Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 46
46 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
✝ Björn Sigurðs-son fæddist í
Efstadal í Laug-
ardalshreppi í Ár-
nessýslu 28. október
1920. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 16. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Jórunn Ás-
mundsdóttir hús-
freyja í Efstadal, f.
þar 5. okt. 1880, d.
11. júní 1970, og Sig-
urður Sigurðsson
bóndi í Efstadal, f. í Eystri-Dalbæ í
Landbroti í V-Skaft. 14. jan. 1879,
d. 17. mars 1946. Systkini Björns
eru: Ásmundur, f. 1913, d. 1996,
Magnhildur, f. 1914, d. sama ár,
Sigurður, f. 1915, Steinunn, f. 1917,
d. 1976, Magnús, f. 1918, d. 1997,
Ingvar, f. 1919, d. 1990, og Magn-
hildur, f. 1922.
Björn kvæntist 9. ágúst 1952 Ár-
sólu Margréti Árnadóttur klæða-
skera í Reykjavík, f. 19. júlí 1928.
Foreldrar hennar voru Árni Eras-
musson húsasmíðameistari, f. á
Syðri-Steinsmýri í Leiðvallahreppi
í V-Skaft. 8. apríl 1880, d. 3. okt.
1963, og Sólveig Ólafsdóttir hús-
freyja, f. á Hrófbjargarstöðum í
Kolbeinstaðarhreppi í Hnapp. 23.
feb. 1896, d. 2. ágúst 1989. Björn og
Ársól eignuðust fjögur börn. Þau
eru: 1) Margrét, f. 21. des. 1952,
gift Brynjúlfi Erlingssyni. Synir
þeirra eru: a) Björn, f. 1975, kvænt-
ur Hildi Björk Kristjánsdóttur,
börn þeirra eru Úlfur Örn, f. 2000,
Birkir Hrafn, f. 2003, og Rán, f.
2005, b) Erlingur, f. 1979, sambýlis-
kona Anna Lilja Oddsdóttir, sonur
eldrum hennar, Sólveigu og Árna.
Björn byggði hús með Magnúsi
bróður sínum við Sólheima í
Reykjavík. Þá kom það sér vel
hversu laghentur og vandvirkur
hann var. Þangað flutti fjölskyldan
árið 1959 ásamt foreldrum Ársólar.
Þar var heimili stórfjölskyldunnar í
gegnum árin. Það var oft fjölmennt
á heimilinu því þar bjuggu ætt-
ingjar í lengri og skemmri tíma.
Einnig komu ættingjar úr sveitinni,
bæði úr Laugardalnum og Borg-
arfirðinum, þegar þeir áttu erindi
til Reykjavíkur. Björn og Ársól
ferðuðust mikið um landið með
fjölskyldu og vinum, oft með Magn-
úsi bróður Björns og fjölskyldu
hans. Má segja að þau hjónin hafi
verið búin að sjá flest það mark-
verðasta sem hægt var að skoða
þar sem var fólksbílafæri. Einnig
höfðu þau ferðast saman til tíu
landa m.a. í síðustu ferð Gullfoss.
Þau fóru nokkrar ferðir til Drífu
systur Ársólar og fjölskyldu í
Bandaríkjunum og eignuðust þar
marga góða vini sem hafa heimsótt
þau í gegnum árin. Árið 1987 reistu
Björn og Ársól sér sumarbústað í
Borgarfirðinum. Þar gat Björn
stundað áhugamál sín, við smíðar,
berjatínslu, ræktun og útivist. Eftir
að Björn hætti störfum dvöldu þau
hjónin í bústaðnum sumarlangt en
þar vildi hann helst vera. Þegar
þau hjónin voru orðin ein fluttu þau
í Árskóga í Reykjavík. Þar tóku
þau þátt í ýmsum félagsstörfum,
áttu spilafélaga í bridge, tóku þátt í
félagsvist og ýmiss konar handa-
vinnu. Í Árskógum bjuggu þau síð-
ustu 15 árin en seinustu mánuði
sem Björn lifði dvaldi hann á hjúkr-
unarheimilinu Skógarbæ.
Útför Björns var gerð frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík 25. febrúar
og fór hún fram í kyrrþey.
þeirra er Bjarki Heið-
ar, f. 2006. c) Árni, f.
1984. 2) Sigurður, f.
18. nóv. 1954, kvænt-
ist Sigríði Sigurð-
ardóttur (skildu).
Dætur þeirra eru Val-
gerður, f. 1980, gift
Azfar Karim, og
Kristín, f. 1984. 3)
Ólafía, f. 4. okt. 1958,
giftist Þóri Þórissyni
(skildu). Börn þeirra
eru: a) Þórir Har-
aldur, f. 1977, sam-
býliskona Arna
Hrund Arnardóttir, börn þeirra
eru Árni Björn, f. 2004 og Iðunn
Birna, f. 2007. b) Ársól Margrét, f.
1979, sambýlismaður Hrólfur Már
Helgason, sonur þeirra Gabríel
Helgi Már, f. 2007, dóttir Ársólar
og Sveins Hjörleifssonar er Ka-
milla María, f. 1997. c) Kjartan Þór,
f. 1987. 4) Sólveig, f. 12. júlí 1961
gift Ólafi Einarssyni. Börn þeirra
eru Vera Sólveig, f. 1980, Einar
Björn, f. 1985, Jón Atli, f. 1993 og
Ársól Drífa, f. 1995.
Björn byrjaði ungur að hjálpa til
við bústörfin í foreldrahúsum í
Efstadal og stundaði nám í farskóla
í Laugardalshreppi. Hann hafði
áhuga á því að læra húsasmíði en
það stóð ekki til boða á þeim tíma.
Hann vann við bústörfin ásamt sjó-
mennsku á vetrarvertíðum í Sand-
gerði þar til hann fluttist til
Reykjavíkur 26 ára gamall. Í
Reykjavík vann Björn við bygging-
arvinnu þar til hann hóf störf hjá
Hreyfli sem bifreiðastjóri. Við það
starfaði hann í 47 ár og var farsæll
í starfi. Eftir að Björn kynntist Ár-
sólu hófu þau búskap hjá for-
Mig langar að minnast föður míns
Björns Sigurðssonar sem lést 16.
febrúar síðastliðinn eftir erfið veik-
indi síðustu mánuðina.
Pabbi var sonur bónda og mótaði
það líf hans eins og svo margra af
hans kynslóð. Hann vandist ungur
mikilli vinnu og leiddist aðgerðar-
leysi.
Þegar ég man fyrst eftir mér fór-
um við á æskuslóðir pabba austur í
Laugardal á hverju sumri og dvöld-
um þar í tvo þrjá daga. Hann vildi
hjálpa Sigurði bróður sínum með
heyskapinn enda ekki eins mikil vél-
væðing þá og er í dag. Við frænd-
systkinin höfðum gaman af því að
hittast og var margt brallað. Í hey-
skapnum var pabbi í essinu sínu,
maður sá að hann kunni vel til
verka.
Faðir minn hélt alltaf góðu sam-
bandi við systkini sín og voru
skemmtileg boðin þegar þau hittust
öll með börnin. Þá var stundum
spiluð félagsvist á mörgum borðum,
sett upp leikrit og sagðar skemmti-
legar sögur. Þegar eitthvað var um
að vera í sveitinni á æskustöðvunum
fór stórfjölskyldan gjarnan saman í
rútu, okkur krökkunum til mikillar
ánægju, en tveir bræður pabba voru
sérleyfishafar.
Vinnudagur pabba var oft langur
en hann gaf sér alltaf tíma til þess
að fara í bíltúra á sunnudögum. Þeir
voru eftirminnilegir fyrir okkur
systkinin. Þá var farið að heim-
sækja ættingja, vini eða skroppið í
Heiðmörkina, tekið með sér nesti og
sest í góða laut, síðsumars gjarnan í
berjamó. Stundum var farið austur í
Laugardal og þar sem bílaeign
landsmanna var þá ekki eins mikil
og núna var bílinn oft fylltur af ætt-
ingjum og brunað úr bænum.
Áhugamál föður míns voru mörg
en eftir að foreldrar mínir eignuðust
land í Borgarfirðinum var það aðal-
áhugamálið hans og allt sem tengd-
ist því. Eftir að pabbi hætti störfum
dvöldu þau í bústaðnum sumar-
langt, komu og fóru líkt og farfugl-
arnir, fóru daglega í sund, göngu-
ferðir og bíltúra um nágrennið og
nutu fegurðar Borgarfjarðarins.
Áhugi hans fyrir að rækta plöntur
sést í sumarbústaðarlandinu þar
sem hann fékk allt til að vaxa. Einn-
ig hafði hann mjög gaman af að
fylgjast með fuglunum, brandönd-
inni sem verpti undir bústaðnum,
maríuerlunni sem átti hreiður inni í
skúrnum, rjúpunni sem átti varps-
tað bak við klettinn, erninum sem
sást sveima yfir og óteljandi öðrum
fuglum sem áttu sér griðastað í
landinu þeirra.
Foreldrar mínir voru mjög sam-
rýnd og samtaka í öllu sem þau tóku
sér fyrir hendur á lífleiðinni. Ég
minnst þess einnig hve mikil virðing
ríkti á milli föður míns og afa og
ömmu, með þeim öllum áttum við
systkinin góða æsku.
Ég kveð föður minn með bæn
sem Árni afi samdi.
Góði Jesús, veg mér vísa,
veikan styrk minn andans þrótt.
Kærleiks geisla láttu lýsa
lífi mínu dag og nótt,
vetur, sumar, vor og haust.
Vertu hjá mér endalaust.
Gefðu síðast frið ég finni,
frið í dýrðar birtu þinni.
(Á.E.)
Pabba verður ætíð minnst sem
einstökum manni sem lét verkin
tala. Hann var hógvær, hjálpsamur
öðlingur sem öllum þótti vænt um.
Hann átti óendanlega gæsku og
hjartahlýju handa okkur afkomend-
um hans. Þannig verður gott fyrir
okkur sem eftir lifum að minnast
hans.
Margrét.
Afi hafði alltaf tíma fyrir okkur.
Alltaf sagði hann já, fór í dúkkuleik
eða hvað sem okkur krökkunum
fannst skemmtilegt. Þegar við Ársól
Drífa og Jón Atli vorum orðin leið á
að leika saman í leikherberginu báð-
um við afa að koma og leika. Hann
tók þá með sér kaffibollann og
Morgunblaðið og sat hjá okkur, þá
fannst okkur afi vera svo góður að
leika.
Skemmtilegast af öllu var að vera
með afa og ömmu uppi í sumarbú-
stað. Þar hafði afi gróðursett tré í
kringum alla lóðina. Við Vera Sól-
veig og Einar Björn hjálpuðum til
við að gróðursetja þau, öll hjálp-
uðum við honum að vökva þau og
fylgdumst með litlu hríslunum
verða að trjám.
Þegar við vorum í bústaðnum fór
afi alltaf með okkur í sund í Borg-
arnesi, keypti snúða í bakaríinu, ís í
Hyrnunni og fór með okkur á Bjöss-
aróló. Endalaust eigum við af
skemmtilegum minningum þaðan,
að spila, að byggja kofa, að sitja á
uppáhaldsstaðnum hans afa og
horfa á sólarlagið eða sitja í fanginu
og fá að sofna þar.
Elsku amma, við vitum hvað þú
saknar hans mikið, við skulum
knúsa þig jafnmikið og hann gerði.
Vera Sólveig, Einar
Björn, Jón Atli og Ársól
Drífa Ólafsbörn.
Elsku besti Bjössi afi.
Við söknum þín mikið. En við vit-
um að þér líður miklu betur þar
sem þú ert núna.
Við munum alltaf minnast þín.
Við erum þakklátar fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og að vera
afadætur þínar.
Við minnumst þín þar sem þú ert
við uppáhaldsiðjuna þína – að hugsa
um plönturnar þínar í sumarbú-
staðnum, annaðhvort að gróðursetja
tré, vökva, slá blettinn eða að taka
upp kartöflur.
Við minnumst fallega brossins
þíns, hlátursins og góðlátlegu augn-
anna. Svo blíður og góður afi sem
þú varst.
Við minnumst stundanna sem við
áttum með þér og Ársól ömmu.
Elsku Ársól amma, Magga,
pabbi, Olla og Solla.
Guð styrki ykkur við fráfall afa.
Elsku Bjössi afi, takk fyrir allt.
Þínar sonardætur,
Valgerður og Kristín.
Ég man þegar ég var í pössun hjá
ykkur ömmu að ég vaknaði um
miðja nótt. Ég fór fram í eldhús í
Sólheimunum og settist við eldhús-
borðið. Ég horfði út í myrkrið og
skoðaði auglýsingaskiltin í Skeif-
unni. Eftir dágóða stund heyrði ég
að einhver var vaknaður og á leið
inn í eldhús. Ég leit á klukkuna og
sá að hún var að verða hálfsex. Þú
komst inn í eldhús. Ég spurði þig:
„Af hverju ertu að vakna svona
snemma?“ Þú brostir og sagðir: „Ég
hef alltaf vaknað á þessum tíma.“
Þú bjóst til hafragraut fyrir okkur.
Við ræddum saman á meðan við
borðuðum. Þegar við vorum búnir
klæddir þú þig í jakkann, settir upp
húfuna og baðst mig um að kanna
hvort ég gæti ekki sofnað aftur, sem
ég gerði. Þetta var sú besta stund
sem ég átti með þér í æsku. Ekki
man ég hvað við ræddum um og ég
hef aldrei verið hrifinn af hafra-
graut, en þarna var grauturinn sá
besti í heimi og við einir út af fyrir
okkur.
Ég man þegar þú og amma voruð
að passa okkur og eins og svo oft
sóttir þú mig á leikskólann. Þórir
bróðir kom oft með þér í bíltúr að
sækja mig. Ég vildi alltaf fá að
teikna og þú varst alltaf svo glaður
þegar ég gaf þér teikninguna. Þeg-
ar heim í Sólheimana var komið var
oft mikið fjör og við kepptumst við
að láta taka okkur í kleinu. Þú
söngst svo oft með okkur „Afi minn
fór á honum Rauð“ ásamt mörgum
öðrum lögum. Þú hafðir alltaf tíma
til að setjast niður með okkur og
segja okkur sögurnar af Búkollu og
Rauðhettu. Þær voru í miklu uppá-
haldi hjá okkur. Við vorum ekki
gömul þegar þið amma hófust
handa við að byggja Árselið en við
fengum svo oft að koma með og við
hjálpuðum ykkur að gróðursetja
eða laga girðinguna. Þetta voru svo
yndislegir tímar.
Elsku afi, við söknum þín.
Þórir og Ársól.
Björn afi skilur eftir sig margar
ánægjulegar minningar og nutum
við bræðurnir skemmtilegra og gef-
andi samverustunda með honum.
Þegar hann og amma byggðu sum-
arbústað í Borgarfirðinum hjálpuð-
ust allir í fjölskyldunni að og var
stórum sem smáum úthlutað hlut-
verki. Hann treysti manni fyrir hin-
um ýmsu hlutum þó svo að hann
vissi, í sumum tilfellum, að hann
þyrfti að gera hlutinn aftur. Maður
fékk iðulega mikið hrós eftir gott
dagsverk, hvort sem það var gróð-
ursetning trjáa, kartöflutínsla eða
smíðavinna. Þetta fyllti unga drengi
ómældu stolti og var einnig ástæðan
fyrir því að maður vildi alltaf glaður
hjálpa til. Þegar afi var hættur að
vinna dvaldi hann ásamt ömmu í
sumarbústaðnum yfir allt sumarið.
Þá fengu yngri barnabörnin oft að
dvelja hjá þeim vikum saman og
hjálpuðu afa með verkin sem þurfti
að vinna í sumarbústaðarlandinu.
Við fengum að fara með í útrétt-
ingar í Borgarnes ásamt því að fara
nánast daglega í sund. Þegar kvölda
tók var oftast gripið í spil, en það
þótti okkur öllum gaman.
Afi var sjálfur alltaf tilbúinn til að
hjálpa til. Þegar kom að því að reisa
hús foreldra okkar í Logafoldinni þá
var hann nánast alltaf á svæðinu.
Hann var einnig alltaf tilbúinn að
sækja okkur bræðurna á íþrótta- og
tónlistaræfingar þegar foreldrar
okkar gátu það ekki. Maður grét
það ekki að fá að fara í bíltúr með
afa á leigubílnum hans.
Fyrir andlát hans hafði honum
hrakað mikið á stuttum tíma en það
var hann ekki sáttur við, enda hafði
hann nánast ekki komið á sjúkrahús
allt sitt líf. Afi var einnig farinn að
vera gleyminn en þó rifjuðust hlut-
irnir fljótt upp þegar maður talaði
við hann. Í heimsóknum okkar á
Skógabæ sagði hann okkur
skemmtilegar sögur frá gamla tím-
anum sem ekki hafði borið á góma
fyrr og sýndi þannig á sér nýjar
hliðar.
Fjölskyldur okkar urðu einnig
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast
góðmennsku hans sem við höfum
tekið okkur til fyrirmyndar. Barna-
barnabörnunum hefur fjölgað og
mörg þeirra eiga eftir að eiga góðar
minningar um langafa sinn. Hann
lætur því mikið eftir sig, stóra fjöl-
skyldu og marga aðra góða hluti.
Hans verður sárt saknað meðal
okkar.
Hvíldu í friði.
Björn, Erlingur og Árni.
Fallinn er frá kær föðurbróðir
minn, hann Bjössi hennar Ársólar
eins og við kölluðum hann alltaf. Þó
ég vissi að hverju stefndi þá brá
mér er ég fékk fréttirnar um að
hann væri látinn. Hægt væri að
skrifa heila bók um hversu góður
maður hann var. Ég man ekki hvað
ég var gömul þegar ég fór að muna
eftir Bjössa og Ársólu. Ég átti
heima í sveitinni á fæðingarstað
Bjössa, Efstadal í Laugardal. Þegar
ég var lítil stelpa var alltaf mikill
gestagangur á sumrin og þá sér-
staklega um helgar en það var alltaf
svo mikil tilhlökkun þegar frænd-
fólkið kom í sveitina. En ég hlakk-
aði alltaf mest til að fá Bjössa og
fjölskyldu. Við urðum líka miklar
vinkonur ég og Solla yngsta dóttir
þeirra. Hún kom og fékk að vera í
sveitinni og svo fékk ég að fara í
höfuðborgina. Mér er það mjög
minnisstætt þegar ég fékk að fara
til Reykjavíkur og gista hjá Sollu
frænku. Það var mikil upplifun að
fara til höfuðborgarinnar.
Ársól og Bjössi voru mér eins og
bestu foreldrar. Björn starfaði sem
leigubílstjóri á Hreyfli alla tíð og ég
man hvað mér fannst Bjössi klár að
geta ratað um alla borgina. Ég var
líklega 12 ára þegar ég fór í bíó í
fyrsta skipti með Sollu frænku. Það
var alltaf svo mikill spenningur og
tilhlökkun að fá að fara í Sólheim-
ana til Bjössa og fjölskyldu en í þá
daga var ég ungur, orginal sveita-
lubbi. Það einfalda eins og að fara í
strætó var bara virkilega spenn-
andi. Maður lagði það á sig að
grenja í nokkra daga bara til að fá
að fara til Reykjavíkur í einn dag,
þó svo að ég væri þrælbílveik. Fyrir
mér var þetta jafn spennandi eins
og fyrir krakka í dag að fara til sól-
arlanda
Ég var 16 ára þegar ég fór að
vinna í bænum og Bjössi og Ársól
opnuðu heimili sitt og hjálpuðu mér
með allt sem upp kom. Ég fékk sér-
herbergi og tekin inn á heimilið af
þvílíkum hlýhug og ekki minna
dekrað við mig en dæturnar þeirra.
Það var gefandi og nærandi að fá að
umgangast þetta góða fólk. Bjössi
var einstaklega hjartahlýr, ljúfur og
góður maður alla tíð og það besta
var að hann var alltaf til staðar. Ég
heyrði hann aldrei tala neikvætt um
einn né neinn. Ef mann vanhagaði
um eitthvað þá leitaði ég til hans
enda var hann úrræðagóður og
hjálplegur. Ég er viss um að það
var ekki til bónbetri maður. Allir
sem þekktu hann skynjuðu hversu
góður maður hann var.
Elsku Ársól, Magga, Siggi, Olla,
Solla og fjölskyldur. Söknuður ykk-
ar er sár, en eftir lifa góðar minn-
ingar um einstakan mann. Hvíl í
friði elskulegi frændi minn og bestu
þakkir fyrir allt.
Ása Björk Sigurðardóttir.
Björn Sigurðsson