Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 40
Höfum fengið í sölu glæsilegt einbýlishús í Kvistalandi. Húsið er um 440 fm og er á frábærum og vinsælum stað. Stórt og gott bílaplan fylgir eigninni. Allar frekari upplýsingar veitir Páll s. 861 9300 pallb@remax.is eða Gylfi s. 693 4085 gylfi@remax.is Fossvogsdalur 40 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 14. FEBRÚAR sl. var opnuð í Listasafni Reykjavíkur Hafn- arhúsinu sýningin Vatnsmýri 102 Reykjavík, sem mark- ar tímamót í sögu lands og þjóðar. Í fyrsta skipti gafst Ís- lendingum tækifæri til þess að gera sér grein fyrir þeim stórkost- legu möguleikum sem felast í miðborg- arhverfinu þar sem enginn býr, 102 Reykjavík. Áhuginn reyndist í samræmi við mikilvægið og á einni viku skoðuðu sýninguna á sjötta þúsund gestir. Þá var hún tek- in niður en vegna andmæla sett aft- ur upp á Háskólatorgi viku síðar. Frá fyrsta degi hefur umræðan um uppbyggingu og miðborgarskipulag í Reykjavík ólgað jafnt á vinnustöð- um, heimilum og fjöl- sóttum málþingum. Æ fleiri eru að vakna til vitundar um spámann- leg orð listamannsins Þórðar Ben Sveins- sonar sem fyrir rúmum tveim áratugum kallaði svæðið „örlagareit ís- lenskrar borgarmenn- ingar“. Það var í tengslum við sýningu sem hann hélt á Kjar- valsstöðum og í Lesbók Morgunblaðsins rök- studdi hann kenningu sína um byggð á flug- vallarsvæðinu sem „síðasta mögu- leika höfuðborgarinnar til að gera ný og breytt viðhorf til borgarmenn- ingar að veruleika með nýrri borg, sem tengist þeirri gömlu á ham- ingjusamlegan hátt“. Hugsýnir Þórðar Ben voru kynnt- ar öðru sinni í framlagi Bygging- arlistardeildar Kjarvalsstaða á sýn- ingu í Tjarnarsal Ráðhússins fyrir kosninguna um framtíð Vatnsmýr- arinnar sem fram fór 17. mars 2001. Þá hafði átt sér stað víðtækari um- ræða lærðra og leikra um skipulags- mál en áður hafði þekkst á Íslandi og niðurstaðan varð sem kunnugt er að meirihluti borgarbúa kaus að sjá miðborgarbyggð rísa í Vatnsmýrinni eftir 2016. Í kjölfarið ákváðu borg- aryfirvöld að efna til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins sem er álíka stórt að flat- armáli (169,9 ha) og austurbær og vesturbær samanlagðir. Afrakst- urinn birtist okkur í Hafnarhúsinu og á Háskólatorgi núna tæpum sjö árum síðar sem og í veglegri bók um samkeppnina, Vatnsmýri 102 Reykjavík. 136 möguleikar Loksins, loksins má sjá upp- teiknað á ótal vegu hvernig mið- borgin gæti þróast á þessum örlag- areit, svæðinu sem albyggt gæti gert höfuðstaðinn að samvaxinni fullburða borg. 136 ólíkar tillögur bárust úr hugmyndasmiðjum arki- tekta og skipulagsfræðinga alls stað- ar að úr heiminum. Sú staðreynd ein sýnir hvílíkan fjársjóð við eigum grafinn undir flugbrautunum. Flest- ar tillögurnar komu frá Evr- ópulöndum en einnig frá Kanada, Bandaríkjunum, Uruguay, Ástralíu, Japan, Hong-Kong og Rússlandi. Fimm hérlendar teiknistofur tóku þátt í keppninni en íslenskir arki- tektar og ráðgjafar leynast í mörg- um hinna erlendu teyma. Þar á með- al má sjá nafn Þórðar Ben sem starfar í Þýskalandi og Guðjóns Þórs Erlendssonar sem fór fyrir stofu í London, einni þeirra sem hlutu verðlaun dómnefndar. Ekki þarf því að efast um áhuga íslenskra fagmanna á þátttöku í nýsköpun Reykjavíkur rísi miðborg í Vatns- mýri. Aðalvinningstillagan kom frá Örlagareitur ís- lenskrar borgar- menningar Steinunn Jóhannesdóttir skrif- ar um Vatnsmýrina Steinunn Jóhannesdóttir » Vatnsmýrin verði lýst borgarsvæði í mótun og komið á fót þróunarskrifstofu sem annast geti allar þær skyldur sem fylgja slíkri uppbyggingu Mávahlíð 42 Glæsileg 124 fm sérhæð sem öll hefur verið tekin í gegn. 3 svefnherbergi, sjónvarpshol, stofa og borðstofa. Sérstæði. Verð 38,9 millj. Upplýsingar veitir Jónas í síma 867 5117. Opið hús í dag frá kl. 16-18 FASTEIGNASALAN GIMLI HVERAGERÐI, BREIÐUMÖRK 13 Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. S: 483 5900 Kristinn Kristjánsson lögg. fasteignasali ÁHUGAVERÐ EIGN ÓSKAST Hef verið beðinn að finna sérstæða eign á suðvestur- landi þ.e. frá Borgarfirði til Hvolsvallar, höfuðborgar- svæðið og Suðurnes undanskilin. Má vera í þéttbýli eða utan þess. Aðkoma þarf að vera greið. Umhverfi og útsýni er stór þáttur í því sem leitað er að. Stærð eignar og aldur er ekki aðalatriði, heldur staður og um- hverfi. Verðbil frá 20 til 60 milljónum. Um staðgreiðslu væri að ræða fyrir rétta eign. Hafið samband við Kristinn í síma: 483 5900 eða 892 9330. VILT ÞÚ SELJA EIGN STAÐSETTA Á SUÐVESTURLANDI? ORLOFSHÚS Í LANDI VAÐLABORGA Til sölu glæsilegt or- lofshús í landi Vaðlaborga, rétt við Akureyri (5 mín akstur). Byggt 2005. Húsið er 85,4 fm, m.a. með 3 góðum svefnherb. og öllum nútímaþægind- um. Gólf eru flísalögð. Eikarinnréttingar. Falleg hönnun og glæsilegt útsýni yfir Eyjafjörð. Góður pallur og heitur pottur. Allt innbú fylgir. Möguleiki á góðum leigutekjum. Verð 32milljónir. Nánari uppl. á skrifstofu. Austurvegi 6 • 800 Selfossi Sími 482 4800 • Fax 482 4848 arborgir@arborgir.is www.arborgir.is Bergstaðastræti 36 – 101 Reykjavík OPIÐ HÚS Í DAG KL. 17:00–19:00 Björt og sjarmerandi 182 fermetra íbúð í fallegu timburhúsi í Þingholtunum. Tvö svefnherbergi, tvær stofur, baðherbergi og rúmgott eldhús á fyrstu hæð. Í kjallara eru fimm herbergi, bað og stórt hol með eldunaraðstöðu. Kjallarinn er með sérinngangi og býður upp á ýmsa tekjumöguleika. VERIÐ VELKOMIN Í OPIÐ HÚS. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Til leigu er, í einni fallegustu skrifstofubyggingu borgarinnar, 765 m2 mjög gott skrifstofuhúsnæði á þriðju hæð við Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík. Húsnæðið er sérlega vandað að allri gerð enda hefur húsið nýlega verið allt klætt með vönduðum flísum að utan sem gerir það sérlega glæsilegt. Að innan húsnæðið sérlega snyrtilegt og bjart með fallegu útsýni til norðurs og suðurs. Hlutfall bílastæða við húsið er gott m.v. sambærilegt hús í miðborginni. Hér er á ferðinni sérstaklega vel staðsett hús með fallega ásýnd. SUÐURLANDSBRAUT 18 - REYKJAVÍK Jón Gretar Jónsson jon@husakaup.is s. 617 1800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.