka fyrir tímann sem ég átti hjá þér á sjúkrahúsinu síðustu dagana sem þú lifðir. Þín er sárt saknað af okkur öllum. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði. Elísabet Árný. Már Hall Sveinsson Fyrst sá ég Sigur- veigu Jónsdóttur á sviði í Strompleiknum, í rómaðri uppfærslu hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Kímnin geislaði af henni, af áreynsluleysi þess sem hefur vald á hlutunum. Ég spurði hver þessi hæfileikaríka leikkona væri. Tal- símakona frá Akureyri, var svarið. Við áttum reyndar eftir að standa saman á sviði, í farsanum Stundum bannað og stundum ekki, sem sýnd- ur var við miklar vinsældir hjá Leik- félagi Akureyrar haustið 1972. Sig- urveig var með ríkulegt gríngen. Hún naut þess líka greinilega að túlka gamanleikinn og finna fyrir viðbrögðum áhorfenda, sem sjaldan létu á sér standa. En þegar við átti, gat hún líka tekið gamanleikinn al- varlega, eins og allir alvörugrínleik- arar. Nokkrum árum síðar komu ís- lenskar bíómyndir til sögunnar. Land og synir var kvikmynduð í Svarfaðardal og nágrenni, og því var sjálfgefið að bjóða Sigurveigu hlut- verk í myndinni. Hún birtist alveg undir lokin sem ráðskonan á hótel- inu. Kvikmyndaleikur átti vel við Sigurveigu, einlæg túlkun var henni eðlislæg, Lítið gerist í þessu atriði annað en að ráðskonan tekur að sér hund söguhetjunnar, en merkilegt fannst mér hvað Sigurveigu var raunverulega farið að þykja vænt um hundinn áður en tökum lauk. Sú væntumþykja virtist gagnkvæm. Sigurveig Jónsdóttir ✝ Sigurveig Jóns-dóttir fæddist í Ólafsfirði 10. janúar 1931. Hún lést í Reykjavík sunnu- daginn 3. febrúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 18. febrúar. Þegar Gullna hliðið var tekið upp fyrir sjónvarp lék Sigurveig þá fjölkunnugu Vil- borgu, og skapaði þar afar eftirminnilega kerlingu. Ég var hissa á því hvað fáir þekktu þessa stórskemmti- legu leikkonu þegar verkið var sýnt. Furðu margir spurðu mig hvar ég hefði grafið upp þennan snilling sem lék grasakonuna í fyrsta þætti. Sigurveig var þá tiltölulega nýflutt að norðan, og ekki vel þekkt í höfuðborginni. Það breyttist þó eftir Djöflaeyju Friðriks Þórs, þar sem Sigurveig smellpassaði í hlutverk spákonunnar Karólínu og vakti verulega athygli fyrir túlkun sína. Sjálfur fékk ég aftur tækifæri til að vinna með henni í Mávahlátri, þar sem hún tók að sér hlutverk Kiddu, konunnar í kjallaranum. Það var aldrei nein spurning hverjum ætti að bjóða það hlutverk. Hugsunin var miklu frekar þessi: Hvað gerum við ef Sigurveig getur ekki verið með? Það kom engin önnur til greina. Fyr- ir þetta litla hlutverk hlaut hún til- nefningu til Eddu-verðlaunanna. Sigurveig endaði þannig leikferil sinn sem eins konar Brynjólfur kvenhlutverkanna, sú sem gat tekið að sér furðulegar kvenpersónur og skapað úr þeim heilsteyptar og eft- irminnilegar kerlingar. Sigurveigu var í mun að hafa þær ólíkar inn- byrðis, vildi finnan nýjan flöt á hverri nýrri persónu og tókst það með prýði. Hún sem hafði lært leik- listina á sviði áhugaleikhúss var í raun orðin hin fullkomna fagmann- eskja áður en yfir lauk. Aðstandendum Sigurveigar sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Ágúst Guðmundsson. MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.